Tíminn - 19.03.1975, Qupperneq 16
fyrir góöan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Wilson: Loksins skýr afstaða til EBE
Kristilegum demó
krötum bannað
að taka þótt í
kosningunum
Brezka stjórnin klofnar í afstöðu sinni til EBE-aðildar
AAeirihlutinn skorar
á Breta að segja já
NTB/Reuter-Lissabon. Bylt-
ingarráðið I Portúgal — sem nú
fer I raun og veru með æðstu völd
I landinu — tiikynnti i gær, að
starfsemi flokks kristilegra
demókrata hefði verið takmörk-
uð. Fiokkurinn tekur þannig ekki
þátt I kosningum þeim til stjörn-
lagaþings, sem fyrirhugaðar eru i
Portúgal i næsta mánuði.
Þá var einnig takmörkuð starf-
semi tveggja hópa, er standa yzt
til vinstri i portúgölskum stjórn-
málum.
Engin skýring var gefin á þess-
ari ákvörðun, sem er i þvi fólgin,
aö flokkunum þremur er bannað
að taka þátt I kosningunum, er
fara eiga fram þann 12. april n.k.,
svo og að heyja kosningabaráttu
eða hafa I frammi neinn áróður,
tengdan kosningunum. Hins veg-
ar er þeim leyft að starfa áfram
að nafninu til, þ.á.m. hafa opnar
flokksskrifstofur.
Sem kunnugt er hefur leiðtogi
kristilegra demókrata, Jose San-
ches Osorio majór, verið borinn
þeim sökum að hafa stutt bylting-
artilraun þá, er gerð var I Portú-
gal I fyrri viku. Osorio hvarf spor-
laust, er tilraunin fór út um þúf-
ur — en óstaðfestar fréttir herma,
að hann hafi flúið til Brasiliu.
Sex portúgölskum kaupsýslu-
mönnum, er handteknir voru i
fyrri viku, sakaðir um hlutdeild I
byltingartilrauninni, var sleppt
úr haldi strax fyrir helgi. Einn
þeirra sagði fréttamanni Reuter-
fréttastofunnar I gær, að þeim
hefði borizt bréf frá heryfirvöld
um, þar sem sexmenningarnir
voru beðnir afsökunar. Svo virð-
ist sem þessir sex hafi ekki verið
þeir einu, sem teknir voru hönd-
um I þvi fáti, er greip um sig I
landinu I kjölfar byltingartilraun-
arinnar.
NTB-Reuter-London/Brussel.
Stjórn Verkamannaflokksins I
Bretlandi skoraði i gær á brezka
kjósendur að greiða atkvæði með
áframhaldandi aðild Breta að
Efnahagsbandalagi Evrópu i
þjóðaratkvæðagreiðslu þeirri, er
fram fer I júnl. Ákvörðun þessi
var tekin eftir langar og strangar
umræður innan stjórnarinnar, er
stóðu i tvo daga.
Harold Wilson forsætisráðherra
tilkynnti ákvörðun stjórnarinnar I
Neöri málstofunni I gær. Ljóst er,
að mjög skiptar skoðanir rikja
innan Verkamannaflokksins um
áframhaldandi aðild að EBE.
Óstaðfestar fréttir herma, að sjö
ráðherrar af tuttugu og þrem, er
sæti eiga I sjálfri stjórninni, séu
andvigir aðildinni. Andstætt
brezkri stjórnlagahefð er ráð-
herrum I sjálfsvald sett, hvort
þeir styðja ákvörðun meirihlut-
ans út á við eða mæla gegn henni.
Wilson sagði I þingræðu I gær,
að aöildarskilmálum Breta að
EBE hefði verið að nær öllu
breytt á þann hátt, er brezka
stjórnin hefði krafizt. Skilmál-
arnir væru þvl viðunandi að sin-
um dómi.
Forsætisráðherrann kvað EBE
hafa reynzt mun sveigjanlegra en
þeir James Callaghan utanrikis-
ráðherra — en þeir báru hita
og þunga viðræðna við bandalag-
ið um breytta aðildarskilmála —
hefðu búizt við I upphafi. Wilson
sagði, að hvorki tengsl Breta við
brezku samveldislöndin né tengsl
þeirra við Bandarlkjamenn stæðu
I vegi fyrir áframhaldandi aðild
að EBE.
Tilkynning Wilsons hafði litil á-
hrif á svipbrigði þingmanna
Verkamannaflokksins, en flestir
sátu þögulir undir henni. Aftur á
Reutcr-Addis Ababa. Herfor-
ingjastjórn sú, er fer með völd i
Eþiópiu iét I gær taka af lifi sex
andstæðinga sina. Þeim var gefið
að sök að hafa barizt gegn þeim
breytingum, er stjórnin hefur
beitt sér fyrir.
Hin opinbera fréttastofa I
móti vakti hún fagnaðaróp
stjórnarandstæðinga. Þau
Margaret Thatcher, leiðtogi
Ihaldsflokksins, og Jeremy
Thorpe, leiðtogi Frjálslynda
flokksins, fögnuðu bæði ákvörðun
brezku stjórnarinnar.
Akvörðún brezku stjórnarinnar
var tekiö með miklum fögnuði I
Reuter-Washington/ Phnom
Penh. Ljóst er, að Kambódiu-
stjórn (stjórn Lon Nol) berst
(óvænt) viðbótarskammtur af
skotfærum frá Bandarikjunum.
