Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 15. mai 1975. MMMtt lilmMii il iMllllB MMWÍ M 1 111 Fasteignamiðlun ríkisins ætti að geta komið í veg fyrir óeðli- legan gróða og fcsteignabrask „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að láta semja og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga um fasteigna- miðlun rikisins, er stuðla skal að þvi, að verðlag fasteigna verði sem næst kostnaðarverði á hverj- um tima og á þann hátt komið i veg fyrir óeðlilegan gróða og fast- eignabrask, sem er mjög verð- bólguhvetjandi.” Þannig er þingsályktunartil- laga um fasteignamiðlun rikisins, sem Guðrún Benediktsdóttir og Ingi Tryggvason lögðu fram i sameinuðu þingi. I greinargerð með frumvarpinu segir: „Eins og mörgum er kunnugt hafa fasteignaviðskipti aukizt mjög hér á landi á undanförnum árum og fer sú umfangsmikla sölustarfsemi sifellt vaxandi. Fasteignasalar taka að öllum jafnaði þóknun sina i ákveðnu hundraðsgjaldi (2%) af verði hverrar fasteignar. Eru sölulaun þvi liklega að meðaltali um 100 þús. kr. fyrir hverja eign. Algengt er að sömu fasteignirn- ar séu auglýstar á vegum margra fasteignasala. Samkeppnin er hörð og á þeim timum þegar eftirspurn er meiri en framboð má gera ráð fyrir, að þessi sam- keppni stuðli beint eða óbeint að hækkun fasteignaverðs og sé þar með verðbólguhvetjandi. Með þingsályktunartillögu þessari er gert ráð fyrir að lög- gjöf verði sett um fasfeignamiðl- un rikisins. Þjónustu þess fyrir- tækis ætti að selja á kostnaðar- verði eða jafnvel að láta hana i té ókeypis. Ef vel væri á haldið og fasteignaviðskipti almennt beind- ust til sliks fyrirtækis, ætti rekst- ur þess að geta orðið hagkvæmur almenningi við núverandi að- stæður,spara kaupendum og selj- endum fasteigna umtalsverða fjármuni og sömu aðilum mikinn tima og fyrirhöfn. SKÍPAUTÚCR0 KIKISINS AA/s Hekla fer frá Reykjavík fimmtudaginn 22. þ.m. austur um land í hring- ferð. Vörumóttaka: fimmtudag, föstudag og þriðjudag til Aust- fjarðahafna, Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Húsavíkur og Akur- eyrar. Augtýsicf iTtmanum Sovétríkin Iþróttir í USSR Sovéskar bókmenntir Sovéska konan Menningarlíf Þjóðfélagsvísindi Alþjóðamál Spútnik Erlend viðskipti Nýir tímar XX öldin og friður Sovéskar kvikmyndir Ferðir til Sovét Moskvu fréttir Fréttir frá Úkraníu Tímarit á ensku, þýzku frönsku & rússnesku Gerist áskrifendur & kynnist fólki og lífi i Sovétríkjunum. Erlend tímarit Sími 28035. Pósthólf 1175. I GM ■0- □PEL Seljum í dag: '74 Chevrolet Impala '74 Chevrolet Nova Custom 2ja dyra '74 Mazda 616 '74 Chevrolet Chevy Van '74 Mazda 818 cupe '74 Chevrolet Malibu 2ja dyra '74 Ford Cortina 2ja dyra '73 Mazda 616 '73 Toyota Carina '73 Volkswagen 1300 '73 Ford Escort '72 Toyota Crown, 4 cyl. '72 Opel Rekord II '72 Fiat 127 '72 Ford Grand Torino '72 Toyota Mark II '72 Datsun Cherry 100 A '72 Datsun 1200 sjálf- skiptur '72 Chevrolet Malibu, 6 cyl., sjálfskiptur V8 sjálfskiptur með vökvastýri '71 Vauxhall Viva De Luxe '71 Chevrolet Chevelle '71 Opel Rekord '71 Chevrolet Nova, 2ja dyra, 6 cyl., sjálf- skiptur með vökva- stýri Samband Véladeild Fyrirkomulag á fasteignamiðl- un rikisins gæti verið með ýmsu móti. T.d. væri hugsanlegt að tengja starfsemi hennar embætt- um sýslumanna og bæjarfógeta svo og Húsnæðismálastofnun rikisins með einhverjum hætti. Slikt þarf þó nánari athugunar við. Hér er ekki gert ráð fyrir að rikisvaldið fái neina einokunar- aðstöðu