Tíminn - 08.04.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8. april 1975.
TÍMINN
9
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar
18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af-
greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i lausa-
sölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði.
V____________________________ Blaöaprenth.f. _/
Skattheimtan oa
samfélagið
Skattalækkun er orð, sem lætur vel i eyrum.
Hver og einn, sem á annað borð hefur svo miklar
tekjur, að sköttun kemur til greina, hugsar með
sjálfum sér: Þá hef ég dálitið meira en áður til
ráðstöfunar sjálfur.
En fátt er eins frá hvaða sjónarhorni sem á það
er litið og það á við um skatta eins og annað. Lág-
ir skattar hafa ei þær afleiðingar einar, að- skatt
þegarnir halda fleiri krónum eftir af tekjum sin-
um en ella. Með i kaupunum fylgir, að minna fé
verður til skipta i þær framkvæmdir, sem sam-
félaginu ber að kosta að miklu eða öllu leyti.
Lækkun skatta táknar óhjákvæmilega samdrátt
á mörgum sviðum. Hafnarbótum, vegagerð,
flugvallagerð, sjúkrahúsbyggingum, skóla-
byggingum og ótal mörgu öðru hlýtur að seinka i
réttu hlutfalli við þá skerðingu á ráðstöfunarfé
rikisins, sem af skattalækkun hlýzt, og það er
ósköp hætt við því, að sú hlið málsins eigi ekki
hylli að fagna, þegar til lengdar lætur, og sizt ef
einnig kynni að bóla á atvinnutregðu hjá þeim
stéttum, sem eiga mest undir þvi, að fram-
kvæmdum sé haldið áfram.
Þannig haldast orsök og afleiðing i hendur i
þessu efni sem öðrum, og þó að önnur hlið
málsins virðist i fljótu bragði geðfelld, þá er hin
viðsjárverð.
Það er einmitt þetta, sem Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráðherra hafði i huga,
er hann sagði undir lok ávarps sins á ráðstefnu
Sambands islenzkra sveitarfélaga á
sunnudaginn:
,,Einn er sá hugsunarháttur, sem hefur eflzt nú
um sinn og ég hef leyft mér að kalla mennta-
fjandsamlegan, samanber alkunnugt orðalag
meistara Þórbergs Þórðarsonar forðum. Hann
birtist i kröfum um lægri skatta — og einkum
beinna skatta. Sú stefna hlýtur að leiða til minni
inntekta hins opinbera og þar með minni getu til
félagslegra framkvæmda.”
Þetta er vitaskuld laukrétt ályktun. Ekkert
fæst með léttkeyptum hætti, hvorki á þessu sviði
né öðrum og hvað eina verðum við að borga þvi
verði, sem það kostar, eða verða af þvi ella. Við
lifum i þeim hluta heims, þar sem skattar eru
vissulega háir, til hvaða lands i nágrenni okkar
sem litið er. En i staðinn hafa þær þjóðir, sem
þessi lönd byggja, skapað samfélög, sem þrátt
fyrir þá vankanta, sem á þeim kunna að vera, eru
öðrum fremri að þjóðmenningu, lifskjörum og al-
mennri farsæld. Þetta hefur tekizt sökum þess,
að mikið hefur verið lagt til sameiginlegra nota
og framlög til andlegra þrifa og margvislegra
framkvæmda ekki verið við nögl skorin.
Það eru til þjóðfélög, þar sem skattar eru
harla lágir, en þegar til kemur, myndu þó
sennilega fáir vilja skipta, að athuguðu máli, á
þvi lifi, sem þar er lifað, og þvi stigi mannlegrar
sambúðar, sem Norðurlandaþjóðum til dæmis
hefur auðnazt að komast á. Og þó að menn eins og
Glistrup hafi hlotið skyndifylgi i Danmörku með
því að slá á þær nótur, sem ótvirætt má nefna
menntaf jandsamlegar, þá er það svo sannarlega
fremur viti til varnaðar en nokkur sú tizkubylgja,
sem góðri lukku getur stýrt að láta bera sig langt
af leið.
Þetta eru staðreyndir, sem menn verða að vega
i huga sér, þegar fjallað er um skerðingu þeirra
fjármuna, sem rikið fær til ráðstöfunar. og
hversu mikil hún má vera. -JH.
