Tíminn - 08.04.1975, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Þriðjudagur 8. apríl 1975,
Þriðjudagur 8. aprll 1975.
TÍMINN
11
m
Afgreiðsla og farmiöasala Loftleiða og Air Bahama I Luxemburg.
Einar Aakran, forstjóri Loftleiöa og Air Bahama ILuxemburg.
Einar hefur verið „með frá byrjun” þvi að hann kom til Lux til þess
aðstofna Loftleiðaskrifstofuna þar fyrir 20árum.
Hvitar og þelþökkar flugfreyjur hjá Air Bahama . Innfæddar stúlkur hafa nú alveg tekið við flugfreyjustörfum hjá Air Bahama.
ANNARHVOR FARÞEGI, SEM FER
UM FLUGVÖLLINN í LUXEMBURG,
ER FRÁ FLUGLEIÐUM
Flugstarfsemi Loft-
leiða, og nú Flugleiða —
á Luxemburgarflugvelli
eru öllum Islendingum
kunn, — þaðan er lagt
upp i meginhlutann af
Atlantshafsflugi félags-
ins og þar er endastöð
langleiðaþotanna, sem
koma vestan frá New
York og Keflavik og frá
Bahamaeyjum.
Það dylst engum, sem
kynnir sér starfsemi
flugleiða i Luxemburg,
að þar er unnið öflugt
starf. Þúsundir — og
hundruð þúsunda far-
þega fara með vélum
Loftleiða og Air Bahama
i viku hverri. Við hittum
á dögunum að máli Ein-
ar Aakran , forstjóra
Loftleiða og Air Bahiam-
as i Luxemburg, en Ein-
ar er jafnframt ræðis-
maður Islands i Luxem-
burg. Skrifstofa hans er
i Alfa-building, Place de
la Gare, sem er rétt við
járnbrautarstöðina i
Luxemburg.
Til Luxemburgar fyrir
20 árum fyrir Loftleiðir
Einar Aakran kom til starfa hjá
Loftleiðum I Noregi á sinum tima,
Jónas Guömundsson, rithöf-
undur og blaöamaöur við Tlm-
ann,fór nýlega I kynnisferö til
Austurianda I boði Flugleiða
og Cargolux. Mun hann á
næstunni rita nokkrar greinar
um ferðalagið og þau lönd er
heimsótt voru og birtist sú
fyrsta i blaðinu I dag og fjallar
hún um flugstarfsemi tslend-
inga I Luxemburg, en þaðan
var lagt upp I ferðina tii Aust-
urlanda. Rætt er við Einar
Aakran, forstjóra Loftleiða og
Air Bahama I Luxemburg, en
Einar er islenzkur ræðismað-
ur þar I iandi.
enda er hann norskur að ætt, en
hafði áður unnið hjá Pan Am-
flugfélaginu og Braathen-flugfé -
laginu. Einar Aakran var I hópi
þeirra er settu á laggirnar um-
boðsskrifstofu Loftleiða í Luxem-
burg. Hefur hann alla tið siðan
veitt skrifstofunni þar forstöðu af
alkunnum dugnaði og við spurð-
um hann fyrst, hvenær Loftleiðir
byrjuðu starfsemina I Luxem-
burg.
— Loftleiðir opnuðu skrifstofu
og hófu reglubundið flug til og frá
Luxemburg 1. mai árið 1955, og
eru þvi senn liðin 20 ár siðan
skrifstofan var opnuö. 1 fyrstu
var þetta fremur smátt i sniðum,
en fór slðan ört vaxandi, eins og
flestir vita, og i mai árið 1969 tóku
Loftleiðir við rekstri Air Bahama;
sem einnig flýgur yfir Atlants-
hafið og lendir á Bahamaeyjum,
skammt undan strönd Florida
i Bandarikjunum.
Air Bahama
— Hversu oft fljúga Air Ba-
hama á þessari flugleiö?
— Ef litið er til baka yfir þau
sex ár, sem liðin eru siðan Air Ba-
hama komst I eigu Loftleiða, þá
hefur orðið umtalsverð aukning á
farþegafjöldanum á þessari flug-
leið. Air Bahama hóf flug á þess-
ari leið 19. jiili árið 1968 og flutti
250 íslendingar búa íLux
og vinna að flugrekstri
Rætt við Einar Aakran framkvæmdastjóra
Loftleiða og Air Bahamas í Luxemburg
10.251 farþega það ár. Fyrsta ár
okkar, eða 1969,urðu farþegarnir
38.241 og árið 1970 komust þeir yf-
ir 80.000.
