Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 26. júll 1975. TÍMINN 9 Varðskipið óðinn við störf á miðunum. Myndin er tekin f seinasta „þorskastrlði”. A að lengja Óðin Þessi stefna stjórnvalda hafði þegar verið tekin upp þegar varðskipið Óðinn var smiðað, og sagt var að skipið hefði getað haft mun meiri ganghraða, ef leyfi stjórnvalda hefði fengizt fyrir aukinni lengd á skrokki skipsins. Talað var um 2-3 sjómilur, eða hnúta. Þá vaknar sú spurning: Hvers vegna er tækifærið ekki gripið nú til að lengja þetta skip um nokkra metra? A sinum tima varrættumað miklu hefði munað, ef skipið hefði verið þrem metr- um lengra, svo mjótt hefur verið á munun um. Þetta væri lika ef til vill unnt að gera heima, þótt ekki vilji ég fullyrða það án könnunar. A sinum tima munu hafa verið gerðar tilraunir með hraða og sjóhæfni ÓÐINS og getur forstjóri Landhelgisgæzlunnar vafalaust upplýst stjórnvöld um möguleika á auknum hraða vegna lengingar skipsins. Landhelgi íslands hefur stækkað, og nú verður hún 200 sjómilur. Gjörbreytt viðhorf eru nú um skipakost landhelgisgæzl- unnar. Það fer að skipta meira máli hvort skipin „hafa yfirferð” án óþarfa olluausturs. Ef Oðinn gæti með sömu vélarorku aukið feröina um eina sjómilu á klukku stund, eru það 24 sjómllur á dag, 240 sjómilur i einni ferð (varlega áætlað), eða skipið myndi sigla um 450 kilómetrum lengra með sama oliukostnaði. Sparnaðurinn næmi einni ferð út á fiskveiði mörkin; 200 sjómilur undan ströndum landsins. Hér er þvi til nokkurs aö vinna, auk þess sem skipið getur haft stærri elds neytisforða meðferðis og rými eykst um borð i skipinu, sem er til mikillar hagræðingar. Við eigum nægjanlega mikið af sérmenntuðum mönnum til þess að unnt sé að gera fræðilega könnun á þessu atriði og skrifa um það skýrslu. Varðskip kosta nú einn milljarð, svo það er ekki úr vegi að athuga vel sinn gang, hvort ekki má fá „nýtt” skip með tiltölulega einfaldri lengingu á varðskipinu Óðni. „Strompleikur” Meðal þeirra atriða, sem upp voru talin, er það að setja „tvo reykháfa” á varðskipið. Hvað á svona strompleikur að þýða? Einn reykháfur er alveg nóg fyrir skipið. Sama máli gegnir með turninn. Hann er vafalaust ágæt- ul, en þarna vantar undirstöðuna — skipið sjálft. Virðist tilgangur- inn ekki nógu ljós til þess að verið sé að fleygja i þetta peningum. Að visu er sagt að þyrluskýli eigi að koma milli „reykháf- anna”. Þvi er til að svara, að þyrlur eru aldrei neitt að ráði um borði varðskipunum og sennilega eru til önnur, ódýrari úrræöi, en reykháfasmiði, eins og á varð skipinu ÞÓR. Mæli ég til dæmis með þvl, að athugað sé með smíði á léttbyggðu inndregnu flugskýli, sem smiða mætti innanlands. Skýli þessi varðveita flug- vélarnar fyrst og fremst fyrir seltu og nýir möguleikar koma með le’ngingu varðskipsins ef til kemur. Aðrar breytingar sýnast mér vera til bóta og fagna ég þvi að ráðizt skuli I endurbætur og ýms- ar tækjanýjungar, þvi að ekki mun af veita fyrir flota land- helgisgæzlunnar, þegar þar að kemur að þeir þurfa að gæta 200 sjómilna fiskveiðilögsögu. Af hverju eru vopnin keypt í Græn- landi? Það