Tíminn - 12.03.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.03.1975, Blaðsíða 16
 Miövikudagur 12. marz 1975. BJllfEA HAUGSUGAN er einnig traust eldvarnatæki Guftbjörn Guöjónsson SÍS-FÓIHJll SUNDAHÖFN i - m p=| 1^4 7* 1 ki ! fyrir yóóan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Byltingartilraun bæld niður í Portúgah£:H Reuter-Lissabon. Byltingar- tilraun var gerð i Portúgal I gær. Fréttir af ástandinu i Portúgai voru mjög óljósar, en svo virtist sem hersveitum, hliðhollum hinni vinstri sinnuðu stjórn landsins, hefði tekizt að brjóta tilraunina á bak aftur. Flugvélar úr portúgalska flug- hernum gerðu i gær árásir á bækistöðvar stórskotaliðs úr Spinóla: Stóð hann að baki byltingartilrauninni? hemum i nágrenni Lissabon. Þá sló fallhlifarlið hring um aðal- flugvöll höfuðborgarinnar. Útvarpið i Portúgal, sem lýtur yfirráðum stjórnarinnar, sagði i gær, að Antonio de Spinóla, fyrr- um forseti, væri viðriðinn byltingartilraunina. Jafnframt væri landamæravörðum skipað að vera á verði, þvi að búizt væri við, að Spinóla ætlaði að freista þess að komast yfir landamærin til Spánar. Spinóla flýði i bifreið frá Tancos-flugvelli, sem er u.þ.b. 100 kilómetrum norður af Lissa- bon. 1 gærkvöldi bárust þær fréttir frá Spáni, að þyrla með Spinóla innan borðs hefði lent á herflugvelli i nánd við landa- mærabæinn Badajoz. Ctvarpið i Portúgal birti í gær frétt þess efnis, að byltinga- tilraunin hefði farið út um þúfur. Og ennfremur var lesin upp tilkynning frá Vasco Goncalves forsætisráðherra, þar sem sagt er, að stjórnin hafi öll völd i landinu í sinum höndum. Þá er byltingartilraunin fordæmd og talin verstigiæpur, sem hægt sé að drýgja i Portugal um þessar mundir. Byltingartilraunin kemur i kjölfar sivaxandi óánægju innan Portúgalshers með stefnu stjórnar landsins, sem sveigt hefur til vinstri að undanförnu. Það, sem e.t.v. hefur riðið bagga- muninn, er sú óánægja, er skipun nýs yfirmanns hefur vakið I fall- hlífarliði hersins. Fallhlifarher- menn — sem taldir eru fremur hægri sinnaðir — tókú í gær hönd- um hinn nýja yfirmann, Pinto Ferreira hershöfðingja, sem er hlynntur stjórninni. Honum var slðar sleppt. Einn af fallhlifarhermönnunum sagði i viðtali við Reuter-frétta- stofuna I gærkvöldi, að fallhlifar- liðiö hefði verið ginnt til að gripa til vopna — á þeirri forsendu, að fjöldaaftökur væru fyrirhugaðar. Concalves: Versti glæpur, sem hægt er aö fremja i Portúgal um þessar mundir. Hafa fridsamari öfl náð yfirhöndinni í Kambódíu? — Yfirhershöfðinginn segir af sér og Lon Nol forseti er sagður íhuga afsögn Reuter—Phnom Penh. Yfirhers- höföingi stjórnarhers Lon Nols i Kambódiu sagöi af sér i gær. Areiöanlegar fréttir frá Phnom Penh hermdu, aö þetta gæti veriö liöur i viöleitni til aö hefja viöræö- ur viö skæruliöa, er nú sitja um höfuöborgina, Phnom Penh. Ekki hefur verið birt opinber- lega ástæðan fyrir afsögn Sosthene Fernandez, yfirhers- höfðingja. óvist er, og hvort Lon Nol forseti hefur fallizt á hana. Þá hermdu óstaðfestar fréttir, að Lon Nol sjálfur kynni að segja af sér, svo að viðræður gætu haf- izt við skæruliða „Khmer Rouge”. Þeir hafa neitaö öllum viðræðum, meðan Lon Nol gegni forsetaembætti. Fréttaskýrendursegja, að mik- il átök hafi að undanförnu átt sér stað milli yfirmanna hersins annars vegar og friðsamari afla hins vegar um leiðir til að binda endi á blóðbaðið i Kambódiu. Afsögn yfirhershöfðingjans er skoðuð sem sigur hinna friðsam- ari afla yfir hinum herskárri. Bardagar geisuðu áfram i gær umhverfis