Fréttablaðið - 03.01.2005, Qupperneq 8
8 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR
RAFMAGNI KOMIÐ Á
Taílenskir verkamenn vinna að því hörðum
höndum að lagfæra rafmagnslínur í Khao
Lak í suðurhluta Taílands, en svæðið fór
illa í flóðbylgjunni sem brast á á annan
dag jóla á síðasta ári. Yfirvöld segja að enn
sé leitað að fólki í rústunum á svæðinu,
jafnt Taílendinga og útlendinga.
BRASILÍA, AP Fimmtungur þeirra
barna sem fæddust í Brasilíu í
fyrra hefur ekkert fæðingarvott-
orð og eru þau þar með í raun ekki
til, samkvæmt hinu opinbera.
Ný skýrsla leiðir í ljós að 21,6
prósent nýfæddra barna árið 2003
voru ekki opinberlega skráð. Það
er örlítið minni fjöldi en árið 1993,
þegar 23,4 prósent nýfæddra
barna voru ekki skráð hjá hinu op-
inbera. Börnum sem ekki hafa
fæðingarvottorð er meinaður að-
gangur að skólum og ýmsa opin-
bera þjónustu. Vegna þessa voru
árið 1997 samþykkt lög sem kveða
á um að foreldrar allra barna sem
fæðast í landinu eigi að fá fæðing-
arvottorð án þess að þurfa að
greiða fyrir það. Mýmörg dæmi
voru um að fátækir foreldrar
skráðu ekki börnin sín vegna
gjaldsins. Höfundar skýrslunnar
telja að ástæðan fyrir því ástandið
hafi lítið batnað og fjölmörg börn
séu enn án fæðingarvottorðs sé að
foreldrar viti einfaldlega ekki að
vottorðið fáist án greiðslu. ■
GJALDÞROT Kröfur í þrotabúið Vélar
og þjónustu hf. nema 1.200 til 1.300
milljónum króna.
Viðar Lúðvíksson, skiptastjóri
Véla og þjónustu hf., segir kröfu-
yfirlýsingafresti hafa lokið 24.
nóvember. Fyrsti skiptafundur
hafi verið 17. desember. Farið hafi
verið yfir kröfulýsingar og skrá og
stöðu búsins með kröfuhöfum.
Endanleg niðurstaða sé ekki ljós.
Sumum kröfum hafi verið lýst
tvisvar í þrotabúið.
„Það eru nokkrar milljónir í bú-
inu og forgangskröfur greiðast
væntanlega að fullu og síðan eitt-
hvað upp í almennar kröfur,“ segir
Viðar. Forgangskröfurnar nemi 20
til 30 milljónum.
Viðar segir að fjölda krafna hafi
verið hafnað þar sem gögn og rök-
stuðning fyrir þeim vantaði.
Ákvörðun skiptastjóra hafi í ein-
hverjum tilfellum verið mótmælt
og afstöðu eigi eftir að taka til
þeirra. Greint hefur verið frá því
að KB banki eigi um 65% allra
krafna í búið. Viðar segir flestar
kröfur bankans verðtryggðar.
- gag
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Skrifstofuvörur á tilboði í janúar
Ljósritunarpappír, bréfabindi, töflutúss og gatapokar
Mán
udag
a til
föstu
daga
frá k
l. 8:0
0 til
18:00
Laug
arda
ga fr
á
kl. 10
:00 t
il 14:
00
Nýr o
pnun
artím
i
í ver
slun
RV:
R
V
20
26
Mopak ljósritunarpappír
500 blöð í búnti
278.- m.v
sk
Bréfabindi
A4 8cm kjölur
A4 5cm kjölur 148.- m
.vsk
Töflutúss 2mm
4 lita sett
298.- m.v
sk
AP
M
YN
D
/R
IC
H
AR
D
V
O
G
EL
Kröfulýsing í þrotabúið Vélar og þjónusta hf:
Kröfurnar nema
ríflega milljarði
LANDBÚNAÐARVÉLAR Á HÁLSUNUM
Fyrri eigendur Véla og þjónustu hf. reka nú fyrirtækið Vélaborg. KB banki hefur stofnað
rekstrarfélag utan um þrotabúið og heldur einnig rekstri áfram.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Stór hluti nýfæddra barna í Brasilíu án fæðingarvottorðs:
Börnum synjað
um skólavist
BÖRN Í SKÓLA
Börnum í Brasilíu sem hafa ekki fæðingarvottorð er synjað um skólavist og ýmsa aðra
opinbera þjónustu.
Átta slasaðir eftir fikt
Augnslys á börnum koma upp á hverju ári. Í ár eru fjögur slysanna af átta
talin alvarleg. Sérfræðingur í augnlækningum segir slysin eiga sér stað þegar
drengir fikti með flugelda og reyni að búa til öflugari sprengjur.
