Tíminn - 21.03.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.03.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. marz 1975. TÍMINN 5 Rolla Þorgeirs Þorgeirssonar Svo segir i Sturlungu að er Þórður kakali kom fyrir Hákon konung gamla hafði hann með sér rollu langa, er hann hafði látið rita um skipti þeirra Haukdæla og Sturlunga. Hér er til umræðu rolla sil, er Þorgeir Þorgeirsson á I Þjóðviljanum s.l. sunnudag. Fimmtudaginn áður birtist i dálkum Landfara i Timanum ör- stutt grein (23 sm), þar sem ég vakti athygli á einstökum atrið- um, sem fram komu hjá konu Þorgeirs i bókmenntaþætti I út- varpinu. Ég bað þar guð að hjálpa henni, ef henni þætti fallegur kvalaíosti, sem oft er nefndur sadismi og raunar kenndur við frægan franskan rithöfund, sem látinn er fyrir 170 árum. Má vel vera að Þorgeiri hafi fundizt þetta nærgöngult. Ekki er ég sá rauðsokkur að það hneyksli mig þótt manninn langi til að verja konu sina, finnist honum þess þörf, hvernig sem það verður metið á þessu blessaða kvenna- ári. — Annars finnst mér, að öll þau ár, sem ég man, hafi verið kvennaár. Það hafa þau verið mér. Svo er sagt i Göngu-Hrólfssögu, að Grimur Ægir hvarf i jörðu nið- ur og kom upp aftur þar sem hon- um þótti vænlegust vigstaða. Samt urðu örlög hans svo sem Bólu-Hjálmar kvað: Fárleg vóru fjörbrot hans, fold og sjórinn léku dans, gæfusljór með glæpafans Grimur fór til andskotans. Það er ekki öllum nóg til sigur- sældar að hverfa i jörð og koma úr annarri átt að andstæðingnum, þó að vænlegra virðist I bili. Ég hef öðru hverju lagt orð I belg um áfengi og bindindi i 40 ár. Þátttaka min I þeim umræðum er þvi engin nýlunda. Samt sem áð- ur má vel vera að þar sé eingöngu að finna tilefni þessarar Þor- geirsrollu, þótt honum hafi ekki ofboðið fyrr en nú svo að nokkuð kviknaði af. Vel má lika vera, að ágæt grein eftir Helga Seljan i Þjóðviljanum hafi verið kveikjan, þó að Helgi hverfi i rollulokin inn á tegundarheitið — Halldórana á Kirkjubóli. Nóg um það. Ég mun mæta Þorgeiri á þeim velli, sem hann hefur haslað sér. Þorgeir byrjar mál sitt með þeirri kenningu, að bindindis- postular séu voðalegustu fylgi- fiskar áfengisins, þvi að þeir kveiki drykkjuþorsta. Það skal tekið fram, að mér þykir postuli ekki óvirðingarorð og skammast min ekki fyrir að predika. Ég er andvigur þvi listmati, sem ekki V Electrolux Frystikista 310 Itr. ¥ Eiectrolux Frystikist? TC114 310 lítra Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjáífvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. © Vörumarkaöurinn hf. 1 ARMÚLA 1A. SÍMI 86112. REVKJAVIK. 1 r þolir predikun. Allt er undir þvi komið postular hvers menn verða, hvað þeir predika og hvernig það er gert. Það er alkunnugt, að þegar menn skammast sin fyrir það, sem þeir hafa gert og ekki verður falið, reyna þeir að kenna öðrum um það. Ofdrykkjumönnum verð- ur þetta stundum ástriða. Þeir reyna jafnvel að afsaka sig með þvi, að það sé svo leiðinlegt að heyra talað um bindindi, þvi séu það bindindispostularnir, sem hafi gert sig — saklausa aum- ingja— að ræflum. — Þetta var textinn hjá Þorgeiri. Þegar ég var i bernsku og æsku las ég nokkuð um áfengismál. Ekki sizt eru mér minnisstæðar greinar eftir Tryggva Þórhalls- son i Timanum. Hann var stund- um kallaður bindindispostuli i óvirðingarskyni i Morgunblaðinu. Þessar greinar áttu þátt i þvi að móta lifsskoðun mina á þann veg, að ég hef alltaf verið bindindis- maður. Þvi er ég þakklátur Tryggva Þórhallssyni fyrir þann þátt, sem ég veit hann eiga i ævi- láni minu að þessu leyti. Og þessi lífsreynsla min verður mér þyngri á metunum en tilvitnun Þorgeirs Þorgeirssonar i gamlan drykkjumann um skaðsemi bind- indispostula. Ég hef aldrei fundið að ég hefði nokkra ástæðu til að öfunda menn af áfengisneyzlu, en raunalega oft til að aumkva fólk hennar vegna. Bindindisgreinar Tryggva Þór- hallssonar skipa ekki öndvegi Is- lenzkra bókmennta kringum 1920. Samt hygg ég, þrátt fyrir allt, að áhrif þeirra I þjóðlifinu séu nú meiri en rakin