Fréttablaðið - 24.04.2005, Page 16
Æ tli það sé ekki þessi,“segir Njörður P. Njarð-vík rithöfundur og bend-
ir á samheitaorðabók í bókahill-
unni heima hjá sér þegar hann er
spurður hvaða bók hann gluggi
oftast í.
Njörður kenndi íslensku við
Háskóla Íslands í rúma þrjá ára-
tugi, en settist í helgan stein
síðastliðið haust og hefur því
getað einbeitt sér meira að skrift-
um en oft áður. Í vikunni sem leið
voru gefnar út tvær bækur eftir
hann; ljóðabókin Aftur til steins-
ins og Árbók bókmenntanna, sem
var gefin út í tilefni viku bókar-
innar.
Íslensk tunga hefur eðli máls-
ins samkvæmt verið í sviðsljósinu
í viku bókarinnar. Sitt sýnist
hverjum um stöðu hennar; spurt
hefur verið hvort hún sé yfir-
höfuð þessi virði að varðveita og
hver munurinn sé á málrækt og
málhreinsun. „Þetta er leikur að
orðum,“ segir Njörður. „Málrækt
hefur yfir sér jákvæðari blæ en
málhreinsun. Fyrir mér er mál-
rækt það að reyna að vanda sig.
Ég líki tungumálinu við hljóðfæri
hugans. Ef maður leikur á hljóð-
færi reynir maður að fá samhljóm
og laglínu. Sá sem ætlar að birta
huga sinn verður að gæta þess
hvernig hann talar. Þetta finnst
mér vera málrækt í eðli sínu.“
Kæruleysi mesta váin
Njörður bendir á margar ástæður
séu fyrir því að íslenskan hefur
varðveist. Í fyrsta lagi varð ís-
lenskan snemma þróað ritmál. Á
þrettándu öld misstu Íslendingar
flota sinn og hófst þá aldalöng ein-
angrun sem varðveitti tunguna.
Við siðaskiptin á miðri 16. öld
skipti það miklu máli að Íslend-
ingar tóku ekki við danskri biblíu
eins og Norðmenn gerðu, heldur
var hún þýdd á íslensku. Síðast en
ekki síst var Ísland kyrrstætt
þjóðfélag alveg fram á síðastliðna
öld og atvinnuhættir breyttust
ekki mikið þar til eftir seinni
heimsstyrjöld.
„Síðan þá hafa orðið miklar
breytingar, til dæmis höfum við
fjarlægst atvinnuhætti sem orð-
tök eru byggð á. Í dag vita margir
ekki hvað tögl og hagldir eru og
fáir hafa séð bundið hey. Það er
ástæðan fyrir því að fólk fer rangt
með ýmis orðtök, tengslin við
þann veruleika sem þau eru
sprottin úr hafa slitnað. Auk þess
verðum við fyrir mjög einhæfum
áhrifum frá ensku. Margir telja
það nóg að kunna ensku og í sjón-
varpi blasir við ensk-amerískur
veruleiki að mestu leyti.“
Njörður hefur helst áhyggjur
af kæruleysi Íslendinga, að fólki
sé sama um hvernig það talar og
vandi sig ekki. „Það hefur verið
tilhneiging í mörgum tungumál-
um að einfalda málfræðikerfið.
Danska, sænska og norska eru
tungumál sem öll hafa verið ein-
földuð talsvert. Af því að íslenska
málsamfélagið er svona lítið óttast
ég að við missum það alveg ef við
sleppum á því tökunum.“
Sjálfstæð rödd í heiminum
Njörður telur að kæruleysi í mál-
notkun hafi einmitt farið vaxandi.
„Ég hef tekið eftir að orðaforði
fólks fer minnkandi. Minnkandi
orðaforði táknar að maður hefur
minna úr að spila og tjáningin
verður einfaldari. Skriftir ganga
út á að fólk vill hnitmiða hugsun
sína og koma henni skilmerkilega
til skila og til þess er nauðsynlegt
að búa yfir góðum orðaforða.“
Njörður hefur minni áhyggjur
af tökuorðum, sem hann segir að
geti verið góð ef þau eru löguð að
íslenskri málfræði. „Það er hins
vegar of mikið af því að orð séu
tekin inn án þess að þau séu að-
löguð að málfræðinni. Mér leiðist
líka þegar erlend orð eru notuð
frekar en jafngild íslensk orð. Ég
hef tekið eftir að strætisvagnar
aka eftir tímatöflu, ekki dagskrá
eða áætlun. Þetta er óþarfi.“
En skiptir það máli, kann ein-
hver að spyrja, hvort íslenskan
varðveitist í sem upprunalegastri
mynd eða ekki? Er varðveisla
hennar ekki afleiðing slæms
ástands, einangrunar og kyrr-
stöðu? „Það má vissulega velta því
fyrir sér hvort þetta málsamfélag
sé þess virði að varðveita,“ svarar
Njörður. „En hvað myndi felast í
því að hætta að tala íslensku? Með
því að tala okkar eigið tungumál
erum við sjálfstæð menningar-
eining og höfum rödd í heiminum.
