Tíminn - 08.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.04.1975, Blaðsíða 6
6 TIMINN Þriöjudagur g. aprll 1975. Borgarstjóri Birgir tsleifur Gunnarsson þakkar Junior Chamber fyrir fánagjöfina. Junior Chamber hreyfingin í Reykjavík Gefur fána í skólana í Reykjavík og dreifir um allt land riti um fánann og reglur um notkun hans SJ-Reykjavik — Junior Chamber hreyfingin i Reykjavík áfhenti i gær, fimmtudag, á hádegisverð- arfundi að Hótel Loftleiðum, fána til notkunar i öllum barna- og gagnfræðaskólum i Reykjavik. Einnig hefur hreyfingin látið gera upplýsingarit um sögu fslenzka fánans og reglur um hann, sem dreift verður til allra tiu ára barna i skólum landsins í vetur og siðan næstu ár. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri veitti viðtöku gjafabréfi vegna fánanna á fimmtudaginn og fól Kristjáni Gunnarssyni fræðslustjóra um- sjón með þvi að þeim yrði vcl fyrir komið i skólunum, margir skólastjórar úr Reykjavik voru einnig viðstaddir. Hugmyndin um að gefa skólun- um i Reykjavik islenzka fánann kom fyrst upp hjá Junior Chamber Reykjavilc 1971, en ekki hafa verið til fánar í öllum skól- unum. Skriður komst á fram- kvæmd málsins 1972 og var ákveðið að afhenda fánana á þjóðhátiðarárinu 1974. Einnig var ákveðið að gefa út upplýsingarit um sögu islenzka fánans og regl- ur hans, og lét frú Auður Stefáns- son i té margvisleg gögn um is- lenzka fánann, en hún hefur unnið mikið starf i samvinnu við skáta- hreyfinguna við ' kynningu is- lenzka fánans. Skrifaði Hersteinn Pálsson ritgerð um islenzka fán- ann, sem er uppistaðan i upplýs- ingabæklingnum sem Junior Chamber Reykjavik gefur út. Fundur var haldinn með skóla- stjórunum i Reykjavik og þeim kynnt málið og lögðu þeir til að bæklingnum yrði dreift til 10 ára deilda skólanna. 10 ára börn á landinu eru nú um 4500 og voru að þessu sinni prentuð 5000 eintök af bæklingnum. Auglýsingastofan Argus sá um uppsetningu og teikningu á fánabæklingnum, sem var prentaður i Kassagerð Reykjavikur. Fánabæklingnum hefur þegar verið dreift á mörg- um stöðum. 16 Junior Chamber félög eru á landinu og sjá þau um dreifinguna, en þar sem slik félög starfa ekki verður ritið sent beint i skólana. Fánarnir og fánastengur með þeim voru keyptir i Dansk Fane- fabrik, þeir eru fyrir alllöngu komnir til landsins en voru ekki leystir úr tolli vegna þess að f jár- öflum félagsmanna gekk erfið- legar en búizt hafði verið við. Fánakaupin og útgáfa bæklings- ins kostuðu rúmlega 750.000 kr. Enn vantar 200.000 kr. til að ljúka greiðslu alls þessa verkefnis. Ný- lega fékk hreyfingin skammtima- lán til að greiða toll af fánunum áður en hann hækkaði verulega. Áður hafði þess verið farið á leit við Fjármálaráðuneytið að að- flutningsgjöld yrðu felld niður en án árangurs. Áhaldahús Reykjavikurborgar setur fánana upp i skólum Reykjavikur. Það er von félaga i Junior Chamber Reykjavik að verkefni þetta mælist vel fyrir og verði til þess að efla islenzka fánann og Bæklingur Junior Chamber virðingu hans hjá almenningi. Mun JC hreyfingin sinna þessu verkefni sinu