Tíminn - 12.03.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.03.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. marz 1975. TÍMINN 5 Fulltrúar á Búnaðarþingi teknir tali Samgönguerfiðleikar á vetrum há mjög vest firzkum búskap — rætt við Friðbert Pétursson, bónda í Botni, Súgandafirði Friðbert Pétursson bóndi Botni, Siigandafirði Gsal-Reykjavik — „Vestfirðir eru mjög snjóþungur landshluti, sér- stakiega eru þó snjóþyngsli mikil i Isafjarðarsýslum. f Barða- strandarsýslunum eru þau mun minni. Það, sem háir þvf vest- firzkum búskap fyrst og fremst, eru samgönguerfiðleikar á vetr- um, sem kemur mjög iila niður á mjólkurframleiðslunni f Vestur og Norður-lsafjarðarsýslum, en gætir mun minna I Barða- strandarsýslum, enda fer mjólkurframieiðsla þar stórum minnkandi”. Þannig fórust orð Friöberti Péturssyni, bónda Botni, Súgandafirði, er Tlminn hitti hann að máli á Búnaðarþingi. — Nú er svo komið, að m jólk er flutt I talsverðum mæli frá Reykjavik loftleiðis til Isafjarðar, vegna ónógrar mjólkurfram- leiðslu á Vestfjörðum, sagði Frið- bert. Kvaðst hann ekki vita hversu mikill hluti heildarmagnsins væri Nútíma danskt bókband í Norræna húsinu Laugardaginn 15. mvarz kl. 16:00 heldur danski bókbindarinn Ame Möller Pedersen fyrirlestur I Norræna húsinu um nútima danskt bókhald. I tengslum við fyrirlesturinn verður sýning I bókasafni hússins, þar sem verða bækur, bundnar i nútima danskt bókband, bókbandsefni og enn- fremur sýnishorn af nútima is- lenzku bókbandi. A.M. Pedersen vinnur á skjala- safni Norður-Sjálands að bandi og viðgerðum á safnefninu þar. Má vænta þess að margan fýsi að hlýða á fyrirlesturinn og skoða sýninguna, en Pedersen verður við og leiðbeinir um sýnisgripina milli kl. 13og 14 nk. laugardag og sunnudag. Ame Möller Pedersen er i hópi danskra listbókbindara, sem kalla sig HP-gruppen og hafa viða tekið þátt i sýningum á list- bókbandi. 1 fyrirlestrinum verður m.a. sagt frá starfi hópsins og samnorrænu bókbandskeppninni, sem haldin er á Norðurlöndunum til skiptis. fluttur á þennan hátt, en hins veg- ar kostaði 10 aura að flytja hvern litra á þennan hátt. — Þetta er frá minum bæjar- dyrum séð algjörlega óviðunandi ástand, en sennilega ekki gott viögerðar I einum hvelli. Þó hef ég fyllilega trú á þvi, að ef þessir fjármunir sem notaðir eru til þessa flutnings, eða svipaðir f jár- munir, — færu til bændanna, svo þeir gætu komið mjólkinni á við- unandi hátt á markað, myndi það leiða af sér að mjólkurframleiðsl- an ykist. — Ég álit að visu, að það þurfi aö gera fleira. Það þarf nauðsyn- lega að byggja upp vegina niðri i byggðunum. A undanförnum ár- um hafa verið hlaðnir upp ágætis vegir upp á heiðunum, en nú þurfa menn að fara að átta sig á þvi, að slikt hið sama þarf að gera niöur i byggð. A Vestfjörðum er víða þannig, að vegirnir eru skornir I hallann á fjöllunum, og þetta er einmitt það fyrsta sem fer i kaf. Sagði Friðbert að þarna þyrfti vissulega mikið átak, en úrbóta væri þörf i þessum efnum, þar eð alls væri óviðunandi að flytja mjólk frá Reykjavik i miklum mæli. — Að öðru er líka að hyggja I þessu sambandi. Þegar komið er i það horf sem nú er, skapast hætta á þvi, að þetta fari versnandi, vegna þess að byggðin verður strjálli og smám saman gefast menn upp. Friðbert kvað ekki aðal- kostnaöarhlið mjólkurframleið- enda þá, að þurfa að flytja mjólk- ina með skipi að vetrinum til, heldur þá, að koma henni land- veginn frá búunum aö skipshlið. Friðbert sagði, að á siðari árum virtust bændur hallast meira og meira að sauðfjárbúskap og landslagið skapaði þá