Fréttablaðið - 24.04.2005, Síða 21
Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is
KÓPAVOGSBÆR
LINDASKÓLI
Aðstoðarskólastjóri
Staða aðstoðarskólastjóra við Linda-
skóla í Kópavogi er laus til umsóknar.
• Leitað er eftir einstaklingi sem hefur
reynslu af kennslu.
• Viðkomandi einstaklingur þarf að búa yfir
góðum skipulagshæfileikum og vera
góður í samskiptum.
Lindaskóli er einsetinn skóli með 600
nemendur í 1. – 10. bekk.
Skólinn er vel búinn kennslutækjum og
starfsaðstaða er mjög góð.
Við skólann er unnið metnaðarfullt starf þar
sem lögð er áhersla á góða kennslu og góða
samvinnu skóla og heimila. Lindaskóli er
umhverfisvænn skóli og tekur þátt í verk-
efninu, „Skólar á grænni grein”.
Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um
starfið.
Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launa-
nefndar sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Gunnsteinn
Sigurðsson í síma 554-3900
eða 861-7100
Umsóknafrestur er til
1. maí 2005
Kristbjörg Eyvindsdóttir í Auðsholts-
hjáleigu í Ölfusi er hestakona af lífi og
sál og hefur áratuga þjónustu í út-
flutningi hesta.
Kristbjörg og eiginmaður hennar, Gunnar
Arnarson, voru meðal frumkvöðla að því að
senda hross út með flugvélum, ýmist í gám-
um með annarri frakt eða einstökum vélum.
„Til Norðurlandanna fara yfirleitt um 80
hross í hverri sendingu og þá er ekkert annað
flutt í þeirri vél,“ segir Kristbjörg og nefnir
Billund í Danmörku og Norköping í Svíþjóð
sem helstu flughafnir. Hún segir flogið með
hesta í reglulegu fraktflugi til Lúxemburgar,
möguleiki sé að opnast á slíkum flutningum
til Liege í Belgíu en til New York þurfi að
safna í sendingar, að lágmarki átta hrossum.
En hvernig skyldi hestunum líða þegar lang-
ferðin nálgast? „Þeir eru bara rólegir,“ segir
Kristbjörg. „Þetta eru hópdýr og íslenski
hesturinn er taugasterkur.“ Hún segir hross-
in ýmist tamin eða ótamin þegar þau fari úr
landi og telur að sum mættu vera ögn verald-
arvanari. „Það væri óneitanlega til bóta, bæði
fyrir hrossin sjálf og þá sem meðhöndla þau,
ef þau væru mannvön og taumvön.“
Ýmiss konar vafstur er í kringum útflutn-
inginn. Það þarf að safna upplýsingum, papp-
írum og gögnum, sækja hrossin vítt og breitt
um landið og koma þeim fyrir hér á höfuð-
borgarsvæðinu til frekari skoðunar. Gefinn
er út hestapassi sem dýralæknar fylla út og
fullt af öðrum pappírum þarf að fylgja hross-
inu úr landi.
Ekki segir Kristbjörg hrossin fá að éta á
leiðinni enda sé þeim gefið vel áður en þau
leggi upp. Hún telur þau yfirleitt þola flutn-
inginn vel enda séu þau oft komin undir
hnakk úti eftir stuttan tíma. „Þetta eru stólpa-
gripir sem eru sjálfum sér og landinu til
sóma,“ segir hún og klappar klárunum blíð-
lega. gun@frettabladid.is
Gaman að flytja hesta
atvinna@frettabladid.is
Er foreldrahlutverkið hindr-
un í atvinnulífinu – jafnvel fyrir
pabba? er yfirskrift opins morgun-
verðarfundar sem Félagsfræð-
ingafélag Íslands stendur fyrir
fimmtudaginn 28. apríl á Grand
hóteli í Reykjavík. Á málþinginu
munu þrír félagsvís-
indamenn kynna nýjar
rannsóknir sínar um
málefni fjölskyldunnar.
Fundurinn er öllum
opinn.
Aðalfundur Samtaka atvinnu-
lífsins verður haldinn á Hótel
Nordica þriðjudaginn 3. maí og
hefst klukkan 14 með venjuleg-
um aðalfundarstörfum.
Opin dagskrá hefst klukkan 15
með ræðu nýkjörins formanns
SA, en að því loknu ávarpar
fundinn Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra. Þá taka við um-
ræður um áherslur atvinnulífsins
og framtíðarsýnina undir stjórn
Páls Magnússonar fréttastjóra
Stöðvar 2.
Umsókn Samorku
um að gerast aðili að
SA sem sjálfstætt aðild-
arfélag hefur verið sam-
þykkt, en Samorka,
samtök raforku-, hita-
og vatnsveitna, verður
þá 8. aðildarfélag SA og öll 38
aðildarfyrirtæki Samorku verða
jafnframt aðildarfyrirtæki SA.
Samtök atvinnulífsins fagna þess-
um nýju aðilum sem efla enn
stöðu samtakanna sem heildar-
samtaka íslensks atvinnulífs.
Kristbjörg segir til mikilla bóta að hrossin séu mannvön þegar þau fara út.
LIGGUR Í LOFTINU
í atvinnu
MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR?
Vantar störf fyrir ófaglærða BLS. 2
Minna atvinnuleysi en í fyrra BLS. 2
Svartsýnir stúdentar BLS. 2
Með fulla vasa af hugmyndum BLS. 8
SMÁAUGLÝSINGAR
byrja í dag á bls. 14
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er sunnudagur 24. apríl,
114. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 5.24 13.26 21.30
AKUREYRI 4.59 13.10 21.25
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
STÖRF Í BOÐI
Heilsugæslulæknir
Aðstoðar rekstrarstjóri
Saumakona
Svæðisverkfræðingar
Gagnagrunnssérfræðingur
Verkamenn
Vélstjóri
Dagskrástjóri
Öryggisráðgjafi
Nýliðaþjálfari
Eftirlitsmaður uppsetningar
Viðskiptastjóri
Söluráðgjafi
Innkaupastjóri
Lestunarstjóri
Sumarstörf
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA