Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. júnl 1975. TÍMINN 3 Morgunblaðsmenn teknir með 16 tunnur af bensíni — Stórhættulegt athæfi, segir lögreglan í Keflavík gébé Rvik — Um klukkan háif ellefu I gærmorgun barst lögregl- unni I Keflavik tiikynning um grunsamlegar ferðir þriggja sendiferðabila við útihús viö bæ- inn Landakot á Vatnsleysuströnd. Reyndust þetta við nánari athug- un vera þrlr sendiferðabilar Morgunblaðsins, en bllstjórarnir voru að hlaða á bila sina hvorki meira né minna en sextán tunn- um af benslni, sem þeir höfðu geymt I útihúsinu. Ekki er vitað meö fullri vissu hvenær bensln- tunnur þessar voru settar I geymsluna, en trúlegt er talið, aö það hafi verið rétt fyrir þann tima, sem óttazt var að allsherj- arverkfall myndi skella á. Algjör- lega ólöglegt er að geyma sllkt magn af bensini, en þetta voru um 3.200 litrar, án tiiskilins leyfis frá brunaeftirlitinu, fyrir utan þá hættu, sem skapast bæði við flutning og geymslu á svo eldfimu efni. Flutningar þeirra Morgun- blaðsmanna voru þegar stöðvaðir og var Lárus Kristinsson bruna- eftirlitsmaður kallaður á staðinn. Lárus sagði i gær, að mönnum hefðu virzt ferðir sendiferðabíl- ana I meira lagi grunsamlegar þegar þeir voru að sniglast við útihúsið og þvi kallað á lögregl- una. Siðar kom svo i ljós, að bensín þetta hafði verið keypt hjá OHufélaginu Skeljungi. Var siðan kvaddur til flutninga- blll frá Skeljungi, sem flutti benslnið til Reykjavikur undir eftirliti. Hjá Böðvari Kvaran, sölustjóra hjá Skeljungi, fékk Tlminn þær upplýsingar, að sala bensins á tunnum væri frjáls, en að mjög óalgengt væri að slikt magn væri selt I einu, og sagði Böðvar, að hann leyfði sér að efast um að það hefði verið gert. Þá sagði Böðvar, að erfitt væri að neita viðskipta- vinum um fyrirgreiðslu á bensini, en nokkru áður en að ljóst var að af verkfalli yrði ekki, var bannað að selja bensin á brúsum eða öðr- um Ilátum, vegna þeirrar hættu, sem það hefur i för með sér að geyma slikt i bilskúrum eða heimahúsum, sem er ólöglegt. Ekki kvaðst Böðvar muna eftir þessu einstaka tilfelli, og eins og áður sagði, þá efast hann um að allt þetta magn 3,200 litrar hafi verið selt I einu. Ekki var unnt að fá nánari upplýsingar um þetta atriðiáðuren blaðið fór Iprentun. Lögreglan I Keflavik sagði i gær, að það færi ekki á milli mála, að óheimilt væri að geyma bensin án leyfis brunaeftirlitsins, og þá ekki siður hve hættulegt væri að flytja bensinið á sendi- ferðabilum, sem alltaf gætu átt á hættu að lenda i óhappi I umferð- inni. Bóndanum að Landakoti mun hafa verið kunnugt um að benslnið væri geymt i útihúsi hans, sem er i nokkurri fjarlægð frá bænum sjálfum, að sögn lög- reglunnar. Skýrslur lögreglunnar munu svo verða sendar bæjar- fógetanum i Keflavik, sem mun svo ákveða áframhald þessa furðulega máls. Flutningabill Irá Skeljungi var kvaddur til og benslnið flutt úr sendibfl- um Morgunblaðsins og þvl ekiö til Reykjavlkur undir eftirliti lögreglu. Timamynd AS Steypuvinna hafin á ný í Neskaupstað — í ráði að reisa 600 lesta vatnsgeymi VG-Neskaupstað — Steypuvinna hófst að nýju á Neskaupstað þann 22. júnl