Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 1
M TARPAULIN RISSKEMMUR Bílsturtur Dælur Drifsköft HF HÖRÐUR 6UNNARSS0N SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 92. tbl. — Miðvikudagur 23. april 1975 — 59. árgangur Landvélarhf Nýtt leikhús í Reykjavík *lag ísl. leikritahöfunda fær inni í Hótel Loftleiðum fyrir leiksýningar Gsal—Reykjavfk. — Akveðið hef- ur verið að setja á fót nýtt leikhús i Reykjavik, og verður það innan veggja Hótels Loftleiða, nánar tiltekið í ráðstefnusal hótelsins. Þaðer félag íslenzkra leikritahöf- unda sem stendur að baki leik- hússins og þessa dagana er verið að æfa leikrit sem frumsýnt verð- ur 10. mai n.k. i þessu nýja leik- húsi. Leikritið, sem þá verður sýnt, nefnist „Hlæðu, Magdalena hlæðu"ogerhöfundur þess Jökull Jakobsson. Leikritið er einþátt- ungur og hefur Hrafn Gunnlaugs- son sett það á svið, en Jökull og Hrafn hafa átt mikinn þátt i þvi aö koma þessu leikhúsi á laggirn- ar. — Ég veit nú ekki hversu virðulegt nafn má gefa þessu, sagði Jökull Jakobsson er Timinn hafði tal af honum i gær, — þetta er nú i smáum stil og það má lita á þetta sem höfundarleikhús. Við verðum þarna með ýmiss konar „smotteri", sem kannski á ekki beint erindi inn i stóru leikhúsin. Jökull sagði, að buast mætti við að hlé yrði gert á leikhiisstarf- seminni I sumar, en hafizt handa af fullum krafti á hausti kom- anda. Sagði Jökull, að i þessu nýja leikhúsi yrði mögulegt að gera ýmsar tilraunir. Kvað Jökull hótelstjórnina vera mjög áhuga- sama um þessa starfsemi, og i raun hefði Erling Aspelund átt hugmyndina að þessu leikhús- starfi, er þessi mál hefði borið á góma i fyrra. Jökull sagði, að óhætt væri að segja, að töluvert framboð væri á leikhusverkum. Sjálfstæðis- meirihlutinn vildi ekki að BÚR hefði frum- kvæði að við- ræðum við togaramenniná BH—Reykjavik. — Sú tillaga kom fram á fundi borgarráðs i gær, að Bæjarútgerð Reykja- vikur hefði frumkvæðið að þvi, að teknar yrðu upp sjálfstæðar viðræður við undirmenn á stóru togurunum til þess að freista þess að leysa verkfall það, sem togarasjómenn eiga nii i. Málaleitan þessi skyldi upp tekin til þess að freista þess að koma i veg fyrir að vinna stöðvist hjá fiskverkun Bæjarútgerðarinnar, þar eð efnierá þrotum og fyrirsjáan- legt, að öll vinna stöðvast á föstudag hjáBÚR,ef ekki verð- ur gripið til úrræða, svo sem þessara. Þessari tillögu hafnaði meirihluti ihaldsins i borgar- ráði með öllu, og hlaut hún að- eins fylgi þeirra Kristjáns Benediktssonar og Sigurjóns Péturssonar. Erling Aspelund, hótelstjóri, sagði að ráðstefnusalurinn væri upplagður fyrir minni háttar leik- sýningar og myndi hann henta ágætlega i þessu tilraunaleikhúsi. — Þeir voru með sérstakt leik- rit i huga sem gerizt á bar, og þar sem áhorfendurnir eru hluti leik- ritsins. I ráðstefnusalnum er fyrir aðstaða til að setja- upp slikt verk. Erling sagði, að þeir væru mjög spenntir fyrir þessari starf- semi, og það væri vilji hjá hótel- stjórninni til að aðstoða þessa menn væri þess einhver kostur. Myndin hér að neðan er lir ráð- stefnusal Hótel Loftleiða. VESTAAANNAEYJAR: ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN RÍS AF GRUNNI Á EINU ÁRI — Kostar þrjú hundruð og fimmtíu milljónir króna gébé—Reykjavik. — Bygging sundlaugar og iþróttamiðstöðvar i Vestmannaeyjum, hefst i byrjun jiíní i ár, og er áætlað að hægt verði að taka báðar byggingarnar i notkun eftir eitt ár. — Það eru danskir verktakar, sem hafa tek- ið þetta verk að sér, sagði Magnús Magnússon bæjarstjóri i Vestmannaeyjum. — Ekki hefur t'iin verið endanlega ákveðinh staður fyrir iþróttamiðstöðina, en áætlaour kostnaður er þrjú hundruð og fimmtiu milljónir króna. — Danska fyrirtækið flytur allt efnið i bygginguna hingað, en burðurinn i henni er lintrésbogar og svo málmklæðning, sagði Magnús. — Astæðan fyrir þvi að svona er byggt, er einfaldlega sú að spara tima. Eins og kunnugt er fór sundlaugin i Vestmannaeyj- um undir hraun og hefur engin sundkennsla verið þar siðan. — Danirnir eru aðalverktak- arnir, en það fer svo eftir sam- komulagi við þá, hvort eða hvaða verkþætti við geturh tekið að okk- ur I sambandi við bygginguna, sagöi Magnús. — Sundlaugin, sem verður innilaug, verður 11x25 mtr. að stærð, en auk þess verður áhorfendarými. Iþróttavöllurinn I husinu verður 20x40 mtr, auk rýmis fyrir allmarga áhorfendur. Allt húsið verður tæplega þrjú þúsund