ÁRAMÓT Átta augnslys hafa orðið á
börnum vegna flugeldasprenginga
síðan 30. desember. María Soffía
Gottfreðsdóttir, sérfræðingur í
augnlækningum á Landspítala - há-
skólasjúkrahúsi, segir nokkur til-
vik koma upp á hverju ári þar sem
börn brennist vegna flugelda. „Í ár
eru fjögur af slysunum nokkuð
slæm, það síðasta í fyrrinótt þar
sem leggja þurfti barn inn. Fjögur
af slysunum hafa hins vegar verið
minniháttar þar sem börnin eru
send heim eftir skoðun. Þetta eru
allt drengir undir átján ára, nema
einn sem er eldri,“ segir María en
alvarlegustu slysin geta haft
hræðilegar afleiðingar. „Sem betur
fer missti enginn augað núna en
kröftugustu sprengingarnar geta
sprengt augað. Þá þurfa sjúklingar
að gangast undir flóknar og oft
endurteknar aðgerðir og getur far-
ið svo að sjúklingur missi augað.
Eitt barn um þessi áramót gekkst
undir aðgerð og tvísýnt er með
annað auga þess.“
Að sögn Maríu eiga slysin sér
oft stað þegar börn eru að taka
sundur sprengjur, safna púðri í rör
og búa til kröftugari sprengjur.
„Margir strákar fikta með flugelda
en flugeldar eru alls engin leik-
föng. Ekki verða öll slys þannig en
sú tilraunstarfsemi að búa til nýjar
sprengjur er mjög varasöm. Það er
afar sjaldgæft að stelpur séu að
stunda þetta og slasast þær oftast
sem áhorfendur.“
María segir ekki öll slys verða
um sjálf áramótin heldur bæði fyr-
ir og eftir og er verið að taka á móti
sjúklingum nær allan janúarmánuð
sökum flugeldasprenginga.
„Ábyrgð foreldranna er mikil. Þeir
eiga að passa börnin sín, fylgjast
með þeim og brýna fyrir þeim
hætturnar sem fylgja flugeldum.
Það er mikilvægt að börn séu með
hlífðargleraugu og hanska og
skjóti bara upp flugeldum með for-
eldrum sínum. Það á alls ekki að
taka flugelda í sundur heldur nota
þá á réttan hátt og fara eftir leið-
beiningum. Það er aldrei of varlega
farið.“ ■
Áramótin í Reykjavík:
Skaut af
haglabyssu
ÁRAMÓTIN Áramótin fóru vel
fram í Reykjavík líkt og um síð-
ustu áramót. Að sögn lögregl-
unnar í Reykjavík var talsverð
ölvun á gamlárskvöld og margir
á ferli. Eitthvað var um rysking-
ar en allt minniháttar.
Um miðnætti á gamlárskvöld
brenndist maður sem stóð yfir
skottertu sem hann var að
kveikja í á Skólavörðuholti, en
meiðslin reyndust ekki alvarleg.
Lögreglan hafði afskipti af
manni sem skaut af haglabyssu í
íbúð í austurbæ Reykjavíkur á
nýársnótt. Margir voru inni í
íbúðinni en engan sakaði. Lög-
reglan lagði hald á haglabyssu
og skot og færði manninn til
yfirheyrslu. Þá voru tveir menn
staðnir að verki við að brjótast
inn í hárgreiðslustofu í Austur-
bæ á nýársnótt. Annar var hand-
tekinn á staðnum en hinn á
flótta. ■
SLYS Slys varð við áramóta-
brennu í Hveragerði um klukkan
níu á gamlárskvöld, þegar ung
stúlka datt aftur fyrir sig. Hún
var flutt með sjúkrabíl á Land-
spítala - háskólasjúkrahús í Foss-
vogi en samkvæmt lögreglunni á
Selfossi varð hún ekki fyrir al-
varlegum meiðslum.
Eldur á Ásólfsstöðum:
Allt ónýtt í
vélageymslu
BRUNI Eldur kviknaði á bænum
Ásólfsstöðum í Gnúpverjahreppi í
gær. Lögreglunni á Selfossi barst
tilkynning um brunann klukkan
14.03 og fór allt tiltækt slökkvilið
Gnúpverja og af Flúðum á staðinn
ásamt lögreglu. Þegar lögregla
kom á stað var mikill eldur í véla-
geymslu þar sem inni voru hey-
vélar, dráttarvélar, vélsleðar og
ýmis verkfæri. Við hliðina á
geymslunni stendur útihús þar
sem á annan tug skepna var inni.
Þegar lögregluna bar að garði var
eldur kominn í þak útihússins en
slökkvilið náði að slökkva þann
eld og verja útihúsið.
Illa tókst að ráða niðurlotum
eldsins og náðist það ekki fyrr en
seinni partinn í gær. Talið er að
eldur hafi kviknað þegar verið var
að gangsetja vélsleða í geymsl-
unni. Allt í geymslunni eyðilagðist
og er hún að grunni komin. ■
ELDUR Eldur kviknaði í kerta-
skreytingu í glugga í íbúð í
Skipasundi á nýársdagsmorgun.
Vegfarendur sáu eldinn og gerðu
slökkviliði vart við. Vegfarendur
sýndu snarræði, brutust inn í
húsið og vöktu íbúa. Vel gekk að
slökkva eldinn og að sögn
slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
hefði getað farið verr.
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
MARÍA SOFFÍA GOTTFREÐSDÓTTIR
„Það á alls ekki að taka flugelda í sundur heldur nota þá á réttan hátt og fara eftir leið-
beiningum. Það er aldrei of varlega farið.“
08-09 2.1.2005 20:19 Page 2