Siðan stendur þetta nokkuð i
stað, og á seinasta ári voru far-
þegar 84.416. Það kemur þvi i
þetta viss stöðnun, eins og reynd-
ar I flest annað flug á alþjóðaflug-
leiöum.
A vetrum fljúgum viö þrisvar I
viku, en á sumrin munum við
fljúga fjórum sinnum I viku.
Þetta er nokkur fækkun, þvi áður
höfðum viö sex ferðir á viku yfir
sumarið.
— Hvers vegna er ferðunum
fækkað?
— Þvi veldur fyrst og fremst
hærra verö á eldsneyti og á öllum
rekstrargjöldum flugvéla. Þetta
er ekki einskorðað við Air Ba-
hama, heldur á við öll flugfélög.
Með hliösjón af þvi, aö farþegum
fjölgaði ekki á þessari flugleið
1973 og 1974, þá er gripið til þess
ráðs aö reyna að auka sæta-
nýtinguna og þar með hag-
kvæmni i fluginu. Að visu er
spáö aukningu i Atlantshafsflugi
á árinu 1975, sumir telja hana
geta orðið allt að 10% og munum
við þá bæta inn aukaferðum, ef
nauðsynlegt reynist.
Hverjir fljúga með Air
Bahama?
— Hverskonar farþegar eru
það, sem ferðast meö Air Ba-
hama? Hverra erinda fara þeir
yfir hafið?
— Flestir eru þetta skemmti-
ferðamenn, sem eru á leiðinni I
leyfi til Bahamaeyja, þar sem
loftslag er ákaflega milt. Enn-
fremur eru margir þeirra að fara
i leyfi til staða I Karabiska hafinu
og til Bandarfkjanna. Flug okkar
er i beinum tengslum við flug til
Miami i Florida, en þangaö er
stutt frá Bahamaeyjum. Siðan
opnast flugleiðir um alla Suður-
og Mið-Ameriku.
— Þá er mikill hluti farþeganna
fólk, sem er á leiðinni til Suður-
rikja Bandaríkjanna, til Mexikó
og Suður-Ameriku. Þessir far-
þegar halda áfram með öðrum
félögum. Vélar okkar lenda
klukkan hálfsjö um kvöld og þá
geta farþegarnir flogið áfram
með EASTERN AIRLINES, eða
Bahama's Air, sem halda uppi
reglubundnu flugi á þessari leið,
eða til Miami, en við höfum mjög
náið samstarf við hið siðar-
nefnda.
Gerast Bahamabúar
hluthafar i Air Bahama?
— Nú hafa Bahamaeyjar hlotið
sjálfstæði. Er flugreksturinn i
nokkurri hættu vegna breytinga á
stjórnmálasviðinu?
— Þvi er ekki að leyna að ný
viðhorf hafa komið upp. Það hef-
ur komið til tals, að Ibúar Ba-
hamaeyja fengju einhvers konar
aðild að Air Bahama. Þessi mál
eru i athugun hjá stjórnvöldum
þar vestra. Um það gæti orðið að
ræða, að Bahamabúar tækju
alveg við þessum rekstri, en lik-
legra er þó að þeir fái hlutdeild i
honum. Liklegast er samt að
Loftleiðir veröi áfram rekstrar-
aðili þessa félags og stór hluthafi I
félaginu, ásamt Bahamabúum.
Þessi mál eru sem sagt i athugun
núna.
Annar hver farþegi, sem
fer um flugvöllinn i Lux-
emburg, er frá Flugleið-
um
— Það kemur fram i skýrslum.
að farþegar Air Bahama um Lux-
emburg voru 84.500 árið 1974.
Hvað fóru margir farþegar um
flugvöllinn hér I Lux á vegum
Loftleiða?
— A siðasta ári (1974) fóru
226.000 Loftleiðafarþegar um
flugvöllinn i Luxemburg, en árið
1973 um 238.500 farþegar. Alls
fóru þvi um 310 þúsund farþegar á
vegum Flugleiða um þennan flug-
völl á siðasta ári. Það er að segja,
að um 50% farþega þeirra er
fara um Luxemburgarflugvöll
eru á vegum Flugleiða. Annar
hver farþegi, sem fer um þessa
flugstöð,er þvi á okkar vegum.
