Tíminn - 14.05.1975, Page 13

Tíminn - 14.05.1975, Page 13
Miðvikudagur 14. mai 1975. TÍMINN 13 « Skýrsla Einars Ágústssonar En hinu má ekki gleyma, að ýms rtki, sem ekki fá neitt fyrir sig með því að styðja 200 milna efnahags- lögsögu, leggja meira upp úr að fá sterkari aðstöðu varðandi alþjóða hafsbotnssvæðið. Einnig má nefna hér að sum riki yilja ekki fallast á 12 milna landhelgi, nema tryggð sé umferð um sund og önnur vilja ekki fallast á að landhelgin sé takmörk- uð við 12 mllur nema jafnframt sé tryggð efnahagslögsaga allt að 200 milum. Ýms ríki vilja að visu fall- ast á 200 milna efnahagslögsögu, ef ekki er gengið of langt I yfirráðum strandrikisins yfir mengun og vls- indalegum rannsóknum. Og ekki þýðir að loka augunum fyrir því, að ýms rlki binda stuðning sinn við 200 milna efnahagslögsögu við það að aðrar þjóðir fá aðgang að þeim hluta fiskistofna, sem strandrlkið nýtir ekki sjálft og eru á meðal þeirra rlki sem þar leggja áherslu á „hefðbundin réttindi”. Nú er það að visu svo, að miklir möguleikar eru á þvi að hægt sé að fá 2/3 atkvæða fyrir itrustu kröfum I öllum þessum atriðum, þ.e.a.s. 12 mllna landhelgi og allt að 200 mllna efnahagslögsögu. Hins vegar er ekki slður ljóst, að ekki er talið raunhæft að þvinga fram slika' samninga, sem ekki gætu orðið traustur grundvöllur. Er þvl höfuð- áhersla lögð á að reyna nú enn frekar á fundinum I Genf að finna sem traustastan grundvöll fyrir heildarlausn. Aðalatriðið verður þá að hve miklu leyti tekst að sam- ræma sjónarmið meirihlutans og minnihlutans. Meirihlutinn teflir þvl þá fram, að unnt sé að ganga frá alþjóðasamningi þrátt fyrir mótmæli minnihlutans, en minni- hlutinn bendir stöðugt á að ef ekki veröi samkomulag muni hann telja sllkar reglur sér óviðkomandi og á bað þá bæði við efnahagslögsöguna og hagnýtingu auðlinda alþjóða- hafsbotnssvæðisins. Meirihlutinn vill þvl nokkuð á sig leggja til að ná samkomulagi. Hitt er ljóst að minnihlutinn gerir sér grein fyrir þvl að þróuninni i hafréttarmálum verður ekki snúið við eða hún stöðvuð og er þvi reiðubúin til að sýna sanngirni og gera ýmsar til- slakanir. Af þessum sökum verður nú gerð ýtrasta tilraun til að ná samkomulagi á Genfarfundinum. Að þvi er sérstaklega varðar efnahagslögsöguna, er ljóst að, mikiö fylgi er fyrir þvi, að erlendir aöilar fái aðstöðu til að hagnýta þann hluta leyfilegs hámarksafla, sem strandrikið hagnýtir ekki. Jafnframt eru miklar kröfur uppi um, að gerðardómur fjalli um deil- ur sem upp kunna að koma vegna hafréttarmála. Afstaða Islensku sendinefndarinnar hefur frá önd- verðu verið, að ákvörðun um leyfi- legan hámarksafla og leyfi er- lendra manna til fiskveiða innan efnahagslögsögunnar verði að vera I höndum strandrfkisins sjálfs. Ekki hefur komið til átaka um þessi atriði, en þau munu ekki langt undan og verður að halda áfram að afla afstöðu islenzku sendinefndar- innar fylgis. Þriðji þáttur hafréttarráðstefn- unnar fer fram I Genf dagana 17. mars til 10. maí 1975. 1 upphafi þeirra funda var ráðgert, að hinn 31. mars yrði staða mála metin I þvl skyni að sannreyna hvort allar leiðir til að ná samkomulagi án at- kvæðagreiðslu hefðu verið þraut- kannaðar. Samkvæmt fundasköp- um ráðstefnunnar er slík ákvörðun nauðsynleg, áður en atkvæða- greiösla getur hafizt. Siðar var á- kveðið að framlengja þetta timabil til 7. aprfl. Það hefir nú verið fram- lengt um óákveðinn tima og rik á- herzla verið lögð á störf I margs- konar vinnuhópum þar sem fulltrú- ar allra rikja eiga sæti og fjallað er um hina einstöku málaflokka. Er þá miðað við, að