Fréttablaðið - 24.04.2005, Síða 19

Fréttablaðið - 24.04.2005, Síða 19
Í mars á síðasta ári var kól- umbíski lögreglumaðurinn Danilo Gonzalez borinn til grafar. Útförin var látlaus og fór fram í lítilli kapellu við lögreglustöðina í höfuðborginni Bógota. Ferill Gonzalez í lögreglunni spannaði meira en tvo áratugi. Hann var einn færasti rannsókn- arlögreglumaðurinn í stríðinu við eiturlyfjabarónana sem ráða svo miklu í þessu Suður-Ameríkuríki. Fáir lögreglumenn vottuðu Gonzalez þá virðingu að vera við- staddir útförina og lögreglan hélt enga athöfn þessum annars marg- verðlaunaða lögreglumanni til heiðurs. Ástæðan? Bæði banda- rísk og kólumbísk löggæsluyfir- völd segja að Gonzalez hafi verið kominn i slagtog með óvininum – eiturlyfjabarónunum. Reyndar var svo komið að hann hafði verið ákærður ásamt fjölda glæpa- manna, meðal annars úr Norte Valle-eiturlyfjahringnum, fyrir samsæri og eiturlyfjasmygl. Gonzalez beið þess að vera framseldur til Bandaríkjanna þegar hann var skotinn til bana af öðrum lögreglumanni sem hafði snúist á sveif með eitur- lyfjabarónunum. Hann var skot- inn af því að þeir óttuðust að hann myndi leka mikilvægum upplýsingum til lögreglunnar. Á segulbandsupptöku sem komst í hendur fjölmiðla lýsir hann því hversu mikið í mun honum sé að skýra mál sitt almennilega fyrir bandarískum yfirvöldum, sem hann hafði unnið náið með í meira en áratug. „Ákveðnar kringumstæður leiddu til þess sem gerðist,“ segir hann á upptökunni. „Ég er viss að um að þeir skilja mig þegar ég segi þeim frá öllu saman.“ Sem dæmi um það í hversu miklum metum Gonzalez var á sínum tíma sagði Joe Toft, fyrr- um yfirmaður Bandarísku fíkni- efnalögreglunnar (DEA) í Bógota að Gonzalez væri örugglega einn af þeim bestu. „Hann vann mjög náið með okkur,“ sagði Toft. Saga Gonzales, sem átti meðal annars stóran þátt í því að Pablo Escobar var handtekinn, er ekk- ert einsdæmi. Í Kólumbíu eru al- geng mánaðarlaun lögreglu- manna tíu til tólf þúsund krónur, sem segir flest sem segja þarf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HÖFUÐPAURAR CALI- EITURLYFJAHRINGSINS Bræðurnir Gilberto Rodriguez Orejuela og Miguel Rodriguez Orejuela stjórnuðu Cali- eiturlyfjahringnum þegar hann var sem öfl- ugastur. Bræðurnir eru nú báðir bak við lás og slá. Gilberto, sem hafði gælunafnið „skákmeistarinn“ vegna þessu hversu séður hann var í viðskiptum, bíður nú dóms í Bandaríkjunum en hann var framseldur þangað í desember. Undir lok síðasta mán- aðar var Miguel framseldur til Bandaríkjanna. Gríðarlegur viðbúnaður var í kringum komu hans til Miami. Þegar hann var fluttur frá flugvellinum og í fangelsið voru tólf lögreglubílar sem gættu þess að ekkert færi úrskeiðis. Talið er að Cali-hringurinn hafi framleitt um 80 prósent af öllu kókaíni í heiminum þegar hann réði ríkjum. FRÆGASTI EITURLYFJABARÓNINN Pablo Emilio Escobar Gaviria, oftast nefndur Pablo Escobar eða Don Pablo, er líklega þekkt- asti eiturlyfjabarón síðari ára. Hann var yfir Medellin-eiturlyfjahringnum sem réði ríkjum í Kólumbíu á undan Cali-hringnum. Hann komst til valda á áttunda áratugnum þegar kókaín varð helsta eiturlyf Bandaríkjanna. Í upphafi ní- unda áratugarins er talið að Medellin-hringur- inn hafi smyglað tugum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna í hverjum mánuði. Escobar var dæmdur í fangelsi í lok níunda áratugarins. Bandaríkjamenn reyndu að fá hann framseldan en kólumbísk yfirvöld höfnuðu því. Fangelsið sem hann var í var í raun líkara sveitasetri. Hann borðaði góðan mat, neytti áfengis og fíkniefna og fékk leyfi til að fá gesti. Í júlí árið 1992 þegar flytja átti Escobar í raunverulegt fangelsi flúði hann. Hann var á flótta í sextán mánuði og myrti hundruð lögreglumanna sem reyndu að elta hann uppi. Í desember árið 1993 komust yfirvöld að því hvar hann var með því að rekja símtal hans. Hann var felldur í skotbardaga í Medellin hinn 2. desember árið 1993. FÍKNIEFNI Í FLAGG- SKIPI FLOTANS Kólumbísk yfirvöld urðu fyrir miklum álits- hnekki fyrir ári síðan þegar Alejandro Toledo, forseti Perú, var í opinberri heim- sókn í landinu. Á dagskránni var heimsókn í Gloríu, flaggskip kólumbíska flotans. Skömmu áður en Toledo átti að stíga um borð fundust sextán kíló af kókaíni og tíu kíló af heróíni í skipinu. Málið komst í fjöl- miðla og baðst Alvar Uribe, forseti Kól- umbíu, afsökunar. Það var kannski ekki skrítið því Gloría var á leiðinni í kynnisferð til Bandaríkjanna og Evrópu í þeim tilgangi að bæta ímynd Kólumbíu. ögreglumaður í röngum hópi DANILO GONZALEZ Hér tekur Gonzalez við orðu frá kólumbísku lögreglunni. Gilberto Orejuela Miguel Orejuela » KÓLUMBÍA FRAMLEIÐIR 80% Kólumbía er langstærsti framleiðandi kókaíns í heiminum. Talið er að um 80 prósent af öllu kókaíni í heiminum komi frá Kólumbíu. Hin tuttugu prósentin koma mestmegnis frá Bólivíu og Perú. Lagt er hald á gríðarlegt magn kókaíns á hverju ári en þó ekki nándar nægilega mikið til að draga úr eftirspurninni. Árið 2001 lögðu löggæsluyfirvöld í Norður- og Suður- Ameríku hald á 75 prósent af öllu því kókaíni sem hald var lagt á það ár í heiminum. Í Vestur-Evrópu var sambærileg tala 13 prósent. Talið er að 60 prósent af öllu því kókaíni sem framleitt er í Suður-Ameríku fari á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Bandarísk yfirvöld áætla að á hverju ári sé um 300 tonnum af kókaíni smyglað inn í landið. Talið er að á bil- inu 120 til 150 tonnum sé smyglað til Evrópu árlega. HEIMILD: Interpol KÓKAÍNVERKSMIÐJA Í CAUCA-SÝSLU Kólumbískur hermaður stendur í dyragætt kókaínverksmiðju sem fannst í vikunni, um 180 kílómetra suðvestur af Bogota. Talið er að um tvö tonn af kókaíni hafi verið framleidd í verksmiðjunni á ári. SUNNUDAGUR 24. apríl 2005 19

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.