fermetrar. Byrjað verður á framkvæmdum i júni-byrjun, og er áætlað að unnt verði að taka sundlaugina i notkun um miðjan mai 1976, en íþróttavöllinn um 15. júní, sagði Magnús bæjarstjóri. — Þetta kostar 350 milljónir króna, sagði Magnús ennfremur og mun rikið greiða nálægt þriðjung heildarverðsins á móti Vest- mannaeyjabæ. Framhald á 5. siðu. Uppsögn Kolbeins afturkölluð! Verkfallsmenn gátu ekki tekið afstöðu í gærkvöldi þar sem bréf kaupfélags- stjórans höfðu ekki borizt aðilum Gsal-Reykjavlk— Oddur Sigur- bergsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga aftur- kallaði I gær uppsögn Kolbeins Guðnasonar, og þar með er lausn fengin á svonefndu Kol- beinsmáli, — en verkfall vegna uppsagnar hans hefur staðið i réttar þrjár vikur, og tóku þátt i því riimlega 20 starfsmenn smiðja við K.A. Verkfallsmenn hafa allt frá fyrsta degi mót- mælaaðgerða sinna staðið fast á ákvörðun sinni að hefja ekki störf aftur fyrr en umsóknin væri gerð ógild. I gær skrifaði Oddur Sigurbergsson, kaup- félagsstjóri svo Kolbeini Guðna- syni bréf, þar sem hann skýrði honum frá þvi að hann hefði afturkallað uppsögnina. Bréf Odds til Kolbeins fer hér á eftir: „Hr. Kolbeinn Guðnason Selfossi Ég afturkalla hér með upp- sögn yðar, sem sett er fram i bréfi dags. 25. marz s.l. Astæður til hinnar breyttu af- stöðu minnar eru tilgreindar i bréfi til Snorra Sigfinnssonar, dags. I dag, sem fylgir i afriti. Virðingarfyllst, pr.pr. Kaupfélag Arnesinga Oddur Sigurbergsson" Bréf Odds til Snorra er birt á bls. 3. Siðari hluta dags i gær ræddi Timinn við-Kolbein Guðnason, bifvélavirkja, og kvaðst hann ekki hafa fengið bréf Odds i hendur, en engu að siður færi ekki á milli mála að kaupfélags- stjórinn hefði breytt afstöðu sinni. — Það er alltaf ánægjulegt þegar skynsamleg afstaða er tekin til mála. Það er mannlegt að gera mistök, en það þarf manndóm til að viðurkenna þau, og þvi fyrr sem mistökin eru viðurkennd þvi meiri mann- dóm sýnir viðkomandi, sagði Kolbeinn Guðnason. t gærkvöldi var haldinn fund- ur hjá verkfallsmönnum, og náðum við tali af Snorra Sig- finnssyni, trúnaðarmanni bif- vélavirkja á fundinum. Sagði Snorri, að verkfalls- menn gætu ekki tekið afstöðu i málinu þar sem þeim hef ðu ekki borizt nein skjöl varðandi aftur- köllun uppsagnar Kolbeins Guðnasonar. — Það kom mér dálitið undar- lega fyrir "sjónir að lesa yfir bréf, sem persónulega var stilað til min, á ritstjórnarskrifstofum eins dagblaðanna I Reykjavik, en það er að visu samkvæmt fyrri vinnuaðferðum kaup- félagsstjóra i þessu máli, sagði Snorri. Verkfallsmenh munu ekki taka afstöðu til afturköllunar kaupfélagsstjóra á uppsagnar- bréfi Kolbeins fyrr en aftur- kollunarbréfið og bréf það er Oddur Sigurbergsson hefur rit- að Snorra Sigfinnssyni, hefur borizt þeim i hendur. VIÐ HÖFUM KEYPT ÁFENGl FYRIR 3.850 KRÓNURÁ HVERT MANNSBARN SÍÐAN UM ÁRAMÓT 0 I DAG gébé Rvlk — Ráðamenn a Reyðarfirði og Seyðisfirði biða nú spenntir eftir að Færeyingar taki ákvörðun um, hvorn staðinn þeir ætli að hafa fyrir afgreiðslustað bílaferjunnar Smyrils. Akvörðun um það mál, verður tekin I Thors- havn i Færeyjum, eftir hádegi i dag. Eftir að fyrstu fréttir komu af þvi að bilaferjan myndi koma hér vikulega i sumar, gerðist fólk mjög áhugasamt um þær ferðir og sl. fimmtudag pöntuðu hvorki meira né minna en tvö hundruð manns farrými méð ferjunni og far fyrir tæplega fimmtiu bif- reiðar, að sögn Steins Lárussonar forstjóra ferðaskrifstofunnar Or- val. Ekki er þó enn ákveðið, hve mörg farrými Úrval hefur að selja i vikulega, sagði Steinn, en ákvörðun um það verður tekin fljótlega. Eimskipafélag islands verður aðalumboðsaðili bilaferj- unnar hér, og mun Úrvai sjá um alla fyrirgreiðslu farþega hér á landi. BH—Reykjavlk.— Verkfall flugmanna hófst á miðnætti i nótt eftir að flugmenn höfðu hafnað beiðni flugfélaganna um að verkfallinu yrði frestað. Takist samningar ekki, liggur allt flug niðri íram á að- faranótt sunnudagsins. Samningafundur hófst hjá sáttasemjara klukkan 16 i gær og var honum enn ólokið, er blaðið fór I prentun. A sáttafundi I fyrrakvöld fóru flugfélögin þess á leit, að flugmenn frestuðu verkfallinu, en þeim tilmælum var hafnað. Sá fundur stóð til klukkan fimm I gær- morgun. Nokkrar aukaferðir voru farnar i gær, innanlands og til útlanda. Myndin er tekin á Reykjavikurflugvelli I gærkvöldi. Timamynd: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.