Tíminn - 09.04.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.04.1975, Blaðsíða 16
FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 SÍSIÓIHR SUNDAHÖFN fyrirgóóan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS L Wilson á ekki sjö dagana sæla: Vaxandi deilur innan Verkamannaflokksins — vegna fyrirhugaðrar þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðild að EBE Formaður bandaríska herráðsins um stríðið í S-Víetnam: Stjórnarherinn gefst upp -— nema aðstoð komi til Reuter-London. Deilur innan Verkamannaflokksins brezka vegna fyrirhugaðrar þjóðarat- kvæðagrciðslu um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu fara nií harðnandi með degi hverjum. Brezka þingið ræðir nú aðildina að EBE og hafa stuðningsmenn og andstæðingar aðildar látið þung orð falla í garð hver annars. Eric Heffer, sem er einn af að- stoðarráðherrum (iðnaðar-) i stjórn Harold Wilsons og einlægur andstæðingur aðildar að EBE, sagði i gær, að hann ætlaði að Benn: EBE þjónar aðeins hags- munum þeirra riku. virða að vettugi bann forsætis- ráðherrans þess efnis, að ráð- herrar mættu ekki tala gegn aðild á þingi. Og Tony Benn iðnaðar- ráðherra sagði utan þings i gær, að EBE væri sivaxandi pólitisk samsteypa, er aðeins gætti hags- muna þeirra riku. Wilson á nú við mikla erfiðleika að etja, þvi að sjö af tuttugu og þrem ráðherrum i stjórn hans, fjöldi aðstoðarráðherra og á að gizka helmingur fylgismanna Verkamannaflokksins er.ein-' dregið á móti aðild að EBE. Og til að gera forsætisráðherranum lif- ið enn leiðara, krafðist Margaret Thatcher, leiðtogi íhaldsflokks- ins, þess i gær, að þeir ráðherrar, S-Afríka kallar heim allt lið frá Ródesíu Reuter-Dar-es-Salaam. Suður- Afrikustjórn hefur ákveðið að kalla heim alla suður-afríska öryggisverði, sem nú eru i Ródesiu — fyrir lok þessa mánaðar. Það var utanrikisráðherra Zambiu, Vernon Mwaanga, er skýrði frá þessu i gær á sér- stökum ráðherrafundi Sam- taka Afrikurikja, er ræðir nú afstöðu Afrikurikja til Suður- Afriku i Dar-es-Salaam, höfuðborg Tanzaniu. Mwaanga sagði, að Zambiu- stjórn hefði gert þessa kröfu — og Suður-Afrikustjórn hefði nú ákveðið að hlita henni. sem væru á móti aöild, segðu af sér. Wilson svaraði um hæl og kvað menn hafa frjálsar skoðanir innan Verkamannaflokksins öfugt við það, sem gerðist innan íhaldsflokksins. NTB/Reuter-Saigon/Washington. Nguyen Van Thieu forseti slapp ómeiddur úr sprengjuárás á for- setahöllina I Saigon, sem gerð var i gær. Formaður bandariska her- ráðsins lét svo um mælt I gær- kvöldi, að stjórnarherinn f Suður- Víetnam gæti aldrei staðið af sér árásir þjóðfrelsisfylkingarinnar, nema aðstoð frá Bandarikjunum kæmi til. Þrjár sprengjur, em hver vó 225 kg, féllu á höllina, en það varð Thieu til lifs, að þær lentu bak við aðalbyggingu hennar. Forsetinn sagði i gær, að hópur samsæris- manna hefði staðið á bak við þetta tilræði, en aðrir hafa sagt, að aðeins einn flugliði hafi átt þar hlut að máli. Frederick Weyand, hershöfð- ingi og formaður bandariska her- Danir 5 millj NTB-Kaupmannahöfn. Um siðustu áramót voru Danir orðnir 5.054.410 talsins. Þetta kemur fram af dönsk- um skýrslum, sem birtar voru fyrr i vikunni. Tæplega 630 þúsundir Dana bjuggu i Kaup- mannahöfn sjálfri, en talið er, að allt að 1,5 milljónir hafi bú- ið á sjálfu Kaupmannahafnar- svæðinu. ráðsins, er nýkominn til Banda- rikjanna úr sérstakri sendiför til Saigon. 1 gær svaraði hann spurn- ingum fulltrúa I hermálanefnd öldungadeildarinnar. t viðtali við fréttamenn neitaði Weyand að segja, hvað hann ætl- aði að ráöleggja Gerald Ford for seta, en lét svo um mælt, að stjórnarherinn i Suður-Vietnam gæti ekki staðizt árásir þjóðfrels- isfylkingarinnar öllu lengur — einn sins liðs. Ófriðlegt á N-írlandi Reuter-Belfast. Mikill eldur kom upp i einu stærsta vöru- húsi Belfast á Norður-írlandi siðdegis i gær eftir að þrjár sprengjur höfðu sprungið i húsakynnum þess. Engan sak- aði þó. öfgaarmur írska lýðveldis- hersins (IRA) hefur lýst sig ábyrgan vegna sprenginganna i gær. í fréttátilkynningu, sem gefin var út i gær, segir m.a., að sprengjutilræðin hafi verið gerð til að mótmæla auknum viðbúnaði brezkra hermanna, en um.helgina biðu alls ellefu manns bana I óeirðum á Norð- ur-lrlandi. Sihanouk prins: Getum tekið Phnom Penh, hvenær sem er NTB/Reuter-Peking/Phnom Penh. Sihanouk prins i Kamhódiu, sem nú dvelst i út- legð i Pekir.g, sagði i gær, að skæruliðar „Khmer Rouge” gætu tekið Phnom Penh, hve- nær sem væri. Skæruliðarnir hertu enn umsátur sitt um Phnom Penh i gær. Þá sneri Long Boret, for- sætisráðherra Kambódiu, heim frá Indónesiu i gær. Hann staðfesti, að verið væri að kanna möguleika á samn- ingaviðræðum við skæruliða. ftækjavinnustofaivs.f.