Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 4
4 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR
Fimm sendifulltrúar á
leið til Suðaustur-Asíu
Rauði kross Íslands sendir á næstu dögum fimm sendifulltrúa til viðbótar til hamfarasvæða flóðanna
sem urðu eftir jarðskjálftann mikla á annan í jólum. Unnið er að skipulagningu hjálparstarfsins næstu ár
í samvinnu við alþjóðastofnanir. Gert er ráð fyrir uppbyggingarstarfi þar næstu tíu árin.
HJÁLPARSTARF „Flóðbylgjan, þar
sem hún var hörðust, var 24
metra há og skall á strönd
Súmötru með 50 kílómetra hraða.
Til að sjá þetta betur fyrir okkur
getum við reynt að ímynda okkur
6 hæða fjölbýlishús koma á móti
okkur með hraða bíls á góðu
skriði,“ sagði Sigrún Árnadóttir,
framkvæmdastjóri Rauða kross
Íslands, við upphaf fundar í
Reykjavíkurakademíunni í gær
þar sem farið var yfir hjálpar-
starf Rauða krossins á hamfara-
svæðum flóðbylgjunnar eftir
jarðskjálftann mikla í Suðaustur-
Asíu á annan í jólum.
Sigrún segir ráð fyrir því gert
að Rauði krossinn komi að upp-
byggingarstarfi á hamfarasvæð-
unum næstu tíu árin, en síðustu
vikur hafi Rauði krossinn og aðrar
hjálparstofnanir skipulagt starfið
til næstu ára. „Auðvelt er að
gleyma umfanginu. Að minnsta
kosti 174.729 manns létu lífið í
flóðunum, 1,6 milljónir manna
misstu heimili sín og milljónir
manna til viðbótar urðu fyrir
skakkaföllum af einhverju tagi,“
sagði hún og bætti við að þótt
Rauði kross Íslands hefði ekki
yfir miklum fjármunum að ráða,
hefði framlag með mannauði
sannarlega skilað sér í hjálpar-
starfinu og sendifulltrúar héðan
unnið ómetanlegt starf og getið
sér gott orð fyrir. Á næstu dögum
fara utan fimm sendifulltrúar
Rauða kross Íslands til viðbótar
við þá fimm sem áður hafa starf-
að á hamfarasvæðunum, en gert
er ráð fyrir að á næstu árum verði
ávallt einn til tveir sendifulltrúar
héðan við uppbyggingarstörf á
svæðinu.
Á fundinum lýstu Hildur
Magnúsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur og Hólmfríður Garðarsdóttir
ljósmóðir reynslu sinni af störfum
sem sendifulltrúar Rauða krossins
í Banda Aceh í Indónesíu. Þá
greindi Birna Halldórsdóttir frá
því hvernig staðið var að dreif-
ingu hjálpargagna á sömu slóðum
og Sigríður Björk Þormar, hjúkr-
unarfræðingur og heilsusálfræð-
ingur, fjallaði um hvernig Rauða
krossi Indónesíu var hjálpað að
byggja upp sálrænan stuðning
bæði við fórnarlömb flóðanna og
ekki síður starfsfólk sem á hamf-
arasvæðunum starfaði.
olikr@frettabladid.is
Ævintýraheimur H.C. Andersen
Ævintýraleg leikhúsveisla!
SENDIFULLTRÚAR RAUÐA KROSS ÍSLANDS Á FLÓÐASVÆÐUNUM Í ASÍU
Nafn: Verkefni: Land:
Ómar Valdimarsson uppbygging landsfélags Indónesía
Hlér Guðjónsson skýrslugerð Srí Lanka
Guðbjörg Sveinsdóttir áfallahjálp Indónesía
Birna Halldórsdóttir dreifing hjálpargagna Indónesía
Robin Bovey dreifing hjálpargagna Indónesía
Sigríður Björk Þormar áfallahjálp Indónesía
Elín Jónasdóttir áfallahjálp Srí Lanka
Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur Indónesía
Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir Indónesía
Maríanna Csillag hjúkrunarfræðingur Srí Lanka
KYNNINGARFUNDUR RAUÐA
KROSS ÍSLANDS
Hildur Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Rauða krossins, skýrir frá reynslu sinni af
uppbyggingar- og hjálparstarfi í Banda
Aceh í Indónesíu eftir hamfarirnar sem
urðu annan í jólum.