til fasteignamiðlunar. Einstaklingar hefðu frjálsar hendur með að leita til annarra fasteignaskrifstofa, kysu þeir það heldur. Mikilsvert væri, ef stofnun slik sem þessi gæti haft áhrif i þá átt að halda verðhækkunum fast- eigna I skefjum. Meginhluti þess fólks, sem nú selur fasteignir, kaupir aðrar i staðinn. ör verð- bólga á fasteignamarkaði kemur þvi fáum til fjárhagslegs ávinn- ings, né hefur ómæld áhrif til örv- unar almennrar þenslu I þjóðfé- laginu, Má i framhaldi af þessu benda á, að verðhækkanir koma fasteignaeigendum litið til góða, en það fólk, sem kaupir sinar fyrstu fateignir, þarf að greiða fyrir þær verð sem er umfram kostnaðarverð. Eins og að framán greinir er með tillögu þessari gert ráð fyrir að umrædd þjónusta ríkisins verði i té látin fyrir kostnaðar- verð eða ef til vill ókeypis og má þá hugsa sér að ná rekstrarkostn- aðinum, sem mun vera óveruleg- ur, með hækkun á þinglýsingar- gjaldi fasteigna. Að sjálfsögðu yrði fasteigna- miðlunin /yrst og fremst bundin viö lögsagnarumdæmi, þar sem mest er um fasteignaviðskipti en siöar mætti setja slikar stofnanir á fót viðar, ef á þyrfti að halda. f sambandi við þetta máf koma mörg atriði til greina, sem kartna þarf áður en frá löggjöf um það er gengið. En ef starfsemi slfkrar þjónustu gæti leitt til lækkunar á Ibúðaverði er til mikils að vinna.” Samræma þarf lög um Viðlagatrygg. ingu Islands Matthias Bjarnason mælti ný- lega fyrir frumvarpi um Við- lagatryggingu Islands. Guð- laugur Gislason mælti með samþykkt frumvarpsins. Gunnlaugur Finnsson gagn- rýndi, að frumvarpinu skuli hraðað gegnum þingið nú, án þess að hægt væri aö fjalla nægilega um það. En frumvarp- ið kom nær óbreytt frá efri deildt Hann benti á ýmsa galla frumvarpsins. Þessa taldi hann helzta: Ekki væri þess nægilega gætt, að bætur Viðlagaájóðs og bætur Bjargráðasjóðs fslands yrðu á nokkurn hátt sambæri- legar samkvæmt ákvæðum frumvarpsins annars vegar og reglum Bjargráðasjóðs hins vegar. Þar sem um er að ræða við- bótartryggingar við bruna- tryggingar, eru allar eignir, sem ekki eru brunatryggðar, undanþegnar bótaskyldu. Það mætti nefna öll hafnarmann- virki, vatnsveitur, orkumann- virki, hvort heldur eru raforku- eða hitaveitumannvirki, nema hús sem brunatryggð eru, sam- göngumannvirki, jarðnæði allt, lóðir og lendur. Gunnlaugur Finnsson taldi ekki ágreining um nauðsyn þess að lög um viðlagatryggingu yrðu sett, en taldi, að gera þyrfti breytingar á frumvarpinu, þannig að óbrunatryggðar eign- ir yrðu lika bótaskyldar. Matthias Bjarnason taldi að rikið yrði að greiða bætur vegna óbrunatryggðra eigna fyrst um sinn. Við aðra umræðu frumvarps- ins töluðu m.a. Magnús Kjart- ansson og Karvel Pálmason. Voru þeir sammála frumvarp- inu i megindráttum, en gagn- rýndu mjög einstaka þætti þess og meðferð á þingi og töldu að þingmenn ættu að fá betri tima til að athuga frumvarpið og gera á þvi nauðsynlegar breyt- ingar. Hver er hlutur listafólks í þjóðartekjunum? VILHJÁLMUR Hjálmarsson menntamálaráðherra svaraði ný- verið fyrirspurn Sigurlaugar Bjamadóttur um viðbótarritlaun. Svarið var svohljóðandi: „1. Ráðunaytið hefur ekki ákveðið að láta fara fram endur- mat á þessari tilgreindu úthlutun. Hins vegar hefur ráðuneytið skipað nefnd til að gera „úttekt” á stöðu lista og listafólks i þjóð- félaginu. Mun sú nefnd ljúka störfum innan eins árs. Hlutverk hennar er m.a. að leitast við að upplýsa, hver er hlutur listanna og listafólksins I þjóðartekjunum, hver er hlutur einstakra list- greina og hvernig háttað hefur verið úthlutun þeirra styrkja, sem bundnir eru við ákveðnar persónur. Þessari nefnd er ekki ætlaö að gera tillögur heldur karina stöðuna. Menntamála- ráðuneytið mun siðan, i samráði við listafólkið, Ihuga þær niður- stöður og gera tillögur til breyt- inga, ef ástæða þykir til. 2. Aö leita réttlætis almennt, að setja ljós ákvæði I reglugerð og veita almennt aðhald, þeim er starfa að úthlutun hverju sinni. 