Þessi skammtur nemur alls 90
þúsund tonnum af skotfærum, er
ætti að nægja stjórnarhernum I
tvær til þrjár vikur.
Talsmaður bandariska land-
varnaráðuneytisins sagði I gær,
að skekkja I bókhaldi ráðuneytis-
ins (?) hefði leynt allverulegri
fjárhæð, sem ætluð hefði verið
Kambódlustjórn árið 1974. Alls
nemur fjárhæðin 21,5 milljónum
dala.
Bókhaldsskekkjan uppgötvað-
ist á sama tlma og Bandarikja-
stjórn berst hatrammlega við
Bandarikjaþing fyrir samþykkt á
beiðni sinni um aukaaðstoð við
Kambódlu. Gerald Ford Banda-
rlkjaforseti ræddi við leiðtoga
Eþlóplu birti tilkynningu þessa
efnis I gær. 1 henni segir, að með-
al þeirra, er teknir voru af lifi, sé
Tadesse Beru, fyrrum yfirmaður
I lögreglu landsins. Hann var tek-
inn höndum I fyrri viku fyrir að
hafa reynt að æsa til uppreisnar
meðal Galla, sem eru einn stærsti
aðalstöðvum EBE I Brussel.
Fréttaskýrendur sögðu þó, að enn
væri svartsýni ríkjandi hjá sum-
um af forystumönnum banda-
lagsins, er óttast, að meirihluti
brezkra kjósenda greiði atkvæði
gegn áframhaldandi aðild að
EBE, þrátt fyrir áskorun stjórn-
arinnar.
repúblikana á þingi I gær. Forset-
inn sagðist hafa meiri áhyggjur
af spillingu innan Kambódlu-
stjórnar en skorti á skotfærum.
Hann tók þó fram, að ekki mætti
„afskrifa Kambódíu” með öllu.
Bardagar geisuðu umhverfis
Phnom Penh, höfuðborg Kam-
bódlu, I gær. Skæruliðar gerðu
heiftarlegar árásir á sveitir
stjórnarhersins, sem eru til varn-
ar I Neak Luong — en segja má,
að sá bær sé slðasta vlgi stjórnar-
hersins við Mekong-fljót, sunnan
Phnom Penh. Þá gerðu skærulið-
ar eldflaugaárás á aðalflugvöll
höfuðborgarinnar.
Fréttaskýrendur töldu I gær, að
skæruliðar ætluðu sér llklega að
freista þess að loka með öllu sam-
gönguleið stjórnarhersins um
Mekong-fljót — og ætti sú fyrir-
ætlun að takast, eins og vígstaðan
er nú.
ættflokkur Eþlóplu.
1 nóvember I haust lét Eþiópiu-
stjórn taka 59 andstæðinga slna af
lífi, svo að alls hafa 65 verið tekn-
ir af llfi frá þvl stjórnin tók völdin
I slnar hendur þann 12. september
s.l.
Aftökur í Eþíópíu
Alls hafa 65 pólitískir andstæðingar verið teknir af lífi fró því
núverandi stjórn komst til valda
Bardagar um Phnom Penh:
„Bókhaldsskekkja"
færir Lon Nol 90
þús. tn skotfæra
Heimsókn Kekkonens til Sovétríkjanna:
Nónari samskipti Finna og
Sovétmanna í framtíðinni
Ekki ríkir þó eining meðal finnskra stjórnmólamanna
NTB-Moskvu. Urho Kekkonen
Finnlandsforseti brá sér I þriggja
daga opinbera heimsókn til So-
vétrikjanna I fyrri viku. Við lok
hennar var gefin út sameiginleg
yfirlýsing forsetans og sovézkra
ráðamanna, þar sem m.a. er
skýrt frá fyrirhuguðu samstarfi
Finna og Sovétmanna á sviöi
efnahags- og viðskiptamála.
Gert er ráð fyrir, að rlkin tvö
hafi með sér nána samvinnu á
þessum sviðum á næstu fimmtán
árum. Sem merki um mikilvægi
heimsóknarinnar, má geta þess,
að þrir af æðstu mönnum Sovét-
rikjanna — þeir Nikolaj Pod-
gornij forseti, Alekseij Kosygin
forsætisráðherra og Andrej Gro-
myko utanríkisráðherra — fylgdu
Finnlandsforseta út á Moskvu-
flugvöll, en þaðan flaug hann til
Helsinki-flugvallar með sovézkri
einkaþotu.
Kekkonen sagði við finnska
fréttamenn við komuna til Hel-
sinki I fyrri viku, að heimsókn sln
hefði verið mjög gagnleg. Hann
sagði, að ráðamenn Finnlands og
Sovétrikjanna væru sammála
um, hvernig ljúka ætti öryggis-
málaráðstefnu Evrópu, er nú
stendur yfir.
1 fréttatilkynningu þeirri, sem
áður er getið, segir, að Finn-
landsforseti hafi skipzt á skoðun-
um við sovézka ráðamenn um
fjölda málefna. Ljóst sé, að sam-
skipti rlkjanna tveggja — sem
hingað til hafi verið náin og vin-
samleg —■ verði á flestum sviðum
enn nánari I framtiðinni.
Þess má geta, að ekki ríkir ein-
ing um þessa heimsókn
Kekkonens og tilgang hennar
meðal finnskra stjórnmála-
manna. Nokkrir þeirra hafa
gagnrýnt forsetann opinberlega
vegna þeirrar stefnu að auka enn
samskiptin við stórveldið I austri.
Kekkonen tekur á móti orðu frá Podgornij Sovétforseta