Fréttablaðið - 24.04.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 24.04.2005, Síða 10
Harka hefur enn á ný hlaupið í samskipti milli fylkinga í banka- ráði Íslandsbanka. Ólga hefur verið um völdin í bankanum um skeið og nú deila stærstu hluthaf- ar hart um sölu Íslandsbanka á 66 prósenta hlut í Sjóvá til félags í eigu Karls Wernerssonar banka- ráðsmanns og næststærsta hlut- hafa Íslandsbanka. Karl sat ekki fundi bankaráðs- ins þegar fjallað var um söluna og segja fulltrúar fylkingarinnar sem greiddi atkvæði með sölunni, að frá byrjun hafi menn gert sér grein fyrir að vanda yrði í hví- vetna til sölunnar í ljósi eignar- hlutar og stöðu Karls í bankanum. Samkvæmt heimildum greiddu fjórir af sjö bankaráðsmönnum sölunni atkvæði sitt; Tómas Sig- urðsson sem tók sæti þegar Karl vék, Einar Sveinsson bankaráðs- formaður, Róbert Melax og Jón Snorrasson. Steinunn Jónsdóttir sem talin er styðja ríkjandi meiri- hluta í bankaráðinu greiddi sam- kvæmt heimildum ekki atkvæði með sölunni. Straumur fjárfestingarbanki vildi einnig kaupa Sjóvá og full- trúar þeirra hafa haldið fram að forstjóri bankans og meirihluti stjórnar hafi brotið gegn eigin verklagsreglum og ekki gætt hagsmuna hluthafa með því að reyna að selja hæstbjóðanda. Þessu mótmælir meirihluti bankaráðsins. Röksemdirnar fyrir sölunni hafi verið að gott verð var í boði frá aðila sem tilbú- inn væri að vinna áfram að mark- miðum bankans um sölu trygg- inga og bankaþjónustu og við upp- byggingu sameiginlegs fjárfest- ingarfélags. Viðskiptahagsmunir hafi verið hafðir að leiðarljósi. Vísað er til þess að Morgan Stanley sem var til ráðgjafar við söluna hafi talið viðskiptin góð og því hafi tækifærið verið gripið. Straumsmenn hafa efasemdir um það að bankaráðið hafi fengið ráð- gjöf sem útilokaði að fleiri bitust um Sjóvá og hærra verð fengist. Innan Íslandsbanka er bent á að Straumur hafi aldrei lagt fram til- boð, heldur einungis lýst áhuga. Meta þurfi þegar rætt sé um af- stöðu til tilboðs að það að fresta því að taka fyrirliggjandi tilboði liggi áhætta um að tilboðið verði dregið til baka. Straumur lýsti áhuga sínum á kaupum, en meirihluti bankaráðs Íslandsbanka segir Straum hafa gert það eftir að þeir voru upp- lýstir um tilboð sem lá fyrir og því komið að borðinu á grundvelli upplýsinga sem ekki voru almenn- ar. Þeir vísa því á bug að viðskipti Karls séu á grundvelli stöðu hans sem innherja og ef einhver hafi haft stöðu innherja í viðskiptum, þá sé það Straumur sem fyrir sak- ir kurteisi hafi verið látinn vita um að tilboð hafi borist í Sjóvá. Straumsmenn segja hins vegar að Þórður Már, forstjóri Straums, og Bjarni Ármannsson hafi rætt um Sjóvá og Þórði verið tjáð að hætt hefði verið við tilboðið. Karl mun hafa verið hikandi við kaup- in, skömmu fyrir páska og talið verðið sem bankinn vildi fá fyrir Sjóvá fullhátt. Straumsmenn full- yrða að málinu sé hvergi nærri lokið og hyggjast leita til eftirlits- stofnana og hugsanlega dómstóla til að fá niðurstöðu í söluna. Karl í lykilstöðu Nú kunna margir að spyrja hvers vegna Sjóvá sé svona góður biti. Meðal sérfræðinga á markaði er ekki um það deilt að verðið sem Karl greiddi fyrir Sjóvá er hátt. Afkoma af tryggingastarfsemi hefur verið frekar slök eins og hjá flestum tryggingafélögum, en af- koman verið borin uppi af gengis- hækkunum í eignasafni. Félagið sem slíkt er eflaust áhugavert fyrir þá sem vilja og treysta sér til þess að taka á rekstrinum. Hins vegar er freistandi að draga þá ályktun að deilurnar séu fremur sprottnar af því að með þessum viðskiptum hefur Karl