Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.07.1975, Blaðsíða 16
Laugardagur 26. júll 1975. Nútíma búskapurþarfnast BAUER haugsugu Guöbjörn GuAjónsson fyrirgóénn mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Höfum varað Sovétstjórnina við afskiptum af innanríkis- málum Portúgals Óstaðfestar fréttir herma, að portúgalskir kommúnistar hafi þegið andvirði tíu milljóna dala frá sovézkum flokksbræðrum Tyrkir yfirtaka herstöðvar USA Reuter-Ankara. Tyrk- landsstjórn hefur ákveðið að yfirtaka allar bandariskar herstöðvar I Tyrklandi — utan eina er hefur sérstakt giidi sem hlekkur i varnarkeðju Atlantshafsbandalagsins. Akvörðun þessi, er fylgir i kjölfar synjunar fulltrúa- deildar Bandarikjaþings.á að aflétta vopnasölubanni til Tyrklands, kemur til fram- kvæmda þegar i dag. Costa Gomes Portúgalsforseti: Skora á herforingja að gæta hófs og forðast ótök við vestræn ríki sér stað innan MFA. Areiðanleg- hinna frjálslyndari herforingja MFA, verði róttækari armur ar heimildir herma, að margir hafi hótað að segja skilið við hreyfingarinnar ofan á. Rabin, forsætisráðherra ísraels: Tillögur Egypta óað- gengilegar NTB/Reuter-Lissabon. Francisco Costa Gomcs, Portúgalsforseti skoraði i gær á ráðandi öfi i Portúgal að gæta hófs og forðast átök við vestræn ríki. Þar með tók forsetinn eindregna afstöðu með frjáislyndari armi MFA — Stjórnmálahreyfingar hersins, er öllu ræður I portúgölskum stjórn- málum. I ræðu við upphaf áriðandi fundar MFA i gær sagði Costa Gomes, að fólkið fylgdi bylting- unni ekki lengur — og aðeins hóf- semi og sáttfýsi gæti tryggt portúgölsku þjóðinni friðvænlega framtið. Þessiummæli forsetans fylgja i kjölfar mikilla átaka, er átt hafa NTB/Reuter-Tel Aviv. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra tsraels, lýsti þvi yfir i gær, að siðustu tii- lögur Egypta að nýju bráða- birgðasamkomulagi á Sinai- skaga væru aiis óaðgengiiegar. Hann bætti þó við, að Israels- menn hugleiddu nú að draga her- lið sitt á skaganum tii baka um 40 kilómetra. Rabin lét svo um mælt i viðtali við israelska sjónvarpið. Ráð- herrann sagði, að samningaum- leitunum yrði að sjálfsögðu haldið áfram, en árangurs væri ekki að vænta á næstunni. Kurt Waldheim, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kom i gær til Kairó til viðræðna við egypzka ráðamenn. Við komuna þangað kvaðst Waldheim vonast til, að nýtt bráðabirgðasamkomulag milli Egypta og Israelsmanna næðist innan þriggja mánaða. Utanríkisráðherrar Afríkuríkja: Vilja víkja ísrael úr SÞ . — og grípa til efnahagslegra refsiaðgerða gegn þeim, sem eiga viðskipti við það Reuter-Kampala. Utanrikisráð- hcrrar Einingarsamtaka Afriku- rikja, sem nú þinga i Kampala, höfuðborg Uganda, samþykktu I gær ályktun þess efnis>að israel yrði vikið úr Sameinuðu þjóðun- um, og jafnframt að teknar yrðu upp refsiaðgerðir gegn israels- riki. Samþykkt þessi er svipuð ályktun utanrikisráðherra rikja múhameðstrúarmanna, sem samþykkt var á fundi þeirra i Jedda fyrir niu dögum, og gæti útilokað Israelsriki frá þvi að taka þátt i starfi allsherjarþings- ins, rétt eins og Suður-Afrika sl. ár. Fréttaskýrendur sögðu, að öryggisráðið gæti beitt neitunar- valdi til þess að koma i veg fyrir, að fsrael hyrfi úr samtökum Sameinuðu