Tíminn - 02.07.1975, Side 12

Tíminn - 02.07.1975, Side 12
12 TÍMINN Miövikudagur 2. júlí 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 59 gamansemiaf læknisins hálfu. Hann vildi alls ekki aö Kern yrði Ijóst hversu mjög hann var illa haldinn. Óglatt — svimi. „Finnurðu einhvers staðar til?" sagði Kern. „Sársaukinn var minni en áður en hann rígvafði mig allan. Hann lét mig fá einhverjar pillur. Ég á að taka eina á klukkustundar fresti. „Gera þær eitthvert gagn?" „Alveg nóg." Svarið hljómaði vel. Hann varð að tala varlega um þetta við Kern. Gera sem minnst úr þjáningunum. Þó ekki svo, að Kern hætti að trúa honum. Hann gæti krafist þess, að hann færi aftur á spítalann. Áður en Teasle fór á spítalann hafði Kern komið til hans bálreiður. Hann hellti sér yfir Teasle fyrir að elta strákinn inn ákóginn án þess að bíða eftir ríkislög- reglunni. „ÞETTA ER MITT LÖGSAGNARUMDÆMI. ÞÚ NOTAÐIR ÞÉR AÐSTÖÐU ÞÍNA. NÚ ER BESTAÐ ÞÚ HALDIR ÞIG FRÁ ÞESSU," hafði Kern sagt. Teasle hafði hlustað þögull á þennan reiðilestur. Hann leyfði Kern að létta á reiði sinni. Þar næst reyndi hann með ró að útskýra það fyrir Kern, að það þyrfti meira en einn mann til að skipuleggja þessa umfangsmiklu leit. Teasle hafði enn aðra ástæðu, sem hann nefndi þó ekki. Hann var þó viss um að Kern hafði leitt hugann að henni: Vel gat verið, að jafnmargir menn létu lífið nú — eins og í upphaf i leitarinnar. Betra var að ábyrgðin hvíldi ekki öll á einum manni. Kern var ekki styrkur foringi. Teasle vissi, að hann hafði oft reitt sig á aðstoð annara. Þess vegna var Teasle nú hér — honum til aðstoðar. Hversu lengi var hins vegar óvíst. Þrátt fyrir alla galla Kerns, hafði hann þó áhyggjur af mönnum sínum og hversu mikið starfsálag þeir þyldu. Ef það hvarf laði að honum að Teasle væri sárþjáður, gæti hann sem hægast ákveðið að senda hann heim. Stórir vöruf lutningabilar skröltu f ram hjá í myrkrinu. Teasle vissi, að í þeim voru hermenn. Það heyrðist í vælu sjúkrabif reiðar. Bifreiðin ók hratt upp veginn og æddi í átttil bæjarins.. Teasle fagnaði því að geta talað um eitt- hvað annað en eigið ástand. „Hvað vildi sjúkrabíllinn?" „Þetta var enn einn óbreyttur borgarinn, sem krækti sér í skotsár." — Teasle hristi höfuðið. „Þeir eru að deyja úr hjálp- semi." — „Deyja er rétta orðið." — Hvað kom fyrir?" — „Heimska. Nokkrir þeirra settu upp tjaldbúðir í skóginum. Þeir ætluðu sér að slást í för með okkur í morgunsárið. Þeir heyrðu þrusk og hávaða í myrkrinu. Þá datt þeim strax í hug að strákurinn væri þarna á f erð, og ætlaði að laumast þarna niður — yfir veginn. Þess vegna gripu þeir til riff lana og fóru að kanna málið. Áð- ur en þeir vissu af, voru þeir búnir að týna hver öðrum í myrkrinu. Einn maður heyrði til annars og hélt það væri strákurinn. Hann byrjaði að skjóta. Þá skaut hinn, og svo upphófst ailsherjar skothríð. Tii allrar mildi drapst eng- inn. Þetta voru aðeins slæm skotsár. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt." „Ég get ekki sagt það sama." Skömmu áður hafði Teasle litið á kortið. Honum fannst höfuð sitt troðið slikjusilki. Nú kom þessi tilfinning skyndilega yf ir hann aftur. Honum þóttu orð sín vera bergmál einhvers staðar utan við sig. Hann hugsaði ekki skýrt, að honum sótti velgja og hann langaði mest til að þagna og leggjast niður á bekkinn. En Kern mátti ekki komast að því hvernig honum leið. „Þegar ég vann í Louisville,", sagði hann, og gat tæp- ast komið upp úr sér framhaldinu. „Síðan eru tæp átta ár. í næsta bæ við okkur var lítil stúlka numin á brott. Bæjarlögreglan hélt að hún hefði orðið fyrir líkamsáras — og verið skilin eftir