Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.02.1975, Blaðsíða 16
Laugardagur 1. febrúar 1975. Guöbiörn Guðjónsson Heildverzlun Síöumúla 22' Símar 85694 & 85295 Nútíma búskapur þarfnast bauer _ M_ haugsugu ^j[ \J*UEJ SIS-FOWJU SUNDAHÖFN GSÐI fyrir yóúan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Friðunaróform norsku stjórnarinnar : Togveiðibannið tók gildi á miðnætti Norsk refsilögsaga gildir ekki á friðuðu svæðurtum, sé um erlend skip að ræða NTB-Osló. t gær var gefin út kon- ungleg tilskipun I norska rikis- ráðinu þess efnis, að bann við tog- veiðum á þrem veiðisvæðum und- an ströndum Norður-Noregs tæki gildi. Bannið kom til framkvæmda á miðnætti i nótt. 1 tilskipuninni er gert ráð fyrir, að viðurlög fyrir brot á togveiði- banninu verði með mismunandi hætti, eftir þvi hvort i hlut eiga innlend eða erlend skip. Norð- menn hafa að sjálfsögðu rétt til að refsa fyrir brot eigin skipa og fullnægja refsingunni, en i sam- komulagi því, er gert var á dögunum i London, eru erlend skip undanskilin refsilögsögu norskra yfirvalda. Gert er ráð fyrir, að brezk, frönsk eða vestur- þýzk stjórnvöld beiti sjálf refsiað- geröum i tilefni af brotum eigin skipa, hugsanlega eftir tilmælum frá norskum yfirvöldum. Norsk eftirlitsskip hafa þó fulla ;fílÉ5H0RNA 1 i___ . A IVIILLI Skjöl og upp- tökur ekki í eigu Nixons Reuter-Washington. Alríkis- dómari i Bandarik junum hafnaði i gær kröfu Richard Nixons, fyrrum Bandarikja- forseta, til eignarréttar yfir skjölum og segulbandsupptök- um úr forsetatið sinni. Þar með er ekkert þvi til fyrir- stöðu, að sérstakur saksóknari I W'atergate-málinu svonefnda rannsaki skjölin og upp- tökurnar. Charles Richey alrikisdóm- ari segir i úrskurði sinum, að krafa Nixons styðjist ekki við nein fordæmi — og hafnar öðr- um málsástæðum forsetans fyrrverandi. Staðfest er, að skjölin og upptökurnar séu nú eign Bandarikjastjórnar. Ennfremur er komizt aö þeirri niðurstöðu, að aðeins núver- andi forseti, þ.e. Gerald Ford, geti gert þá kröfu, fyrir dóm- stólum, að efni skjalanna og upptakanna sé haldið leyndu. Aftur á móti er viðkomandi taliöóheimilt að birta almenn- ingi allt efni gagna þessara, t.d. er sá hluti þess, sem fjall- ar um persónuleg málefni, undanskilinn opinberri birt- ingu. Enn ferst tyrknesk þota NTB/Reuter-Istanbúl. Tyrk- nesk farþegaþota fórst i fyrra- kvöld og með hcnni 41 maöur. Orsök flugslyssins var sú, aö Ijós slokknuðu skyndilcga á flugvellinum viö Istanhúl með þeim afleiðingum, að þotan, sem var i aðflugi að vellinum, steyptist i hafið. Þotan var i þann veginn að lenda, er ljósin fóru snögglega vegna skammhlaups. Flug- stjórinn beindi þotunni þá þeg- ar upp á við. Ljósin kviknuðu aftur 22 sekúndum siðar og til- kynnti flugstjórinn þá, að hann ætlaði að gera aðra til- raun til að lenda. Áður en af þvi varð, féll þotan i hafið. Aö sögn tyrkneskra yfir- heimild til að stöðva erlend skip, svo og hafa skipstjórnarmenn rétt til að fara um borð i skipin og kanna veiðarfæri og afla, leiki grunur á, að brot hafi verið fram- ið. Reynist