Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 12
Níutíu námsmenn ruddust inn í skrifstofur menntamálaráðuneyt- is við Hverfisgötu í Reykjavík þann 24. apríl 1970. Voru þeir að lýsa stuðningi við kröfur náms- manna erlendis. Nokkrum dögum fyrr höfðu ellefu íslenskir náms- menn frá Gautaborg og Uppsölum lagt undir sig sendiráð Íslands í Stokkhólmi til að vekja athygli á ófremdarástandi í íslenskum menntamálum, ekki síst varðandi námslán, en einnig til að hvetja til sósíalískrar byltingar á Íslandi. Sænska lögreglan fjarlægði stúd- entana úr sendiráðinu en slíkt hið sama gerði íslenska lögreglan við námsmennina sem settust á ganga menntamálaráðuneytisins. Sveinn Rúnar Hauksson læknir var einn þeirra sem mótmælti í menntamálaráðuneytinu. „Við vildum tengja okkur verkalýðs- baráttu og lýsa samstöðu með henni og því var rauði fáninn haf- inn á loft,“ segir Sveinn en að hans sögn gerðu námsmenn kröfu um að fá fund með menntamála- ráðherra. Þegar þeir fengu það ekki hafi námsmenn hótað því að sitja áfram á göngum ráðuneytis- ins þar til ráðherrann fengist á fund. Sveinn segir engin alvarleg slagsmál hafi orðið. Eftirmál urðu lítil og féll málið dautt niður. Um svipað leyti og íslenskir náms- menn settust að í menntamálaráðu- neytingu söfnuðust íslenskir námsmenn saman fyrir framan sendiráð Ís- lands í Stokkhólmi, Kaupmanna- höfn, Osló og París en allt fór þar friðsamlega fram. Í byrjun maí settust tæpir þrír tugir náms- manna að í sendiráðinu í Osló en eftir það tók mótmælum þessum að linna. ■ 12 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR ANTHONY TROLLOPE (1815-1882), SKÁLD OG RITHÖFUNDUR fæddist þennan dag TÍMAMÓT: MÓTMÆLI NÁMSMANNA Í MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI Þeir eru best klæddir sem eru í fötum sem enginn tekur eftir. Anthony Trollope var einn atkvæðamesti og virtasti enski rithöf- undur Viktoríutímabilsins. Vinsældir hans ná fram á þennan dag. timamot@frettabladid.is Jón Páll Sigmarsson setti tvö Evr- ópumet á móti í Sjónvarpinu 24. apríl árið 1982. Hann lyfti 362,5 kg í réttstöðulyftu og samanlegt 940kg. Þá fæddust hin fleygu orð: „Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál,“ sem hinn 21 árs gamli KR-ingur kallaði þar sem hann hélt á þremur og hálfu tonni í réttstöðu- lyftu. Virtist þessi ógnarþyngd hafa lítil áhrif á hann. Sannkallað metaregn var á þessu sjónvarps- móti Bjarna Fel. Auk evrópumeta Jóns Páls voru sett ellefu lands- met en keppendur voru einungis fjórir. Jón Páll átti síðan farsælan feril í kraflyftingum og sigraði í keppn- inni um titilinn „sterkasti maður heims“, í janúar 1985 fyrstur Ís- lendinga. Keppnin fór fram í Mora í Svíþjóð. Þá var hann 24 ára gamall en hann átti eftir að vinna keppnina margoft, eða fjórum sinnum í allt. Jón Páll var einnig einn af brautryðjendum í vaxta- rækt en í aflraunakeppnum eins og Sterkasta manni heims reynd- ist hann hafa fundið sína réttu hillu. Fólk hafði gaman að því að fylgjast með Jóni Páli keppa. Hann sagði alltaf það sem honum datt í hug og var ætíð léttur í lundu. Hann lést í janúar 1993 langt fyrir aldur fram, aðeins 32 ára að aldri. 24. APRÍL ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR Ekkert mál fyrir Jón Pál Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs föður okkar, Guðmundar Laxdal Jóhannessonar sem lést að Grund 31. mars. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systir. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu, langömmu, og langalangaömmu Jóhönnu Loftsdóttur Hjallabraut 33, Hafnarfirði, Lárus Gamalíelsson, börn, tengdabörn og ömmubörn.                      !"#$%   & '      ()*     ( +' &,    + % ( "#)  - ( ( "./)   0 1.'      '"1/2   3  (  + &, +  '  (0 ( )   0 ' + &     ) 5  *%   + - &"64"" 7 &"4".8    '   "8"7 (9 0: 9"#.;' *    +    '  <  )  0+3 2 +    ) ( '#"' ".17*  0  =  &+   %(0 + > 9 )  7    < '                             ! "      7   ,1/?6:)+ 7 (,  &+'7* +3 +?   - ,&  +  %    ' ,  +0@            A    +'     ) /      Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, afi og langafi Hjörtur Magnús Guðmundsson Löngubrekku 47, Kópavogi, sem lést 18.apríl síðastliðinn verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju mánudaginn 25. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minn- ingarsjóð Sunnuhlíðar. Fyrir hönd aðstandenda Guðrún Rósa Sigurðardóttir Karl Hjartarson Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir Ásdís Emilía Björgvinsdóttir Lilja Hjartardóttir Sigrún Hjartardóttir Guðmundur Hjartarson Þórhalla Jónsdóttir Stefanía Hjartardóttir Helgi Hrafnsson Gunnhildur Hjartardóttir Ingibjörg Hjartardóttir Skarphéðinn Þór Hjartarson Guðrún Sigríður Loftsdóttir Elsa Unnur Guðmundsdóttir Bragi Kr. Guðmundsson Margrét Hauksdóttir Barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI Geir Jón Þórisson lögreglumaður er 53 ára. Guðrún Þórðardóttir leikkona er 48 ára. Friðrik Karlsson gítarleikari er 45 ára. Bára Grímsdóttir tónskáld er 45 ára. Björn Malmquist fréttamaður er 41 árs. BORINN ÚT Sveinn Rúnar borinn út úr ráðuneytinu af lögreglumönnum. Studdi námsmenn erlendis 1914 Dauðadómur er kveðinn upp í síðasta sinn á Íslandi. Dómnum var síðar breytt í ævilangt fangelsi. 1953 Churchill er sæmdur ridd- aratign af Elísabetu Eng- landsdrottningu. 1970 Níutíu námsmenn ryðjast inn á skrifstofur mennta- málaráðneytis til að lýsa stuðningi við námsmenn erlendis 1977 Tékkneski stórmeistarinn Vlastimil Hort setur heims- met í fjöltefli á Seltjarnar- nesi. 1994 Magnús Scheving lendir í öðru sæti á heimsmeist- aramóti í þolfimi í Japan. 1996 Feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen leika báðir í landsleik í knatt- spyrnu í Eistlandi. Íslend- ingar vinna 3:0 ANDLÁT Hildegard S. Björnsson, Furugerði 1, Reykjavík, lést föstudaginn 15. apríl. Út- förin hefur farið fram í kyrrþey. Stefán Þórðarson, Hörgslundi 13, Garðabæ, lést þriðjudaginn 19. apríl. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.