Spartak Beglov, APN:
Friðarþróun í heimi
sem er að breytast
Samkomulagsviðleitni eykst og sambúð
þjóða batnar
FYRIR réttum fjórum árum
staðfesti 24. flokksþing
Kommúnistaflokks Sovétrikj-
anna, sem lauk störfum 8.
april 1971, einróma þá stefnu i
alþjóðamálum, sem almennt
er þekkt undir nafninu
sovézka friðaráætlunin. Þessi
stefna, sem var mótuð i náinni
samvinnu við félaga Sovét-
rikjanna innan hins sósialiska
samfélags, og varð þess vegna
sameiginleg framkvæmda-
áætlun þeirra, markar eftir-
farandi atriðum utanrikis-
stefnunnar forgang: Að upp-
ræta uppsprettur striðs og
árása, skapa grundvöll
trausts friðar i Evrópu, berj-
ast fyrir takmörkun vigbúnað-
arkapphlaupsins og almennri
og algerri afvopnun, uppræta
leifar nýlendustefnu og kyn-
þáttamisréttis og þróa gagn-
kvæmt hagstæða samvinnu
rikja með ólikt þjóðskipulag á
grundvelli lögmála friðsam-
legra sambúðar.
Hin viðtæka „friðarsókn”,
sem sósialfsku rikin hófu,
hefur borið mjög vænlegan
árangur. Nefna má
samninga Sovétrikjanna og
Bandarikjanna, sem tákna (i
fyrsta sinn eftir rússnesku
byltinguna 1917) opinbera
viðurkenningu af hálfu
Bandarikjanna á lögmálum
friðsamlegrar sambúðar sem
eina valkostinn á móti kjarn-
orkuheimsstyrjöld við nútima
aðstæður bætta sambúð
Vestur-Þýzkalands og
nágranna þeirra i Austur-
Evrópu á Grundvelli Pólitisks
raunsæis, samkvaðningu ráð-
stefnunnar um öryggis- og
samstarfsmál I Evrópu með
þátttöku 33 Evrópu'rikja, svo
og Bandarikjanna og Kanada,
samningaviðræðurnar i Genf
og Vin um takmörkun árásar-
vopnabúnaðar og fækkun i
herjum, samkomulag viðkom-
andi rikja um að kalla saman
friðarráðstefnu um deilumál
landanna fyrir botni Miðjarð-
arhafs. — Þetta er langt frá
þvi að vera tæmandi upptaln-
ing þeirra alþjóðlegu „keðju-
verkunaráhrifa”, sem hið já-
kvæða frumkvæði friðaráætl-
unarinnar hratt af stað.
SÉRHVER róttæk breyting á
alþjóðlegum samskiptum
ákvarðast fyrirfram af ytri
skilyrðum: Breytingum á
valdajafnvægi og ákvarðandi
getu hins nýja heims — sósial-
Isku rlkjanna og landa, sem
unniðhafa sigur i þjóðfrelsis-
baráttu og striöi gegn ný-
lenduveldum — til þess að
hafa virkari áhrif en áður á
endurmótun alþjóðlegra sam-
skipta. Kjarni núverandi þró-
unar felst i hinni róttæku
endursköpun alþjóðasam-
skipta.
Alþjóöleg friðarþróun felst
ekki aðeins i þvi, að uppræta
afleiðingar kalda striðsins,
þ.e. umskiptum i sambúð
þessara tveggja óliku kerfa,
kapltalismans og sósialism-
ans, frá hernaðarlegri and-
stöðu til friðsamlegrar sam-
búöar. Hún felur sömuleiðis i
sér tryggingu gegn ihlutun
heimsvaldasinna um málefni
þjóöanna og útrýmingu afleið-
inga „valdstefnunnar” i öllum
hlutum heims.
í vestrænum skýrgreining-
um heimsstjórnmálanna
sjáum við þess oft dæmi að
franska orðið „detente” er
notað i merkingu, sem tak-
markar mjög umfang og dýpt
þeirrar þróunar, sem nú er að
eiga sór stað. Sumir vestrænir
túlkendur „dentente” ganga
jafnvel svolangt, að þeir finna
„misræmi” milli sovézkrar
stefnu friðsamlegrar sambúð-
ar og óbilandi samstöðu
Sovérrikjanna með baráttu
Arabaþjóðanna i löndunum
fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir
upprætingu afleiðinga árásar-
stefnu ísraelsmanna og
baráttu þjóða Indónesiu gegn
afleiðingum margra áratuga
langrar erlendrar ihlutunar.