svo vera, er þeim heimilt að skipa þeim brotlegu að hætta veiðum og halda á brott. Ofangreind skipan gildir fyrst um sinn. Komi i ljós, að viðkom- andi riki virði ekki efni sam- komulagsins, áskilur norska stjórnin sér rétt til aö breyta ákvæðum tilskipunarinnar i þá átt, að norsk refsilögsaga gildi i framtiðinni á friðuðu svæðunum. Togveiöibannið gildir i mis- munandi langan tima eftir svæð- um. Á Jennegga-Malangs-grunni frá 20. október til 20. marz. A Hjemsöy-banka frá 1. nóvembér til 31. marz. og á Nord- og över- banka frá 1. október til 1. marz. (Sjá að öðru leyti meðfylgjandi kort.) valda var allt farþegaflug i Tyrklandi stöðvað þegar i stað. Þá hafa tyrkneskir flug- menn neitað að halda áfram að fljúga, nema þegar i stað verði tryggt, að annað eins endurtaki sig ekki. Rann- sóknarnefnd hefur verið sett á laggirnar, til að rannsaka til- drög þessa hörmulega slyss. Þess má geta, að þetta er þriðja flugslysið, er hendir tyrkneskar Rugvélar á einu ári. Hverberábyrgð á Guillaume? Reuter-Bonn. Sérstök þing- nefnd, er skipuö var til að rannsaka mál austur-þýzka njósnarans Gunter Guillaume, lauk rannsókninni I gær. Nefndarmenn eru ekki á einu máli um, hver ábyrgð beri á ráðningu Austur-Þjóðverjans I embætti háttsetts stjórnar- erindreka. Guillaume tókst sem kunn- ugt er að verða einn nánasti aðstoðarmaður Willy Brandts, fyrrum kanslara, en Brandt sagöi einmitt af sér kanslara- embætti, er upp komst um Guillaume. Walter Wallmann, formaður þingnefndarinnar, sem skipuð var sjö mönnum úr öllum þingflokkum, sagði, að nefndarmenn væru ekki á eitt sáttir og ætluðu aö skila tveim mismunandi álitum. Þeir þrir stjórnarand- stæðingar, sem sæti áttu i nefndinni, skella skuldinni á tvo háttsetta embættismenn, þá Horst Ehmke, fyrrum ráðuneytisstjóra, og Giinter Nollau, yfirmann gagnnjósna- deildar vestur-þýzku leyni- þjónustunnar. Þá saka þeir og Brandt fyrir að hafa látið að- varanir sér sem vind um eyru þjóta. Stjórnarsinnar kenna bresti I stjórnkerfinu um, en neita að skella skuldinni á þá stjórn- málamenn, er næst stóðu Gullaume. Ekki er ljóst, hvenær álits- gerðirnar koma til umræðu i vestur-þýzka þinginu. Rikis- saksóknari Vestur-Þýzka- lands lýsti þvi yfir fyrr i þess- um mánuði, að landráðamál yrði brátt höfðað gegn Guill aume og eiginkonu hans, en þau hafa bæði setið i gæzlu- varðhaldi frá þvi þau voru handtekin i maf i fyrra. Á kortinu sjást þau þrjú veiöisvæöi undan ströndum Noröur-Noregs, þar sem togveiöar eru nú bannaö- ar. Viðræður um stjórnarmyndun í Danmörku: SVARTSÝNI VEX Reuter-Kaupmannahöfn. Karl Skytte, sem falið hefur verið að reyna stjórnarmyndun i Danmörku, hélt áfram við- ræðum við leiötoga stærstu stjórnmálafiokka landsins i gær. Fréttaskýrendur telja aö litlar llkur séu á, að Skytte takist að mynda starfshæfa stjórn. Skytte sagði I viðtali við fréttamenn I gær, að liklega skýrðust málin ekki fyrr en eftir helgi. Viðræðurnar í gær snerust einkum um tekjuöflun rikissjóðs og uppsetningu fjár- laga. Þeir sex flokkar, sem enn taka þátt i viðræðunum