stefnu i bú- skaparháttum að miklu leyti, — og fram hjá þvi væri ekki hægt að horfa. — Hins vegar er þvi ekki að neita, sagði Friðbert, að þegar vantar tilfinnanlega einhverja vöru, eins og t.d. mjólk, þá væri nokkur viðle;itni hjá bændum að bæta úr þvi. Nefndi Friöbert, að Inn-Djúps- áætluninni, sem löngu væri þekkt, væri m.a. ætlað að hlúa að mjólkurframleiðslu á Vestfjörð- um. Kvaðst Friðbert þess full- viss, að á næstu árum yrði fram- leidd meiri mjólk inni i Djúpi, heldur en gert hefði verið undan- farið. Við leiddum nú hugann að öðru og spuröum Friðbert álits á þeirri miklu fækkun, sem orðið hefði á bændastéttinni á Vestfjörðum. — Já, það hefur fækkað mikið, á s.l. 10-12 árum hafa 50-60 bændur lagt niður búskap, og lætur nærri að þetta sé um sjötti partur allra bænda á Vestfjörðum. Það, sem maður óttast alltaf mest I þessu sambandi, er að tveir eða þrir bændur fari úr sömu byggð- inni á svipuðum tlma, að aðrir bændur fylgi þar strax á eftir, — og öll byggðin leggist i auðn. Raunveruleg dæmi um tilvik sem þessi eru m.a. Grunnavikur- hreppur og Sléttuhreppur. Þessi hætta er yfirvofandi á þessu svæði, þótt að mörgu leyti sé ágætt að búa á Vestfjörðum. Sumrin eru góð og grasspretta er mikið að lagast frá þvi á kalárun- um. Friöbert kvað einmitt kalið hafa rekið bændur burt, þvi það heföi verið mjög mikið á Vest- fjörðum á sinum tíma. Að lokum minntumst við lítil- lega á Búnaðarþing. • — Það e’ru raddir uppi um það, að Búnaðarþing ætti að leggja niður og hefur mér skilist að það ætti að gera I sparnaöarskyni. Ég efast stórlega um, að mikill sparnaður væri þvi samfara. Það gæti margt losnað úr böndum, sem ég tel að gæti komið niður á allri þjóðinni, — ef Búnaðarþing yrði lagt niður. Þarna hafa verið mjög merk mál til umræðu og áburðarmálið, sem er ógnvekj- andi, hefur verið rætt itarlega á þessu þingi. Friðberg kvað áburðarverðs- hækkunina ekki snúa eingöngu að bændum, því ef hækkunin kæmi út I verðlagið kæmi hún yfir þjóð- ina alla sem holskefla. Þess vegna heföi Búnaðarþing óskað eftir þvi, að hluti af þessari hækk- un yrði greiddur niður af rikis- sjóði. Friðbert nefndi annað mál, sem komiðhefði fram á þessu þingi og væri merkilegt, bæöi fyrir bænd- ur og ekki siður neytendur, en það væri varðandi nýtt kjötmat. — Þar er gengið til móts við neytendur að verulegu leyti, aö mlnu áliti. Það er reynt að fara bil beggja og ég tel að það sé til stórkostlegra bóta, fyrir báða aðila. Og það er vel, þegar hægt er að vinna fyrir tvo aðila, sem eru i þessum málum að nokkru andstæðir hópar, sagði Friðbert að lokum. Snjósleði Evinrude 16 ha. með afturábakgir og verk- færageymslu til sölu. Sleðinn er mjög lítið notaður, vel með far- inn og gangviss, yfir- breiðsla fylgir. Verð kr. 140 þús. Greiðslu- skilmálar sérstaklega góðir. Uppl. í síma 38118 næstu kvöld. Nú er rétti tíminn til að láta yfirfara og stilla GM-bifreiðina i hinni nýju og glæsilegu þjón- ustumiðstöð okkar að Höfðabakka 9. Pantið tima hjá verkstjóra í síma SAMBANDIÐ VÉLADEILD J ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9. Simar: Verkst.: 85539 Verzh 84245-84710 'J RÍKISSPÍTALARNLR lausar stöður LANDSPÍTALINN: LÆKNARITARI óskast til starfa á lyflækningadeild frá 1. april n.k. Umsóknir, er greini aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 21. marz, n.k. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 11. marz, 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSFÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765 Gtobusa LÁGMÚLI 5, SlMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.