Fréttablaðið - 24.04.2005, Page 2

Fréttablaðið - 24.04.2005, Page 2
2 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR Hnúfubakur í Reykjavíkurhöfn: Vakti lukku ferðamanna HVALASKOÐUN „Þetta er í fyrsta sinn sem ég veit til þess að stór- hveli hafi komið inn í höfnina hér í Reykjavík,“ segir Einar Örn Einarsson, skipstjóri á hvalaskoð- unarskipinu Eldingu. Einar sem er vanur að þurfa að fara langt út á Faxaflóa til að sýna ferðamönn- um stórhveli þurfti vart að snúa bát sínum við í gærmorgun en þar var 8 til 10 metra langur hnúfu- bakur á ferð. Innkoman í höfnina í Reykja- vík er grýtt mjög og erfið og ekki heiglum hent að komast þar inn fyrir þá sem ekki þekkja en hval- urinn virtist kunna ágætlega við sig og rataði auðveldlega út aftur eftir hádegið. Taldi Einar að dýrið hefði verið að fá sér æti. „Aðstæður hér í höfninni eru orðnar allt aðrar og betri en áður var og ekkert tiltökumál fyrir stærri dýr að næla sér í bita hér.“ Vakti hvalurinn mikla athygli og lukku meðal ferðamanna sem sumir hverjir koma gagngert til landsins til að líta þessi dýr aug- um. - aöe Unglæknar fá ekki ellefu klukkustunda hvíld á sólarhring: Læknafélag Íslands stefnir Landspítalanum HEILBRIGÐISMÁL Læknafélag Ís- lands hefur stefnt Landspítala - háskólasjúkrahúsi fyrir að veita unglæknum ekki uppsafnað frí fái þeir ekki ellefu klukkustunda hvíld á sólarhring. Félagið telur að íslensku lögin um vinnutilskip- un, sem samræmast Evrópusam- bandinu, nái til unglækna rétt eins og lækna en það samþykkir spítal- inn ekki. Lögfræðingur Læknafélagsins, Gunnar Ármannsson, segir að með lagabreytingum árið 2003 eigi lögin einnig við um lækna- nemana þrátt fyrir að samið hafi verið um annað í kjarasamningn- um árinu á undan. Læknafélagið telji lögin fremri samningnum. Sigurbjörn Sveinsson, formað- ur Læknafélagsins, segir að vinn- ist málið verði krafist bóta fyrir unglæknana: „Auðvitað gerum við þá kröfu að hlutirnir verði leið- réttir eftir á, að minnsta kosti fram að lagasetningunni í apríl 2003. Annaðhvort eiga þeir þenn- an rétt samkvæmt lögum eða ekki.“ Á hvaða hátt beri að koma til móts við unglæknana segir Sigurbjörn ekkert um. Málið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur 7. apríl. - gag Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.apollo.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Öll verðdæmi í tvíbýli með öllu! Nánari upplýsingar á www.apollo.is Spánnýir sólarsmellir í júní - og Kaupmannahöfn í kaupbæti 68.990 kr. Kanaríeyjar 64.990 kr. Djerba í Túnis 64.990 kr. Sharm el Sheikh í Egyptalndi draCretsaM udnuM !aninusívá aðref 64.990 kr. Cesme í Tyrklandi frá 59.990 kr. Krít, Kos, Ródos, Samos og Zakynhtos í Grikklandi SPURNING DAGSINS Smári, var boðið upp á molasopa? „Í Molanum er boðið upp á svo margt gott.“ Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarða- byggðar, var einn fjölmargra viðstaddra þegar Molinn, ný skrifstofu- og verslunarmiðstöð á Reyðarfirði, var opnaður í fyrradag. Stolnu Munch-málverkin: Höfuðpaur handtekinn OSLÓ Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið 37 ára gamlan mann grunaðan um aðild að þjófn- aði á tveim- ur málverk- um úr Munch-safn- inu í ágúst í fyrra. Ránið þótti með eindæmum bíræfið því ruðst var inn í safnið um hábjartan dag og mál- verkin Ópið og Madonna tekin. Áður höfðu tveir verið handteknir í tengslum við ránið. Greint er frá því á vef Aften- posten í Noregi að maðurinn harð- neiti allri aðild að ráninu. Lög- maður mannsins hefur ráðlagt honum að tjá sig ekki frekar fyrr en lögregla hefur lagt fram gögn í málinu, en hún telur manninn vera höfuðpaurinn að ráninu. ■ FRÁ SLYSSTAÐNUM Sá eini sem lifði árásina af var síðar skot- inn til bana en gerræðismennirnir eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Þyrla skotin niður í Írak: Sex eru í varðhaldi ÍRAK Bandarískir hermenn hafa handtekið sex einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í að granda þyrlu norður af Bagdad á fimmtudaginn með þeim afleið- ingum að tíu létust. Í þyrlunni, sem var eign örygg- isfyrirtækis frá Búlgaríu, voru al- mennir borgarar sem voru á leið frá höfuðborginni til Tikrit í norð- urhluta landsins