Tíminn - 19.04.1975, Page 1

Tíminn - 19.04.1975, Page 1
aldek TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR 6UNNARSS0N SKÚLATLJNI 6 - SÍMI (91)19460 Bílsturtur Dælur Drifsköft V:"' • '■# j -ii-1____ Landvélar hf Gsal-Reykjavlk — Augljóst er, að víða er pottur brotinn i eldvarn- armálum hvað sjúkrahúsum hér á landi áhrærir. i heild virðast þó eldvarnir vera allþokkalegar, en þó hvergi nærri góðar. Ætla má, að á öllum islenzkum sjukrahús- um séu einhvers konar sjálfvirkir eldvarnarboðar, mismunandi margir eftir stærð sjúkrahúsa og öðrum aðstæðum. Hins vegar eru þeir i fæstum tilvikum tengdir beint á slökkviliðsstöðvar, — og þá aðeins I stærri byggðarkjörn- um. Þessir sjálfvirku eldvarnar- boðar eru tvenns.konar, annars vegar reykboðar, sem eru mjög næmir, og hins vegar hitaboðar, sem virðast koma að litlu sem engu gagni brjötist mikill eldur út á annað borð. Eins og sjá má af ofanrituðu eru reykboðarnir miklum mun betri varnartæki, en sá ljóður er á, að þeir eru dýrir og þvi eru tiltölulega fáir slíkir á sjúkrahúsunum. Hitaboðar eru algengastir, en þvi miður eru þeir langt frá að geta kallast góð eldvarnatæki Ástæðan er sú, að hitaboðinn sendir ekki frá sér merki fyrr en hitinn iherberginu er kominn upp i 70 gráður, — og þá er það orðið alltof seint. Að sögn Rúnars Bjarnasonar, slökkviliðsstjóra hefur það hent, að reykboði hefur gefið merki á undan hitaboðara, sem var i sama herbergi og eld- urinn kom upp i, — en reykboðinn var staðsettur á gangi. Það eitt að reykboðar eru fáir sýnir glöggtað eldvarnir i sjúkra- húsum hér á landi eru langt frá þvi að vera i viðunandi ástandi. ALLMIKLAR umræður urðu á borgarstjórnarfundi i fyrradag um hundamál i Reykjavik af tilefni fyrir- spurnar Alfreðs Þorsteins- sonar borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins um fram- kvæmd banns við hunda- haldi. i þessum umræðum kom í ljós, að lögreglu- og dómsyfirvöld hafa af ein- hverjum ástæðum ekki treyst sér til að framfylgja samþykkt borgarstjórnar frá 1970 um bann viðhunda- haldi. — Nánari frásögn um þetta mál er á bls. 6. ELDVARNIR HVERGI NÆGJANLEGAR í SJÚKRAHÚSUM HÉR — REYKBOÐAR OG SERSTÖK REYKHÓLF ERU ÖRUGGASTA VÖRNIN, EN REYKBOÐAR ERU FÁIR OG FULLKOMIN REYKHÓLF AÐEINS í EINU SJÚKRAHÚSI Miðað við það ástand sem hér á landi virðist rikja i þessum mál- um, má leiða að þvi likur, að ef eldur kemur upp i sjúkrastofu að næturlagi séu sjúkl. þegar látnir er slökkviliði berast boð um eldínn frá hitaboðara. Ástæðan er ekki einvörðungu sú, að hitaboð- arinn gefur of seint til kynna, að eldur sé laus, heldur ekki siður það, að sængurfataefni sem nú eru tiðast notuð, eru afar eldfim. Eða eins og slökkviliðsstjóri segir: — Þessi nýju efni sem notuð eru i sængurfatnað, dýnur og fleira, er öllu lakara en það sem áður var notað. Og ég tel, að aðal- orsökinfyrir láti þeirra sjúklinga sem létust i brunanum i Stokk- hólmi hafi einmitt verið þessi nýja gerð af sængurfatnaði. Sjúk- lingarnir steiktust bókstaflega i rúmum sinum. Auk sjálfvirkra eldvarnarboða er talið nauðsynlegt, að hverju sjúkrahúsi sé skipt niður i svo- nefnd reykhólf, og milli hólfanna séu eldtraustir veggir og hurðir. Eru slik hólf talin alveg nauðsyn- leg, svo hægt sé að komast hjá þvi að gripa til þess neyðarúrræðis, að flytja alla sjúklingana út úr húsinu. Aðeins eitt sjúkrahús hér á landi er búið fullkomnum reyk- hólfum, en það er Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Sjúkra- húsin i Reykjavik eru mörg hver búin slikum hólfum, en þau eru þó ekki þannig að þau geti talizt full- komin. En, — þvi miður virðast all- mörg sjúkrahús hér á landi vera svo illa búin eldvarnarbúnaði, að ekki tekur neinu tali. ----------------------------^ AÐALFUNDUR miðstjórnar Framsóknarflokksins hófst I gær. A myndinni býður Ólaf- ur Jóhannesson, formaður FramsóknarfloUksins, Gúst- af Halldórsson frá Hvamms- tanga, velkominn til aðal- fundarins. Tfmamynd: Gunnar. t opnu Timans idag er birt ræða ólafs Jóhannessonar á aðalfundinum i gær. -------------—-------------- „VELKOMINN TIL AHAI El IMnADIKIC" ÚTVARP ÍSLAND I WINNIPEG gébé—Rvik — Nýlega tók til starfa i Winnipeg ný útvarpsstöð, þar sem útvarpað verður á mörg- um tungumálum, þar á meðal is- lenzku. Stjórnandi islenzku dag- skrárinnar er Guðbjartur Gunn- arsson, og var fyrsta þættinum útvarpað 9. april s.l. Eigandi stöðvarinnar, Casimir Stancykowsky, gerði at- hugun á þjóðernislegri skipíingu ibúa Manitobafylkis og komst að þeirri niðurstöðu, að 60% ibúanna I helzta þéttbýlinu voru af öðru Guðbjartur Gunnarsson, stjórn- andi Islenzku dagskrárinnar. þjóðemi en ensku eða frönsku, og jafnframt að fjórðungur þessa fólks notaði sina eigin þjóðtungu á heimilum sinum. Þvi var það, að Stancykowsky ákvað að reisa þessa stöð i Winni- peg, og hefur hann lagt um hálfa milljón dala i stofnkostnað. Stöð þessi, CKJS, sem útvarpar á miðbylgju 810, er talin ná til 85% Ibúa Manitobafylkis frá sendi, sem magnaður er 10.000 W orku, en stöðin er i gangi allan sólar- hringinn. Islenzka dagskráin verður hálf klst, einu sinni i viku. Guðbjartur Gunnarsson, stjórnandi isl, dagskrárinnar, flutti frá íslandi til Winnipeg fyrir rúmum tveimur árum, er hann hóf störf frá Manitóbaháskóla. Áður starfaði hann við islenzka sjónvarpið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.