Werners- son tryggt sér yfirburðastöðu í hluthafahópnum og aðkoma Straums og þar með Landsbanka- manna verið takmörkuð að áhrif- um í bankanum. Björgólfsfeðgar hafa töluverð áhrif í Straumi, bæði í gegnum eignarhlut Burðaráss, svo og í gegnum viðskiptafélaga sína í Gretti sem er stærsti hluthafinn í Straumi. Með því að selja Straumi hlutinn í Sjóvá hefði núverandi meirihluti verið að afhenda fjöregg sitt. Tryggingasjóðir fé- laga eins og Sjóvár geta haft veru- leg áhrif með fjárfestingum sín- um. Straumsmönnum hugnast heldur ekki að stofnað verði fjár- festingarfélag í samvinnu Karls, tryggingafélagsins og bankans. Slíkt félag ásamt tryggingafélag- inu gefur nánast óendanlega möguleika á að verja stöðu núver- andi meirihluta í hluthafahópi bankans. Gangi kaup Karls í gegn án athugasemda er erfitt fyrir Straum og Landsbankann að kom- ast í vænlega stöðu í hluthafahópi bankans. Sameining Íslandsbanka og Sjóvár var á sínum tíma varnar- aðgerð þegar Björgólfsfeðgar sóttu að öllum eignum gamla Kol- krabbans. Sú ákvörðun Bjarna Ármannssonar og Einars Sveins- sonar að sameina félögin kom í veg fyrir að Landsbankinn næði undirtökunum í Sjóvá. Rætt um sameiningu Í þröngum hópi forystumanna Ís- landsbanka og Straums voru fyrir nokkrum vikum þreifingar um að sameina Straum og Íslandsbanka. Lætin nú hafa gert slíkt afar ólík- legt. Fullur vilji mun hins vegar hafa verið til þess hjá ráðandi að- ilum beggja fyrirtækjanna. Straumur á við núverandi aðstæð- ur aðeins tvo kosti, að selja hlut sinn í bankanum eða gera alvar- lega tilraun til þess að ná undir- tökum í bankanum. Straumur keypti bréf í Íslandsbanka á föstu- dag fyrir þrjá milljarða króna sem eru tæplega tvö prósent af hlutafé Íslandsbanka. Þau skref benda til þess að Straumsmenn hafi ekki lagt árar í bát og hyggist leggja í orrustu um bankann. Eftir söluna á hlut sínum í Trygginga- miðstöðinni er Straumur með mikla fjármuni sem þurfa að finna sér verkefni. Íslandsbanki er augljóst skotmark. Meðal þeirra sem ráða för í Íslands- banka nú er ekkert talið útilokað um framhaldið. Ef nægjanlega hátt verð er í boði telja menn ekki útilokað að Straumur geti eignast Íslandsbanka. Meðal stærstu hlut- hafa er þó útbreidd skoðun að menn vilji þá fá reiðufé fyrir hlut sinn og fara út úr hluthafahópi bankans með mikinn hagnað. Rétt verð sé til fyrir alla hluti og sé það í boði verði því tekið. Lokaorrusta um Íslandsbanka gæti því orðið á næstu vikum. ■ 10 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Í þröngum hópi forystumanna Íslandsbanka og Straums voru fyrir nokkrum vikum þreifingar um að sameina Straum og Íslandsbanka. Lætin nú hafa gert slíkt afar ólíklegt. Fullur vilji mun hins vegar hafa verið til þess hjá ráðandi aðilum beggja fyrirtækjanna. Tekist á um undirtökin í Íslandsbanka Straumur fjárfestingarbanki er stærsti hluthafinn í Íslandsbanka en er í veikri stöðu verði kaup næststærsta hluthafans á Sjóvá sam- þykkt eins og flest bendir til. Straumur jók hlut sinn í Íslandsbanka á föstudag og líklegt að atlaga verði gerð til áhrifa í Íslandsbanka. VARIÐ GEGN ÁSÓKN Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Einar Sveinsson, þáverandi forstjóri Sjóvár, tilkynna sameiningu félaganna. Sameiningin kom í veg fyrir að Björgólfsfeðgar næðu undirtökum í félaginu. Sala Sjóvár nú gerir Straumi fjárfestingarbanka, þar sem Björgólfsfeðgar hafa áhrif, erfitt fyrir að ná undirtökum í Íslandsbanka. HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÁTÖK Í HLUTHAFAHÓPI ÍSLANDSBANKA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.