Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 15. maí 1975. Hvassafellið komið á flot Bíður eftir plássi í slippstöðinni á Akureyri Gsal—Reykjavik — Hvassafellið er komið á flot. Skipið var dregið siðasta spöiinn út á rúmsjó um klukkan 14 I gærdag af brezka björgunarskipinu Lifeline. Leiksýning Skálholtsnema Laugardaginn 3. mai s.l. sýndi leikflokkur Lýðháskólans i Skál- holti sjónleikinn „Happið” eftir Pál J. Árdal i félagsheimilinu Aratungu. Leikstjóri var Páll Skúlason, kennari, en með helztu hlutverk fóru þau Eyþór Arnason, Anna Maria Eliasdóttir, Ellert Ingimundarson og Eva Arnþórs- dóttir. Jafnframt þessu fögnuðu nem- endur sumri með samfelldri dag- skrá i söngvum og ljóðum.Veður var hið fegursta þennan dag, og fjölmenntu Biskupstungnamenn til samkomunnar. Gsal—Reykjavik — t gærmorgun hófst ieit að litlum plastbáti frá Hafnarfirði, með tveimur mönn- um innanborðs, sem fariö höfðu út til veiða i fyrrakvöld. Þegar báturinn kom ekki að landi á til- settum tima, var farið að svipast um eftir honum. Gná, þyrla Slysavarnafélagsins og Land- helgisgæzlunnar, fór til leitar, og enn fremur var hafnsögubáturinn Skömmu siðar hélt varðskipið Ægir með Hvassafell I togi til Akureyrar, þar sem skipið mun fara i slipp og kannaðar verða skemmdir. Lifeiine fylgdi skipun- um eftir og áttu þau að vera kom- in til Akureyrar í gærkvöldi. — Þetta voru mikil átök, sagði Hjörtur Hjartar, hjá skipadeild SÍS. Skipið var dregið á flot i tveimur áföngum á flóðinu I fyrrakvöld, þar sem brezka Gsal—Reykjavik — Fyrstu fjóra mánuði þessa árs lönduðu togar- ar landsmanna rúmlega 20 þús- und lestum meira en á sama tima I Hafnarfirði beðinn að halda til leitar. Undir hádegið rakst oliuskipið Kyndill á bátinn 10-12 sjómilur vestnorðvestur af Gróttu, og voru báðir mennirnir við ágæta heilsu, en vélarbilun hafði orðið hjá þeim. Um borð voru engin þau tæki, sem nauðsynleg eru til að láta af sér vita, hvorki blys, ljós- merki né annað. björgunarskipið tók i það, svo og Ægir, og á flóðinu i gær dró svo brezka skipið Hvassafell á flot, en taugar á míl'li varðs'kipsins og Hvassafells slitnuðu. Hjörtur kvaðst ekki vita, hvenær hægt yrði að koma Hvassafelli i slipp á Akureyri, þvi skip væri þar fyrir. Sagði hann, að slippstöðvar gerðu yfirleitt sitt Itrasta, þegar um svona neyðar- tilfelli væri að ræða og kvaðst hann vonast til þess, að stutt yrði I það að skipið færi i slipp. í fyrra, eða alls 63.491 lest á móti 42.327 fyrstu fjóra mánuði ársins 1974. Heildaraflinn, sem borizt hefur á land það sem af er árinu, er einnig nokkru meiri nú en I fyrra, eða 674.135 lestir i ár á móti 638.946 I fyrra. Þessar upplýsingar eru sam- kvæmt aflafréttum Ægis, en þar kemur einnig fram, að þorskafl- inn þ.e. bátaafli er nú um fimm þús.lestum minni en á sama tima I fyrra, sfldaraflinn er nálægt 100 lestum minni, og loðnuaflinn einnig nokkru minni nú en i fyrra. Rækjuaflinn er um 200 lestum minni nú en árið á undan og tals- vert, minna hefur borizt til lands af hörpudiski nú, en á sama tima i fyrra. Af ofangreindu má sjá, að eina verulega aukningin er hjá togara- flotanum og eru það skuttogar- arnir, sem þar hafa dregið mest verðmæti i bú, en hlutur þeirra I togaraaflanum er I ár 57.730 lestír af 63.491. ÓTTAST UM TVO MENN Á BÁTKÆNU — engin neyðartæki um borð Togaraaflinn 20 þús. lestum meiri nú en á sama tíma 1974 ORLOF AÐ BIFRÖST SliMARIÐ 1975 Samvinnufólk VIKUDVÖL AÐ BIFRÖST FYRIR KR. 5.250 Gisting: Orlofsdvölin er á tveggja manna herbergjum með handlaug. Fyrsta flokks aðstaða úti sem inni. AA.a.: Setustofa, bókasafn, sturtur og gufubað. Herbergið — aðstaða f yrir tvo — kr. 1500 á dag. Börn: Börn undir 8 ára aldri fá ókeypis mat og gistingu i fylgd með foreldrum sínum. Börn 8-12 ára fá fæði á hálfvirði og verulegan af- slátt af gistingu. Fæði: Ódýrt heimilisfæði fyrir orlofsgesti á nýrri