þegar hún var skotin niður. Atvikið þegar hún var skotin niður náðist á mynd- band sem sýnt var á sjónvarps- stöðvum daginn eftir. ■ HVALURINN Í HÖFNINNI Einar Örn Einarsson, skipstjóri á hvala- skoðunarskipinu Eldingu, segir hvalinn lík- lega hafa verið í leit að æti. M YN D B AL D U R H R AF N KE LL J Ó N SS O N STJÓRNMÁL „Mín tilfinning er sú að Halldór bakki nú ekki svo glatt enda hefur hann lýst því yfir að hann vilji sjá á þessu breytingar,“ segir Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vegna um- mæla Davíðs Oddssonar, utanríkis- ráðherra og formanns Sjálfstæðis- flokksins. Davíð segir að ekki standi til að endurskoða lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra hafði greint Alþingi frá því að lögin væru í endurskoðun. Var það eftir að ljóst varð að við breytingar á lögunum árið 2003 gætu fyrrverandi ráðherrar og þingmenn fengið greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera enn á fullum launum í öðrum störfum á vegum ríkisins. Allnokkrir fyrrverandi ráðherrar þiggja nú þegar þess konar eftirlaunagreiðslur ofan á venjuleg laun sín. Spurningar hafa vaknað um hvort hægt sé að af- nema réttindi þeirra með laga- breytingum. Magnús bendir á að þar sem lítið sé eftir af yfirstandandi þingi sé ólíklegt að niðurstaða fáist í málið. „Væntanlega verður einhver núningur áfram en nauðsynlegt er að ná samkomulagi, annars fellur þetta um sjálft sig.“ Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, segir málið verða rætt á þingflokks- fundi á mánudag- inn. „Ég tel að það eigi að breyta lögunum strax og ég veit ekki betur en að verið sé að undirbúa málið af kostgæfni í forsætisráðuneyt- inu,“ segir Hjálm- ar. „Mér finnst forsendur ekkert hafa breyst frá því að þverpólitísk samstaða allra flokka var um að gera þessar breytingar.“ Framsóknarmaðurinn Jónína Bjartmarz telur eðlilegt að reynt verði að ná samstöðu um málið. „Mín sannfæring er sú að þess- um lögum þurfi að breyta enda ósanngjörn mjög,“ segir Jónína. Lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna voru endurskoðuð í lok árs 2003 og í kjölfarið voru ný lög samþykkt. Allir stjórnmálaflokkar á þinginu stóðu að breytingum lag- anna. - aöe EFTIRLAUNALÖGUNUM VAR MÓTMÆLT Á AUSTURVELLI Þegar eftirlaunalögin voru samþykkt stóð verkalýðshreyfingin fyrir mótmælum á Austurvelli. Framsókn bakkar ekki svo glatt Framsóknarmenn ætla ekki bakka með að breyta lögunum um eftirlaun og segja þær í undirbúningi hjá forstætisráðuneytinu. Núningur er innan stjórn- arflokkanna vegna laganna sem framsóknarmenn telja ósanngjörn. JÓNÍNA BJARTMARZ MAGNÚS STEFÁNSSON HJÁLMAR ÁRNASON LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Heilbrigðisstéttir fá undanþágu til að vinna lengur en þrettán klukkustundir á sólarhring. Þeir sem það gera eiga frí- tökurétt. Deilt er um hvort unglæknar eigi einnig frítökuréttinn. Þingvallavatn: Barni bjargað frá drukknun LÖGREGLUMÁL Um miðjan dag í gær var barni bjargað úr Þingvalla- vatni. Foreldrarnir litu af þriggja ára gömlu barni sínu andartak og rölti það að árbakkanum. Við leit fannst barnið á botninum. For- eldrarnir beittu lífgunartilraun- um sem báru árangur og hringdu í Neyðarlínuna 112 sem sendi sjúkrabíl á vettvang. Foreldrarnir keyrðu á móti og var barnið flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús. Vakthafandi læknir segir líðan barnsins góða. Það fái að fara heim í dag. - gag ÞREFALDUR NÆST Enginn var með fimm tölur réttar í Lottóinu í gærkvöld. Potturinn verður því þrefaldur næstkomandi laugar- dag. Tölurnar sem komu upp voru 4, 5, 9, 14 og 17. Bónustalan var 16. ■ LOTTÓ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR MEÐ AFSAGAÐA HAGLABYSSU Ökuferð karls og konu vestan við Eyrarbakkabrú var stöðvuð á föstudag af lögreglunni á Selfossi ásamt ferð manns fyrir aftan þau. Skötuhjúin voru með afsag- aða haglabyssu ásamt skotvopn- um. Í kjölfarið var gerð í húsleit á Eyrarbakka og fundust lítilræði af kannabisefnum auk eggvopns. Haglabyssunni reyndist hafa verið stolið í innbroti í Reykjavík í fyrra. Fólkinu var sleppt eftir yfirheyrslu í gærkvöld. MADONNA EFTIR MUNCH

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.