er ef til vill rétt fyrir stjórnvöld að athuga sinn gang nokkuð hvað varðar vopnabúnað varðskipanna. Um það hefi ég rætt fyrr. Varðskipin eru með eldgamlar, stórar fallbyssur, sem eru i raun og veru stór hættulegar bæði þeim, sem skjóta af þeim og eins fyrir umhverfið. Kannski er skotmarkið þó i mestri hættu, þvi miðunarnákvæmni er sáralitil. Einhversstaöar sá ég, að tekizt hefði að útvega byssu i varðskipið TÝ frá Grænlandi og manni er spurn: hvers vegna kaupa Is- lendingar vopn sin frá Grænlandi en ekki úr forminjasöfnum Evrópu, ef þeir endilega vilja vera meö „antik” á skipunum? Varðskipsmennirnir islenzku hafa orðið að þola margt á miðun- um. Dráttarbátar hafa reynt að sigla á skipin og það sama hafa togarar gert. Meðan við búum þessi skip ekki alvöruvopnum, þá mun þessum ásiglingum ekki linna. Ég er ekki að hvetja til mann- drápa, en ég tel að vel vopnað skip hefði meiri áhrif á miðunum, en skip, sem vopn eru keypt i á Grænlandi. Hefð og vani Ef skoðaðar eru skipagerðir skipafélaga, sem starfað hafa lengi, þá sést, að skipafélögum hættir mjög mikið til endur- tekninga I skipabyggingum jafn- vel þótt það hafi upphaflega fyrir tilviljun eignazt frumgerðina. Þannig byggðu þeir Akraborgina fyrri svo til eins og gamla Lax- foss. Þýzka fiskveiðigæzlan I N-Atlantshafi hafði dráttarbát til umráða I fyrstu, og næstu skip urðu ósjálfrátt „dráttarbátar”. Sama henti Landhelgisgæzluna. Fyrstu varðskipin voru togarar, og þess vegna urðu bæði gamli ÆGIR og nýi ÞÓR ósjálfrátt með sama lagi og togarar, jafnvel þótt þessi skip hefðu önnur viðfangs efni og aðrar gerðir hentuðu betur. Núverandi forstjóri landhelgis- gæzlunnar mun hafa átt sinn þátt I að þessi hefð var rofin, og þá með varðskipinu ÓÐNI, sem hentar langtum betur til sins brúks en td. skip með togaralag- inu. Nú virðist sama sagan vera að koma upp, tveir strompar, turnar, eins og á frumgerðinni ÆGI, en veigamiklir hlutir, eins og skipastærðin virðist ekkert breytast, þrátt fyrir yfirburöi stórra skipa á viðáttum Atlants- hafsins, sem nú er „vort haf” á ný. Þvi legg ég til að málin veröi skoðuð, áður en við eignumst enn eitt ,,vasa”-orrustuskipið I viðbót. Að lokum þetta : Varðskipið Óð- inn var á sinum tima — og er mjög gott skip. Varðskipin verða stundum til fyrir skoðanaskipti milli þeirra, er stjórna slikum skipum og hinna er hafa ákvörðunarvaldið. Við erum fá- tæk þjóð, og verðum að fá fullt fyrir okkar peninga. Þess vegna ákvað ég að senda þetta tilskrif, mönnum til athugunar. Jónas Guðmundsson. -v: ííís iss: ::: 11 I R ::> n I ii •xi": m g II Magnús Bjarnfreðsson bæjarfulltrúi: Leggjum áherzlu á fé- lagslegtframtak í bygg- ingaframkvæmdum — Alþýðubandalagið vill hins vegar byggja íbúðir til sölu á frjálsum markaði A fundi bæjarstjórnar Kópa- vogs þann 18. júli s.l. komu fram furðuleg viðhorf minnihlutaflokk- anna til þeirra, sem byggja á félagslegum grundvelli, svo sem Byggingarsamvinnufélags Kópa- vogs. Tilefni umræðnanna I bæjar- stjórninni var, að nýbúið er að skipuleggja háhýsahverfi á innanverðum Digraneshálsi, þar sem verða munu um 350 ibúðir. Fyrir siðustu