eins og unnt er i framtiðinni, m.a. sjá um útgáfu fánabæklingsins árlega. Junior Chamber er samtök manna á aldrinum 18-40 ára, sem starfa að viðskiptum. Forseti Reykjavikurdeildarinnar er nú Jón A. Marinósson, en landsfor- seti hreyfingarinnar er Vilhjálm- ur Grimsson. Verkefni, sem hreyfingin vinnur að, eru ætið valin með það i huga að þau séu til hagsbóta fyrir viðkomandi heimabyggð. Múrarar vilja, að ekki sé dregið úr gatna- og holræsagerð AÐALFUNDUR i Múrarafélagi Reykjavikur var haldinn 24. marz sl., og var þar gerð ályktun þar sem i segir meðal annars: „Vegna hins ótrygga ástands i at- vinnumálum byggingariðnaðar- manna skorar aðalfundur Múr- arafélags Reykjavikur á borgar- og sveitarstjórnir að draga ekki úr gatna- og holræsagerð, svo út- hlutun lóða geti farið fram með eðlilegum hætti”. Fyrirboðar atvinnuleysis leyna sér ekki, segir ennfremur i álykt- uninni. Árið 1973 var úthlutað i Reykjavik einni, lóðum undir 667 ibúðir, en árið 1974 er þessi út- hlutun komin niður i 370 ibúðir. Þá skorar fundurinn á hæst- virta rikisstjórn að gera nú þegar ráðstafanir til að tryggja Hús- næðismálastofnun rikisins nægjanlegt fjármagn, svo að hægt verði að fullgera þær ibúðir, sem nú þegar eru i byggingu. í þessu sambandi má benda á, að i Reykjavik árið 1973 var fjöldi lána, sem úthlutað var úr Veð- deild Landsbanka Islands 938, — en ekki nema 547 árið 1974, eða um 42% færri lán en árið áður. Hvernig er hægt að týna bílum? GSAL-Reykjavik — Mörg eru þess dæmin, að menn hafi týnt íyklum sinum og öðrum smáhlut- um, en þess eru færri dæmi að menn týni bilum sínum! Undan- farið hefur þó mátt heyra auglýs- ingu frá rannsóknarlögreglunni, þar sem auglýst var eftir týndum bíl. Oft er auglýst eftir stolnum bflum, — en hvernig fara menn eiginlega að þvi að týna bilunum sinum ? — Eigandi bilsins var i þessu tilviki drykkjumaður og hafði skilið bilinn eftir vestur i bæ, en farið á fyllerí og gjörsamlega gleymt hvar hann hefði skilið bil- inn eftir i bænum, var okkur sagt. Sennilega hefði maðurinn alveg gleymt þvi að hann ætti bil, ef Leiðrétting í GREIN um Sigurð Eggerz sem birtist i Timanum á skirdag var meinlegur linuruglingur i ræðu, sem Siguröur flutti um Þórberg Þórðarson. Birtist þvi sá hluti greinarinnar aftur: Að þvi er snertir Þórberg Þórð- arson, þykir mjer leitt, að stjórn- in skuli hafa kipt burt af fjárlög- unum styrknum til hans. Jeg held, að það hafi ekki verið rjett, þvi að maðurinn hefir sýnt mik- inn áhuga i að safna orðum úr al- þýðumáli. Hann hefir haft aðstoð- armenn úti um allar sveitir til þess að safna orðum. Hefir hann svo sett þetta i kerfi. Að þessu hlýtur að verða mikið gagn, þvi að hann hefir náð ýmsum orðum, sem annars hefðu glatast. Jeg skal játa, að jeg hefi veitt manni þessum litla eftirtekt. En nú nýlega hefir hann skrifað bók, sem heitir: „Brjef til Láru”. Þó jeg sje vitanlega ekki samdóma i maðurinn sem seldi honum bilinn á sinum tima, hefði ekki verið farinn að lengja eftir greiðslum varðandi kaupin. Seljandi bilsins hafðiað lokum upp á kaupandan- um, sem þá