Tíminn - 21.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.03.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. marz 1975. TÍMINN 9 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i iausasöiu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Nýjar ráðstafanir í efnahagsmáium Rikisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um lækkun beinna og óbeinna skatta i þeim tilgangi að veita fólki með lágar tekjur og miðlungstekjur verulega kjarabót, án kauphækkunar. Jafnframt verða barnabætur auknar. Með þessu er stefnt að þvi, að kauphækkun til hinna láglaunuðu þurfi ekki að vera eins mikil og ella, en með þvi er bæði stuðlað að þvi að draga úr verðbólgu og auknum byrðum atvinnuveganna. Hér er þvi tvimælalaust stefnt i rétta átt i efnahagsmálum. Þá er i frumvarpinu ákvæði um skyldusparnað þeirra, sem hafa hærri laun. Þetta er byggt á þvi, að á erfiðleikatimum, verði þeir, sem hafa mestu getuna, að axla auknar byrðar. Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera þetta án þess að dregið verði nokkuð úr útgjöldum rikisins, þvi að það væri engin lausn að ætla að afla rikinu aukinna tekna i stað þeirra, sem eru felldar niður. Margir óttast að þetta geti orðið til þess, að dregið verði of mikið úr opinberum framkvæmdum eða að horfið verði að einhverju leyti frá byggðastefn- unni. Jafnvel geti þetta orðið til þess að atvinnu- leysi komi til sögunnar. Það er hins vegar ein- dreginn ásetningur rikisstjórnarinnar, að þetta verði hvorki til að veikja atvinnuöryggið eða að skerða byggðastefnuna. Á móti lækkun framlaga til opinberra framkvæmda, verður þvi að koma að atvinnuvegunum verði séð fyrir nægjanlegu starfsfé, jafnt rekstrarlánum sem stofnlánum, svo að þeir geti starfað af fullum þrótti, og bætt þannig það atvinnutap, sem kann að hljótast af nokkrum samdrætti opinberra framkvæmda. Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um það, að rikiskerfið þendist út óeðlilega mikið og ekki væri gætt nægilegrar hagsýni og sparnaðar i starfrækslu þess. Sumt af þvi, sem hefur verið sagt um þetta, hafa verið sleggjudómar, en annað hefur átt rétt á sér. Þess vegna er ekki óeðlilegt, þegar þrengir að i þjóðarbúskapnum, að rikis stjórnin fái heimild til þess að glima við þá þraut að lækka rikisútgjöldin. Þessi heimild er þó tak- mörkuð við það skilyrði, að fjárveitinganefnd Alþingis fallist á niðurskurðartillögur rikis- stjórnarinnar. Þannig hefur þingið tryggt rétt sinn til að fylgjast með og að hafa endanleg áhrif á það, sem gert verður. Þess ber að vænta, að umrætt frumvarp rikis- stjórnarinnar verði til þess að greiða fyrir lausn þeirrar kjaradeilu, sem nú stendur yfir. Mikil nauðsyn er á þvi, að báðir aðilar sýni þar sanngirni. Atvinnurekendum má vera 1 jóst, að óhjákvæmilegt er að ganga nokkuð til móts viðkröfurláglaunafólks. Launafólk verður á sama hátt að gera sér þess grein, að það er ekki hagur þess, að svo nálægt verði gengið greiðslugetu at- vinnuveganna, að þeir stöðvist meira og minna. Verst af öllu er atvinnuleysið. Áreiðanlega gerir meginþorri þjóðarinnar sér ljóst, að núeruerfiðleikatimar, og þvi verður að gera fleira en gott þykir. Það ber að meta, þegar stjórnarvöld reyna að gera sitt bezta. Stjórnar- andstæðingar bregðast þvi miður við vandanum á þann veg, að það mætti oft næstum halda, að þeir vildu auka hann. Svo er þó vafalaust ekki, þótt þeir láti áróðurssjónarmiðin móta stefnu sina. -Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Wehner líkir Strauss við Joseph Göbbels Sigurvonir Strauss virðast batnandi Frans Josef Strauss ÞAU tiðindi gerðust á þing- inu i Bonn i siðastl. viku, að allir þingmenn kristilega flokksins gengu út i mótmæla- skyni vegna ummæla, sem Herbert Wehner, formaður þingflokks sósialdemókrata, lét falla i orðasennu við Frans Josef Strauss. Eftir að hafa andmælt vissum atriðum, sem Strauss hafði sagt, sneri Wehner sér beint að honum og sagði: Þér eruð, herra Strauss, andlega skyldur Josef Göbbels. Þér bregðist nákvæmlega eins við og Göbbels, ef þér heyrið orðið marxisti. Viðbrögð Göbbels voru aðeins prúðmannlegri. Þér eruð andlegur ofbeldis- maður, herra Strauss. Viðbrögð þingmanna kristi- lega flokksins við þessum orð- um Wehners, urðu fyrst þau, að þeir risu úr sætum sinum og æptu að honum, en siðan gengu þeir út til þess að leggja enn meiri áherzlu á mótmæli sin. Þegar þeir gengu aftur i þingsalinn nokkru siðar, lét talsmaður þeirra svo ummælt, að Wehn- er væri byrði fyrir þýzkt lýð- ræði. Wehner var kommúnisti fyr- ir styrjöldina, dvaldist