teríu staðarins. Fæðiskort fyrir þá sem vilja. Enn laus herbergi á þessum tímum: 16. júní til 20. júní 4 dagar 30. júní til 5. júlí 5 dagar 5. júlí til 12. júli vika 12. |úlí til 19. júlí vika 27. júlí til 2. ágúst vika 16. ágúst til 23. ágúst vika 23. ágúst til 30. ágúst vika kr. 3000 á mann kr. 3750 á mann kr. 5250 á mann kr. 5250 á mann kr. 5250 á mann kr. 5250 á mann kr. 5250 á mann Pantanir: Tekið verður á móti pöntunum og upplýsingar veitt- ar alla virka daga í maí kl. 9,30-10,30 og 15,30-16,30 að Bifröst og í síma 8-12-55 í Reykjavík. SUMARHEIMILI SAMVINNUMANNA Bifröst * Borgarfirði Borgarráð hækkun á BH-Reykjavik — Borgarráðs- meirihluti Sjálfstæðisflokksins hefur lagt blessun sina yfir þær ályktanir skipulagsnefndar, að hækka megi tvö störhýsi hér i borginni, þrátt fyrir andúð ibúa nágrennisins og varnaðarorð minnihlutamanna, fyrst i skipu- lagsnefnd og siðan i borgarráði. Var það á fundi borgarráðs föstudaginn 9. mai sl. að sam- þykkt var með 3 atkvæðum gegn samþykkt húsunum 2að leyfa hækkun nýbyggingar- innar að Skaftahlið 24 úr þrem i fjórar hæðir, og húsið að Háa- leitisbraut 58-60 um tvær Ibúðarhæðir. Aður en málið hlýtur fulln- aðarafgreiðslu verður það að koma til kasta borgarstjórnar, og mjög liklegt, að það verði á fundi borgarstjórnar, sem hald- inn verður I dag, fimmtudag. Hringferð um landið með gistingu á Eddu hótelum SJ-Reykjavík. Ferðaskrifstpfa rikisins hvetur landsmenn til að verja sumrinu og sumarleyfinu heima að þessu sinni, og gerir þeim sérstakt tilboð hugsað handa þeim, sem vilja fara i hringferð um landið. Islendingum verður gefinn kostur á gistingu i sjö nætur á Edduhótelunum, ásamt morgunverði og kvöld- veröi, og verður verði stillt i hóf eftir þvi sem kostur er. — Ég get ekki skýrt frá verðinu alveg eins og er, en það verður gert mjög bráðlega, sagði Björn Vil- mundarson, forstjóri Ferðaskrif- stofu rikisins, i gær. Engin sérstök greiðsla verður fyrir litil börn, og stærri börn geta fengið svefnpláss gegn mjög vægu gjaldi, samkvæmt þessu til- boði FR. Edduhótelin opna um miðjan næsta mánuð og verða niu talsins, eins og i fyrra. Leigubílstjórinn játaði Gsal-Reykjavik — Asgeir Frið- jónsson, sem stjórnar framhalds- rannsókn smyglmálsins, upplýsti I samtali við Tímann i gær, að maður sá, sem verið hefur i gæzluvarðhaldi vegna gruns um allverulegan þátt I dreifingu spir- ans, hafi játað sök sina, og að komið hefði I ljós, að hann hefði dreift verulegu magni spirans. Manninum hefur verið sleppt úr gæzluvarðhaldi. — Enn hef ég ekki fengið fram nægilega skýrar linur imálinu, en þessu þokar jafnt og þétt i rétta átt, sagði Asgeir Friðjónsson. Dauðadans í síðasta sinn Aðeins tvær sýningar eru nú eftir á Dauðadansi, hinu magnaða verki Strindbergs, sem sýnt hefur verið I Iðnó I vetur við fádæma góðar undirtektir. — Næsta sýning verður á föstudagskvöld, og siðasta sýning verksins verður svo laugardaginn 24. mal, og verður það 30. sýning. — Höfuðpersónur leiksins eru leiknar af þeim Helgu Bachmann, Glsla Halldórssyni og Þorsteini Gunnarssyni, og hafa þau hlotið frábæra dóma fyrir túlkun slna á þessum bölsinna persónum Strindbergs. 45% menntskæl inqa án sumar vinnu NÚ I sumar munu allir mennta- skólanemar starfrækja sameigin- lega atvinnumiðlun á vegum Landssambands islenzkra menntaskólanema. Ekki alls fyrir löngu var gerð könnun á at- vinnuhorfum menntaskólanema I sumar og þá voru 45% ekki búnir aö fá vinnu. Þessu fólki er at- vinnumiðluninni ætlað að að- stoða. öllum má ljóst vera hversu mikil alvörumál er hér á ferðinni, og vonast aðstandendur atvinnu- miðlunarinnar til, að atvinnurek- endur og aðrir þeir, er komi til með að þarfnast vinnukrafts i sumar, láti atvinnumiðlunina vita hið snarasta, en hún hefur aðset- ur I Menntaskólanum viö Hamra- hlið, og siminn er 82698.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.