bæjarstjórnar- kosningar lögðu framsóknar- menn I Kópavogi höfuðáherzlu á, að Byggingarsamvinnufélag Kópavogs fengi þarna land undir framtiðarverkefni sín. Byggingarsamvinnufélagið hefur á undanförnum 8 árum byggt all- mörg fjölbýlishús, og er óhætt að fullyrða, að verð ibúðanna þar hefur verið mjög hagstætt. A siðastliðnum tveimur árum hafa byggingarafköst félagsins stór- aukizt, og til þess aö ekki verði verulegur samdráttur I starfsemi félagsins er nauðsynlegt að félag- ið fái lóð, sem unnt verður að hefja framkvæmdir á I haust. Það hefur lengi verið ósk félagsins, að bæjaryfirvöld úthlutuöu þvi all- stóru svæði, þar sem unnt væri að byggja nokkur hús eftir sömu teikningu og hagnýta með þvi aukna byggingartækni, þannig að unnt væri að lækka byggingar- kostnað. Eins og allir vita hefur Kópa- vogsbær vaxið glfurlega slðustu árin, og eru þar nú nokkur ný hverfi I uppbyggingu. Vegna þessara framkvæmda hefur þurft að verja miklu fé til gatna- og holræsagerðar og þess vegna þótti bæjaryfirvöldum nú nauð- synlegt að á þessu ári þyrfti ekki að verja stórfé til þess að gera ný hverfi byggingarhæf. Akveðið hafði verið að háhýsahverfi risi inni á Digraneshálsi, og var ljóst að þar þyrfti lágmarksgatna- framkvæmdir til þess að upp- bygging gæti hafizt. Bæjaryfir- völd vildu einnig að uppbygging hins nýja hverfis yrði ekki mjög ör, meðal annars með hliðsjón af skólabyggingum og öðrum þjónustustofnunum. Var því ljóst að sjónarmið bæjaryfirvalda og Byggingarsamvinnufélags Kópa- vogs færu þarna algerlega saman. Nýtt félag Fyrir nokkru var stofnað i Kópavogi nýtt byggingarfélag, Byggingarfélag ungs fólks, al- mennt kallað Byggung. Hliðstætt félag I Reykjavík hefur fengið á sig það orð að það sé nátengt ákveðnum stjórnmálaflokki og vakti úthlutun fjölbýlishúsalóðar til þess i Reykjavik miklar deilur á sl. ári, sem kunnugt er. Bygg- ung I Kópavogi sótti einnig eftir þvi að fá nokkra aðstöðu á hinu nýja athafnasvæði. Bæjarfulltrú- ar framsóknarmanna töldu það frumskilyrði að félag, sem fengi þarna lóðir, væri öllum opið og óháð pólitískum stjórnmálaflokk- um, eins og Byggingarsamvinnu- félag Kópavogs er. Til þess að taka af öllu tvimæli hélt stjórn Byggung aukaaðalfund, þar sem lög félagsins voru endurskoðuð I samræmi við þetta sjónarmið. Eftir það töldu bæjarfulltrúar framsóknarmanna eðlilegt, að hið unga félag fengi tækifæri til þess að spreyta sig þarna, enda starfa ekki önnur byggingafélög á félagslegum grundvelli I Kópa- vogi en þessi tvö. Uppþot minnihlutans Othlutun þessara lóða kom til umræðu I bæjarráði Kópavogs þriðjudaginn 15. júli sl. en af- greiðslu málsins var frestað um eina viku. Þremur dögum siðar var svo haldinn fundur I bæjar- stjórninni og þar var fundargerð bæjarráðs til umræöu. A bæjar- stjórnarfundinum ruku fulltrúar minnihlutans hver á fætur öörum i ræðustól og réðust harkalega á meirihluta bæjarstjórnar fyrir það að ætla sér að úthluta þessum lóðum til byggingarfélaganna tveggja. Þótti sumum skjóta nokkuð skökku við, þegar þeir nafnarnir, Ólafur Jónsson, efsti maður á lista Alþýðubandalags- ins við slðustu