Tíminn - 02.07.1975, Page 6

Tíminn - 02.07.1975, Page 6
6 TÍMINN Mi&vikudagur 2. júli 1975. XV ráðstefna norrænna búvísindamanna: Á SJÖUNDA HUNDRAÐ FULLTRÚAR — sækja ráðstefnuna, sem haldin er í fyrsta skipti hérlendis Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og rótt i jörðu vex korn i brauð. gébé—Rvik — 1 gærmorgun kl. 10:00 var fimmtánda ráðstefna norrænna búvisindamanna (N.J.F.) sett i Háskólabiói i Reykjavik. Þetta er i fyrsta skipti, sem ráðstefnan er haldin hér á landi, en Island gerðist aðili að samtökunum 1926, og hafa is- lenzkir fulltrúar sótt ráðstefnurn- ar, sem haldnar eru á Norður- löndunum fjórða hvert ár. Forseti tslands, Kristján Eldjárn og for- setafrú Halldóra Eldjárn, voru viðstödd setningarathöfnina, ásamt Birgi tsleifi Gunnarssyni borgarstjóía. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra setti ráöstefnuna i fjarveru landbúnaðarráðherra. Ráðstefnuna, sem stendur til föstudags, sitja um 570 erlendir fulltrúar frá Finnlandi, Dan- mörku og Sviþjóð, en islenzku fulltrúarnir eru um 70 talsins. Lúðrasveit Reykjavikur lék þjóð- lög frá öllum Norðurlöndunum við setningarathöfnina, undir stjórn Björns R. Einarssonar. Formaður NJF, Sveinn Hall- grimsson bauð gesti velkomna og Birger Granström frá Sviþjóð flutti kveðjur frá Norðurlöndun- um og lýsti yfir ánægju þátttak- enda ráðstefnunnar að vera komnir til íslands. Setningarræða Vilhjálms Hjálmarssonar fer hér á eftir: Herra forseti Islands, Kristján Eldjárn, virðulega forsetafrú, Halldóra Eldjárn, virðulegir ráð- stefnugestir. lslendingar fagna hér góðum gestum frá norrænu bræðraþjóð- unum. Ég veit ég tala fyrir hönd rikisstjórnar íslands og raunar allra Islendinga, þegar ég i nafni islenzku deildarinnar býð hina er- lendu gesti, frændur okkar, hjart- anlega velkomna til þessa móts. Islenzkir bændur hafa sérstaka ástæðu til að fagna þvi fólki, sem hér kemur saman i dag til þess að ráða ráðum sinum. Það var islenzkur bóndi sem orti þannig: Minn hlutur er að yrkja það búland, sem biður og brosið við reikulan fót. Og leggja mina hönd og minn hug ekki siður til hjálpar við islenzka rót. Og eygja hverja stund, sem af ævinni liður sem úrlausn og fagnaðarbót. Meginhlutverk bóndans er að hjálpa gróðrinum og gefa ,,barn- inu brauð” i viðustu merkingu þeirra orða. Hlutverk ykkar, viröulegu vis- indamenn, sem starfið á sviði landbúnaðarins er að hjálpa bændunum i þessu starfi. Þvi fagna islenzkir bændur alveg sér- staklega komu ykkar og vænta sér góðs af þessu þingi og af öllu ykkar starfi. Samstarf Norðurlandanna er rækt á breiðum grunni. Það sam- starf allt er jákvætt, hefir t.d. engin hernaðarleg markmið held- ur stefnir að þvi að treysta bönd vináttu og frændsemi, göfga menningu og listir þjóðanna, efla atvinnuvegi þeirra og auka fram- leiðsluna. Samtökin Nordiski jordbrugs- forskeres forening hafa þegar starfað i 57 ár. Þetta er þvi orðinn gamall og gróinn félagsskapur, eins og við segjum gjarnan Is- lendingar. Starfssögu hans ræði ég ekki, en fáum mun dyljast, að með svo viðtæku samstarfi verð- ur mörgu til vegar komið, sem ella yrði ógert látið. Islendingar hafa tekið sér fyrir hendur, svo fámennir sem þeir nú eru, að halda uppi sjálfstæðu riki með réttindum þeim og skyldum, sem þvi fylgja — og þykir áreiðanlega