i Svi- þjóð á striðsárunum, og varð brátt einn af helztu leiðtogum sósialdemókrata eftir styrjöldina. Hann hefur oft verið talinn hinn „sterki mað- ur” sósialdemókrata, en vegna pólitiskrar fortiðar hans hefur honum aldrei verið teflt fram sem aðalleiðtoga flokksins. Sumar heimildir fullyrða, að það hafi verið Wehner, sem hafi „byggt upp” Willy Brandt sem flokks- leiðtoga, og að það hafi einnig verið hann, sem fékk Brandt til að láta af kanslaraembætt- inu og fela það Helmut Schmidt. Margt bendir til, að Strauss og félagar hans muni i náinni framtið beina mjög spjótum sinum gegn Wehner og halda þvi fram, að hann sé dulbúinn kommúnisti og að hann sé maðurinn, sem raun- verulega stjórni sósialdemó- krötum. FRAMANGREINDUR at- burður á þinginu i Bonn, bend- ir til þess að kosningabarátt- an, sem er framundan i Vest- ur-Þýzkalandi, eigi eftir að verða mjög hörð og óvægin. Margt bendir einnig til þess, að hún eigi eftir að snúast meira um menn og málefni og þá framar öðru um Frans Josef Strauss. Eins og sakir standa, virðist Strauss ætla að sigla hraðbyri i kanslarasæti. Hann er nú langsamlega dáð- asti leiðtogi kristilegra demó- krata. Á þeim stöðum, þar sem hann kemur fram, fær hann miklu meiri aðsókn en nokkur stjórnmálamaður ann- ar. Þeir Willy Brandt og Hel- mut Schmidt hafa ekki einu sinni náð þvi að verða hálf- drættingar við hann i þeim efnum. Og nær hvarvetna þar sem Strauss sýnir sig, er hann hylltur eins og þjóðhetja. Þetta er næstum farið að minna á hina gömlu daga milli heimsstyrjaldanna, þegar nasisminn var á uppsiglingu i Þýzkaiandi. Sú spá Adenauers virðist vera að rætast, að Strauss muni ná langt, þegar hann verður búinn að hlaupa af sér hornin og kemst á full- orðinsárin. Adenauer bætti þvi við, að þetta gæti dregizt þangað til Strauss næði sex- tugsaldri. Þessi spá Adenau- ers hefur m.a. rifjazt upp nú sökum þess, að Strauss er nú rétt sextugur. En annar spádómur fylgir lika Straus eins og skugginn. Hann er á þá leið, að enginn muni geta eyði- lagt Strauss, nema hann sjálf- ur. tLúir þessu eru andstæðing- ar hans lika að biða. Vikublað- ið Spiegel hundeltir hann eins og áður. Nýlega birti það út- drátt úr ræðu, sem Strauss átti að hafa flutt á lokuðum flokks- fundi. Þar gerði Strauss nauðalitið úr helztu keppi- nautum sinum um kanslara- embættið, eða þeim Helmut Kohl og Gerhard Stoltenberg, og jafnframt hélt hann þvi fram, að kristilegir demókrat- ar ættu að lofa ástandinu að versna sem mest. Þá myndi þeim verða auðvelt að ná völdum á eftir og stjórna óslit- ið til aldamóta. Strauss hefur mótmælt þvi að hafa sagt þetta, en margir virðast trúa þvi samt, þvi að það væri ekki neitt ólikt Strauss að taka þannig til orða. ÞAÐ ER samkomulag innan kristilega flokksins, að barátt- an um það hver eigi að vera Herbert Wehner kanslaraefni flokksins i þing- kosningunum, sem fara fram i september á næsta ári, skuli ekki hefjast fyrr en að lokinni fylkiskosningunni i Nordheim- Westfalen 4. mai. Þá verður lokið öllum fylkiskosningum. sem fara fram i landinu fyrir þingkosningarnar. Leiðtogar kristilega flokksins hafa talið hyggilegt að fresta átökunum um kanslaraefnið fram yfir fylkiskosningarnar. Flest virðist nú benda til, að keppnin um kanslaraembættið verði aðallega milli þeirra Kohls og Strauss. Þriðji keppi- nauturinn, sem helzt er talað um, Stoltenberg, muni þvi að- eins koma til greina, að Strauss sjái sitt óvænna og tefli þá Stoltenberg gegn Kohl, sem er nú formaður lands- samtaka kristilegra demó- krata og hefur að ýmsu leyti sterka stöðu vegna þess. Stoltenberg er nú forsætisráð- herra i Schleswig-Holstein, en þar fara fram fylkiskosningar 13. aprii. Það myndi styrkja aðstöðu hans, ef úrslitin yrðu honum hagstæð. Helmut Kohl er forsætisráð- herra i Rheinland-Pfals, en þar var kosið til fylkisþingsins fyrra sunnudag. Kristilegir demókratar juku þar fylgi um 3.9% af atkvæðamagninu og þvkir það hafa styrkt aðstöðu Kohls. Andstæðingar hans benda hins vegar á, að þetta sé minni fylgisaukning frá sið- ustu fylkiskosningum. en varð hjá kristilegum demókrötum i Bavaria, heimafylki Strauss, á siðastl. hausti. Stuðnings- menn Kolil svara þessu þann- ig. að sé rniðað við þingkosn- ingarnar 1972, sé aukning meiri hjá Kohl en Strauss! Það er nú nokkur huggun sósialdemókrötum, sem hafa tapað i öllum kosningum að undanförnu. að keppnin milli þeirra Kohls og Strauss geti orðið svo hörð, að hún lami kristilega demókrata, hvor þeirra sem hlutskarpari verð- ur. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.