Tíminn - 21.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.03.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. marz 1975. TÍMINN 7 Prestkosningar í Fella- sókn d sunnudaginn — sóknarnefnd Fellasóknar kaupir hús við Keilufell Sóknarnefnd Fellasóknar hefur reynt aö leysa húsnæðisvanda safnaðarins til bráðabirgða með þvl að kaupa húsið að Keilufelli 1. Þann 8. marz 1973 var stofnuð ný sókn i Breiðholti III i Reykja- vlk. Hlaut hún nafnið Fella- og Hólasókn, eftir þeim hverfum, sem hún nær yfir. Þessari sókn hefur frá upphafi verið þjónað af s r. Lárusi Haildórssyni, presti I Breiðholtsprestakalli. En með lögum frá alþingi frá 1. des. s.I. var stofnað nýtt prestsembætti I Breiðholti III i Reykjavik, frá 1. jan. 1975 að telja. Ákveðið var af safnaðarráði Reykjavikurprófastsdæmis og kirkjumálaráðuneyti að skipta sókninni i tvennt, þ.e.a.s. i Fella- sókn, sem nær yfir Fellahverfi, Vesturberg og Austurb. að húsi númer 20, og sókn, sem nær yfir Hólahverfi, en hefur ekki ennþá fengið sérstakt nafn. Þar sem Fellasókn er nú þegar að mestu leyti upp byggð en Hólahverfið er að byggjast, þótti eðlilegt að full- byggða hverfið fengi prests- embættið að þessu sinni. Var þvi Fellaprestakall auglýst laust til umsóknar i jan. s.l. Einn prestur sótti um hið nýja prestakall. Er það sr. Hreinn Hjartarson, sem undanfarið hef- ur gegnt embætti sendiráðsprests i Kaupmannahöfn. Prestskosningar fara fram i prestakallinu sunnudaginn 23. marz n.k. Kosið verður i Fella- skóla. Eins og flestir vita, háir það mjög safnaðarstarfinu i nýjum söfnuðum, að heppilegt húsnæði fyrir starfsemina er ekki fyrir hendi, og langan tima tekur að reisa kirkjur og safnaðarheimili Sóknargjöld eru það lág, að i mörgum söfnuðum gera þau vart meira en standa undir daglegum rekstri safnaðanna. Sóknarnefnd Fellasóknar hefur nú reynt að leysa húsnæðisvanda safnaðarins til bráðabirgða, með þvi að ráðast i kaup á húseigninni að Keilufelli 1, sem viðlagasjóður reisti á sin- um tíma. Húsið er einbýlishús 133 fermetrarað flatarmáli, ein hæð, ris, og þar að auki bilskýli og úti útigeymslur. Kaupverð hússins er sjö og hálf milljón. Sóknarnefndinni er ljóst, að þótt húsnæði sé fengið, þá leysir það ekki allan vanda. Allar at- hafnir á vegum safnaðarins hafa farið fram i Fellaskóla, og verður BH—Reykjavík — Hafin er fjár- söfnun meðal almennings" I’ þvi skyni að hlaupa undir bagga með hann sjálfsagt upp á hann kominn með húsnæði eitthvað áfram. Sóknarnefndin vill færa forráða- mönnum skólans þakkir fyrir mjög gott samstarf frá upphafi. 1 húsinu við Keilufell 1 verður kom- ið upp skrifstofuaðstöðu fyrir sóknarprest, auk þess sem hægt verður að framkvæma þar allar smærri kirkjulegar athafnir. Sóknarnefndin væntir þess, að þessi bætta aðstaða þó i litlu sé, verði safnaðarstarfinu til efling- ar. Frjálsíþróttasambandi íslands, og hafa aðstandendur söfnun- arinnar einsett sér að safna hálfri annarri milljón króna til handa sambandinu, svo að koma megi i veg fyrir vindlingaáróðursher- ferð þá, er til stóð. 1 þessu skyni eru komnir af stað undirskriftalistar, þar sem lýst er yfir stuðningi við Iþróttahreyfing- una, þar eð hugsjón hennar hafi aldrei átt meira eripdi til al- menningsen einmitt nú. Framlag hvers, sem á listann ritar, er áætlað 1.000,00 kr., en jafnframt er tilskilið, að FRl láti af ákvörðun sinni um þátttöku i aug- lýsingastarfsemi tóbaksframleið- anda. Aðstandendur söfnunarinnar vonast til, að 1500 manns a.m.k. riti nöfn sin á listana og greiði framlagið þannig að unnt verði að standa við 1,5 milljón króna söfnun til FRl, en það var sú upphæð, sem gizkað hafði verið á að myndi hafast upp úr vindlinga- pakkasöfnuninni áðurnefndu. Firmakeppni í Hveragerði ÞS-Hveragerði.— Fyrir skömmu lauk Firmakeppni Bridgefélags Hveragerðis. Tuttugu og fjögur fyrirtæki tóku þátt i keppninni. Röð efstu fyrirtækjanna var þessi, — spilara getið i svigum fyrir aftan: 1. Trygging hf. (Sigurjón Skúla- son). 2. Biiaþjónusta Bj. Snæbj. (Haukur Baldvinsson), 3. Garð- yrkjustöð Olafs Steinssonar (Kjartan Kjartansson), 4.—5. Reykjafoss hf. (Olga Mörk) og Garðyrkjustöð Björns og Þráins (Birgir Bjarnason), 6. Fagri- hvammur (Jón Guðmundsson), 7. Sérleyfi Kristjáns Jónssonar (Skafti Jósefsson), 8.—9. Rafm.veitur Suðurlands (Axel Magnússon) og Hverabakari (Friðgeir Kristjánsson). 10. Bila- og búvélaverkstæði Aage Michel- sen (Friðrik Rósmundsson). Auglýsitf iTímanum Páska- eggja markaður Mw I KJÖRGARÐllIsKEIFUNNI 15 Almenn söfnuntil FRÍ Sparió þúsundir ! Sumardekk Jeppadekk wm W mm JWKí 5 •/ af tveim 7 dekkjum %L af ffjórum 7 dekkjum TEKKNESKA BIFREIDA UMBODID Á ÍSLANDI H/E AUDBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606 %Sænsk boro- j ^stofuhúsgögn •t | AugtýsícT | ___íTímamuní WWMeMMMtfWtftÍ e <•••

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.