Phnom Penh. Skæru- liðum tókst enn einu sinni að stöðva flutninga bandariskra flugvéla á matvælum og hergögn- um til höfuðborgarinnar með lát- lausum sprengjuárásum á Pochentong-flugvöll. / ijllÍISHORNA ! . IrÁIVIILLI Samkomulag á EBE-fundi Reuter-Dublin. Fundi æðstu manna Efnahagsbandaiags Evrópu lauk I Dublin I gær- kvöldi. t fundarlok tókst loksins aö ná samkomulagi um breytta aöildarskilmála Breta aö bandalaginu. A ýmsu gekk á fundinum i gær. Siðdegis hafnaði Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands, málamiðlunartil- lögu, — og virtist þá útséð um, að samkomulag næðist. En Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýzkalands, lagði þá fram enn eina málamiðlunar- tillögu og féllust hinir niu þjóðarleiðtogar á hana. Það, sem einkum stóð i vegi fyrir samkomulagi, var spumingin um framlög Breta til sameiginlegra útgjalda EBE. Málamiðlunartillaga Schmidts er þess efnis, að endurgreiðslan til Breta sem þeim er lofað, ef i ljós komi, að framlög þeirra hafi verið ósanngjörn — sé sett ákveðin takmörk. Aður verða þeir þó að uppfylla viss skilyrði. Frétaskýrendur i Dublin segja, að þessi árangur sé viss sigur fyrir þá, sem eru fylgjandi áframhaldandi aðild Breta að EBE. Hvort hinir breyttu aðildarskilmálar falla brezkum kjósendum i geð, kemur hins vegar i ljós i þjóöaratkvæðagreiðslu þeirri, er fram fer i vor. Þolinmæði Kýpurstjórnar ó þrotum Reuter-Sameinuðu þjóðunum. Fulltrúar þeir, sem sæti eiga i öryggisráöi Sameinuöu þjóö- anna, áttu i gær viöræöur um efni ályktunartillögu, er gæti komiö skriöi á samningaum- leitanir i Kýpurdeilunni. Aö sögn Reuter-fréttastofunnar náöu þeir ekki samkomulagi sin á milli, en viöræöum verö- ur haldiö áfram næstu daga. Búizt er við, að samkomu- lags sé ekki að vænta, fyrr en árangur af viðræðum Henry Kissingers við gríska og tyrk- neska ráðamenn kemur i ljós. Stefnt er að áframhaldandi friöarviðræðum milli deiluað- ila, hugsanlega undir stjórn Kurts Waldheim, aðalritara S.Þ. Kýpurstjórn hefur krafizt þess, að Oryggisráðið samþykki ályktun I Kýpur- deilunni, ekki siðar en á morgun. ( Þá er ráðgert að Waldheim haldi á brott frá aðalstöðvum S.Þ. til Lima, höfuðborgar Perú, til að sitja þing Iðnþróunarstofnunar S.Þ.) John Chrstofides, utan- rikisráðherra Kýpur, kunn- gerði þessa kröfu stjórnar sinnar siðdegis i gær. Jafn- framt lét hann svo um mælt, að friöarviðræður milli deilu- aðila yrðu ekki teknar upp að nýju, nema samkvæmt álykt- un öryggisráðsins. Átti Oswald enga sök á morði Kennedys? NTB/Reuter-Wahsington. Maöur nokkur, sem áöur fyrr starfaöi i tæknideild Banda- risku ieyniþjónustunnar (CIA) hefur upplýst, aö'Lee Harvey Oswald hafi ekki átt sök á dauða John F. Kennedys, fyrrum Bandarikjaforseta. George O’Toole, sem er tölvusérfræðingur og vann áður I þágu CIA, hélt fund með fréttamönnum fyrr i þessari viku. A fundunum sagði O’Toole, að ný tækni við gerð lygamæla heföi nýlega komið fram á sjónarsviðið. Og nú væri hægt að sýna fram á, að Oswald hefði sagt satt, er hann neitaði .að hafa verið viðriðinn morðið á Kennedy i Dallas i Texas árið 1963. Hin nýja tækni byggir á að mæla hina sálrænu streitu hlutaðeigandi. O’Toole sagði, að tækninýjung þessi hefði þegar leitt i ljós sakleysi Oswalds — en einnig varpað ljósi á þá staöreynd að fjöldi vitnaframburða er Warren- rannsóknarnefndin svonefnda byggði skýrslu sina á, væri liklega rangur. Sem kunnugt er varð niður- staða Warren-nefndarinnar sú, að Oswald hefði orðið Kennedy að bana. O’Toole gagnrýnir sem fyrr segir þessa