Fréttablaðið - 03.01.2005, Síða 18
Íburðamiklar kristalsljós-
krónur hafa náð miklum vin-
sældum og eru skemmtileg
viðbót við hreinleika naum-
hyggjunar sem ráðið hefur
ríkjum.
Nú þykir mjög flott að hafa krist-
alsljósakrónu á heimilinu og setja
hana inn í mjög nútímalegt um-
hverfi þar sem viktorískum og
módernískum stíl er blandað sam-
an. Verslunin Exó í Fákafeni sem
að jafnaði býður upp á mjög stíl-
hrein og nútímaleg ljós hefur nán-
ast á einni nóttu breyst í höll þar
sem allt hefur fyllst af kristals-
ljósakrónum. Reyndar hefur Exó
haft þessar ljósakrónur í sölu í um
eitt og hálft ár en nú í desember-
mánuði var úrvalið aukið til
muna. Ljósakrónurnar eru úr
Bohemia kristal frá Tékklandi
annars vegar og úr Swarovski
kristal frá Austurríki hins vegar.
Bohemia kristalinn þekkja margir
en Swarovski kristallinn er bjart-
ari og hreinni en jafnframt helm-
ingi dýrari, en Swarovski er mjög
þekkt fyrir skartgripi og skraut-
muni. Vinsælastar eru ljósakrón-
urnar sem eru 4 til 6 ljósa en sú
stærsta ber 21 ljós og þarf tals-
vert stórt rými til að hún fái að
njóta sín til fulls.
Í stíl við ljósakrónurnar fékk
Exó framleiðendur Bohemia
kristalsins til að búa til sérstaka
kertastjaka og voru þeir einungis
framleiddir fyrir Exó. Vinsældir
þeirra voru gríðarlegar fyrir jólin
þannig að þeir seldust upp en von
er á nýrri sendingu í febrúar.
... er upplagt að breyta aðeins
til á heimilinu.
Nú þegar jólin eru á enda og jóla-
skraut ratar aftur ofan í kassa og
kirnur verður eftir ákveðið tóma-
rúm í híbýlum fólks. Það er hins
vegar engin ástæða til fyllast
þunglyndi því nú er einmitt tím-
inn til að endurskipuleggja. Er
kannski kristalsskálin frá Stínu
frænku, sem vék fyrir fjárhúsinu
í hillunni í desember, ekki þess
virði að setja hana upp aftur? Er
hægt að halda í jólaseríurnar en
gera þær meira svona heilsárs?
Aðalheiður Gylfadóttir, útstill-
ingahönnuður hjá Debenhams,
segir janúar fínan tíma til að
breyta aðeins til á heimilinu en
halda samt í þessa kósí stemningu
sem við elskum í skammdeginu.
„Ég breyti yfirleitt einhverju
heima á þessum tíma. Suma hluti
set ég í geymsluna og svo fer það
eftir tilfinningagildi hlutanna
hvort þeir fara alla leið. Sumt er
þess eðlis að það lendir í „geyma-
fyrst-og-henda-svo“-flokknum, en
annað geymi ég von úr viti,“ segir
hún hlæjandi.
„Það er heldur engin ástæða til
að taka niður jólaseríur, sérstak-
lega ekki þessar sem eru í gler-
vösum. Það er hins vegar tilvalið
að breyta til og setja litaðan sand,
steina eða gróft salt í vasana með
seríunum.“
Aðalheiður segir að nú sé líka
tímabært að skipuleggja breyt-
ingar sem koma ekki til fram-
kvæmda fyrr en í vor. „Það er
sniðugt að byrja að sketsa, og
jafnvel mála einn vegg og búa til
eitthvert þema í kringum hann.
Sandlitaður veggur og náttúruleg-
ir hlutir í stíl, kuðungar, skeljar
og falleg kerti geta komið ofsa-
lega vel út.“
Aðalheiður segist sjálf hafa
farið allan hringinn í innanhúss-
skreytingunum, allt frá miklu
skrauti og niður í minímalismann.
„Nú er ég heilluð af nýlendustíln-
um, svona hippakósí stemningu,
en þó ekki of mikið af hlutum.
Gróft gólf, flott motta, ruggustóll
og feitt kerti, það er málið.“
Afskornar rósir
Til að hafa rósir útsprungnar þegar tekið er á móti gestum er ráð að kaupa þær daginn áður.
Láttu pakka þeim inn í sellófan og standa í vatni í sellófaninu yfir nótt, en þannig er komið í
veg fyrir að vatnið gufi upp út um laufin og nái vel til rósahausanna. [ ]
Skeifan 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
Útsalan er byrjuð og hægt
að gera góð kaup.
ÚTSALA
Glæsileg kristalsljósakróna með 21 ljósi.
Exó lét framleiða fyrir sig sérstaka
kertastjaka í stíl við ljósakrónurnar.
Ljósakrónur með krómi í stað gulls gefa
henni nútímalegri svip.
Sandlitaður veggur, grófur lampi og
falleg lýsing, einfalt og fallegt.
Enn er tími til að njóta jólaskrautsins,
en engin ástæða er til að pakka seríun-
un niður eftir jól heldur gera þær að
heilsársseríum.
Þegar jólaskrautið fer í geymsluna...
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Nútímalegur hallarstíll
Kristalsljósakróna setur svip á heimilið.
02-03 heimili c.i.m. 2.1.2005 16.09 Page 2