árangur sé væn- legastur með þeim hætti. Á þessu stigi verður ekkert um það fullyrt, hversu lengi þessu fyrirkomulagi verður framhaldið né hvern árang- ur það ber, enda störfin seinunnin, þar sem nær 150 þjóðir eiga hlut að máli. Undirnefndir þær sem nú sitja að störfum fjalla um ýmsa þætti land- helgi, umferð um sund, reglur á út- hafinu, mengun, visindalegar rannsóknir og aíþjóðahafsbotns- svæðið. Jafnframt hefur Eversen- nefndin fundi á hverjum degi til að reyna að ná samkomulagi um einn texta fyrir hvern þátt hinna ýmsu málaflokka. Hefir hún lagt höfuðá- herzlu á efnahagslögsöguna, en tekur einnig fyrir aðra þætti með hliðsjón af gangi mála I undir- nefndum ráðstefnunnar. Þegar á heildina er litið, verður að telja, að talsvert þoki i átt til samkomulags og að ágreiningur sé minnkandi, enda þótt ennþá séu mikil átök um ýms veigamikil at- riði, og þá einkum um fyrirkomu- lag stjórnunar á alþjóðhafsbotns- svæðinu, réttindi landluktra rikja og þeirra sem takmarkaða mögu- leika hafa á eigin efnahagslögsögu, svo og um yfirráð rlkja yfir hafs- botni utan 200 milna. öll eru þessi mál I deiglunni, en verða að leysast I heild. Sendinefnd Islands tekur þátt I öllum vinnunefndum og mið- ar störf sin við að sem mestur ár- angur náist varðandi efnahagslög- söguna. Miðað er nú við að gengið verði frá heildaruppkasti frá öllum nefndum fyrir lok Genfarfundar- ins, er slðan verði lagt til grund- vallar við frekari umræður snemma á næsta ári, en endanlega verði gengið frá málum I Caracas sumarið 1976. Fis kveiðilögs agan Ríkisstjórnin hefur sem kunnugt er á stefnuskrá sinni útfærslu fisk- veiðitakmarkanna I 200 milur fyrir árslok 1975. Hafa margvisleg tæki- færi verið notuð til kynningar á þessari ákvörðun meðal annarra þjóða — og til þess að ávinna henni skilning og stuðning. Nánari ákvörðun um útfærsludag mun verða tekin siðar. I febrúar s.l. áttu sér stað i Reykjavik viðræður við fulltrúa landsstjórnar Færeyja um fisk- veiðiréttindi Færeyinga við ísland. Staðfesting á niðurstöðu viðræðn- anna var til meðferðar hér á Al- þingi fyrir fáum dögum, og skal ég þvl ekki fjölyrða um málið hér, heldur einungis láta þess getið, að nú var I fyrsta sinn sett hámark á aflamagn Færeyinga hér við land, 20 þúsund smálestir, en það er svipað og afli þeirra hefur verið allra siðustu ár. Færeyingar hafa um langt skeið notið sérstöðu til fiskveiða við ísland, enda hyggg ég aö allir stjórnmálaflokkar, og reyndar þjóðin öll, eða þvl sem næst, hafi verið þeirri ráðstöfun sammála af ástæðum, sem óþarft er að rekja hér. Slikrar sérstöðu njóta Færeyingar enn um sinn samkvæmt hinu nýja samkomu- lagi, sem gerir ráð fyrir áfram- haldandi handfæra-, linu- og tog- veiðum þeirra innan hinna al- mennu fiskveiðimarka hér við land — með nokkrum takmörkunum vegna friðunarráðstafana og af til- liti til íslenzkra sjómanna, auk aflahámarksins er ég nefndi. Þvi er ekki að leyna, að Færeyingar kysu að hafa hér ennþá rýmri réttindi, einkum að vera án aflahámarks, en þó hygg ég að þeir eftir atvikum uni vel hinu nýja samkomulagi. Öryggismál Arið 1974 voru 25 ár liðin frá undirritun Atlantshafssáttmálans og stofnun Atlantshafsbandalags- ins. 1 þvi tilefni var vorfundur utanrikisráðherra bandalagsins haldinn I Ottawa i júnimánuði slðastliðnum. Á fundi þessum var gengið frá og samþykkt yfirlýsing um samband Atlantshafsrikjanna. Yfirlýsingin var siðar undirrituð á fundi æðstu manna i Brussel i júli- mánuði. Ég tel rétt aðlesa hér upp siðustu greinina I þessari yfirlýsingu, en þar koma skýrt fram markmið bandalagsins