Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 26. júní 1975. Hönnun: Hringur lóhannesson listmálari Stærð: 50 mm í þvermál. Hámarksupplag: 1000 stk. brons. 500 stk. silfur 1925/1000) Minnispeningurinn er útgefinn í tilefni af ^00 ára afmæli landnáms fslendinga í Nfanitoba, Canada. Hver peningur er númeraður og verður ekki framleiddur í annarri útgáfu. Undirritaður óskar að kaupa: _______ stk. brons á Kr. 4.500.OO pr. stk. _________stk. silfur á Kr. 9.800.OO pr. stk □ Greiðsla Kr____________________ fylgir hérmeð. □ Sendist í póstkröfu. Innifaliö í ofangr. er söluskattur og umbúðir. Heimilisfang: íslendingar 100 ár í Vesturheimi LANDNÁM ÍSIENDINGA l VESTURHEIM! sérhvert fínd unriír fót”. Ársþing HSÞ að Laugum BH—Reykjavik — 62. ársþing Héraðssambands Suður-Þingey- inga var fyrir nokkru haldið i Barnaskóla Réykdæla að Laug- um I boði UMF Eflingar. HSÞ hélt upp á 60 ára afmæli sitt á Húsavik i nóvemberbyrjun með iþróttasýningum og afmælis- hófi. Við það tækifæri voru nokkr- ir stofnendur gerðir að heiðurs- félögum. Þessir menn voru: Jóhannes Laxdal, Tungu, Sval- barðsströnd, Jón Haukur Jóns- son, Húsavik, Marteinn Sigurðs- son, Yztafelli, Marteinn Sigurðs- son,Hálsi.Einnigvoru tveir aðrir gerðir að heiðursfélögum fyrir unnin störf i þágu sambandsins, þeir: Gunnlaugur Tryggvi Gunn- arsson, Kasthvammi, og Þórður Jónsson, Laufahlið. Báðir þessir menn hafa unnið mjög mikið fyrir HSÞ. Þá tók HSÞ þátt i ellefu alda af- mælishátið að Laugum, og i sam- eiginlegu bindindismóti með Akureyringum og Eyfirðingum að Hrafnagili, auk þess sem iþróttafólk HSÞ tók þátt i mörg- um iþróttamótum innan héraðs og utan. Verður nú getið nokkurra tillagna, sem samþykktar voru á þinginu: „62. ársþing HSÞ beinir þvi til menntamálaráðherra, að hann láti kanna möguleika á stofnun fjölbrautarskóla i Suður-Þingeyj- arsýslu. 62. ársþing HSÞ felur stjórn sambandsins og glimuráði að vinna að , þvi, að eitt af lands- glimumótum GLl verði haldið i Suður-Þingeyjarsýslu á næsta ári. Að gefnu tilefni vill ársþing HSÞ 1975 beina þvi til umsjónar- manna iþróttaþátta sjónvarpsins, að þeir láti jafnan sýna meira úr landsglimumótum GLÍ en gert hefur verið til þessa. Þingið hvetur glimuráð og stjórn sambandsins til að vinna að þvi að tilsögn I islenzkri glimu verði tekin upp sem liður i Iþróttakennslu við barna- og unglingaskóla á sambandssvæð- inu. 62. ársþing HSÞ skorar á allar sveitarstjórnir á sambandssvæð- inu að koma upp aðstöðu til skiðakennslu við alla skóla héraðsins og fella skiðakennslu inn I almenna iþróttakennslu J eins rlkum mæli og frekast .er unnt. Fundurinn samþykkir að beina þvi til sambandsfélaga sinna að taka upp áróður fyrir bindindis- semi og bindindisfræðslu hvert heima hjá sér, með umræðum og fyrirlestrum á smærri samkom- um sinum, og sé einkum bent á hve háskaleg sú venja er að bjóða alltaf tóbak og vin, hverjum sem við vill taka. Þingið samþykkir að stjórn HSÞ beiti sér fyrir bindindissam- komu á sambandssvæði sinu, t.d. á Laugum, um verzlunarmanna- helgi, og skipi til þess fram- kvæmdanefnd. Allsherjarnefnd leggur til að aöalfundur HSÞ hvetji félaga til aukinnar landgræðslu. Fyrst og fremst með þvi að stöðva upp- blástur og gróðureyðingu. Stjórn Hérðassambands Suður- Þingeyinga skipa nú: óskar Agústsson Laugum, formaður, Arngrimur Geirsson Skútustöð- um, Jón Illugason Reykjahlið, Völundur Hermóðsson Alftanesi, Jónas Sigurðsson Lundarbrekku, Halldór Valdimarsson Laugum og Hafliði Jósteinsson Húsavik. Framkvæmdastjóri HSÞ er Arnaldur Bjarnason Fosshóli. 