Tíminn - 09.04.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.04.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 9. april 1975. TÍMINN 13 Vilja höfn í Þykkvabænum Á sameiginlegutn fundi er Verkamanna- og Iðnaðarmanna- deildir Verkalýðsfélagsins Rang- æings héldu nýlega að Hellu var samþykkt einróma, að skora á þingmenn Suðurlandskjördæmis, og nýskipaða hafnarnefnd v/Suðurlandshafnar, að þeir beiti sér fyrir þvi, að könnuð verði SÉRST AKLEGA aðstaða til hafnargerðar í Þykkvabæ. Benti fundurinn i þvi sambandi á, að þróun i atvinnumálum Rangæinga hin siðari ár hefur verið sii, að langmestur hluti verkafólks i héraðinu stundar nú atvinnu við timabundnar virk junarframkvæmdir á hálendinu. Fundurinn taldi, að eina raunhæfa framtiðárlausnin á atvinnumálum Rangæinga sé fólgin i byggingu hafnar i Þykkvabæ og þeim möguleikum er slik framkvæmd muni skapa. Fundurinn taldi, að verði ekki um slika eða jafngilda raunhæfa að- gerð að ræða i atvinnumálum héraðsins skapist i Rangárvalla- sýslu háskalegt ástand með fyrir- sjáanlegu atvinnuleysi er virkjunarframkvæmdum við Sigöldu lýkur. Jafnframt benti fundurinn á, aðhugsanleg virkjun Hrauneyjarfoss leysi i engu vanda þann er hér um ræðir, þótt sú framkvæmd muni að sjálf- sögðu fresta vandanum, sem að lokinni þeirri virkjun yrði mun al- varlegri, verði ekki samhliða gerðar framtiðaráætlanir um uppbyggingu trausts atvinnulifs i Rangárvallasýslu. íí-Ö-G-G-D-E-Y-F-A-R \ Þekkt merki Eigum fyrirliggjandi höggdeyfa í flestar gerðir bifreiða Póstsendum um allt land L^ÁmúLAT^sí^Msf Sáttmálasjóður Umsóknir um styrk úr Sáttmálasjóði Há- skóla íslands, stilaðar til háskólaráðs, skulu hafa borizt skrifstofu rektors fyrir 1. mai 1975. Tilgangi sjóðsins er lýst i 2. gr. skipulagsskrár frá 29. júni 1919. Rektor Háskóla íslands. Meðal annars, sem Landfara berst, eru visur. Sumar þeirra höfum við birt, og þannig er það I dag, að við byrjum á visu. Hún fjallar um „menningarneyzl- una”, sem sumir hafa verið að brýna fyrir fólki: Málbönd og reizlur margan hrjá, margs konar veizlur og holda- fóður: Menningarneyzla ofan á olluneyzla, Jesús minn góður. Hver vill svara? Spurull, sem raunar er kunn- ur Þingeyingur i heimahéraði, sendir Landfara „nokkrar fyrirspurnir vegna umræðna um fóstureyðingu”. Nú er það hvorki á færi Landfara að svara slíkum spurnginum né heldur hans ætlunarverk, enda mun bréfritari ekki hafa haft annað i huga en fá „þessa smámuni tekna I næsta þátt ” . Fyrir- spurnirnar eru svolátandi: „1. Er nokkur eðlismunur á þvi að svipta fóstur, sem öðlazt hef- ur líf og alla erfðaeiginleika sem einstaklingur, tilveru sinni á fyrsta þriðjungi þroskaskeiðs sins i móðurlifi, en t.d. á fyrstu þremur mánuðum þess I vöggu sinni? 2. Hvað myndu margar konur, er þá skyndiákvörðun tækju, að láta eyða fóstri, iðrast þess sið- ar? 3. I hve mörgum tilfellum myndu foreldrar barnungra stúlkna raunverulega ráða, hvort fóstri þeirra skyldi eytt eða ekki? 4. Hvað skyldu margir væntan- legir barnsfeður óvelkominna barna leitast við að telja vinkonur sina á að láta eyða fóstrinu, og firra sig þannig frekari ábyrgð og fjárútlátum? 5. Má ekki vænta þess, vegna heilsufars sumra kvenna á fyrsta hluta meðgöngutima, og vegna ihlutunar annarra aðila, að það yrði aðeins i fáum tilfell- um, sem „sjálfsákvörðunar- réttur” heilbrigðrar og dómbærrar verðandi móður réði úrslitum?” Mikil börn eigum við að vera Sesselja hefur beðið fyrir fáein orð, raunar töluð gegn um simann. Þau voru á þessa leið: „Mikil börn eigum við að vera að dómi þeirra hjá sjónvarpinu. Hver ætli gleypi við þvi, að það sé hægt að trufla tækin hjá þeim, sem skulda gjöldin, með einhverju sérstöku tilstandi. Þetta minnir mig á gaman- sama ræðu, sem Guðmundur minn á Grund hélt einu sinni á stjórnmálafundi: Þetta stóð i minni Isafold, en það hefur kannski verið einhvern veginn öðru visi i ísafold ykkar hérna hinna! Hann hafði það lag á að hefja mál sitt með þvi að gera mönnum glatt i geði. Sem svoleiðis skop gat aprilgabb sjónvarpsins verið gott og gilt, en það væru flón i lagi, sem hefðu látið sér koma i hug, að svona truflanir séu hugsanlegar”. CBAA þ Vasarafreiknar í úrvali Verð frá kr.4.640 ÞORHF ÍEYKJAVIK SKÓLAVORÐUSTÍG 25 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 4. april 1975. Laus staða Staða aðstoðarlæknis berklayfirlæknis, sem jafnframt er staða aðstoðarlæknis á berklavarnadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavikur er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 5. mai 1975. Umsóknir sendist ráðuneytinu. Vélbundið hey til sölu að Brúsastöðum i Þingvallasveit. Simi um Þingvelli. Bændur Röskur, 11 ára drengur vill komast í sveit i sumar. Upplýsingar gefur Guörún Ólafs- dóttir, sími 3-27-65. FERMINGARGJAFIR BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást i bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG <®ubbranb90tofu Hallgrimskirkja Reykjavík sími 17805 opið 3-5 e.h. 7 FRAMSÓKNARVIST OG DANS Þriðja og síðasta Framsóknarvistin af þriggja vista spilakvöldunum verður að Hótel Sögu fimmtudaginn 10. apríl Heildarverðlaun fyrir 3 kvöld: Spánarferð verða afhent um kvöldið Auk þess verða veitt góð kvöld verðlaun ♦ Halldór E.Sigurðsson landbúnaðar ráðherra flytur ávarp Baldur Hólmgeirsson stjórnar Húsið opnað kl. 20,00 Framsóknarfélag Reykjavikur Ánægjuleg kvöldskemmtun fyrir alla fjölskylduna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.