sumum vinum okkar erlendum nærri broslegt, sem von er. Þessu fylgir það m.a. og alveg óhjákvæmilega, að við verðum að reka og efla visindalega starf- semi á mörgum sviðum. — Sam- eiginlegar þarfir i smáu þjóð- félagi eru litlu færri en i stóru og veldur það erfiðleikum. Við finn- um t.d. oft sárt til þess Islending- ar, að okkur hefir ekki tekizt, að búa rannsóknarstarfsemi at- vinnuveganna svo vel úr garði að Vilhjálmur Hjálmarsson rá&herra setur rá&stefnuna. Tlmamyndir; G.E. mannafla og tækjum, sem við heföum viljað og vert væri. Það er þvi okkar hagur að taka þátt i samstarfi á sviði landbúnaðarvis- inda með frændþjóðum okkar, sem hér eiga traustari bakgrunn og eiga á ýmsan hátt fleiri kosta völ. Þrátt fyrir það, sem ég nú hef sagt, þá má ég fullyrða, að is- lenzkir búvisindamenn hafa unn- ið þjóð sinni ómetanlegt gagn frá þvi fyrsta og fram á þennan dag. — Persónuleg reynsla er ólygin og oft eftirminnileg. Enda þótt ég sé landbúnaðarráðherra aðeins i forföllum, þar að auki alinn upp á sjávarbakkanum, og þvi nokkuð vanur að handfjatla fisk, þá hef ég lengst af verið bóndi að at- vinnu. Þegar ég var unglingur herjaði „bráðafár” sauðféð. Þegar ég kom af fjalli á haustin, þá gekk ég um hagann kvölds og morgna að stytta kvalið helsjúkra kinda. Gamla bóluefnið, sem dugað haföi vel I fyrstu, var orðið óvirkt. — Islenzkir visindamenn bættu úr þessu og gerðu hinar óskemmti- legu eftirlitsferðir með aflifunar- vopnið óþarfar með öllu. Fáum árum siðar kom upp ormaveiki, sem drap fjölda fjár og enginn kunni ráð við. Fór þessu fram um hrið, unz islenzkir vísindamenn undir forystu próf. Nielsar Dungal sendu út „orma- lyfið”, sem reyndist óbrigðult meðal i áratugi. — Þessari reynslu gleymi ég aldrei. Með nýjum timum koma ný vandamál, sem mæta verður með nýjum viðbrögðum. Ég nefni dæmi: Islenzkir bændur ræktuðu á fáum árum stór tún með nýju lagi. En þau tún þola illa köld vor. Mikið er i húfi, þvi grasið er undirstaða velmegunar hjá is- lenzkum bónda. — Tilbúinn áburður er ekki gamalt fyrirbæri. Dreifing hans úr flugvélum um tún og heiðar er enn nýrra uppá- tæki. Hér er mjög mörgum spurn- ingum ósvarað. — En ekki fleiri orð um slika einstaka þætti. Hér er þeim manni bezt að tala var- lega, sem e.t.v. kann minna fyrir sér i þessum greinum en aðrir viðstaddir. Ég sagði áðan, að með nýjum timum kæmu ný vandamál. — Sum þeirra eru i senn ný og við- varandi. Svo er um þá spurningu allra tima, sem að þvi er ykkar vettvang snertir, virðulegu búvis- indamenn, er flestum eða öllum stærri. Hvernig get ég umgengizt land mitt, þannig að það skili full- um arði til handa mér og öðru mannfólki, en sé þó stöðugt á leið aö verða betra og arðgæfara? Það er hlutverk bænda og bú- vísindamanna að stuðla að þvi að svo megi til takast. Aö siðustu, góöir tilheyrendur: Visindin eru máttug og maðurinn stoltur af mætti þeirra. Það er gagnlegt að hittast, ráða ráðum sinum og skila fenginni vitneskju frá manni til manns. — En má ég einnig minna á spakmæli skálds- ins, sem kvað: Háskólabió var skreytt fyrir setningarathöfnina I gærmorgun. Sveinn Hallgrlmsson býður þarna gesti og fulltrúa velkomna. Lúðrasveit Reykjavikur lék undir stjórn Björns R. Einarssonar. Ráðstefnan er sett.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.