s.l., eftir endurbætur á gömlu steypustööinni, sem eyði- lagðist I snjöflóðinu i vetur. Not- azt verður við gömlu steypustöð- ina til bráðabirgða, eða þar til ný færanleg og algjörlega sjálfvirk steypustöð kemur til landsins. Verður nýja stöðin staðsett fyrir utan bæinn til að byrja með. Gylfi Gunnarsson, sem er eigandi Steypusölunnar á Neskaupstað og missti svo að segja allar slnar vélar og verkstæöið I snjóflóðinu i vetur, hefur unnið ötullega að þvl að endurreisa starfsemina og keypt I þvi skyni þessa nýju steypustöð, hörpunarvél og steypubila. I ráði er að steypa sex hundruð tonna vatnstank fyrir bæinn, en á vetrum hefur verið mikill vatns- skortur og hús verið vatnslaus i allt að 6 vikur i einu. Þá er eins og kunnugt er, ætlunin að steypa upp nýtt sjúkrahús i sumar og nýja fiskbræðslu i stað þeirrar sem eyðilagðist I flóöinu. Tveir nýir steypubilar eru nú komnir til Neskaupstaöar, sem keyptir voru til bráöabirgöa, þar sem þeir tveir bilar, sem þegar höfðu verið keyptir frá Englandi, tepptust vegna verkfallsins. Grunnurinn af fyrrverandi verkstæði Steypusölunnar verður notaður sem sementsgeymsla til að byrja með. Efniö i steypuna verður að sækja I Norðfjarðará, þar sem það er þvegið og siðan malað i nýju hörpunarvélinni, sem kom til landsins fyrir skömmu. Mikið gróska hefur verið i at- vinnulifinu og þegar hefur verið snyrt mikiö til, þar sem snjóflóðið var. Húsarústir hafa verið jafn- aöar viö jörðu og borin mold I sár- in. Hér er annar steypubfliinn aðleggja af staðf fyrstu ferðina. Ljósm. VG Borgarstjórn ákveður hver verður ráðinn forstjóri Bæjarút- gerðar Reykjavíkur BH-Reykjavik. — Agreiningur varð á fundi borgarráös sl. þriöjudag um ráðningu forstjóra Bæjarútgerðar Reykjavikur i stað Asgeirs Magnússonar, sem ráðinn hefur verið forstjóri Málmblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Lögðu borgar- ráðsmennirnir Kristján Bene- diktsson og Sigurjón Pétursson það til að starfið yrði auglýst en meirihluti Sjálfstæðismanna samþykkti þá ábendingu stjórnar Bæjarútgerðarinnar, að Einar Sveinsson yrði ráðinn i starfið. Enn er þó ráðning Einars ekki ákveðin, þvi að málið á eftir að koma til kasta borgarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu. Næsti borgarstjórnarfundur mun verða haldinn fimmtudaginn 3. júm, og verður ráðning for- stjóra að Bæjarútgerð Reykja- vikur væntanlega afgreidd þar. Gyifi Gunnarsson eigandl Steypu- sölunnar og forstjóri. Ljósm.VG Háttalag Morgunblaðsmanna þótti grunsamlegt, svo að lögreglan rannsakaði málið og kom I ljós, að i útihúsinu höföu verið geymdar 16 tunnur af bensini. TimamyndAS Skipstjóri Fróða neitar ásökunum gébé-Reykjavik. — Yfirheyrslur I máli skipstjórnarmanna Fróða frá Hvammstanga hdfust hjá Eliasi Eliassyni bæjarfógeta á Siglufirði kl. 13.00 i gær og stóðu til 20.00 i gærkvöldi. Eins og kunnugter taldi áhöfn mótorbáts- ins Þingeyings frá Kópaskeri, að Fróði heföi verið að óiöglegum veiöum I Axarfiröi 17. júni. Þá taidi áhöfn flugvélar landhelgis- gæziunnar sig hafa séð Fróða aö ólögiegum veiðum I Þistilfirði 20. júní s.l. Elias Eliasson sagði i gær- kvöldi, að skipstjóri Fróða hefði neitað áð hafa verið við veiðar i Þistilfirði, en yfirheyrslum var ekki lokið i gærkvöldi, og þvi ekki vitað, að sögn Eliasar, um við- brögð skipstjóra Fróða við ásök- un áhafnar Kópaskersbátsins. Yfirheyrslum veriður haldið áfram á Siglufirði i dag. 12000 manns áheims- móti aðventista í Vín Dagana 10.