Ef við skiptum íslenskunni út
fyrir ensku er ég hræddur um að
við værum á útjaðri mál- og
menningarsamfélags sem hefði
lítinn áhuga á okkur. Útvötnuð við-
bót við það sem fyrir er.“
Börnum þyki vænt um málið
Njörður bendir á að spurningin
um varðveislu tungunnar snúist
ekki bara um tungumál sem slíkt,
til dæmis hugsi menn ólíkt eftir
því hvaða tungu þeir mæla á. „Í
finnsku til dæmis er ekki kyn,
greinir né forsetningar. Málið er
öðruvísi uppbyggt en íslenska og
þar af leiðandi hugsa menn öðru-
vísi. Tungumál skapar rödd, blæ-
brigði og hljómfall raddarinnar
breytast eftir því hvaða tungumál
er talað.“
Njörður telur að í samfélagi nú
til dags þurfi að hlúa sérstaklega
að málnotkun barna. „Það eru
ekki sömu tengsl á milli kynslóða
og áður fyrr. Kennarar sjá um
börnin og hver þeirra hefur nokk-
ur börn á sinni könnu. Foreldrar
hitta börnin sín eftir erfiðan
vinnudag og hvernig er samskipt-
unum háttað þá? Það er mikil-
vægt að það sé lesið fyrir börn og
það skiptir máli hvernig er talað
við þau. Við höfum kannski gert
þá vitleysu í kennslu að vera of
neikvæð og gagnrýnin í stað þess
að reyna að laða börn að tungu-
málinu, benda á hvað er fallegt,
hvernig hægt er að komast hag-
anlega að orði og reyna að fá ungt
fólk til að þykja vænt um málið.
Börn hafa mikið ímyndunarafl
sem ég held að megi nýta til að
auka tjáningarmöguleika þeirra.
Þau hafa gaman af því að ríma og
þylja og þennan eiginleika eigum
við að virkja.“
Njörður segir þó slíkar hug-
sjónir ekki hafa verið það sem
dró hann í kennslu. „Ég ætlaði
ekki að verða kennari, heldur
slysaðist inn í íslenskudeild Há-
skólans,“ segir hann og hlær.
„Ekki svo að skilja að ég sjái eftir
þessum tíma.“ Margir af nemend-
um Njarðar hafa síðar snúið sér
að skriftum sjálfir og hann segist
reyna að fylgjast með þeim.
Njörður sér ekki fram á að þurfa
að láta sér leiðast eftir að hann
settist í helgan stein enda er hann
með mörg járn í eldinum. „Ég
ætla fyrst og fremst að skrifa
meira. Ég hef látið skriftirnar
sitja allt of lengi á hakanum.“ ■
16 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR
Ef við skiptum
íslenskunni út fyrir
ensku er ég hræddur um að
við værum á útjaðri mál- og
menningarsamfélags sem
hefði lítinn áhuga á okkur.
,,
Tungumálið er hljóðfæri hugans
Staða íslenskunnar hefur verið í
kastljósinu í viku bókarinnar.
Bergsteinn Sigurðsson hitti Njörð
P. Njarðvík, rithöfund og fyrr-
verandi prófessor, að máli og ræddi
við hann um málrækt, kæruleysi í
málnotkun og gildi íslenskrar
tungu.
Beint flug til hinna fögru miðaldarborgar
Tallinn í Eistlandi
Ótrúlegt verð - flug með sköttum, einungis 18.990 kr.
Örfá sæti eftir. Frá 15. júlí-26. júlí.
Tallinn hefur breyst í nútímaborg með alþjóðlegu yfirbragði á síðustu 10
árum. Þrátt fyrir það eru íbúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum. Þar
eru götur steini lagðar og við þær standa vel varðveittar stórkostlegar byg-
gingar frá 11-15 öld. Þá setja markaðirnir mikinn svip á borgina. Tallinn
hefur verið bætt við á heimslista UNESCO sem ein best varðveitta miðal-
darborg N-Evrópu. Menningarlíf í Talllinn stendur með miklum blóma og
geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Í Tallinn er hægt að gera góð kaup.
Þar er ódýrt að versla, hótelgisting og
matur á veitingahúsum er ódýr. Þá er,
næturlífið fjörugt, barir, skemmtis-
taðir og kaffihús á hverju götuhorni.
Tallinn er borg sem fangar, borg sem
skilur eitthvað eftir, löngu eftir að
komið er heim. Sími 588 8900 • www.transatlantic.is
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK Ísland var kyrrstöðusamfélag öldum saman en eftir síðari heimsstyrjöld hefur margt breyst. Tengslin við þann veruleika sem til dæmis
orðtök eru sprottin úr hafa slitnað og því fara margir rangt með þau.
NJÖRÐUR Í HNOTSKURN
Fæddur: 1936.
Menntun: Doktorsgráða í íslenskum
bókmenntum.
Starf: Prófessor við íslenskuskor Há-
skóla Íslands í 33 ár. Rithöfundur.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Beru
Þórisdóttur. Saman eiga þau Frey 43
ára, Hildi 35 ára og Urði 34 ára.
Áhugamál: Njörður hefur verið í for-
ystu SPES, alþjóðlegrar barnahjálpar
sem rekur heimili fyrir munaðarlaus
börn í Tógó.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Vortré
Hvar finnur tréð
fyrst fyrir vorinu?
Er það í fálmandi rótum
djúpt undir hvítu frosti
eða kannski í greinum
sem þreifa á andkaldri golu
í leit að hlýju ljóssins?
Einhver staðar
langt inni í trénu
fæðist vorið
og læðist til okkar
í grænni gleði
Úr ljóðabókinni Aftur til steinsins.