Tíminn - 08.04.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.04.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 8. aprll 1975. Afgreiösla og farmiöasala Loftleiöa og Air Bahama I Luxemburg Einar Aakran, forstjóri Loftleiöa og Air Bahama ILuxemburg. Einar hefur verið „meö frá byrjun" þvi að hann kom til Lux til þess aðstofna Loftleiðaskrifstofuna þar fyrir 20árum. ANNARHVOR FARÞEGI, SEM FER UM FLUGVÖLUNN í LUXEMBURG, ER FRÁ FLUGLEIÐUM Flugstarfsemi Loft- leiða, og nú Flugleiða — á Luxemburgarflugvelli eru öllum Islendingum kunn, — þaðan er lagt upp i meginhlutann af Atlantshafsflugi félags- ins og þar er endastöð langleiðaþotanna, sem koma vestan frá New York og Keflavik og frá Bahamaeyjum. Það dylst engum, sem kynnir sér starfsemi flugleiða i Luxemburg, að þar er unnið öflugt starf. Þúsundir — og hundruð þúsunda far- þega fara með vélum Lof tleiða og Air Bahama i viku hverri. Við hittum á dögunum að máli Ein- ar Aakran , forstjóra Loftleiða og Air Baham- as i Luxemburg, en Ein- ar er jafnframt ræðis- maður Islands i Luxem- burg. Skrifstofa hans er i Alfa-building, Place de la Gare, sem er rétt við járnbrautarstöðina i Luxemburg. Til Luxemburgar fyrir 20 árum fyrir Loftleiðir Einar Aakran kom til starfa hjá Loftleiðum I Noregi á sinum tima, Jónas Guðmundsson, rithöf- undur og blaðamaður við Tlm- ann, í'ór nýlega I kynnisferð til Austurlanda I boði Flugleiða og Cargolux. Mun hann á næstunni rita nokkrar greinar um ferðalagið og þau lönd er heimsótt voru og birtist sú fyrsta I blaðinu I dag og fjallar hún um flugstarfsemi tslend- inga I Luxemburg, en þaðan var lagt upp I ferðina til Aust- urlanda. Rætt er við Einar Aakran, forstjóra Loftleiða og Air Bahama I Luxemburg, en Einar er Islenzkur ræðismað- ur þar I landi. enda er hann norskur að ætt, en hafði áður unnið hjá Pan Am- flugfélaginu og Braathen-flugfé - laginu. Einar Aakran var I hópi þeirra er settu á laggirnar um- boðsskrifstofu Loftleiða i Luxem- burg. Hefur hann alla tið siðan veitt skrifstofunni þar forstöðu af alkunnum dugnaði og við spurð- um hann fyrst, hvenær Loftleiðir byrjuðu starfsemina i Luxem- burg. — Loftleiðir opnuðu skrifstofu og hófu reglubundið flug til og frá Luxemburg 1. mal árið 1955, og eru þvl senn liðin 20 ár siðan skrifstofan var opnuð. 1 fyrstu var þetta fremur smátt I sniðum, en fór slðan ört vaxandi, eins og flestir vita, og I mai árið 1969 tóku Lof tleiðir við rekstri Air Bahama," sem einnig flýgur yfir Atlants- hafið og lendir á Bahamaeyjum, skammt undan strönd Florida i Bandarlkjunum. Air Bahama — Hversu oft fljiiga Air Ba- hama á þessari flugleið? — Ef litið er til baka yfir þau sex ár, sem liðin eru siðan Air Ba- hama komst í eigu Loftleiða, þá hefur orðið umtalsverð aukning á farþegafjöldanum á þessari flug- leið. Air Bahama hóf flug á þess- ari leið 19. júlt árið 1968 og flutti 250 íslendingar búa í Lux og vinna að flugrekstri Rætt við Einar Aakran framkvæmdastjóra Lohieiða og Aír Bahamos í Luxemburg 10.251 farþega það ár. Fyrsta ár okkar, eða 1969,urðu farþegarnir 38.241 og árið 1970 komust þeir yf- ir 80.000. Síðan stendur þetta nokkuð I stað, og á seinasta ári voru far- þegar 84.416. Það kemur þvi I þetta viss stöðnun, eins og reynd- ar I flest annað flug á alþjóðaflug- leiðum. A vetrum fljúgum við þrisvar I viku, en á sumrin munum við fljuga fjórum sinnum i viku. Þetta er nokkur fækkun, þvl áður höfðum við sex ferðir á viku yfir sumarið. — Hvers vegna er ferðunum fækkað? — Þvi veldur fyrst og fremst hærra verð á eldsneyti og á öllum rekstrargjöldum flugvéla. Þetta er ekki einskorðað við Air Ba- hama, heldur á við öll flugfélög. Með hliðsjón af þvi, að farþegum fjölgaði ekki á þessari flugleið 1973 og 1974, þá er gripið til þess ráðs að reyna að auka sæta- nýtinguna og þar með hag- kvæmni I fluginu. Að vlsu er spáð aukningu I Atlantshafsflugi á árinu 1975, sumir telja hana geta orðið allt að 10% og munum við þá bæta inn aukaferðum, ef nauösynlegt reynist. Hverjir fljúga með Air Bahama? — Hverskonar farþegar eru það, sem ferðast með Air Ba- hama? Hverra erinda fara þeir yfir hafið? — Flestir eru þetta skemmti- ferðamenn, sem eru á leiðinni i ^SSifiK.. .... ***T**«8SííSBKStí DC-4 „Fjarkinn" kom einu sinni I viku, á sunnudagskvöldum, til Luxemburgar og tók farþega. Vélin kom frá Hamborg og um 1000 farþegar á ári voru fluttir fyrstu árin. Það voru dapurlegir dagar, og eitt árið féll flugið til Lux alveg niður. Loftleiðaþota lendir á Keflavlkurflugvelli með fullfermi af farþegum frá Luxembu eru nú —og aukaferðir á stundum — milli Keflavtkur og Luxemburgar. :•:<•:•:•:•:•>:•:•:•:•:«.:•:•:•:.:.:.:.:.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.