þjóðanna, en andstæð ingar þeirra virðast nú ráða yfir nægu atkvæðaafli á vettvangi allsherjarþingsins til þess að svo geti orðið. Utanrikisráðherrarnir undir- búa nú fund leiðtoga rikja Ein- ingarsamtakanna, sem haldinn verður i Kampala i næstu viku. Munu utanrikisráðherrarnir undirbúa uppkast að samþykkt um aðgerðir gegn Israel og verð- ur uppkastið lagt fyrir fund leið- toganna. Heimildir frá fundi utanrikis- ráðherranna hermdu, að þá greindLá um, hvort heldur fara bæri að tillögu Egypta um þafj að tsraelsmönnum verði vikið úr S.Þ. skili þeir ekki herteknum svæðum, eða hvort taka beri undir skilyrðislausa kröfu palestinuaraba um brottvikning- una. Telja fréttaskýrendur likleg- ast, að tillaga Egypta verði sam- þykkt. Egyptar krefjast þess einnig, að gripið verði til efnahagslegra refsiaðgerða gegn viðskiptarikj- um ísraels, sem i raun myndi þýða, að sérhvert ríki, sem við- skipti ætti við fsrael, yrði beitt efnahagslegum refsiaðgerðum af hálfu Araba og meðlimarikja Einingarsamtakanna. Reuter-Washington. Henry Kiss- inger, utanrikisráðherra Banda- rikjanna, sagði i gær, að Banda- rikjastjórn hefði varað Sovét- stjórnina við að skipta sér af innanrikismálum Portúgals — og lagt áherziu á, að slik afskipti væru ósamrýmanleg batnandi sambúð austurs og vesturs. Kissinger lét svo um mælt á fundi með fréttamönnum, er hann svaraði spurningu eins þeirra varðandi fréttir þess efnis, að portúgalskir kommúnistar hafi þegið stórfé frá sovézkum flokks- bræðrum — er nemi allt að tiu milljónir dala á rúmu ári. Kiss- inger tók þó fram, að tiu milljón dalir væru e.t.v. of há upphæð. Siðar bætti Kissinger við, að óréttlátt væri að kenna Sovét- mönnum um þann glundroða, er nú rikti i portúgölskum stjórn- málum. Frá mótmælafundi portúgalskra kommúnista: Ekki blæs byriega, þrátt fyrir háar fjárhæðir frá Sovétríkjunum. Þingslitum frestað á Indlandi Reuter-Nýju Delhi. Indverska stjórnin tilkynnti i gær, að hún hefði frestað þingslitum, er upphaflega áttu að fara fram þann 28. júli n.k. Þingið var sem kunnugt er kallað saman til sérstaks aukafundar þann 21. júli s.l. Astæðan fyrir frestuninni er sú, að enn á eftir að afgreiða nokkur áríðandi stjórnar- frumvörp. Þá á enn eftir að staðfesta þær handtökuskip- anir, er gefnar voru út i kjöl- far þess, að lýst var yfir neyðarástandi i landinu. Geimferðinni lokið Reuter-Houston. Sameigin- legri geimferð Bandarikja- manna og Sovétmanna er far- sællega lokið. Apollo-geim- farið lenti á Kyrrahafi I fyrra- kvöld, nákvæmlega á tilsett- um stað. Þegar geimfarið kom inn i andrúmsloft jarðar I fyrra- kvöld, streymdi eitrað gas inn iþað. Visindamenn kunna enn engin svör við þessu. Geim- fararnir þrir — sem nú eru á leið til Bandarikjanna með flugvélamóðurskipi — virðast sem betur fer vera ósnortnir af eiturgasinu. Flugvélar saknað í Kanada Reuter-Montreal. Flugvélar af gerðinni DC-3 var saknað í norðurhluta Quebec-fylkis i gær, 24 eru um borð I véiinni. Talsmaður kanadiska hers- ins sagði siðdegis i gær, að flugmaður flugvélarinnar hefði tilkynnt að eldsneytið væri á þrotum. Siðar hefði ekkert til hennar spurzt. Herflugvélar leituðu hinnar týndu flugvélar i gær — en án árangurs, er siðast frettist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.