verða til eins og annars skáldskaparkyns, sem vælukjóar þess tima settu saman I þeirri trú sumir hverjir að þeir væru upprennandi stjörnur á himni listanna. Þorgeir Þorgeirsson vitnar I franskan frægðarmann, skáld, sem skrifaði fyrir 125 árum lof um áfengi sem lesið er enn. Og Þorgeir væntir þess að það verði lesið eftir önnur 125 ár. Þegar þessi orð voru skrifuð héldu menn I Frakklandi eins og lengi siðan, að vinneyzla sin væri holl og vel mætti gefa ungbörnum rauðvin I stað móðurmjólkurinnar. Nú vita menn hvergi dæmi til þess að jafnmargir andist fyrir örlög fram af lifrarskemmdum vegna áfengisneyzlu sem i Frakklandi. Nú vita menn, að jafnvel börn eru sjúk af áfengiseitrun i Frakk- landi. Slikir eru ávextir þessarar 125 ára gömlu ritsmiðar, sem Þor- geir dáist svo að, og þess við- horfs, sem hún byggðist á. En til nokkurs fróðleiks um þessa frönsku grein fyrir þá, sem ekki lesa Þorgeirsrollu skal ég birta þetta sýnishorn: „..hvernig á þvi stendur að sumir drykkir hafa þá náttúru að stækka svo ómælanlega persónu- leika hugsandi veru, og nánast að segja skapa aðra veru, þriðju persónuna, dularfullt fyrirbæri þar náttúrumaðurinn og vinið, dýrguðinn og jurtaguðinn leika hlutverk Föðurins og Sonarins i Þrenningunni, geta af sér Heilag- an anda sem er hinn æðri maður.” Sitthvað hef ég heyrt um heilaga þrenningu, sem ég hef ekki verið maður til að skilja, enda segir I Helgakveri, að á hvem hátt guð sé bæði einn og þrennur fáum við ekki skilið i þessu lifi og Asgeiri Asgeirssyni þótti trúlegast að við skildum það ekki I öðru lifi heldur, og hafði hann þó sitt próf i guðfræði. En þessi guðfræði þeirra Þorgeirs og Baudelaire, að Faðirinn hafi getið Heilagan anda við Syninum, eða Sonurinn við Föðurnum leiðir mig ekki til fyllra skilnings á fyrir- bærinu. Ég er hræddur um að þetta þurfi að lesa lengur en tvenn 125 ár til að skilja. Hins vegar minnir þessi tilvitnun á það, að drukknir menn skynja stundum stærðir með öðrum hætti en algáð fólk. Sverrir konungur Sigurðarson flutti fyrir hér um bil 800 árum ræðu um áfengismál. Hún er varðveitt i sögu hans, lesin enn þann dag i dag og þykir ein fræg- asta ræða, sem flutt hefur verið á Norðurlöndum. Kaupmennirnir frá Hamborg, þeir sem fluttu áfengið til Noregs eru löngu gleymdir, utan hvað þeirra er minnzt þegar ræða bindindis- postulans er lesin. Orð bindindispostulans, sem orti Hávamál og sagði þar, að áfengið væri mönnum ekki jafn- gott og sagt væri, þvi að færra veit er fleira drekkur sins til geðs gumi, eru lesin enn i dag. Ég tek ekki svo mikið mark á Þorgeiri Þorgeirssyni, að ég fari að ofmetnast, þó að hann geri nafn mitt að samheiti fyrir þá, sem tala máli bindindis, en ekki dreymir mig um meiri frægð en að vera verðugur einhvers i þá átt. Blindur er hver i sjálfs sin sök. Ég geri ráð fyrir að það gildi um okkur Þorgeir Þorgeirsson báða, þó að einhverju kunni að skeika um hófsemi og andlegt jafnvægi. Það er bitamunur en ekki fjár hvort nafn manns er nefnt 50 ár- um lengur eða skemur: Hversu snjallt sem þú hrópar, hver sem þinn búningur er morgundagurinn má ekki vera að muna eftir þér. Hins vegargætirþessfrá kyni til kyns hvort við höfum verið gæfu- menn eða óhappamenn, — hvort við höfum verið jákvæðir eða nei- kvæðir, — hvort við erum postul- ar lifs eða dauða. Halldór Kristjánsson 1 x 2 — 1 x 2 29. leikvika — leikir 15. mars 1975. Orslitaröð: X2X — 21X — Xll — 11X 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 172.000.00 847 849 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 24.500.00 1760 2479 9557 12236 35334 36363 Kærufrestur er til 7. apríl kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 29. leikviku verða póstlagðir eftir 8. aprfl. GETRAUNIR — tþróttamiðstöðin — REYKJAVtK Við bjóðum yður nytsamar vörur til FERAAINGARGJAFA: Skatthol, snyrtikommóður, kommóður í ýmsum stærðum, skrifborð, svefn- bekkir, stakir stólar í mörgum gerðum o. fl. o. fl. VERZLIÐ MEÐAN VERÐIÐ ER LÁGT Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.