167 nemendur í Fósturskóla íslands FÓSTURSKÓLA Islands var nýlega sagt upp að Hótel Sögu að viðstöddum menntamála- ráðherra og mörgum gestum. Skólastjóri, frú Valborg Sigurðardóttir, gerði grein fyrir starfsemi skólans á s.l. skólaári, skýrði frá úrslitum prófa og ávarpaði brautskáða nemendur. Menntamálaráðherra flutti ræðu, þar sem hann m.a. ræddi húsnæðis vandamál skólans og hugsanlegar úr- bætur i þvi máli. Fulltrúar nemenda, sem brautskráðir voru fyrir 25, 15 og 10 árum fluttu skólanum árnaðaróskir og færðu honum gjafir. 25 og 15 ára fóstrur gáfu fjárupphæðir i Minning- ar- og menntunarsjóð Fóstur- skólans, en 10 ára fóstrur gáfu þroskaleikföng til sýni- kennslu. Formaður Soroptimista- klúbbs Reykjavikur, Sigur- lin Gunnarsdóttir, forstöðu- kona, flutti ávarp og afhenti fyrir hönd klúbbsins verðlaun fyrir félagsstörf i þágu nem- enda. Er þetta i annað sinn, sem Soroptimistaklúbbur Reykjavikur veitir nemanda i Fósturskóla tslands slik verð- laun. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Elsa Bergmann Hansen. 167 nemendur voru i Fóstur- skólanum i vetur. 49 nemend- ur iuku burtfararprófi, en 9 nemendur til viðbótar munu væntanlega ljúka námi að fullu siðar á árinu. Hæstu einkunnir i bóklegu námi hlutu þær Sigrún Gren- dal Magnúsdóttir og Sigriður Johnsen, og hlutu þær bóka verðlaun frá skólanum fyrir prýðilegan námsárangur. Hæstu einkunn i verklegu námi hlutu þær, Elin Pálsdótt- ir, Elisabet Jónsd., Hrafn- hildur G. Sigurðardóttir, Sélma Dóra Þorsteinsdóttir, Sigriður Johnsen, Sigrún Jónasdóttir og Þuriður Sigurðardóttir. Aðsókn að Fósturskóla Is- lands er mjög mikil og fer fjarriaðnnntséaðveita öllum umsækjendum skólavist. Kvennaársráðstefnan í Reykjavík 1975 Stærsti láglaunahópurinn — verkakonur í frystihúsum og iðnaði Býr við lélegan aðbúnað og vinnur erfiða vinnu SJ-Reykjavik. Fjörugar umræður urðu á kvennaársráðstefnunni á föstudag og laugardag, enda skoðanir stundum skiptar. Mikill einhugur rikti þó um flest mái, m.a. studdu þátttakendur ein- dregið kröfur um bætt kjör verka- kvenna, og er i tillögum ráðstefn- unnar vakin athygli á þeirri stað- reynd, að hin raunverulega lág- launastétt i landinu eru konur i þjónustu- og framleiðslustörfum. Samanburður á tekjumverka- kvenna og verkakarla leiðir i ljós 420 þúsund króna mismun á meðalárstekjum körlum i hag. 43% félaga innan A.S.l. eru kon- ur, en þó eiga þær aðeins tvo full- trúa af fimmtán i miðstjórn þess. Taldi ráðstefnan einnig, að lág- launafólkið eigi ekki lengur sam- leið með hátekjuhópum innan sambandsins. Enn fremur vakti ráðstefnan athygli á þvi, að með aukinni þátttöku islenzkra kvenna i at- vinnulifinu hafa myndazt lág- launahópar, sem eru konur, en þær vinna þó þau störf, sem skapa þann arð og þá fjármuni, sem þjóðfélag vort byggist á, og þá jafnframt möguleika til að rétta samfélaginu þá menntunar- Stangaveiðimenn vegna forfalla eru nokkur veiðileyfi laus i Miðfjarðará fram til 6. júli. Leyfin eru seld hjá Böðvari Sigvaldasyni, Barði, simi 95-1311, og á skrifstofu Landssambands veiðifélaga, Hótel Sögu, simi 15528, opið kl. 16-19 og laugardaga kl. 9-12. Veiðifélag Miðfirðinga aðstöðu, sem það kallar