Tíminn - 12.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.03.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 12. marz 1975. ItMINN 9 Hiðnýja skúkrahótel Rauða krossins við Nóatún í Reykjavlk. Sjúkrahótel Rauða krossins styttir biðlista sjúkrahúsanna og sparar þjóðfélaginu mikið fé — segir Ólafur Jónsson læknir Fyrir nokkru kom i ritstjórn Timans Kjartan bórðarson, sem kominn er á áttræðisaldur og átt hefur við sjúkleika að striða. Hann hafði dvalist um tima i hinu nýja sjúkrahóteli Rauða krossins að Skipholti 21. Hann vildi sýna þakklæti sitt fyrir dvölina á sjúkrahótelinu með þvi að gefa Rauða krossi tslands 20.000 þótthann sé elliiifeyrisþegi og hafi þvi ekki mikið fé handa á milli. Tók Hilmar Sigurösson skrif- stofustjóri við gjöfinni fyrir hönd RKÍ. Kjartan sagöi við af- hendinguna að hann vildi með þessu þakka starfsfólki sjúkra- hótelsins fyrir sérstaklega góða aðhiynningu og umönnun þar. t tilefni þessa höfðum við tal við trúnaðarlækni sjúkrahótelsins ólaf Jónsson og óskuðum eftir upplýsingum frá honum um hvernig reksturinn gengi. — Reksturinn gengur vel hvað það snertir, að sjúkrahótelið er nú sem næst fullbókað. Sýnir reksturinn greinilega, að fyrir sjúkrahótel er full þörf og vonum við að það leysi ekki aðeins vanda þeirra, sem þar dveljast, heldur einnig fyrir þá, sem fá pláss á sjúkrahúsunum i þeirra stað. Eins og gefur að skilja, er tilgangurinn með sjúkrahótelinu margþættur, og svo nokkuð sé nefnt er talið að sjúklingar, sem hafa ferlivist og ekki þurfa á svo mikilli meðferð að halda, að þeir veröi að dveljast i sjúkrahúsi, liði betur og nái sér betur, geti þeir dvalizt þar sem frjálsræði er, og mjög nauðsynlegt mál að ræða, sem þó þarf að athuga vel fjár- hagslega áður en ráðizt verður i breytingar. — Nokkrar fyrirspurnir hafa borizt vegna vanfærra kvenna utan af landi, sem þurfa að vera undir daglegu lækniseftirliti undir lok meðgöngutimans, og kom sú fyrsta inn á sjúkrahótelið i dag. — Enn eru mörg oleyst vandamál i sambandi við rekstur sjúkra- hótelsins, einkum fjárhagsleg. Þau verðum við að leysa. Þess má geta að sjúkrahótelið fær i daggjöld kr. 1.200.00 og er það lang lægsti hluti allra sjúkra- stofnana. Þess má geta, aö sjúklingarnir koma flestir úr rúmum þar sem greitt er fyrir þá 8.-11.000 kr. á dag. — Við, sem vinnum við sjúkra- hótelið, erum mjög ánægð hvernig til hefur tekizt. Bryndis Jónsdóttir er forstöðukona hótelsins, starfsmenn eru nú 5 auk næturvarðar og trúnaðar- læknis. Fjármál sjúkrahótelsins eru i höndum skrifstofu Rauða kross Islands, en hún er i næsta húsi og innangengt á milli. —■ Fyrst og fremst erum við þakklát fyrir hve margir sjúklingar láta i ljós ánægju sina með hótelið. Það er fyrir þá sem við störfum. — Það er trú min, að þessi tilraun, við viljum enn kalla þetta svo, verði upphaf enn frekari þjónustu samfélagsins fyrir sjúklinga utan hefðbundinna sjúkrahúsa. þeir eru i nánara sambandi við borgarlifið, fjölskyldu og vini. Þá er mikilvægt, að til sem flestra ráða sé gripið til að stytta biðlista sjúkrahúsanna, og auk þess er að þessu sparnaður fyrir sam- félagið, að þeir dveljist ekki i dýrsutu sjúkrarúmum og hafi jafn gott af þvi eða betra að dveljast i hinum ódýrari. Það skal tekið fram, að þvi að- eins er hægt að reka þetta ódýrt vegna þess að hótelið lætur ekki i té neina hjúkrun eða læknis- meðferð. Sjúklingarnir eru hér á ábyrgö þeirra sjúkrahúsa, sem leggja þá inn, og þangað verða þeir að sjálfsögðu fluttir ef þeim versnar. Enn erum við ekki farin að sinna ýmsum þeim sjúkdóms- tilfellum sem hægt væri að sinna, t.d. börnum, sem dveljast þurfa í bænum við endurhæfingu, t.d. hjá æfingarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, stofnunum fyrir fjölfatlaða eða barna- geðdeild. 1 slikum tilvikum þarf móðir eða annar náinn aðstand- andi að fylgja barninu. Hér er um Ór matsal sjúkrahótelsins. Frá athöfninni á Þinganesi á dögunum. íslendingarnir fjórir eru til hægri á myndinni. HEIÐRAÐIR í FÆR- EYJUM FYRIR FRÆKI- LEGA BJÖRGUN FJÓRIR menn af vöruflutningaskipinu Múlafossi voru heiðraðir á Þinganesi i Þórshöfn i siðasta mánuði i tilefni af þvi, að 22. september i fyrra björguðu þeir áhöfninni af Kongs- havn frá Rituvík, er eldur kom upp i því. Þessir menn voru Agúst Jóns- son skipstjóri, Smári Sæmunds- son stýrimaður, Stefán Stefáns- son vélstjóri og Þórir Asgeirs- son bátsmaöur. Sjö þeirra manna, sem voru á Múlafossi i fyrrahaust, voru farnir af skipinu, og veröa þeim send heiðursmerki. Það var Pétur Reinert, einn færeysku ráðherranna, sem af- henti heiðursmerkin i viðurvist eigenda hins brunna skips og sumra þeirra, sem fs- lendingarnir björguðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.