EYÐILEGGING Í BANDA ACEH Í INDÓNESÍU
Sendifulltrúar Rauða kross Íslands lýstu í gær á fundi hjá Reykjavíkurakademíunni reynslu
sinni af hjálparstarfi á hamfarasvæðum jarðskjálftans sem reið yfir í Asíu á annan í jólum.
ALBERTA GUÐJÓNSDÓTTIR
Karlarnir í bræðslunni kættust þegar
kvenmaður kom í hópinn.
Fáskrúðsfjörður:
Kvenmaður
í bræðsluna
KARLAVÍGI Alberta Guðjónsdóttir
mætti á sína fyrstu vakt í fiski-
mjölsverksmiðju Loðnuvinnsl-
unnar á Fáskrúðsfirði í byrjun
vikunnar en hún er fyrsta konan
sem starfar við almenn verka-
mannastörf í verksmiðjunni.
Magnús Ásgrímsson verk-
smiðjustjóri segir karlpeninginn
ánægðan með að kvenmaður skuli
vera kominn í þeirra hóp og hafi
hún staðið sig með ágætum fyrstu
vinnuvikuna. „Það er tilbreyting
að hafa konu á gólfinu og ég gæti
vel trúað því að konum ætti eftir
að fjölga hjá okkur í kjölfarið,“
segir Magnús. - kk
UPPLÝSINGATÆKNI Guðmundur
Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur, segir að aflagðar
hafi verið fyrirætlanir um frek-
ari uppbyggingu eða endurnýj-
un á tækjabúnaði vegna inter-
nettenginga um raforkukerfið,
sem seld hefur verið undir
merkjum Fjöltengis Orkuveit-
unnar. Öll áhersla hefur verið
lögð á ljósleiðaravæðingu heim-
ilanna.
Og Vodafone hefur tekið yfir
þjónustu við notendur Fjölteng-
is og býður notendum þessa dag-
ana að flytja sig yfir í ADSL-
tengingar um símakerfið, en
þeir eru á annað þúsund. Guð-
mundur segir engan þó neyddan
til að skipta. „Þeir sem ánægðir
eru með tenginguna um raf-
magnið geta haldið henni
áfram,“ sagði hann. „Að minnsta
kosti þar til komin er ljósleið-
aratenging í húsið.“
Guðmundur segir Orkuveit-
una ekki líta á gagnaflutninga
um rafdreifikerfið sem lausn til
framtíðar, nema kannski fyrir
hinar dreifðari byggðir þar sem
ekki borgar sig að leggja ljós-
leiðara. Hann segir að á allra
næstu árum verði lokið við að
leggja ljósleiðara í öll hús á
höfuðborgarsvæðinu, auk
Hveragerðis, Borgarness og
Akraness. Með ljósleiðarateng-
ingu segir hann fólki bjóðast
hingað til óþekktur gagnaflutn-
ingshraði sem feli í sér fjölda
möguleika, svo sem gagnvirkt
háskerpusjónvarp, internet,
síma og fleira, allt um sömu
tenginguna.
- óká
Benedikt páfi:
Lofaði fjöl-
miðlafólk
VATIKANIÐ Hinn nýkjörni páfi,
Benedikt sextándi, vonast til að
halda sama góða sambandinu við
fjölmiðla og forveri hans gerði
enda telur hann það lykilatriði til
að ná sambandi við allar þær
milljónir kaþólskra manna um
heim allan með afgerandi hætti.
Þetta kom fram í ræðu hans í
Vatíkaninu í gær en þar þakkaði
hann kærlega fjölmiðlum fyrir að
hafa fært vandaðar fréttir af
gangi mála við nýliðið páfakjör
við erfiðar aðstæður og lofaði
góðu aðgengi fréttamanna að
Vatíkaninu í framtíðinni. ■
LJÓSLEIÐARI
Það má segja að umræður um möguleika
Orkuveitunnar á sviði gagnaveitu hafi hafist
með tali um internettengingar um rafdreifi-
kerfið og á þeim formerkjum hófst starf-
semi Línu nets. Fljótlega færðist þó áhersl-
an yfir á uppbyggingu ljósleiðarakerfis og
gagnaflutninga um það. Internettengingar
um rafmagnið eru nú á undanhaldi.
Áherslan lögð á ljósleiðaravæðingu heimilanna:
Rafmagnið víkur fyrir ljósinuKAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
62,24 62,54
1 19,23 119,81
81,31 81,77
10,91 10,98
9,97 9,92
8,87 8,92
0,59 0,59
94,55 95,11
GENGI GJALDMIÐLA 22.04.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
111,90 -0,02%