— Hvernig er aðstaða fyrir
flugfarþega i Luxemburg?
— Hún er góð. Flugvöllurinn
hefurbúið viðstöðuga, markvissa
aukningu á farþegafjölda. Fyrir
20 árum fóru um völlinn 10.502
farþegar. Tiu árum siðar, eða
1965,voru farþegarnir 214.189 og
núna ættu þeir að geta nálgast 700
þúsund á ári.
Innan skamms verður tekin i
notkun ný flugstöðvarbygging,
sem er að mestu fullgerð,og þá
batna aðstæður verulega. Enn-
fremur hafa ný hótel verið reist i
námunda við flugvöllinn.
Erfið ár i Lux fyrir
tveim áratugum
— Svo vikið sé að starfsemi
Loftleiða fyrr á árum hér I Lux-
emburg, þá hefur oröið á mikil
breyting ekki satt?
— Jú, þá var flogið einu sinni I
viku yfir sumarmánuðina. Það
var á sunnudögum. Þá kom DC 4
vél frá Hamborg og hafði hér
viðdvöl á leið sinni til Reykjavik-
ur og New York.
Fyrsta árið (1955) flugum við
frá 22. mai til ársloka og fluttum
922 farþega. Næsta ár,1956,flugum
við allt árið með sama hætti og
farþegar urðu aðeins 912. Arið
1957 var flogið frá 1. april til 1.
október og farþegar urðu 918 tals
ins. Þetta var þvi fremur dapur-
legt. Næsta ár (1958) var ekkert
flogið hingað, en yfir sumarmán-
uðina árin 1959 og ’60. Farþegar
urðu 994 fyrra árið en aðeins 597,
það siöara.
Arið 1961 kemst loks skriður á
þetta flug. Þá var flogið frá 1.
april til ársloka og farþegarnir
urðu 8.647. Næsta ár á eftir var
flogið allt árið og farþegatalan
komst I 30.659. Arið 1966 komst
farþegatalan -yfir 100.000 og árið
1970 yfir 200.000 — og eins og áður
sagöi, þá eru Flugleiðafarþegar
komnir á fjórða hundrað þúsund,
þeir er um flugvöllinn i Luxem-
burg fara.
Olíukreppan og flugið
— Segja má þó, að nokkur kyrr-
staða hafi komið i þetta siðustu
árin, eins og i allt millilandaflug,
en við teljum að nú séum við
komnir yfir þann vanda. Við
höfum búið við stöðugar verð-
hækkanir á flugleiðum. Oft marg-
ar á hverju ári. Tilkostnaður hef-
ur aukizt og ár verðhækkana eru
ekki likleg til þess að skila aukn-
um farþegafjölda. A seinasta ári
hækkuðu fargjöldin fjórum sinn-
um vegna oliukreppunnar og það
segir til sin meðal almennings, og
þá ekki sizt okkar farþega.
— Svo vikið sé aftur að Air Ba-
hama. Hver var ástæðan fyrir þvi
að Loftleiðir keyptu þennan
rekstur? Var það til þess að losna
við nýjan keppinaut, eða til þess
að reka öflugt flugfélag?
— Astæðurnar voru einkum
tvær. Air Bahama hlutu að skerða
okkar markað, ná til sin farþeg-
um til suðurrikja Bandarikjanna,
sem áður fóru meö Loftleiðavél-
um um New York. Ennfremur
hlutu allir að sjá, að með þvi að
kaupa þennan flugrekstur gátu
Loftleiðir aukið umsvif sin veru-
lega. Enda hefur það lika komið á
daginn þvi að farþegagjöldinn
hefur tvöfaldazt á fimm árum.
Þar við bætist, að flugreksturinn
verður auðveldari með þessum
hætti.
Það er hæpið að Flugleiðir
hefðu getað selt miða á þetta
svæði, jafnvel þótt Air Bahama
hefði ekki komiö til sögunnar.
Náin samvinna Loft-
leiða og Air Bahama
— Er náin samvinna um flug-
rekstur milli Air Bahama og Loft-
leiða?
— Jáj flugáætlanir eru gerðar
fyrirbæðifélöginiReykjavik. Við
höfum flugrekstrardeildir i
Miami I Luxemburg og Reykja-
vik, en það er Reykjavik, sem
ræður endanlega. Þess vegna er
gripið til flugvéla hvað svo sem
stendur á stélinu á þeim, ef það
getur oröiö til þess að leiðrétta
flugáætlun félaganna. Þess vegna
er það ekki óalgengt t.d. á vetrum
að sjá Air Bahama vél á Kefla-
vlkurflugvelli og Loftleiðavél
niðri á Bahama. Viðhald og
eftirlit fer svo fram hjá CARGO-
LUX I Luxemburg.
