Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 23. april 1975. TÍMINN n o Bókasöfn samræmi við gildandi lög. Ráð- andi stefna á undanförnum árum hefur verið sú að efla héraðs- bókasöfnin, svo að þau verði fær um að annastbókasafnsþjónustu i dreifbýli i vaxandi mæli. Þessi starfsemi hefur reynzt heilla- drjúg, þar sem söfnin eru ein- hvers megnug, og er talið eðlilegt að flýta þessari þróun. Sum héraðsbókasöfn hafa þegar reynzt þessu hlutverki vaxin, en það byggist þá á sérstökum skiln- ingi og fyrirgreiðslu heima i héraði, þvi að eins og ég hef þegar tekið fram hafa fjárframlög rikisins til safnamálanna verið mjög litil á undanförnum árum. t grunnskólalögunum eru sérstök ákvæði um skólabóka- söfn. Og ýmsir skólar hafa þegar eignazt allmyndarleg bókasöfn. t þessu frumvarpi er gert ráð fyrir þvi, að skólabókasöfn og al- menningsbókasöfn geti haft sam- eiginlegan rekstur, ef forráða- menn beggja telja slikt æskilegt og menntamálaráðuneytið sam- þykkir það. t sem allra stytztu máli sagt þá gerir þetta frumvarp ráð fyrir þvi, að: 1 öllum byggðum lands- ins skuli starfa bókasöfn, og einn- ig i öllum sjúkrahúsum, hælum, vistheimilum og fangahúsum. A öðrum stöðum eru ákvæði um bókasöfn I skólum, eins og ég hef þegar vikið að. En það er ein- kenni á þessu frumvarpi, að ákvæði um rekstur safnanna eru mjög fáorð og rúm, og gert er ráð fyrir, að nánar verði kveðið á um fjölmörg atriði i reglugerð og þá verði að sjálfsögðu höfð hliðsjón af þvi, hvað hagkvæmast telst i hverju einstöku tilviki á hverjum stað og tima. I frumvarpinu er gert ráð fyrir þvl,að almenningsbókasöfnin séu rekin af sveitarfélögum og að sveitarstjórnirnar kjósi bóka- safnsstjórnir. Þó er heimilt að gömlu lestrarfélögin, sem allviða starfa sem sjálfstæð félög, starfi áfram á svipuðum grundvelli og verið hefur, og þá i samráði við hreppsnefndirnar. Hinum mörgu litlu og sjálfstæðu lestrarfélögum hefur fækkað smátt og smátt. Það má búast við, að sú þróun haldi áfram. Ákvæði frumvarpsins um þetta efni eru sett með það fyrir augum að auðvelda þá þróun, sem æskileg reynist, þegar timar liða fram. t frumvarpinu er gert ráð fyrir þvi, að sveitarfélögin reki söfnin, eins og áður segir og einnig að sveitarfélögin reisi bókhlöður og búi þær nauðsynlegum húsbúnaði og tækjum. Heimilt er að kaupa eða leigja húsnæði fyrir söfnin. Gert er ráð fyrir, að rikissjóður greiði helming byggingar- og húsbúnaðarkostnaðar bókhlöðu, eftir þvi sem fé er veitt til á fjárlögum, enda hafi þá áætlanir og teikningar verið samþykktar af menntamálaráðuneyti sam- kvæmt nánari ákvæðum i reglu- gerð. Mér er ljóst að um þetta ákvæði kunna að verða skiptar skoðanir. Ég lit svo á, að tilvist og rekstur almenningsbókasafna i nútima þjóðfélagi sé engu þýöingarminni heldur en rekstur sjálfra skól- anna og þess vegna sé það eðlilegt og timabært að taka hér af skarið með sliku lagaákvæði. Siðan er það fjárveitingavaldið, sem af- markar hraðann, við afgreiðslu fjárlaga hverju sinni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sérstakur bókafulltrúi, sem starfi I menntamálaráðuneytinu fari meö málefni almenningsbóka- safnanna eins og áður. En auk þess er gert ráð fyrir þvi, að til komi ákveðin ráðgjöf um málefni safnanna frá sveitarfélögunum og frá Bókavarðafélagi Islands, sem er að hluta a.m.k. samtök sérfróðra manna um málefni bókasafna. Má og geta þess að ákvæðið um hliðstæðar sam- starfsnefndir hafa verið tekin inn i fleiri lög, svo sem grunnskólalög og lög um menntaskóla. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi, að rikissjóður standi einn undir greiðslum til rithöfunda vegna af- nota af bókum þeirra i al- menningsbókasöfnum. Nú, þetta getur talizt eins og viðbótarfram- lag til safnanna. Eðlilegt þykir, að ákvæðið um stjórn Rit- höfundasjóðs Islands, úthlutun úr honum og starfshætti stjóðs- stjórnar séu reglugerðaratriði, enda er hér um að ræða samningamál á milli rikisvalds og rithöfundasamtaka. Ég vil að lokum árétta að þetta frumvarp er mjög fáort, hér er ekki um að ræða itarlega útfærslu I einstökum smáatriðum á tilvist og rekstri almenningsbókasafna. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi, sem teljast verður, að ég hygg, miklu eðlilegra, — að öll slik nán- ari fyrirmæli séu sett með reglu- gerð. Eins og ég gat um i byrjun á þetta mál sér alllanga sögu. Nú er allmjög liðið á þingtimann. Ég vil þó vænta þess, að sú hæstvirta þingnefndsem fær þetta mál til meðferðar sjái sér fært að taka þaö til nokkurrar skoðunar. Gæti sú athugun greitt fyrir afgreiðslu málsins, þeg- ar þing kemur saman næsta haust. En ég hlýt að leggja rika áherzlu á það, að frumvarpið verði afgreitt á þessu ári, þannig að unnt reynist að haga fjárveitingum til almennings- bókasafna á fjárlögum fyrir árið 1976 með tilliti til nýrrar löggjaf- ar, hver svo sem yrði niðurstaða Alþingis um upphæðir og önnur einstök atriði þessa frumvarps. Herra forseti. Ég hef þessa framsögu ekki lengri, en leyfi mér að leggja til, að frv. verði að lokinni fyrstu umræðu visað til hv. menntamálanefndar. o Slys nú, hefur það i för með sér, að It-> arlegri upplýsingum er safnað um hvert slys. Má sem dæmi nefna, að nú eru skráð 40 atriði um aðstæður á slysstað og aðila að umferðarslysi og auk þess 10- 12 atriði varðandi hvern þann, sem slasast i umferðarslysi. Þá hefur upplýsingasöfnunin verið samræmd þeim reglum, sem gilda um skráningu umferðarslysí á Norðurlöndunum, og er þannig eftirleiðis unnt að gera ná- kvæmari samanburð á tiðni um- ferðarslysa hér og þar. Skráningin fer fram með þeim hætti, að lögreglustjórar senda Umferðarráði upplýsingar um hvert umferðarslys, sem hefur i för með sér meiðsli á fólki. Sér- stök eyðublöð eru notuð, sem svo eru tekin til frekari úrvinnslu á skrifstofu Umferðarráðs. Eftirleiöis verður m.a. gerður greinarmunur á þvi, hvort fólk hlýtur meiri eða minni háttar meiðsli I umferðarslysum og þeir aðeins skráðir slasaðir, sem fá læknismeðferð. Fram til þessa hafa allir þeir, sem fluttir eru I sjúkrabifreið til skoðunar á slysa- varðstofu, verið skráðir slasaðir. o Ung skáld skránni og tekið hafa saman ásamt leikurunum. Sýningin i kvöld hefst kl. 21.15 og geta leikhúsgestir setið við borð og notið veitinga meðan á flutningi stendur. Meðal höfunda sem verk verða flutt eftir eru: Böðvar Guðmundsson, Dagur Sigurðar- son, Jóhann Hjálmarsson, Hannes Pétursson, Nina Björk Árnadóttir, ólafur Haukur Simonarson, Þórarinn Eldjárn, Þorsteinn frá Hamri, Halldór Laxness, Steinn Steinarr, Jóhannes úr Kötlum og Tómas Guðmundsson. KR-Selfoss meistaraflokkur leika á Selfossi fimmtu- daginn 24. apríl. Eigum fyrirliggjandi RNZ kastdreifara fyrir tilbúinn dburð, verð kr. 43.600.00 "» Lely heyþyrlur, tveggja stjörnu verð kr. 93.500.00 Bettinson flothjól fyrir drdttarvélar, verð kr. 39.500.00 Vökvaheyskera fyrir drdttarvélar, verð d standard kr. 183.000.00 Ámoksturstæki fyrir 60 ha. URSUS, verð með skóflu kr. 96.000.00 VÉIAECCe Skeifunni 8 • Reykjavík • Sími 8-66-80 FERMINGARGJAFIR BIBLIAN OG Sálmabókin Fást i bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG <@uöbrattbjB0tofu Hallgrimskirkja Reykjavik simi 17805 opið 3-5 e.h. Bændur, Suðurlandi Múrviðgeröirr lagfær- ingar. Tökum að okkur hvers- konar lagfæringar og viðgerðir einnig lóða- hreinsun og rörlagnir og fl. Fljót þjónusta. Vexal/ sími 7-15-80. Geymið auglýsinguna. ISI ^RDVR MUNIÐ ibúðarhappdrætti H.S.I.' 2ja herb. íbúðað verðmæti kr. 3.500.000,- Verð miða kr. 250. I GM □PEL CHEVR0LET GMC TRUCKS Seljumídag: 1974 1974 1974 1974 1974 1973 1973 1973 1972 1972 1972 Chevrolet Impala Chevrolet Nova Custom 2ja dyra Vauxhall Viva station Mazda 818 coupé Buick Century Vauxhall Viva de Luxe Toyota Carina Chevrolet Laguna Chevrolet Nova 4ra dyra Chevrolet Blazer V8 sjálfskiptur Chevrolet Malibu 1972 OpelRecordll 1972 Ford Grand Torino 1972 Vauxhall Viva 4ra dyra 1972 Vauxhall Victor SL 1972 Toyota Crown 4 cyl. 1971 Chevrolet Nova 1971 Vauxhall Viva 1971 Chevrolet Chevelle 1971 Plymouth Valiant 4ra dyra 1970 Ford Cortina Samband Véladeild ARMULA 3 - SIMI 38900 Fundarboð Félagsfundur verður haldinn i Stéttarfé- lagi verkfræðinga i fundarsal Hótel Esju fimmtudaginn 24. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: Heimild til boðunar vinnu- stöðvunar. Allsherjaratkvæðagreiðsla um slika heimild hefst á fundinum og heldur siðan áfram i skrifstofu félagsins i Brautarholti 20, Reykjavik, og lýkur mánudaginn 28. þ.m. kl. 12 á hádegi. Félagsmenn fjölmennið. Stjórnin. JOLBARÐAR fQ 825x20/12 Nylon 19.530 vera 900x20/14 V1000x20/14 1000x20/16 1100x20/14 1100x20/16 21.830 27.320 28.560 29.560 31.320 Full óbyrgð ó sólningunni mémmmwm Nýbýlavegi 4 — Sími 4-39-88 Kópavogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.