-19. júli verður hald- ið I Vin i Austurriki heimsmót Sjöunda dags aðventista. Aðvent- istar halda slik mót fimmta hvert ár og verður þetta 52. heimsmót safnaðarins. Um 2000 kjörnir full- trúar vlðs vegar að úr heiminum sækja mótiö og auk þess um 10.000 gestir, alls um 12.000 manns og miðast sú tala við hús- rými Stadthalle, þar sem mótið er haldið. Færri komast að en vilja, en fyrir fimm árum var heims- mót haldið i Bandaríkjunum i stærri sal og söttu þá mótið um 30.000 manns. Dagana 7.-10. júli verður sérstök ráðstefna starfs- manna safnaðarins. Til safnaðrins teljast nú um 3 milljónir manna, söfnuðurinn starfrækir um 5000 skóla, allt frá barnaskólum til háskóla, 140 sjúkrahús og 182 lækningastofur. Auk þess hefur söfnuðurinn á sin- um vegum umfangsmikið liknar- og hiáloárstarf. Fleiri enn einn þjófur að verki í Kópavogi gébé Rvik — Samkvæmt upplýs- ingum Þórðar Þórðarsonar rann- sóknariögreglumanns I Kópa- vogi, hefur enn ekkert komið I ljós I þjófnaðarmálinu, sem varpaö gæti ljósi á hverjir þar hafi verið að verki. Þó er taliö, að fleiri en einn hafi verið að verki, en enn hefur ekkert komið I ljós, sem byggjandi er á, sagði Þórður, sem vinnur að rannsókn málsins ásamt Asmundi Guðmundssyni rannsóknarlögreglumanni. Taldi Þórður að hér væri um að ræða langstærsta þjófnaðarmál, sem lögreglunni i Kópavogi hefur borizt til þessa. Þá sagði Þórður einnig, að fleiri innbrot heföu verið um sl. helgi, sem einnig væru i athugun og rannsókn, en vildi ekkert segja um hvort um sömu menn gæti verið að ræða. Eins og kunnugt er, var stoliö um þrettán hundruð þúsund krón- um úr skjalageymslu á skrifstofu bæjarfógetans i Kópavogi. Fá Garðhreppingar hitaveitu með hemlakerfi? BH-Reykjavik. Sveitarstjórn Garðahrepps hefur ritaö borgar- yfirvöidum bréf vegna hitaveitu þeirrar, sem verið er aö leggja i Garðahrepp. Er I bréfinu farið fram á að heita vatnið þangað verði selt með svokölluðu hemla- kerfi, eins og t.d. er gert á Sel- tjarnarnesi. Hemlakerfið er framkvæmt þannig, að húseigandi kaupir á- kveðið magn af heitu vatni til notkunar ákveðins tima, og mun venjulega miðaö við ár. Greiðir hann þá i eitt skipti fyrir öll fyrir þetta ákveðna magn, — en fær heldur ekki meira heitt vatn á umsömdu timabili, þegar um- samið magn er uppurið. 1 þessu skyni er settur sérstakur hemill á kerfið, sem lokast, þegar ákveðið og greitt magn er komið inn ftús- iö. Þetta fyrirkomulag hefur aö sjálfsögðu sina kosti og galla um- fram það, sem tiðkast hér i borg- inni, er menn greiða fyrir notkun heits vatns samkvæmt mæli. Kostirnir eru þeir, að unnt er að nota umframvatn til ylræktar t.d., en hins vegar verður mönn- um stundum á að ætla sér of litiö vatn, þegar kaldast er. Málið hefur enn ekki hlotið af- greiðslu hjá borgaryfirvöldum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.