bæjarstjórnar- kosningar og Ólafur Haraldsson eini bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins, héldu um það hjartnæmar ræður að auglýsa þyrfti lóðirnar svo þeim sem byggja ibúðir til þess að selja þær á frjálsum markaði, gæfist kostur á að fá þarna aðstöðu fyrir starfsemi slna. Þó lýsti Ólafur Jónsson yfir fyllsta stuðningi við Byggung og að það fengi að spreyta sig. Bæjarfulltrúar framsóknar- manna og sjálfstæðismanna héldu fast við þá afstöðu sína, að á þessum lóðum yrðu eingöngu reist hús með félagslegu átaki og samþykktu að visa málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjár- ráðs. Var málið afgreitt þar þriðjudaginn 22. júlí. Þegar samþykkt hafði veriö I bæjarstjórn að visa málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjar- ráðs, lögðu fulltrúar minnihluta- flokkanna fram harðorða bókun I bæjarstjórn, þar sem meðal ann- ars koma fram dylgjur um póli- tlska misnotkun á byggingar- félögum þessum, eða eins og seg- ir I bókuninni „Sérstaklega telj- um við ámælisvert, að fulltrúar fyrrgreindra stjórnmálaflokka úthluta svo riflega til byggingar- félaga, sem vitaö er að flokkarnir nota eftir mætti I pólitiskri starf- semi sinni”. Nú er Byggung I Kópavogi óskrifað blað I þessum efnum, svo um pólitlska misbeit- ingu þess félags getur ekki verið að ræða. Hljóta því ummæli full- trúa minnihlutaflokkanna að eiga við um Byggingarsamvinnufélag Kópavogs. 1 tilefni þess gerði Magnús Bjarnfreðsson bókun, þar sem segir m.a.: ,,Ég hlýt að mótmæla harðlega þeim aödrótt- unum i garð Byggingarsam- vinnufélags Kópavogs, sem felast i bókun minnihlutaflokkanna, þar sem þvi er slegið föstu, að ein- hverjir stjórnmálaflokkar noti það eftir mætti i pólitiskri starf- semi sinni. Ég þykist þess fullviss, að undir þessi ummæli min geti tekið þeir fjölmörgu, sem þar hafa notið fyrirgreiðslu við að koma sér upp þaki yfir höfuðið án þess að hafa verið spurðir um stjórnmálaskoðanir.” Ólafs þáttur Jónssonar Sem fyrr segir, kom ýmsum málflutningur Ólafs Jónssonar spánskt fyrir sjónir. Ólafur er þó ekki allsókunngur félagastarf- semi sem þessari, og þykist gjarna vilja beita sér fyrir þvi, að vandamál séu leyst með félags- legu átaki. Fyrir um það bil tiu árum beitti hann sér fyrir þvi, ásamt nokkrum öðrum framá- mönnum Alþýðubandalagsins I Kópavogi að reynt yrði að stofna þar annað byggingarsamvinnu- félag. Tilraunir þær enduðu með þvi að þeir, sem fyrir þeim stóðu, gengu i Byggingarsamvinnufélag Kópavogs og hafa siðan reynzt þar hinir nýtustu félagsmenn. Einn þeirra, Sigurður Grétar Guðmundsson fyrrveandi bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, sem beitti sér fyrir þessari lausn, var um alllangt skeið varaformaður félagsins og núverandi vara- formaður félagsins er Björn Kristjánsson, fyrrverandi vara- bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins. Þessir tveir menn lögðu Framhald á bls. 13 i*É1 í I t s l||l m ” p | Eitt fjölbýlishúsa þeirra, sem Byggingarsamvinnufélag Kópavogs hefur reist. HúsiB stendur viö Lundarbrekku. Timamynd Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.