Slikt mat og niðurstöður geta
aðeins stafað af ófýsi eða hæfi-
leikaskorti til að sjá samhengi
fyrirbæra i heimi, sem er að
breytast. Friðarþróunin hefði
verið öhugsandi án þess, að
Vesturveldin hyrfu frá
„valdstefnunni” gagnvart
Sovétrikjunum og öörum
sóslaliskum rikjum. Og
friðarþróunin verður þvi að-
ein raunveruleg, að „valds-
stefnan” megi sin hvergi
neins.
EITT af markmiðum friðar-
sóknar Sovétrikjanna og ann-
arra, sem aðhenni standa, var
aö efla áhrif heilbrigðrar
skynsemi á stefnu Vesturveld-
anna á öllum sviðum, að knýja
þau til að horfast i augu við
pólitiskar staðreyndir i heimi
nútimans, að sýna fram á
ósamkvæmni hættulegrar
valdbeitingar og ihlutunar um
innanrikismál annarra þjóða.
Arangur friðar frumkvæðisins
og viðleitninnar af hálfu raun-
særra stjórnmálamanna á
Vesturlöndum til þess að næta
hinu sovézka frumkvæði á
miðri leið hefur verið góður á
sumum sviðum sovézk-banda-
riskra samskipta, og i sam-
skiptum Evrópurikja, eins og
bent hefur verið á hér að
framan.
Stormar umbreytinganna
hafa stuðlað að falli einræðis-
stjórna, er þrifust á beitingu
„valdstefnu”. A þetta sérstak-
lega við um Portúgal og
Grikkland. Þetta eru einnig
afleiðingar friðarþróunarinn-
ar. Tilraunir vissra vestrænna
afla til þess að gripa til grýlu
„kommúnistahættunnar” i
sambandi við ástandið i
sunnanverðri Evrópu, hafa af-
hjúpað þá sjálfa. Af þessu
hefur það verið staðfest, að
„valdbeitingarstefnan” er
notuð af einræðisherrum og
leikbrúðum þeirra. Lýöræðis-
þróunin og endurheimt hinna
ýmsu þjóða á réttinum til að
ráða málum sinum sjálfar,
eru I andstöð við þessa stefnu.
Þróunin i Kambódiu og
Suður-Vietnam staðfestir vel
þennan sannleika. Sú stað-
reynd, að gömlu aðferðirnar
misheppnuðust, er einungis
„harmleikur” i augum þeirra
þjóba, sem hafa bundið póli-
tiskan höfuðstól sinn i
gjaldþrota kenningum.
Bandarikin lifðu raunveru-
legan harmleik er stigmögnun
Vietnamstriðsins náði há-
marki. Sú lexia, sem sumir
Bandarikjamenn lærðu þá,
hefur valdið þeim þáttaskil-
um, að afturhvarf til hins liðna
er óhugsandi. Það er opinbert
leyndarmál, að Pentagon
hefur enn ekki hafnað hug-
myndunum um „frelsandi”
eða „fyrirbyggjandi” hern-
aðaraðgerðir i sambandi við
ástandið I Indókina eða hern-
aðaraðgerðir Israelsmanna.
En þýðing og áhrif friðarþró-
unarinnar felst i þeirri staö-
reynd, að hernaðarleg ævin-
týramennska skipar þar þann
eina sess, sem henni hæfir —
utan marka alþjóðalaga og
siðgæðis.
FRIÐARÞRÓUNINNI, likt og
annarri áframhaldandi þróun,
þarf aö miða fram á við til
þess að gera að engu „hug-
} myndirnar um hiö óhugsan-
’lega”. Það er t.d. ógerningur
að hugsa sér traustan, varan-
legan frið i Evrópu einni
saman, ef ófriðarský vofa yfir
öörum heimsálfum. I ræðu
sinni iBúdapest 18. marz 1975,
nefndi Leonid Bréznéf dæmi
til þess að varpa ljósi á
kenninguna um að „friðurinn
sé ódeilanlegur”, og
skilgreindi lokatakmark
friðaráætlunarinnar þannig:
„Það er veröugt takmark
sérhverjum, sem ann þjóð
sinni og hugsar um framfarir
mannkynsins, að skapa það
andrúmsloft á jörðinni, að
hugsanlegri árásaraðilar, sem
elska vopnabrak og ævintýra-
mennsku, mæti hvarvetna
eindreginni afstöðu þjóða, —
það andrúmsloft, að friður,
öryggi og trú á friðsamlega
framtið verði æ fleiri þjóðum
hvar vegna i heiminum, sann-
ur raunveruleiki”.