niðurstöðu og hefur nýlega gefið út bók, þar sem hann skýrir frá rannsóknum sinum. Samningaumleitanir Kissingers í deilu Egypta og ísraelsmanna: í dag fæst líklega úr því skorið, hvort bráðabirgðasamkomulag næst 80% líkur á samkomulagi að sögn Sadats Bandaríski utanríkisráðherrann ánægður méð árangur viðræðnanna í Ankara Reuter-Ankara/Aswan/Tel Aviv. Henry Kissinger, utanrlkisráð- herra Bandarikjanna, lauk i gær viöræöum sinum viö tyrkneska ráöamenn í nkara. Kissinger hélt aö svo búnu til Tel Aviv til fundar viö Israelska ráðamenn, en I dag er hann væntanlegur til Aswan til viöræöna viö Anwar Sadat Egyptalandsforseta. í fyrri viku ræddi Kissinger við Dimitrios Bitsios, utanrikis- ráöherra Grikklands, I aðal- stöðvum Atlantshafsbanda- lagsins i Brússel. Aöspurður kvaðst bandariski utanrikis- ráðherrann ekki hafa komið til Ankara með ákveðnar tillögur frá grisku stjórninni. Þess má geta, að Melih Esenbel, utanrikisráðherra Tyrk- lands, hefur lýst yfir, aö samningaviðræður i Kýpur- deilunni verði brátt teknar upp að nýju. Og um leið hefji Banda- rikjamenn á nýjan leik hernaðar- aðstoð við Tyrki. Kissinger ræddi við frétta- menn, áður en hann fór frá Ankara. Hann kvaðst þess fullviss, að þann eina sólarhring, er hann hefði dvalizt i Tyrklandi, hefði heldur þokazt i átt til sam- komulags i Kýpurdeilunni. Bandariski utanrikis- ráðherrann taldi, að áframhald- andi samningaumleitanir yrðu öllum deiluaðilum til góös. — Vandamálið er að hefja samningaviðræður og finna ein- hvem viðræðugrundvöll. Kissinger sagði, að grisku- og tyrkneskumælandi eyjaskeggjar yrðu að ræða sin á milli um efni sérhvers samkomulags, er gert yrði i Kýpurdeilunni. Hann kvaðst hafa sent einn af aðstoðar- utanrikisráðherrum Banda- rikjanna til Aþenu, svo að griskir ráðamenn fengju vitneskju um áranguraf viðræðunum i Ankara. 1 gær bárust fréttir af viðbrögðum egypzkra ráða- manna við þeim tillögum Israels- manna að brottflutningur herliðs frá Sinai-skaga, fari fram á ákveðnu timabili, er verðia.m.k. hálfs árs langt. Egyptar eru sagðir hafa visað þessum til- lögum algerlega á bug, einkum á þeirri forsendu, að brottflutning- urinn verði að eiga sér stað á mun skemmri tima. Þetta atriði verður eitt þeirra, er ber á góma i viðræðum Kissingers við Sadat i dag. Fréttaskýrendur i Aswan álita, að I dag — eða I siðasta lagi i vikulok — fáist skorið úr þvi, hvort bráðabirgðasamkomulag náist I deilu Egypta og tsraels,- manna. Sadat hefur lýst yfir, að nú séu um 80% llkur á samkomu- lagi, er kveði á um brottflutning israelsks herliðs frá Sinai-skaga. tsraelsmenn hafa að sögn krafizt þess, að Súez-skurður verði jafnan opinn fyrir umferð skipa, er sigli til og fá tsrael. Sömuleiðis hafa þeir farið fram á, aö ekki verði staðsettar her- stöðvar á þeim hluta Sinai-skaga, er Egyptum verði skilað. Fréttaskýrendur i Aswan telja,að Egyptar séu fúsir að leyfa skipum, er sigla til og frá tsrael, að fara um Súez-skurð, svo framarlega sem þau flytji ekki vopn, og séu i eigu annarra en Israelskra skipafélaga. Þá eru þeir og reiðubúnir til viðræðna um siðari kröfu Israelsmanna. Það, sem einkum stendur i vegi fyrir bráðabirgðasamkomulagi, er sú krafa tsraelsmanna, að Egyptar ábyrgist að ráöast ekki á Israel. Egypzkir ráðamenn hafa neitaðaðlýsayfir, að þeir eigi ekki lengur i striði við Israel, en eru aftur á móti fúsir til að heita — persónulega — að leggja ekki til atlögu, meöan von sé á varan- legum friði i Miðjarðarhafslönd- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.