Tíminn - 21.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.03.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 21. marz 1975. A æfingu á „Þorláki þreytta”. Sitjandi f.v. Sigurgeir H. Friðþjófsson, Ólaffa Vilhjálmsdóttir og Kristln Jóhannesdóttir. Standandi f.v. Þor- steinn Hansen, Þórður Kristjánsson, Inga Wium, Árni Jón Eyþórsson, leikstjórinn Ragnhildur Steingrlmsdóttir, Steindór Gestsson, Brynja Janusdóttir, Kristján Wium, Svava Hauksdóttir, Árni Jónsson og Ragnar G. Guðjónsson. „Þorldkur þreytti" sýndur í Hveragerði ÞS—Hverageröi. — Leikfélag Hveragerðis og Ungmennafélag Hveragerðis og ölfuss frumsýndu gamanleikinn „Þorlák þreytta” eftir Neal og Farmer i staðfær- ingu Emils Thoroddsen, i Hótel Hveragerði sunnudaginn 16. marz sl. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrimsdóttir. Hinn 5. janúar sl. átti UMF Hveragerðis og ölfuss 40 ára afmæli. Margt hefur verið gert til hátíðabrigða af þvi tilefni, og er uppfærsla þessa gamanleiks i samvinnu við Leikfélag Hvera- gerðis liður i þeim hátiðahöldum. Það má fullvist telja að sérhver sýningargestur hefur farið ánægður heim til sin að sýningu lokinni, enda voru leikstjóri og leikendur hylltir i sýningarlok með blómum og lófataki. Leikstarfseminni i Hveragerði hefur bætzt góður liðsauki þar sem er Sigurgeir Friðþjófsson. Hann fer með aðalhlutverkiö á þessari sýningu, en hefur auk þessrekið leiðbeiningarstarfsemi á kvöldnámskeiðum i vetur. Var ánægjulegtaðsjáá þessari leiksýningu ný og gömul andlit, og frammistaða unga fólksins lof- ar góðu um framtið leikstarfsem- innar hér. Um helmingur leikar- anna kom hér fram i fyrsta sinn. Má segja sem svo, að vissulega sakni maður sumra eldri leikara okkar, eins og t.d. Gests Eyjólfs- sonar en það var gaman að sjá, að Steindór sonur hans ætlar að feta dyggilega i fótspor föður sins. Þetta virðist viðar vera i blóð- inu, þvi að Kristján Wium, sem af og til hefur verið hér á fjölunum, mætti nú til leiks með dóttur sina. Þá var og i fremur litlu hlutverki Svava Hauksdóttir, en hún er sonardóttir Svövu Jónsdóttur frá Akureyri, sem var þekkt leikkona áður fyrr. Við sýningar á svona leikritum veltur ekki hvað minnst á þvi, að þær gangi létt og snurðulaust með ákveðinni stigandi og það heppnaðist svo sannarlega hér. Fyrirhugað er að sýna leikinn i Hveragerði föstudagskvöldið 21. marz, og siðan miðvikudaginn 26. marz. Eftir það er ætlunin að ferðast með leikinn viða um Suðurland og sýna þar, i öllum samkomuhúsum, sem venja er að sækja heim, og ef til vill fara við- ar ef timi leyfir. Fjármálaráðuneytið, 20. marz 1975 Auglýsing um skoðun ökurita Með tilvisun til fyrri auglýsingar ráðuneytisins um skoðun ökurita i stýrishúsi i dieselbifreiðum yfir 5 tonn aö eigin þyngd hefur ráðuneytið hlutast til um að skoðunarmenn verði staddir á eftirtöldum stöðum og tima dagana 23.