og meðlimaríkja þess: „Nú á þessu ári, þegar 25 ár eru liðin frá þvi að Norður-Atlantshafs- samningurinn var undirritaður, lýsa aðildarriki bandalagsins enn á ný yfir stuðningi sinum við þau markmið og þær hugsjónir, sem sá samningur byggist á. Aðildarriki bandalagsins lita til framtiðarinn- ar af öryggi og eru þess fullviss að þjóðir þær, sem lönd þeirra byggja, búa yfir þeirri lifsorku og sköpunarmætti, em gera mun þeim kleift að ráða fram úr þeim vanda- málum, er þær standa frammi fyr- ir. Þau lýsa yfir þeirri staðföstu ályktun sinni, að Norður-Atlants- hafsbandalagið muni hér eftir sem hingað til gegna slnu ómissandi hlutverki við að skapa hann varan- lega frið, sem þau eru ákveðin i að koma á og viðhalda um ókomin ár.” Alþingi hefur þegar verið gerð grein fyrir samkomulagi rlkis- stjórnarinnar við stjórn Bandarikj- anna um varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli, svo ég mun ekki dvelja á þvl atriði, nema hvað þess má geta, að viðræður embættismanna um framkvæmd samkomulagsins ganga eins og ráð var fyrir gert. N orður la ndasamvinna Norræn samvinna skipar nú sem áður háan sess i samskiptum okkar við önnur lönd. Þetta kemur meðal annars fram I tiðum norrænum við- ræðum um hin margvíslegustu málefni og sifellt fleiri samninga- gerðum á ýmsum hagnýtum svið- um. Af meiri háttar norrænum skoðanaskiptum er skemmst að minnast þings Norðurlandaráðs hér I Reykjavik, auk hinna reglu- bundnu ráðherrafunda, og á samn- ingasviði er nú siðast að geta Norðurlandasamnings um bætur vegna veikinda, meðgöngu og bamsburðar, sem undirritaður var I Kaupmannahöfn nýlega. Norðurlönd hafa komið ár sinni vel fyrir borð með nokkuð mismun- andi hætti i millirikjasamskiptum — en þau eru einhuga að þvi er við- vlkur eflingu norræns samstarfs. Mismunandi fyrirkomulag á sam- skiptum þeirra við önnur rlki hefur að sjálfsögðu fyrst og fremst sprottið af viðleitni Norðurland- anna hvers um sig til að gæta sem best eigin hagsmuna, en um leið hefur þessi fjölbreytni á vissan hátt orðið þeim sem heild styrkur. Og með hinu nána samstarfi sln I milli um alþjóðamál hefur þeim oft tek- ist að hafa áhrif til farsældar þróunar langt umfram það, sem ætla mætti um ekki fjölmennari ríki. Þess er að vænta, að norrænt samstarf haldi áfram að eflast og dafna. Evrópuráðið Starfsemi Evrópuráðsins og þátttaka íslands I henni, var með svipuðum hætti á árinu 1974 og áður var. Þær urðu helstar breytingar á starfsemi og rekstri Evrópuráðs- ins, að nýr aðalframkvæmdastjóri tók þar við störfum. Er það þjóð- verjinn Georg Kahn-Ackermann úr hópi sóslal-demókrata. Átti hann um árabil sæti á þjóðþingi (Bundestag) Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands sem þingmaður úr flokki sósial-demókrata, og var jafnframt lengi einn af fulltrúum V.-Þýzkalands á Evrópuþinginu. Hann hlaut kosningu til þessa embættis á maifundi Evrópuráðs- ins og tók við störfum I september. Hinn nýji aðalframkvæmdastjóri hefur að undanförnu heimsótt ýmis aðildarrlki Evrópuráðsins, eins og venja mun vera þegar nýr maður tekur við þvi embætti. Mun hann hafa I hyggju að ljúka við þær heimsóknir á þessu ári og hefur hann m.a. boðað komu sina hingað til íslands einhvern timann á þessu ári og er enn ekki ákveðið nánar hvenær það kann að verða. A stjórnmálasviðinu má það til ttðinda teljast, að þvi er Evrópu- ráðiö varðar, að eftir að stjórnar- skiptin urðu á Grikklandi, þegar herforingjastjóminni var velt af stóli og ný og lýðræðislegri stjórn tók við völdum, þóttu stjórnarhætt- ir þar i landi þá hafa breyzt I nægi- lega