hafði gjörsamlega gleymt þvi hvar hann hefði skilið bilinn eftir. Rannsóknarlögreglan auglýsti siðaneftir týnda bilnum, og hann kom i leitirnar stuttu siðar. Þess má geta að. kaupin á bilnum gengu til baka. — Það kemur stundum fyrir að menn týna bilunum sinumsvona sjálfir, ef þeir „detta illilega i það” og gleyma þvi, hvar þeir skildu við bilinn, sagði rannsókn- arlögreglumaður er við töluðum við. honum um ýmislegt, sem er i bókinni, sýnir hún eigi að siður, að maðurinn er hreinn andans af- burðamaður. Hann minnir mig á suma stóra rithöfunda frakk- neska. Jeg er þvi sannfærður um, að Þórbergur er einn af þeim mönnum þjóðarinnar, sem hvað mest má búast við af sem rit- höfundi. — Og jeg legg enn áherslu á, að jeg dæmi hann hjer eingöngu sem listamann. Þetta meðal annars styður að þvi, að jeg vil ekki kippa styrkn- um af þessum fátæka manni, sem á mjög örðugt uppdráttar. Jeg hefi tekið þetta fram hjer, af þvi að blöðin hafa svo vendilega þagað um þessa bók, að þau hafa vart getið hennar. En jeg trúi ekki, að lengi verði hægt að þegja, þvi að höfundurinn er alt of mikill andans maður til þess. Að siðustu vil jeg gera það að tillögu minni, að máli þessu verði visað til stjórnarinnar, og hún láti sjerfræðinga athuga það og leggi svo skýrslu um rannsóknina fyrir næsta þing. Félag einstæðra foreldra stofnað á Isafirði 1 BYRJUN marzmánaðar var haldinn stofnfundur Félags ein- stæðra foreldra á ísafirði. Tuttugu og fimm manns mættu á stofnfundi og var stjórn félagsins kosin og skipa hana: Bára Guð- mundsdóttir, formaður, Guðbjörg Arnadóttir, varaformaður og meðstjórnendur Þyri Simonar- dóttir, Sesselja Ingólfsdóttir og Bjarndis Friðriksdóttir. Félagið mun starfa i tengslum og eftir sömu starfsreglum og Félag ein- stæðra foreldra á Reykjavikur- svæðinu, svo og Suðurnesjadeild FEF. Tilgangur þess er að vinna að hagsmunamálum einstæðra mæðra og feöra með það fyrir augum, að réttur og aðstaöa barna þeirra sé ekki fyrir borð borinn, gagnvart stjórnvöldum og öðrum, sem um þau mál fjalla og á allan hátt að bæta uppeldisað- stöðu þeirra barna, sem ekki njóta samvista við báða foreldra, eins og segir i lögum félagsins. Fram kom á fundinum, hversu mikil þörf er fyrir barnaheimili á Isafirði og mun helzta baráttumál félagsins nú verða að fá bætt úr þvi ófremdarástandi, sem er á þeim málum i bæjarfélaginu. Félagar geta orðið einstæðir foreldrar sem hafa forræði barna sinna og sömuleiðis verður leitað eftir þvi að safna styrktarfélög- um, enda hefur mikill velvilji og áhugi verið á félagsstofnun þess- ari á Isafirði. Einstæðir foreldrar i nærliggjandi byggðarlögum við Isafjörð eiga og rétt til aðildar að félaginu. JÓHANNES JÓHANNESSON heldur málverkasýningu á „loftinu”, Skólavöröustig 4, í húsi þvi er Helgi Einarsson, glerverzlunarmaöur er meö verzlun sina. Jóhannes sýnir 28 vatnslitamyndir, sem hann hefur gert I frlstundum slnum I skammdeginu I vetur. Sýning Jóhannesar stendur yfir I tvær vikur og er opin almenningi á venjulegum verzlunartlma, 9—6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.