3.1 gær voru afgreidd á Alþingi lög um launasjóð rithöfunda. Reglugerð hefur að sjálfsögðu ekki verið sett um framkvæmd þeirra, og þarf að undirbúa hana vandlega. Treysti ég mér ekki á þessu stigi til að tjá mig nánar um hugsanleg ákvæði tilvonandi reglugerðar.” ARMULA 3 - SIMI 38900 Sérstakt ótak gert til að aðstoða börn með sér- þarfir innan skólakerfisins Sverrir Bergmann bar fram fyrirspurn til menntamálaráð- herra um hvað liði framkvæmd grunnskólalaga sérstaklega er varðaði fjölfötluð börn. Svar Vil- hjálms Hjálmarssonar var eftir- farandi: „Reglugerðarnefnd sú, sem starfað hefur að þessu máli siðan i fyrra, skilaði reglugerðarupp- kasti 5 þ.m. Hún undirbýr nú kostnaðar- og framkvæmdaáætl- un. — Ekki er hægt að tilgreina útgáfudag reglugerðarinnar, en unnið er að málinu fullum fetum. Þarf bæði að ákvarða um aðgerð- ir á næsta skólaári, og svo um framtiðarskipan. Málið er umfangsmikið og vandasamt. Sem dæmi um það, sem nú er i bigerð á vegum menntamálaráðuneytisins i meira og minna samstarfi við á- hugafélögin, skal ég nefna þetta: Að koma upp greiningarstöð, er meti þarfir barnanna og mögu- leika til úrbóta og veiti leiðbein- ingar fyrir foreldra og skóla. Vis- ir að sliku starfi er þegar fyrir hendi. Að leysa húsnæðisvandamál t.d. skóla fyrir fjölfötluð börn, bæði að þvi er varðar næsta skólaár, og svo til frambúðar. Fleiri mál af þvi tagi, þ.e. varð- andi húsnæðismálin, liggja vitan- lega fyrir til meðferðar og úr- lausnar. Ákveöið hefur verið að gera sérstakt átak til að leysa þessi mál á tilteknu landsvæði næsta vetur með samræmdum aðgerð- um, þ.e. með könnun á þörfinni, með námskeiði i leshjálp og ann- arri hjálp fyrir börn með sérþarf- ir, fyrir kennara frá stærri skól- unum á svæðinu með stofnun deildar við heimavistarskóla fyrir þau börn af svæðinu, sem ekki geta notið kennslu I almenn- um bekkjum. — Og svo með þvi að hjálpa til þess að þeir einstak- lingar, sem verst eru á vegi staddir, en geta þó notið tilsagn- ar, geti dvalizt um stund a.m.k. við Höfðaskólann hér i Reykja- vik, þar sem völ er á hæfustu kennurum, sem við ráðum yfir. Hér er i rauninni um að ræða byrjun á framkvæmd grunn- skólalaganna á þessu sérsviði — úti á landsbyggðinni. Þessi fram- kvæmdaáætlun nær til Austur- lands, og það er mjög með at- beina og i samstarfi við Styrktar- félag vangefinna á Austurlandi að hún verður til. Þá er fyrirhugað að ráða sér- stakan fulltrúa að ráðuneytinu, til þess að annast fyrirgreiðslu varð- andi sérkennslumálin. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þau verk, sem nú er unnið að á vegum menntamálaráðuneytis- ins, á þessu viðkvæma, vanda- sama og yfirgripsmikla sviði. Mér þótti rétt að láta þessar upplýsingar fylgja beinu svari við fyrirspurn háttvirts þingmanns.” Bændur Vantar gamlar raf- magnsvindmyllur eða hluta úr þeim. Vinsam- lega hringið í síma 40- 466 eða skrifið í póst- hólf 204, Kópavogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.