um stjórnarmyndun, hafa allir lýst yfir áhuga á að taka þátt i myndun nýrrar þingræðis- stjórr.ar. Flokkarnir eru: Sóslaldemókrataflokkurinn, Vinstri flokkurinn, Framfara- flokkurinn, Róttæki vinstri flokkurinn, Ihaldssami þjóðarflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn. Fjórir flokkar, sem ráða alls yfir 20 þingsætum af 179 á danska Lokaskýrsla nefndar, er rannsakar ófarir Israelsmanna í októberstríðinu, komin út: SKIPULAGSLEYSI OG AGA- SKORTUR í ÍSRAELSHER bjóðþinginu, standa utan við- ræðnanna. Fréttaskýrendur telja sem fyrr segir óliklegt, að af stjórnarmyndun geti orðið — til þess séu sjónarmið flokk- anna of ólik. Að sögn þeirra fer svartsýni meðal þátttak- enda i viðræðunum nú vax- andi. Þeir benda á, að hafi stjórnarmyndunarviðræðurn- ar ekki borið árangur i upp- hafi næstu viku, feli Margrét drottning liklega einhverjum öörum en Skytte að stjórna áframhaldandi viðræðum. Reuter-Jerúsalem. Lfklegt er tal- ið, að geröar veröi verulegar breytingar á uppbyggingu tsraelshers f beinu framhaldi af skýrslu nefndar, sem rannsakað hefur málefni hersins — allt frá þvi f október 1973, þegar tsraels- menn fóru i fyrsta sinn halloka fyrir Aröbum. Skýrsla rannsóknarnefndarinn- ar er geysi löng og itarleg, enda erþetta sfðasta skýrslan af þrem, er nefndin hefur sent frá sér. Sú fyrsta I röðinni varð með öðru til þess, að Golda Meir sagði af sér embætti forsætisráðherra og Moshe Dayan embætti land- varnaráðherra. Areiðanlegar fréttir herma, að þessi lokaskýrsla hafi ekki slikar afleiðingar i för með sér, þótt rannsóknarnefndin hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að ýmsu hafi verið ábótavant. T.d. er bent á, að skort hafi á skipulag og aga i hernum. Tilefni þess, að rannsóknar- nefndin var sett á laggirnar var einkum sú staðreynd, að Arabar komu Israelsmönnum i opna skjöldu i októberstrfðinu, þrátt fyrir umfangsmikla njósnastarf- semi tsraelsmanna i Araba- rikjunum. t lokaskýrslunni er Dayan, fyrrum landvarnaráðherra, litt nefndur á nafn. Sagt er, að Dayan — sem nú er fremur lágt skrifað- ur sem stjórnmálamaður — hafi ætlað að snúa sér aftur að stjórn- málum og reyna að ná fyrri frægð, ef nefndin hreinsaði hann af þeim áburði, að hann hafi — e.t.v. öðrum fremur — átt sök á óförum tsraelshers i upphafi striðsins. I skýrslunni er land- varnaráðherranum fyrrverandi að visu ekki kennt um, hvernig fór, en sem fyrr segir er hann litt nefndur á nafn og þvf ekki veitt uppreisn æru, ef svo má að orði komast. Shmuel Gonen hershöfðingja og þáverandi yfirmanni tsraels- hers á suðurvígstöðvunum á Sinai-skaga, er aftur á móti stillt upp að vegg. Sagt er, að hann sé hugprúður hermaður, en skorti nauðsynlega skipulagshyggju. Efni lokaskýrslunnar hefur að- eins verið birt að hluta og er talið, að hún verði aldrei birt almenn- ingi I heild. Dayan varðist i gær allra frétta um það, er í skýrsl- unni stæði. Hann er um þessar mundir önnum kafinn við skrifa sjálfsævisögu sina. að Dayan: Fær ekki uppreisn æru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.