á til betur launaðra starfa. Þessi stóri hópur verkamanna eru konur i frystihúsum og iðnaði, sem eru að verða stærsti hópur verkamanna i landinu á lægsta kaupi. Þær hafa léleganaðbúnað á vinnustöðum, vinna erfiða vinnu og eru eigi siður en aðrar útivinnandi húsmæður i tvöföldu starfi. Ráðstefnan telur, að nauð- syn beri til að bæta og vernda hag þessa hóps með þvi að endurmeta verðmæti og virðingu þeirra starfa, sem unnin eru til sköpunar þjóðarteknanna. Kvennaársráðstefnan skorar á konur að taka sér fri frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október næstkomandi til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags sins. Fæðingarorlof greiðist af almannatryggingum Þá mótmælti ráðstefna kvenna- árs, að islenzkum konum sé mis- munað á þann hátt, að fé til að greiða fæðingarfri verkakvenna skuli tekið úr sameiginlegum sjóði verkafólks, sem ætlað er annað verkefni, meðan'þær sem vinna hjá riki og bæ fá það greitt af almannafé. Einnig vakti ráðstefnan athygli á þvi misrétti, sem sveitakonur og þær konur, sem eingöngu vinna á heimilum sinum, eru beitt ar með þvi að þær skuli settar hjá. Ráðstefnan taldi eðlilegast, að fæðingarfri á launum til allra kvenna verði fellt inn i almanna- tryggingar. Þá minnti ráðstefnan á þá grein laga um skólakerfi frá 1974 þar sem segir: ,,í öllu starfi skóla skulu konur og karlar njóta jafn- réttis i hvivetna, jafnt kennarar og nemendur.” Til þess að laga- greinin nái tilgangi sinum, verður m.a. að endurskoða efni skóla- bóka með tilliti til þeirrar mis- mununar, sem þar kemur fram. Vinda skal bráðan bug að skipun nefndar, sem i sitji karlar jafnt og konur, til að vinna að ofan- greindri endurskoðun, segir i til- lögu frá ráðstefnunni. Þá var þeirri áskorun beint til rikisstjórnarinnar, að sett verði ákvæði i stjórnarskrá Islands um jafnrétti milli karla og kvenna, sbr. yfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna 7.nóv. 1967, um afnám mis- réttis gagnvart konum, en þar segir m.a.: „Grundvallaratriði jafnréttis skal sett i stjórnarskrá eða tryggt á annan hátt með lög- um.” Enn fremur var þeirri áskorun beint til menntamála- ráðuneytisins að láta birta i fjöl- miðlum fyrrnefnda yfirlýsingu SÞ. Jafnvægi á listum stjórnmálaf lokka og í sendinefndum Kvennaársráðstefnan sendi Al- þingi áskorun um að sendinefnd Islands á allsherjarþingi SÞ verði skipuð að jöfnu konum og körlum, og á alla stjórnmálaflokka i land- inu að stuðla að þvi að það marg- ar konur taki sæti á listum þeirra, bæði til alþingis- og sveitar- stjórnarkosninga, að um helmingur af alþingis- og sveitarstjórnamönnum verði konur. Loks beindi ráðstefnan áskorun til rikisstjórnarinnar um að hún leysi togaraverkfallið þegar i stað. Ef samningar fari út um þúfur, taki rikisstjórnin rekstur togaranna i sinar hendur, enda séu þeir eign þjóðarinnar. Kvennaársráðstefnan i Reykja- vik 1975 var haldin af samstarfs- nefnd Kvenfélagasambands Is- lands, Kvenréttindafélags Is- lands, Rauðsokkahreyfingarinn- ar, Menningar-og friðarsamtaka islenzkra kvenna, Kvenstúdenta- félags Islands og Félags háskóla- menntaðra kvenna, en i þessum félögum eru samtals um 30.000 konur. Skorað var á stjórnskip- uðu kvennaársnefndina að láta gefa út hið fyrsta framsöguerind- in, sem flutt voru á ráðstefnunni i siðustu viku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.