-26. marz n.k. til hagræðis fyrir viðkomandi bifreiðastjóra. Egilsstöðum v/lögreglustöðina laugardaginn 22. marz kl. 12—18. Reyðarfirði v/bifreiöaeftirl. sunnudaginn 23. marz kl. 10—12 Fáskrúðsfirði v/lögreglust. sunnudaginn 23. marz kl. 15-17 Breiðdalsvik mánudaginn 24. marz kl. 9-11 Djúpivogur mánudaginn 24. marz kl. 14-16 Höfn i Hornafirði v/bifreiöacftirlit þriðjudaginn 25. marz kl. 9-12 Vik i Mýrdal v/lögreglustööina miðvikudaginn 26. marz kl. 9-12 Skoöunarmaöur verður ekki sendur aftur á framan- greinda staði. Komi umráðamenn viðkomandi bifreiða þvi ekki viö, að láta skoöa ökuritana á hinum auglýstu timum verða þeir að koma með bifreiöina eða senda ökuritann til V.D.O. verkstæðisins Suðurlandsbraut 16, Reykjavik fyrir 1. april n.k. fflm m Lögmenn og dómarar blaða í Jónsbók: Rangæsk afréttarmál fyrir dómstóla á ný SJ-ReykjavIk. —Eins og kunnugt er hefur undanfarið verið fyrir dómstóium mál út af eignar- réttarstöðu Holtamannaafréttar, Þórisvatns- og Sprengisands- svæða, en rlkið hefur talið sig eiga „grunneignarréttinn”, þ.e. landið sjálft, að viðurkenndum óskertum rétti byggðarmanna til upprekstrar og veiði. Geröust hreppar og bændur beggja megin fjalla aðilar að málinu og fór Guðmundur Jónsson með það sem setudómari. Visaði héraðs- dómari málinu frá, að kröfu varnaraðilanna, þar sem málið væri ekki eignardómsmál, sem svo er kallað. Var úrskurður héraösdómsins staðfestur I hæstarétti 21. janúar. Hæstiréttur byggir frávisunina að vlsu á öðrum grundvelli en héraðsdómurinn, en telur á hinn bóginn kröfugerð stefnenda ekki nógu ákveöna, þar sem tekið var sérstaklega fram i stefnunni, að ekki væri ætlunin að skerða rétt byggðamanna að neinu leyti og hafa þurft að skilgreina þann rétt nánar. Jafnframt telur hæsti- réttur margt benda til, að af- mörkun stefnusvæðanna komi ekki heim við mark lögsagnar- umdæma sunnan og norðan fjalla,en mörkin á Sprengisands- svæðinu munu ekki vera beinlinis ákveðin, en stofnendur miðuðu við vatnaskil, sem þeir töldu byggjast á Jónsbók, og landshefð alla tiö. Fjórir dómarar stóðu að niðurstöðu þessari, en einn skilaði sératkvæöi. Samkvæmt Lögbirtingarblaði, sem kom út i vikunni hefur málið nú verið tekið upp að nýju, en með þeirri breytingu, að óskað er tilsvarandi dómsúrlausnar um Landmannaafrétt, i stað Holta- mannaafréttar og hálendis- svæðanna þar upp af, enda mun rikið telja það einu gilda, þar sem aðalatriðið sé að fá i eitt skipti fyrir öll dómsúrlausn um eignar- rétt að stórafréttum og hálendis- svæðum i landinu. Sé þess vegna hér um prófmál að ræða, að þvi leyti, en þó að sumu leyti hægara um vik að fá dómsúrskurð um Landmannaafrétt en Holta- manna, þar sem telja megi vafa- laust, að hann liggi allur innan Rangárvallasýslu, auk þess sem skilja megi hæstaréttardóm frá 1955 á þann veg, að rikið sé grunneigandi, eða a.m.k. ekki hrepparnir. Vegna framkvæmda Landsvirkjunar við Tungnaá og Þórisvatn sé alveg sérstök nauðsyn að fá skorið úr um eignarréttarstöðu þessara lands- svæða, enda þoli það enga bið. Um þetta segir nánar i dóms- stefnu, sbr. Lögb.bl.: „Sérstakt tilefni þessarar málshöfðunar er ágreiningur út af eignarréttarstöðu afréttar- svæða þar efra i sambandi við virkjunarframkvæmdir við Tungnaá og Þórisvatn. A fundi 1. ágúst 1971 lýstu oddvitar fjögurra hreppa i Rangárvalla- sýslu þvi yfir, að „með einhverju móti þyrfti að leita úrskurðar dómstólanna I ágreiningsmáli þessu,” nánar tiltekið hvort um beinan eignarrétt væri að ræöa, eða hvort um landssvæði þessi giltu „almennar reglur um af- rétti”, eins og oddvitarnir orðuðu það. Jafnframt