lýðræðislegt horf aftur, að unnt væri að veita Grikklandi á nýjan leik fulla aðild að Evrópu- ráðinu og skeði það á fundi ráð- herranefndarinnar I Paris á s.l. hausti, en áður hafði Evrópuráðs- þingið gert samþykkt um að veita Grikklandi aðild að ráðinu á nýjan leik. Évrópuráðið lét Kýpurdeiluna mjög til sin taka einkum eftir að átök hörðnuðu þar á árinu. Meðal annars beitti Evrópuráðið sér fyrir. fjársöfnun til aðstoðar flóttafólki á Kýpur, og lagði Island til nokkra fjárhæð (800 þús. kr.) I söfnun þessa. t mannréttindadómstól Evrópu á nú sæti, af Islands hálfu, prófessor Þór Vilhjálmsson, en fulltrúi Is- lands I mannréttindanefndinni er dr. Gaukur Jörundsson, prófessor. Fulltrúar tslands, aðallega frá ýmsum ráðuneytum stjórnarráðs- ins og sérstofnunum rikisins, sóttu fundi á árinu I ýmsum hinna fjöl- mörgu nefnda, sem á vegum Evrópuráðsins starfa að athugun- um og skoðanaskiptum á fjölmörg- um sviðum stjórnsýslunnar. Full- trúar þeir, sem slika fundi sótti, voru m.a. frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, félagsmála- ráðuneýtinu, menntamálaráðu- neytinu, viðskiptaráðuneytinu, samgönguráðuneytinu og fleiri stofnunum. Er ekki fjarri lagi, að fjöldi þeirra nefndarfunda, sem is- lenskir embættismenn hafi tekið þátt I, séu að minnsta kosti 40-50 að tölu, og fóru þeir fram ýmist i Strasbourg eða einhverjum aðildarrlkjanna. Skal það tekið fram að Evrópuráðið greiðir öll fargjöld og dvalarkostnað fyrir þá fulltrúa, sem af Islands hálfu hafa sótt fundi þessa. Viðskiptamál Friverzlunarsamningur íslands og Efnahagsbandalags Evrópu tók gildi 1. april 1973. Verndartollar á iðnaðarvörum frá aðildarrikjum bandalagsins hafa síðan verið lækkaðirþrlvegis fyrst um 30% við gildistöku samningsins, siðan um 10% 1. janúar 1974 og loks um 10% i ársbyrjun 1975. Umsamin tolla- lækkunaráætlun gagnvart Efna- hagsbandalaginu er hin sama og i samningnum við EFTA, en skv'. henni er gert ráð fyrir að verndar- tollur á iðnaðarvörum lækki hér- lendis gagnvart aðildarrikjum þessara samtaka á timabilinu fram til 1. janúar 1980ogverði þá að fullu afnumdir. Við framkvæmd tolla- lækkananna hefur þess jafnframt verið gætt að tollamismunur milli EBE og EFTA-landa annars vegar og landa utan þessara samtaka hins vegar aukist ekki frá þvi sem hann var við upphaf tollalækkan- anna. Að þvl er snertir tollfriðindi fyrir Islenzkar iðnaðarvörur, sem fluttar eru út til Efnahagsbandalagsins þá hafa tollar á þeim lækkað þrivegis samtals um 60% i samræmi við ákvæði fríverzlunarsamningsins. Hinsvegar hafa umsamin tollfrið- indi fyrir Islenzkar sjávarafurðir enn ekki komið til framkvæmda vegna þess ákvæðis I samningnum að gildistaka þeirra sé bundin þvi skilyrði, að viðunandi lausn náist fyrir aðildarrlki Efnahagsbanda- lagsins á sviði fiskveiðiréttinda. Þar sem Þjóðverjar hafa enn ekki náð samkomulagi, þá hafa þeir lagst gegn þvi að ákvæði samnings- ins um tollfrfðindi fyrir sjávar- afurðir tækju gildi. Þar af leiðandi hefur samningurinn ekki enn haft verulega þýðingu fyrir útflutning- inn i heild. Tollar á sjávarafurðum I gömlu efnahagsbandalagslöndun- um hafa þvi ennþá ekki lækkað eins og samningurinn kveður á umog af sömu sökum hafa tollar verið lagð- ir að nýju á sjávarafurðir eins og t.d. frysta rækju, freðfiskflök og lagmeti I Bretlandi og Danmörku frá 1. janúar 1974, sem fara siðan hækkandi I áföngum fram til 1. júli 1977, þegar þeir verða hinir sömu og ytri tollur Efnahagsbandalags- ins. Vörur þessar urðu tollfrjálsar i Bretlandi og Danmörku við aðild okkar að EFTA 1. marz 1970. Við þetta