Tíminn - 08.04.1975, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Þriðjudagur 8. april 1975.
Þegar Gústaf kom loks heim, sá Katrín sér til undrun-
ar, að augu hans voru rauð og þrútin eins og hann hefði
grátið.
Gústaf lét dót sitt niður í gamla pokann sinn og bjóst til
brottferðar. Hann ætlaði að róa yfir f jörðinn til Bómar-
sunds.
,,Vertu sæll, mamma," sagði hann og rétti henni
höndina.
,, Vertu sæll, Gústaf. Nú sé ég þig aldrei f ramar í þessu
lífi".
,,0, hvaða fjarstæða".
„Það er engin f jarstæða. En hvernig, sem allt veltist,
þá gleymdu ekki guði, Gústaf minn. Ég vona, að hann
verndi þig og varðveiti, sú ósk er það eina, sem ég get
gefið þér að skilnaði".
,,Þú hefur gefið mér ótal margt. Hugsaðu nú bara
nógu vel um sjálfa þig. Ég skal senda ykkur heim það,
sem ég get".
„Getur þú ekki ráðið þig á smáskip á sumrin og verið
heima á vetrum, Gústaf ? Það er svo leiðinlegt, þegar þú
kemur aldrei heim".
„Hvað gerir þaðtil, þóaðég komi ekki heim? Þú hefur
þó Einar og Sögu".
„Það er ekki þú. Festir þú ekki orðið yndi heima?"
„Ég á heima á sjónum".
„Gústaf!"
„ Já".
„ Ég veit, að ég hef of t verið stúrin og skapstygg í sum-
ar. Maður á erfitt með að venja sig af gömlum og rót-
grónum löstum. Nú bið ég þig fyrirgefningar, og
gleymdu því, sem ég kann að haf a sagt í bræði".
„Ég hef ekkert að fyrirgefa. Þú hefðir að ósekju getað
rekið fylliraft eins og mig á dyr".
„Nei, Gústaf. Og mundu það, að meðan ég lifi, er
heimili þitt hér. Hér standa þér opnar dyr, hvað sem í
kann að skerast".
„Þakka þér fyrir. — Vertu sæl".
„Vertu sæll. Guð varðveiti þig!"
Þau hörkuðu bæði af sér, þótt það veittist erf itt. Úti á
hlaðinu slengdi Gústaf pokanum yfir öxl sér og veifaði í
áttina til litlu glugganna. Síðan gekk hann biístrandi nið-
ur ásinn. Katrín stóð við gluggann og horfði á eftir hon-
um, unz hann hvarf.
Hann var svo nauðalikur Jóhanni, — dálítið slyttisleg-
ur og reikull í spori og þegar orðinn ofurlítið lotinn.
Ósegjanleg angurværð fyllti hug Katrínar. Henni fannst
sem árin rynnu til baka og hún sjálf væri orðin ung kona,
sem stæði þarna við gluggakistuna, nýbúin að kveðja
mann sinn. Að kveðja, — að heilsast og kveðja, það er
lifsins saga. Nú var hún enn að kveðja einn ástvininn síð-
asta sinn. Þau höfðu bæði vitað það, móðir og sonur, að
nú var Gústaf að kveðja Þórsey fyrir f ullt og allt.
Þau Einar og Saga voru gefin saman vorið eftir, áður
en siglingar hófust. Þau settust að í Sögubóli. En Einar
hafði fengið ný húsgögn í sum herbergjanna, málað hús-
ið og keypt dálitla landspildu og stækkað garðinn.
Greta litla fluttist nú alveg í Söguból. Einar ættleiddi
hana svo að hún varð svo að segja raunveruleg dóttir
þeirra Sögu og gat farið að kalla þau pabba og mömmu.
Einar var nú á bezta skeiði manndómsáranna. Hann
var í miklum uppgangi, fékk betra og betra skip á hverju
vori og hafði sjálfur keypt hluti í nýjum útgerðarfyrir-
tækjum. Festulegur munnur hans og breiðar og sterkleg-
ar herðar vitnuðu um, að hann ætlaði ekki að láta það
ganga sér úr greipum, sem hann hafði áunnið. Og bláu
augun Ijómuðuaf þeirri hamingju, sem honum hafði svo
óvænt fallið í skaut.
