Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 32
16 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR 4RA TIL 7 HERB. LAUGARNESVEGUR 105 REYKJAVÍK Góð fjögurra herbergja endaíbúð á 3ju hæð með fallegu útsýni yfir Esjuna. Rúmgott hjóna- herbergi. Tvö barnaherbergi. Geymsla og sam- eiginlegt þvottahús í kjallara. Stigagangur ný- lega tekin í gegn. Stutt í skóla og útivistarsvæði í Laugardalnum. Ásett verð: 15,7 millj.A HERB. 3JA HERB LAUGARNESVEGUR 105 REYKJAVÍK Þriggja herbergja íbúð á annari hæð í fjöl- býlishúsi við Laugarnesveg. Stærð 79,8 fermetrar Ásett verð: 14,9 millj. 2JA HERB. MÁNAGATA 105 REYKJAVÍK 53,6 fermetra tveggja herbergja íbúð í kjall- ara. B.B.Mat. 5.679.000 Fasteignamat: 6.724.000 Ásett verð: 10,7 millj. Sími 590 9500 Borgartún 20, 105 Reykjavík Anna Sigurðardóttir lögg. fasteignasali OPIÐ VIRKA DAGA 9.00-18.00, FÖSTUDAGA 9.00-17.00 OG Á LAUGARDÖGUM 12.00-14.00 www.thingholt.is Ertu að leita að íbúð á ákveðnu svæði? Þá bjóðum við hjá þingholt upp á frábæra þjónustu, við einfaldlega leitum fyrir þig á þeim stað sem að þú vilt vera í þeim húsum sem að þú vilt búa og allt þér að kostnaðarlausu. Með kveðju starfsfólk Þingholts. Kaupendaþjónusta VERÐMETUM EIGNIR VEGNA LÁNTÖKU Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðnu ári MIKIL SALA VILTU LÁTA META ÞÍNA EIGN? Vegna mikilla breytinga undanfarið á fasteignamarkaði hafa flestar eignir hækkað mikið í verði á skömmum tíma. Ef þú ert að hugsa um að selja, hafðu þá samband við mig og ég met eignina þína ásamt löggiltum fasteignasala. FRÍTT og skuldbindingalaust. Hringdu núna í síma 822 - 3702 MJÓDD Gunnar Valsson GSM: 822-3702, Sími 520-9550 e-mail: gv@remax.is Guðmundur Þórðarson löggiltur fasteignasali 200 KÓPAV. Góð tveggja herb. íbúð Nýbýlavegur: Nýlegt hús í góðu ástandi. Lýsing: Tveggja herbergja íbúð í nýlegu húsi með fimm íbúðum. Opið anddyri með skápum. Eldhús með mahóní-innréttingu, góðum tækjum og rúmgóðum borðkrók. Úr borðkrók er útgengi á suðursvalir og flísar á gólfum. Úr eldhúsi er opið inn í stofu, á öllum gólfum fyrir utan eldhús og bað er eikarparkett. Baðher- bergi er flísalagt með sturtu, þar er lagt fyrir þvottavél. Svefnherbergi er rúmgott með góðum skápum. Annað: Á jarðhæð er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla ásamt lítilli þvottaað- stöðu og séreignargeymslu með hillum. Sameign er öll mjög snyrtileg og húsið í góðu ástandi. Í heild sinni mjög góð íbúð sem vert er að skoða. Fermetrar: 55,1 fermetri. Verð: 12,7 milljónir. Fasteignasala: Lyngvík. Jólatrén sem glöddu landsmenn um jólin verða hirt við lóðamörk á næstunni. „Við byrjum yfirleitt að hirða upp jólatré í borginni á þrettándanum og höldum svo áfram í næstu viku. Það eru starfsmenn hverfis- bækistöðva borgarinnar sem sjá um hreinsunina og fara tvo hringi um hverfin. Eftir það tökum við upp þau tré sem á vegi okkar verða,“ segir Theodór Guðfinns- son hjá Gatnamálastofu Reykja- víkur spurður um jólatrjáahirð- una sem fram undan er. Hann segir fólk yfirleitt setja trén út fyrir lóðamörk fyrir auglýsta hreinsunardaga en þó séu undan- tekningar á því. „Sumir gleyma trjánum úti á svölum og henda þeim niður um páska eða þegar þeir þurfa að komast með góðu móti að grillinu. Aðrir eru fljótir á sér og henda trjánum með skraut- inu og öllu saman, sérstaklega ef þeir eru að taka til um helgi.“ Hann furðar sig á því að allir virð- ist geta keypt jólatré og flutt þau heim til sín en þegar komi að því að henda þeim þá sé engin leið að flytja þau í burtu þótt komið sé langt fram yfir skiladag. Hjá áhaldahúsum Kópavogs, Hafnarfjarðar og Seltjarnarness mun hreinsun jólatrjáa utan lóða hefjast á þrettándanum og verður fram haldið út næstu viku og eftir þörfum í framhaldinu. Hjálpar- sveit skáta í Garðabæ sér um hirðingu jólatrjáa þar og verður á ferðinni á kvöldin um næstu helgi. Hjá framkvæmdamiðstöð Akur- eyrarbæjar eru jólatré tekin við lóðamörk á tímabilinu 10. til 14. janúar en sérstakir gámar fyrir tré eru einnig dreifðir um bæinn. Þessi fallegu tré sem valin voru af kostgæfni fyrir jólin fara yfirleitt í kurl og verða notuð í jarðgerð, ásamt öðrum lífrænum úrgangi, eða í göngustíga í skóg- arlundum en sum þeirra fuðra upp á þrettándabrennum. Framkvæmdir við Sjálands- skóla vekja áhuga meðal skólafólks. Framkvæmdir við Sjálandsskóla í Garðabæ ganga vel eins og kem- ur fram á vefnum gardabaer.is. Það er fyrirtækið Fasteign ehf. sem hefur umsjón með fram- kvæmdum við skólann. Hönnun Sjálandsskóla tekur mið af því að í skólanum verði áhersla á einstaklingsmiðað nám. Þar innanhúss eru svokölluð heimasvæði þar sem allt að sjötíu börn geta verið samtímis en þeim verður einnig hægt að skipta niður í minni rými eftir þörf hverju sinni. Skólastjóri hefur tekið til starfa við Sjálandsskóla og gert er ráð fyrir að kennarastöður verði auglýstar fljótlega á næsta ári. Hirðing jólatrjáa hefst í dag. Skutla trénu út með skrautinu á Svona mun Sjálandsskóli líta út að lok- um. Áhersla lögð á einstaklingsmiðað nám 16-17 fastlane 2.1.2005 16.16 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.