er, vegna umsvifa veiðifélagsins um Þóris- vatn, nauðsynlegt að fá skorið úr óvissu þeirri og ágreiningi, sem þar hefir risið, en nokkur hluti vatnsinser innan fyrrgreindra af- réttarmarka. Þá er loks brýn nauösyn sikrar dómsúrlausnar vegna vlðáttumikilla landsvæða, sem fara undir vatn (Nýja Króks- vatn) við stíflugerð I Tungná. Málshöfðandi hefur lagt fram itarlega greinargerð, samanber 220 grein og 217. gr. einkamála- laga nr. 85/1936, ásamt fjölda fylgiskjala, þar sem hann telur sig færa fram helztu sannanir sin- ar eða likur fyrir þvi, að rikið sé beinn eigandi hinna umstefndu- landsvæða, enda verði og að teljast vafalaust, meðal annars með tilliti til hæstaréttardóms 21. janúar 1975, að með málið megi og eigi að fara sem eignardóms- mál. Fer hann þess jafnframt á leit, að við höfð verði aukadóms- meðferð, og málið þingfest á skrifstofu sýslumannaembættis- ins á Hvolsvelli. Málinu er stefnt til fyrirtöku á Hvolsvelli 13. júni n.k. og er þá ætlazt til að hugsanlegir réttar- krefjendur gefi sig fram, og „geri grein fyrir kröfum sinum og færi fram gögn og sannanir fyrir þeim, enda megi að öðrum kosti gera ráð fyrir, að rikissjóði verði dæmdur eignarréttur að lands- svæðunum,” eins og segir I stefn- unni. Ekki mun þó ætlunin, frekar en áöur, að skerða réttindi bænda, sem þeir hafa haft, sam- kvæmt lögum eða venjum. Blaðamaður Timans ræddi við Sigurð Ólason, málflutningsmann fyrir málshefjendur beggja málanna, og Pál S, Pálsson lög- mann Asa- og Djúpárhrepps i fyrra málinu, og er frásögn þessi byggð á þeim viðræðum. Samþykkt útifundarins: „Lýsum yfir andstöðu við byggingu járnblendiverksmiðju" BLAÐINU hefur borizt samþykkt útifundar þess, sem haldinn var á Lækjartorgi s.l. föstudag. Sam- þykktin var að fundi loknum af- hent forsetum Alþingis. Hún er svohljóðandi: „Almennur fundur haldinn á Lækjartorgi 14. marz 1975 lýsir yfir andstöðu sinni við fyrirhug- aða byggingu járnblendiverk- smiðju i Hvalfirði i samstarfi við auðhringinn Union Carbide, á eftirtöldum forsendum: 1. Þar sem Union Carbide einok- ar 70% alls járnblendis, sem framleitt er i heiminum, ræður auðhringurinn framleiðslu verksmiðjunnar i raun, þrátt fyrir meirihlutaeign islenzka rikisins i verksmiðjunni sjálfri. 2. Ýmislegt i fortið Union Car- bide, svo sem eiturvopnafram- leiðsla fyrir striðsrekstur bandariska hersins mælir ekki með samningum islenzka rikis- ins við auðhringinn. 3. Ekki hafa farið fram neinar vistfræðilegar né félagslegar rannsóknir á þeim áhrifum, sem verksmiðjan gæti haft á umhverfi sitt. Þannig hafa ósk- ir liffræðistofnunar Háskólans, búnaðarþings og fjölda ann- arra verið hundsaðar. 4. Mikil leynd hefur hvilt yfir öll- um undirbúningi málsins. Þvi fólki, sem búa þarf i sambýli við verksmiðjuna, hefur hvorki gefist kostur á að fylgjast með þróun málsins né taka þátt i á- kvörðunum. Stóriðjuframkvæmdir eru ekkert einkamál embættis- manna, alþingismanna og ann- arra stjórnarherra. Að lokum sendir fundurinn Borgfirðingum þakkir og bar- áttukveðjur og hvetur þá til frek- ari andstöðu i' máli þessu”. Kort þetta sýnir afréttasvæöi þau, — Landmannaafrétt, — sem nýja málsóknin tekur til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.