En Katrín hugsaði löngum um yngsta son sinn, sem nú
hraktist friðlaus um veraldarhöfin. Hana var farið að
gruna, að hann hefði blekkt þau öll, jafnvel hana. Allt
hansgort hafði ekki verið annað en uppgerð, lítilsvirðing
hans á Sögu og tómlæti hans um Gretu litlu hafði aðeins
verið yfirvarp til þess að dylja aðrar tilfinningar. Hann
hafði fórnað heimili sínu, góðu áliti og trausti vanda-
manna sinna, til þess að ekkert ský skyldi bletta ham-
ingjuhimin ungu hjónanna i Sögubóli.
Jóhann kemur
Vorið eftir fæddist Sögu barn. Það var drengur. Hann
var skírður Hermann.
. Katrín gerði sértíðar ferðir að Sögubóli og lét sér mjög
anntum sonarson sinn. En henni fannstalltaf hálfvegis,
að hún væri aðeins gestur á heimili sonar síns og tengda-
dóttur. Þau voru komin á þjóðfélagsstig, sem var henni
óskylt, og andrúmsloftið þar var henni óviðfelldið. Saga
var ekki aðeins Saga, hún var líka kapteinsfrú, sem
hafði vinnufólki á að skipa til allra óþrif legra og erf iðra
verka. Og það var lesið og skrifað og talað um hluti, sem
var langt utan við skilning gömlu konunnar. Litla
snáðann átti að ala upp eftir einhverri bók, samkvæmt
nýjustu aðferðum. Og Katrín botnaði ekki í, hvernig
þessi unga móðir, sem verið hafði svo eftirlát við Gretu,
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K°
U
B
B
U
R
ÞRIÐJUDAGUR
8. april
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Guðrún Jónsdöttir les
„Ævintýri bókstafanna”
eftir Astrid Skaftfells (7).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Fiskispjallkl. 10.05:
Ásgeir Jakobsson flytur.
,,Hin gömlu kynni” kl.
10.25: Valborg Bentsdóttir
sér um þátt með frásögum
og tónlist frá liðnum árum.
Illjómplötusafnið kl. 11.00:
Endurt. þáttur Gunnars
Guðmundss.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 1 tilefni kvennaárs.
Björg Einarsdóttir flytur
erindi um jafnréttismál.
15.00 Miðdegistónleikar: ts-
lenzk tónlist.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Litii barnatiminn.
17.00 Lagið mitt.
17.30 Framburðarkennsla I
spænsku og þýzku.
17.50 Tónlejkar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 „Saga íslands”. Gunnar
Stefánsson dagskrárstjóri
les úr öðru bindi verksins,
sem samið er að tilhlutan
þjóðhátiöarnefndar.
20.00 Lög unga fólksins.
20.50 Frá ýmsum hliðum.
21.20 Tónlistarþáttur I umsjá
Jóns Ásgeirssonar.
21.50 Tónleikakynning. Gunn-
ar Guðmundsson segir frá
tónleikum Sinfónluhljóm-
sveitar tslands i vikunni.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Tyrkjaránið” eftir Jón
Helgason.Höfundur les (3).
22.35 Harmonikulög. Jo
Basile leikur.
23.00 A hljóðbergi. „Og fjallið
tók jóðsótt....”: Boris Kar-
loff les kafla úr dæmisögum
Esóps.
23.25 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
Þriðjudagur
8. apríl 1975.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.35 Helen — nútimakona.
Bresk framhaldsmynd. 7.
þáttur. Þýðandi Jón O.
Edwald. Efni 6. þáttar:
Caroline, vinkona Helenar
frá háskólaárunum, kemur i
heimsókn. Hún hefur um
nokkurra ára skeið staðið i
ástasambandi við kvæntan
mann i Lundúnum, en nú er
hún ófrisk, og getur ekki
gert upp við sig, hvernig
bregðast skuli við slikum
vanda. Helen ræður henni
eindregið frá að láta eyða
fóstrinu, og býður henni að
búa hjá sér fyrst um sinn,
enda geti þær báðar haft
hag af sliku sambýli. Caro-
line lætur sannfærast og
heldur heim á leið ákveðin i
að koma aftur og þiggja
boðið.
21.30 Linan. Stutt, itölsk
teiknimynd án orða.
21.40 Ghardia — Undrið i eyði-
mörkinni. Dönsk heimilda-
mynd um litið en blómlegt
þorp i Sahara-eyðimörkinni.
Þýðandi og þulur Guðrún
Jörundsdóttir. (Nordvisi-
on—Danska sjónvarpið).
22.10 Heimshorn. Frétta-
skýringaþáttur. Umsjónar-
maður Jón Hákon Magnús-
son.
22.40 Dagskrálok.