einhvers staðar. Þess vegna skipulögðu þeir leitarflokk. Við vor- um nokkrir, sem áttum helgarfrí. Þess vegna fórum við þeim til hjálpar. Gallinn var aðeins sá, að þeir sem skipulögðu leitina, báðu um aðstoð og auglýstu eftir liðs- mönnum í útvarpsstöðvum og dagblöðum. Þeir sem vildu fría máltíð og svolftin* spenning ákváðu að slást með í förina." Teasle var ákveðinn í því, að leggjast ekki niður. Álag næturinnar var farið að segja til sín. Honum fannst bekkurinn vera að falla undan sér. Loksins sættist hann á það við sjálfan sig, að halla sér upp að segldúknum. Hann vonaði, að hann liti sæmilega vel út. „Fjögur þúsund," sagði hann, og barðist við að tala skýrt og greinilega. Það var hvergi hægt að koma þeim fyrir til svef ns, ekkert fyrir þá aðéta. Engin leið að hafa stjórn á svo mörgum mönnum. Bærinn varð skyndilega allt of lítill og sprengdi allt utan af sér. Flestir mann- anna staupuðu sig mestan tímann. Svo drösluðust þeir með bílunum út á leitarsvæðið. Einn var nærri drukknaður í mýrarfeni. Einn hópurinn týndist. Þá varð G E I R I D R E K I K U B B U R ■ 111111:: Miðvikudagur 2. júli 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Geir Christensen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlistkl. 10.25: Gabriel Vershchra egen leikur Prelúdiu og fúgu i a-moll eftir Brahms /Birgit Finnila, Theo Altmeyer, William Reiner, Bach- kórinn og hljómsveitin i Herford flytja „Missa brevis” i g-moll eftir Bach. Morguntónleikar kl. 11.00. Filharmóniusveitin i Vin leikur Spænska rapsódiu eftir Ravel/Hljómsveitin Philharmonia leikur „Tónlist fyrir strengja- sveit” eftir Arthur Bliss/- Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur „Gullöldina” ballett- svitu op. 22 eftir Sjosta- kovits. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við‘vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lifs og moldar” eftir Guð- mund L: Friðfinnsson. Höfundur les (5). 15.00 Miðdegistónleikar. Itzhak Perlman og Vladimir Ashkenazy leika Sónötu nr. 2 i D-dúr op. 94a fyrir fiðlu og pianó eftir Prokofjeff. Barokk-trióið i Montreal leikur Tilbrigði fyrir flautu, óbó og sembal eftir Harry Freedman. Alfred Mouledous, Sinfóniuhljóm- sveitin i Dallas og kór flytja „Prometheus”, tónverk fyrir pianó, hljómsveit og kór eftir Scrjabin, Donald Johanos stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Popphorn. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óskalagaþátt fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „I útlegð” eftir Anton Tsjekoff. Aslaug Ár n a d ó 11 i r þý d d i. Guðmundur Magnússon leikari les. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Á kvöldmálum. Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Einsöngur f útvarpssal. Margrét Bóasdóttir syngur lög eftir islenzka og erlenda höfunda. Guðmundur Jóns- son leikur á píanó. 20.20 Sumarvaka. a. Tvö á tali. Valgeir Sigurðsson ræöir við Auði Eiriksdóttur ljósmóður. b. ólafur þögli. Gunnar Valdimarsson les brot úr ljóðaflokki eftir Benedikt Gislason frá Hof- teigi. c. Veiðivötn á Landa- mannaafrétti. Gunnar Guðmundsson flytur fyrsta erindi sitt: Leiðin til Veiöivatna. d. Kórsöngur. Blandaður kór og hljóm- sveit flytja lög eftir Þórarin Guðmundsson, höfundur stjórnar. 21.30 Gtvarpssagan: „Móðirin” eftir Maxim Gorkf. Sigurður Skúlason leikari les (19). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Rómeó og JúIIa I sveitaþorpinu” eftir Gott- fried Keller Njörður P. Njarðvik les þýðingu slna (7) 22.35 Orð og tónlist. Ellnborg Stefánsdóttir og Gerard Chinotti kynna franskan visnasöng. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.