bætist svo, að V-Þjóðverjar settu á óformlegt löndunarbann á isfisk I október 1974. Þeirri aðgerð var mótmælt af Islands hálfu I GATT svo og I OECD og ennfremur við Efnahagsbandalagið. Areglulegum fundum með Efna- hagsbandalaginu, þar sem fjallað er um framkvæmd friverzlunar- samningsins, hefur af íslands hálfu verib lýst óánægju með að jafnvægi FRAMLEIÐUM það, sem samningurinn gerir ráö fyrir milli kvaða og hagsbóta samningsaðilanna sé alls ekki fyrir hendi, meðan friðindi fyrir sjávar- afurðirnar koma ekki til fram- kvæmda. Ráðherraráð EFTA hefur látið málið til sin taka, er það samþykkti á fundi sinum I nóvember 1974 að lýsa áhyggjurn sínum yfir þvl, að friverzlunarsamningur Islands við Efnahagsbandalagið væri ekki að fullu kominn til framkvæmda. EFTAríkin áréttuðu þessa afstöðu slna I reglulegum viðræðum sinum við bandalagið I desember s.l. Framkvæmd áætlunar um lækk- un verndartolla á vörum frá EFTA- löndum er nú hálfnuð, en tollfrelsi fyrir Islenzkar vörur i EFTA-lönd- um fékkst þegar við aðild að sam- tökunum 1. marz 1970. Meginverk- efni samtakanna er samræming á framkvæmd friverzlunarsamninga aðildarríkjanna við Efnahags- bandalagið. Þá fer og fram athug- un á þvi hvort heppilegt sé og á hvern hátt auka megi samráð aðildarrikjanna um efnahags- og viðskiptamál á alþjóðavettvangi. Sökum þess hversu þýðingar- mikil utanrikisviðskiptin eru fyrir efnahag okkar, þá hlýtur það að vera okkur hagsmunamál, að al- þjóðleg viðskipti séu sem frjálsust. Þess vegna er rik ástæða til að taka þátt I alþjóðasamstarfi á vegum GATT, sem hefur afnám hindrana á viðskiptum þjóða i milli að mark- mibi. Á ráðherrafundi GATT I Tókýó i september 1973 var ákveðið að hef ja nýjar viðræður um frekara afnám hindrana á viðskiptum. Vib- ræður þessar virðast nú vera að komast á nokkuð skrið enda hafa bæði Bandarikin og Efnahags- bandalagið markað stefnu sina i þeim I höfuðdráttum. Upphaflega var gert ráð fyrir, að þessum við- ræðum yrði lokið á árinu 1975, en vafalitið eiga þær eftir að taka nokkru lengri tima. Þátttaka I fundum alþjóðastofnana og ferðalög Ég hef sótt fundi utanrikisráð- herra Norðurlanda vor og haust og einnig hina reglubundnu NATO- fundi I april og desember eins og venja er til. Ennfremur sótti ég Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna að vanda. Ég tel þátttöku i þessum fundum mjög gagnlega, ekki einungis vegna mála þeirra, sem fjallað er um heldur einnig vegna persónu- legra kynna við starfsbræður mina, sem þar þróast og nauðsynleg eru á þessum timum snöggra breytinga og aukinna samskipta. í febrúarbyrjun þáði ég og kona min boð i opinbera heimsókn til Sovétrikjanna. Dvöldum við þar ásamt ráðuneytisstjóra utanrikis- ráðuneytisins I 9 daga. Móttökur allar voru með ágætum, og tel ég að ferðin hafi verið til gagns fyrir samskipti Islands og Sovétrikj- anna. Ég bauð A.A. Gromyko, utanrikisráðherra, fyrir hönd rikis- stjórnar íslands, að koma I opin- bera heimsókn til íslands þegar tækifæri gæfist. Samstarfið við utanríkismálanefnd Ég hefi eins og áður leitast við að hafa náið samband við utanrikis- málanefnd Aiþingis. Ég hefi setið flesta fundi nefndarinnar og gert henni grein fyrir gangi utanrikis- mála og skýrt afstöðu rikis- stjórnarinnar til þeirra. Vil ég bera fram þakkir minar til nefndarinnar fyrir samstarfið. RUNTAL OFNA Umboðsmenn: Velsmiðjan Logi, Sauðárkróki. Sigurður Jónsson pipu- lagningamaður, Húsavik. OFNASMIÐJA NORÐURLANDS H.F. Kaldbaksgötu 5, — Akureyri — Pósthólf 155. Simi 2-18-60.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.