-*! Kaupfélag -»Skagfirðinga aupfélag Húnvetninga Kaupfélag Eyfirðinga Grimur & Arní Kaupfélag Kaupfé Kaupfélag Héraðsbúa s Sveinbjörnsson' Kaupfélag Borgfirðinga Verzlunin -3 Verzlun Fr. F CinSHORNA miLU Glistrup verður Dönum dýr NTB-Kaupmannahöfn. Mogens Glistrup, leiðtogi Framfaraflokksins danska, á eftir að kosta danska rikið mikið fé, áður en yfir lýkur. Fram til 1. desember s.l. höfðu dönsk lögreglu- og ákæruyfirvöld lagt fram fjár- hæð, er nemur u.þ.b. 3,5 milljónum d.kr. (tæpum 100 milljónum isl. kr.), til að standa straum af rannsókn á fjármálum Glistrups, en hann hefur nú verið ákærður fyrir skattsvik og önnur fjármuna- brot. Búizt er við, að réttarhöld i máli Glistrups standi lengi yf- ir, svo að þessi upphæð verður orðin allmiklu hærri, þegar loks fást úrslit i þvi. Svo að Glistrup verður Dönum dýr, áður en yfir lýkur — og i þvi sambandi má ekki gleyma þeim milljónum d.kr., sem flokksformaðurinn er sakaður um að hafa svikið undan skatti. 20-30 ríki á orkuróðstefnu NTB/Reuter-Paris. Fulltrúar oliuneyzlu- og oliufra mleiðslu- rikja á undirhúnings fundi þeim, er nú stendur yfir i Paris, komu sér saman um i gær, að 30 yrði hámarksfjöldi þeirra rikja, er taka ættu þátt i sameiginlegri ráðstefnu um orkumál, sem áformað er að halda i sumar. Aftur á móti reyndist erfitt að ná samkomulagi um það nákvæmlega, hve mörg rfki ættu að taka þátt i ráðstefn- unni. Oftsinnis varð að fresta fundi i gær, til að fulltrúar hinna tveggja rikjahópa gætu komið saman til skrafs og ráðagerða. Og siðdegis i gær haföi enn ekki verið gengið frá þessu atriði. Fréttaskýrendur iParis segja, aö þátttökurikin verði milli 20 og 30 — liklegast 24, þ.e. 8 frá hverjum hinna þriggja rikjahópa (neyzlurikj- um, framleiðslurikjum og rikjum þriðja heimsins). Fréttaskýrendur telja lik- legt, að fullt samkomulag ná- ist á fundinum i Paris — það eina, sem veldur verulegum deilum, er krafa framleiðslu- rikja og ríkja þriðja heimsins um, að verðlag á öðrum hrá- efnum en oliu verði tekið til umræðu á ráðstefnunni i sumar. Enn ríkir skálmöld í Argentínu Reuter-Buenos Aires. Eitt sundurskotið lik til viðbótar fannst I gær i einni af útborg- um Buenos Aires — að likind- um enn eitt fórnardýr þeirrar pólitisku skáimaldar, er nú ríkir I Argentinu. í fyrradag fundust lik sex manna i nágrenni Buenos Aires, en lögregluyfirvöld hafa kennt leynilegum hryðju- verkasamtökum hægri manna um þessi morð. Talið er, að hinir látnu hafi verið félagar i öfgasamtökum vinstri manna. Þá hófu tveir menn skothrið á herforingja og son hans i borginni La Plata, sem er 60 km suðaustur af höfuðborg- inni, Buenos Aires. (I La Plata hefur veriö framinn mikill fjöldi hryðjuverka að undan- fömu.) Herforinginn snerist til varnar og tókst að særa annan árásarmanninn til ólifis, en hinn fliði. Það sem af er þessu ári hafa 138 látið lífið i Argentinu af völdum pólitiskra ofstækis- manna. Chiang Kai-shek látinn Chiang Kai-Shek, fyrrum þjóðar- leiðtogi Kina og síðar Formósu, andaðist s.l. laugardagskvöld, 87 ára að aldri. Chiang Kai-Shek setti mjög svip á mannkynssöguna á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var einn helzti foringi Kuomingtang- flokksins, sem beitti sér fyrir stofnun lýðveldis i Kina. Hann varð siðar forseti landsins og æðsti valdamaður um árabil. Arið 1949 hraktist Chiang Kai- shek ásamt fylgismönnum til eyjarinnar Formósu undan her- sveitum kommúnista undir for- ystu Maó Tse-tungs. Chiang Kai- shek hét mönnum sinum að fresla meginland Kina undan yfirráðum kommúnista, en sú fyrirætlun varð aldrei framkvæmd. Að undanförnu hefur veldi Formósu mjög hnignað, einkum eftir að henni var visað úr Sam- einuðu þjóðunum árið 1971. Eftirmaður Chiang Kai-sheks á forsetastóli verður Yen Chia-kan en valdamesti maður Formósu verður eftir sem áður forsætis- ráöherrann Chiang Ching-kuo, sem er elzti sonur Chiang Kai- sheks. Chiang Kai-shek: (Frá vinstri) Ariö 1928, 1937, 1943 sem forseti Kina, 1948 í borginni Nanking og loks 1955 á Formósu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.