— Nú ert þú Islenzkur konsúll I
Luxemburg,er það ekki?
— Jú,ég var gerður að konsúl
hér árið 1963, eða að vararæðis-
manni, og árið 1968 að aðalræðis-
manni.
islenzka nýlendan i Lux
— Hversu margir tsiendingar
eru búsettir I Luxemburg núna?
— Ég hygg að islenzka nýlend-
an i Luxemburg telji um 250
manns. Þetta er breytilegt frá
degi til dags, en mun láta nærri.
Þá eru konur og börn meðtalin.
Þetta er þvi talsvert fjölmennt
þjóöarbrot i ekki stærra landi.
Þessar fjölskyldur eru svo til all-
ar 1 landinu vegna starfsemi Loft-
leiöa, Air Bahama og Cargolux.
— Hvernig gengur tslcndingun-
um að aðlaga sig aðstæðum hér?
— í flestum tilfellum gengur
þeim mjög vel og likar vel að búa
hérna. Þetta er yfirleitt ungt fólk,
og það aðlagar sig aðstæðunum
fljótt og vel. Það hlýtur þó að taka
nokkurn tima að venjast að-
stæðum hér, þvi að auövitað er
margt hér I landi með öðrum
hætti en á Islandi. Ég minnist
þess, þegar ég kom hingað frá
Noregi fyrir tveim áratugum, þá
tók það mig nokkur ár að kynnast
landinu og venjast aðstæðum hér.
Vinir okkar frá Islandi, sem
setjast að hér, taka sig oft
upp eftir eitt til tvö ár, þar sem
þeir telja sig ekki geta fest hér
rætur. Þeir fara þá heim og aörir
koma i þeirra stað. Þetta eru þó
einkum þeir eldri, sem ekki festa
hér rætur.
Nú, vandamál eru ekki mikil
hér, sem ræðismaður er kvaddur
til að leysá, það er svo að segja
alger undantekning, að ég sé
kvaddur til.
Loftleiðaflugið lyfti-
stöng fyrir flugvöllinn i
Lux.
— Starfsemi islendinga í flug-
málum Luxemburgar er mikil.
Eru islendingar vel séðir I Lux-
emburg?
— Það er ekki minnsti vafi á
þvl, að flug Loftleiða,og siöar Air
Bahama og Cargolux, hefur orðið
lyftistöng fyrir flugvöllinn i Lux-
emburg. Það kom fram hér að
framan, aö annarhver farþegi,
sem um þennan flugvöll fer, er á
vegum Islenzkra aðila, og mikið
vörumagn fer um völlinn á
vegum Cargolux, sem er félag
Flugleiða með erlendum aðilum.
Þetta vita allir hér og það er
metið. Luxemburgarar eru
frjálslyndir gagnvart útlending-
um. Hér hafa ýms fjölþjóðleg fyr-
irtæki aðsetur og verksmiöjur.
Þessu fylgir sægur af útlending-
um og ég held að þjóðin sé for-
dómalaus með öllu gagnvart
þessu erlenda vinnuafli.
— Hvað varðar Islendinga sér-
staklega, þá hafa tveggja áratuga
kynni vegna flugmála skapað
gagnkvæma viröingu og vináttu
milli þessara tveggja þjóða, sagði
Einar Aakran forstjóri Loftleiða
i Luxemburg að lokum.
m
m
II
I
DC-4 „Fjarkinn” kom einu sinni I viku, á sunnudagskvöldum, til Luxemburgar og tók farþega. Vélin
kom frá Hamborg og um 1000 farþegar á ári voru fluttir fyrstu árin. Það voru dapurlegir dagar, og eitt
árið féll flugið til Lux alveg niður.
Loftleiðaþota lendir á Keflavlkurflugveili með fullfermi af farþegum frá Luxemburg. Daglegar feröir
eru nú —og aukaferðir á stundum — milli Keflavikur og Luxemburgar.
DC-8 þota AIR BAHAMA hefur sig til flugs frá flugvellinum I Luxemburg. Um 80.000 farþegar fara um
Luxemburgarflugvöll á ári vegna þessarar flugleiðar til Bahama-eyja.