Fréttablaðið - 24.04.2005, Side 6

Fréttablaðið - 24.04.2005, Side 6
DÓMSMÁL Skjár einn krafðist á föstu- dag hjá Sýslumanninum í Reykjavík lögbanns á ráðningu Helga Steinars Hermannssonar, fyrrverandi dag- skrárstjóra Skjás eins, til 365 ljós- vakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir trúnað hafa verið brotinn við félag- ið. Samkvæmt ráðningarsamningi segir hann Helga ekki mega starfa í samkeppnisrekstri í heilt ár eftir starfslok. „Ekki nema að það sé er- lendis. Svo var líka í samningnum trúnaðarákvæði, en því miður voru viðskiptaáætlanir félagsins sendar út úr húsi,“ sagði hann. Með lög- bannsbeiðninni voru lagðir fram fimmtán tölvupóstar Helga til Árna Þórs Vigfússonar, fyrrum sjón- varpsstjóra Skjás eins. „Þeir voru svo ráðnir saman upp á 365.“ Helgi vísar á bug ásökunum um trúnaðarbrest eða samningsrof og telur í raun á sér brotið með því að skoða tölvupóst hans. „Í 56 þúsund póstum er auðvitað eitthvað sem hægt er að rífa úr samhengi, en þarna er ekkert í gangi sem ekki átti að vera.“ Eins segir hann ákvæði í ráðningarsamningi hans heimila störf við ráðgjöf og erlend þróunarstörf og það sé til slíkra starfa sem hann hafi ráðið sig. Þá segir Helgi starfslok sín hafa borið að með allt öðrum hætti en sjónvarpsst jór i Skjás eins hefur lýst í fjölmiðlum. „Ég sagði sjálfur upp 4. apríl og því kolrangt að Magnús hafi sagt mér upp 9. apríl,“ segir hann og telur Magnús hafa farið offari í reiðikasti heima hjá honum að kvöldi laugar- dagsins 9. apríl. Fyrr um daginn segist hann hafa gengið af fundi sem Magnús hafði boðað hann á eftir að Magnús missti stjórn á skapi sínu. „Hann elti mig hins veg- ar heim og hótaði konu minni. Svo sat hann um húsið í 40 mínútur eftir að hafa látið öllum illum látum,“ segir Helgi sem telur fjölda fólks geta staðfest atburðarásina, þar á meðal stjórnarformann Skjás eins, sem persónulega hafi beðið hann af- sökunar á uppákomunni. Ekki náð- ist aftur í Magnús í gær til að bera undir hann þessar ávirðingar. olikr@frettabladid.is MAGNÚS RAGNARSSON Magnús, sem er sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir Helga Steinar Hermannsson, fyrrum dag- skrárstjóra stöðvarinnar, hafa brotið trúnað með því að senda út úr húsi viðskipta- áætlanir og ráða sig til starfa hjá keppinaut í sjónvarpsrekstri. 6 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR Úrskurður um erlenda starfsmenn Impregilo: Málið fer líklega fyrir dómstóla KJARAMÁL „Ekki er ólíklegt að mál- ið fari dómstólaleiðina, það er um slíkar upphæðir að tefla,“ segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, um nýfallinn úrskurð yfirskattanefndar um ítalska og portúgalska verkamenn fyrirtæksins. „Við höfum bara ekki enn haft tækifæri til að kynna okkur úr- skurðinn í fullri lengd, þó svo að lögfræðingar okkar hafi vitanlega lesið hann yfir,“ sagði Ómar og taldi að fljótlega eftir helgi myndi liggja fyrir hvernig fyrirtækið bregst við úrskurði yfirskatta- nefndar, en Impregilo kærði til nefndarinnar fyrri úrskurð skatt- stjóra. Samkvæmt úrskurðinum falla erlendir starfsmenn Impreg- ilo og starfsmenn erlendra starfs- mannaleigna undir íslensk skatta- lög og eiga að skila staðgreiðslu skatta hér á landi. Þetta felur í sér kostnaðarauka fyrir fyrirtækið sem til dæmis hefur greitt portú- gölskum starfsmönnum í samræmi við skattalög heimalands þeirra. Þar eru skattar lægri og launin lægri í hlutfalli við þá. - óká Skattekjur ríkisins á landsbyggðinni: Skila sér lítið til baka LANDSBYGGÐIN Aðeins fimmtán prósent þess fjármagns sem ríkið aflar á landsbyggðinni með skatt- lagningu skilar sér aftur til verk- efna úti á landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Vífils Karlssonar, dósents við Við- skiptaháskólann á Bifröst, og sýn- ir svo ekki verður um villst að mikill munur er á hvar tekjurnar fást og hvar þeim er varið að mati Sigurjóns Þórðarsonar. Vífill fær þessar tölur frá út- reikningum svokallaðs trygging- argjalds en sé litið á ákveðið land- svæði eru vísbendingar um að tíu milljarðar króna fari frá Norð- austurlandi einu saman til höfuð- borgarinnar í formi skatta. Það eru um níu prósent af tekjum hins opinbera á landsvísu en aðeins sjö prósent af útgjöldum skila sér þangað aftur. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur látið sig þessi mál varða og telur að rík- ið eigi að standa sig mun betur en hingað til hefur verið gert. „Það er alltaf talað um hversu miklir pen- ingar fara út á land í ýmis verk- efni en þessi skýrsla sannar hið gagnstæða.“ - aöe BJÖRGUNARSKIPIÐ VÍGT Sr. Fjölnir Ásbjörnsson vígði skipið en það er eitt af fjórtán öflugum björgunarskipum Landsbjargar sem staðsett eru vítt og breitt um landið. Hornafjörður: Nýtt björg- unarskip SLYSAVARNIR Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar kom nýverið til Hornafjarðar og á sumardaginn fyrsta var því við formlega athöfn gefið nafnið Ingibjörg. Nafngiftin er til heið- urs Ingibjörgu Guðmundsdóttur sem lengi starfaði að slysavörn- um á Hornafirði en hún lést árið 1985. Sama ár var stofnaður minn- ingarsjóður í nafni hennar sem styrkir starf slysavarnadeildanna á Höfn. - kk STARFSMENN VIÐ STEYPUVINNU Í kerskála álversins fara um 120 þúsund rúmmetrar af steypu. Álversframkvæmdir: Lítið verið um slys STÓRIÐJA Síðastliðið eitt og hálft ár hafa þeir sem koma að byggingu álvers Alcoa í Reyðarfirði fagnað mörgum áföngum en sá mikil- vægasti, að þeirra sögn, náðist fimmtudaginn 14. apríl síðast- liðinn. Þá var að baki hálf milljón vinnustunda án vinnutaps af völd- um alvarlegs slyss. Allt frá upphafi framkvæmd- anna hafa starfsmenn orðið fyrir fjórum minniháttar óhöppum með þeim afleiðingum að þeir þurftu að leita læknishjálpar en þau óhöpp leiddu ekki til vinnutaps. - kk Góðir Íslendingar! Hverjir eru Íslendingar? Hvað finnst þeim um lífið og tilveruna? 12.000 eintök se ld Og nú til á fjórum tungumálum: islensku - ensku - þýsku og frönsku Loksins fáanleg aftur! Bók sem beðið hefur verið eftir! ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Eiga samkynhneigð pör að njóta alveg sama réttar og gagnkynhneigð pör? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að breyta lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 39% 61% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN FRÁ RAUFARHÖFN Samkvæmt nýlegri úttekt fer meira fé frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar en öfugt. ÍTALSKIR VERKAMENN VIÐ KÁRAHNJÚKA Impregilo hugleiðir að fara með nýfallinn úrskurð yfirskattanefndar um erlenda verkamenn fyrirtækisins fyrir dómstóla, en úrskurðurinn hefur í för með sér nokkurn kostnaðarauka fyrir fyrirtækið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Krefjast lögbanns á ráðningu Skjár einn telur á sér brotið með ráðningu Helga Steinars Hermannssonar, fyrr- verandi dagskrárstjóra Skjás eins, til 365 ljósvakamiðla og hefur farið fram á lög- bann. Helgi vísar ásökunum á bug og sakar sjónvarpsstjóra Skjás eins um hótanir. TEKIN MEÐ FÍKNIEFNI Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu komið sér fyrir í sumarbústað í leyfisleysi. Kannabisefni fundust við leit og var fólkinu haldið í varðhaldi fram eftir nótt. KVARTAÐ YFIR SINUELDUM Íbú- ar á Akureyri vöknuðu við reykjarkóf í bænum í gærmorg- un. Hafði bóndi einn tekið það upp hjá sér að kveikja í ræktar- landi sínu með þeim afleiðingum að mikinn reyk lagði yfir Akur- eyri alla. Hafði hann til þess leyfi en það var afturkallað vegna kvartana. FÍKNIEFNI Á AKUREYRI Einn sit- ur enn í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefna á Akureyri. Þremur hefur verið sleppt frá því á mið- vikudag í síðustu viku þegar lögreglan stöðvaði þá á ferð til Akureyrar með 300 grömm af hassi. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SEXTÁN ÁRA Á BÍL Réttindalaus ökumaður sem grunaður er um ölvun við akstur var stöðvaður af lögreglunni á Dalvík í fyrra- kvöld. Hann var að skutla félög- um sínum um bæinn. HELGI STEINAR HERMANNSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.