Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 21
Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR LINDASKÓLI Aðstoðarskólastjóri Staða aðstoðarskólastjóra við Linda- skóla í Kópavogi er laus til umsóknar. • Leitað er eftir einstaklingi sem hefur reynslu af kennslu. • Viðkomandi einstaklingur þarf að búa yfir góðum skipulagshæfileikum og vera góður í samskiptum. Lindaskóli er einsetinn skóli með 600 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn er vel búinn kennslutækjum og starfsaðstaða er mjög góð. Við skólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem lögð er áhersla á góða kennslu og góða samvinnu skóla og heimila. Lindaskóli er umhverfisvænn skóli og tekur þátt í verk- efninu, „Skólar á grænni grein”. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launa- nefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Gunnsteinn Sigurðsson í síma 554-3900 eða 861-7100 Umsóknafrestur er til 1. maí 2005 Kristbjörg Eyvindsdóttir í Auðsholts- hjáleigu í Ölfusi er hestakona af lífi og sál og hefur áratuga þjónustu í út- flutningi hesta. Kristbjörg og eiginmaður hennar, Gunnar Arnarson, voru meðal frumkvöðla að því að senda hross út með flugvélum, ýmist í gám- um með annarri frakt eða einstökum vélum. „Til Norðurlandanna fara yfirleitt um 80 hross í hverri sendingu og þá er ekkert annað flutt í þeirri vél,“ segir Kristbjörg og nefnir Billund í Danmörku og Norköping í Svíþjóð sem helstu flughafnir. Hún segir flogið með hesta í reglulegu fraktflugi til Lúxemburgar, möguleiki sé að opnast á slíkum flutningum til Liege í Belgíu en til New York þurfi að safna í sendingar, að lágmarki átta hrossum. En hvernig skyldi hestunum líða þegar lang- ferðin nálgast? „Þeir eru bara rólegir,“ segir Kristbjörg. „Þetta eru hópdýr og íslenski hesturinn er taugasterkur.“ Hún segir hross- in ýmist tamin eða ótamin þegar þau fari úr landi og telur að sum mættu vera ögn verald- arvanari. „Það væri óneitanlega til bóta, bæði fyrir hrossin sjálf og þá sem meðhöndla þau, ef þau væru mannvön og taumvön.“ Ýmiss konar vafstur er í kringum útflutn- inginn. Það þarf að safna upplýsingum, papp- írum og gögnum, sækja hrossin vítt og breitt um landið og koma þeim fyrir hér á höfuð- borgarsvæðinu til frekari skoðunar. Gefinn er út hestapassi sem dýralæknar fylla út og fullt af öðrum pappírum þarf að fylgja hross- inu úr landi. Ekki segir Kristbjörg hrossin fá að éta á leiðinni enda sé þeim gefið vel áður en þau leggi upp. Hún telur þau yfirleitt þola flutn- inginn vel enda séu þau oft komin undir hnakk úti eftir stuttan tíma. „Þetta eru stólpa- gripir sem eru sjálfum sér og landinu til sóma,“ segir hún og klappar klárunum blíð- lega. gun@frettabladid.is Gaman að flytja hesta atvinna@frettabladid.is Er foreldrahlutverkið hindr- un í atvinnulífinu – jafnvel fyrir pabba? er yfirskrift opins morgun- verðarfundar sem Félagsfræð- ingafélag Íslands stendur fyrir fimmtudaginn 28. apríl á Grand hóteli í Reykjavík. Á málþinginu munu þrír félagsvís- indamenn kynna nýjar rannsóknir sínar um málefni fjölskyldunnar. Fundurinn er öllum opinn. Aðalfundur Samtaka atvinnu- lífsins verður haldinn á Hótel Nordica þriðjudaginn 3. maí og hefst klukkan 14 með venjuleg- um aðalfundarstörfum. Opin dagskrá hefst klukkan 15 með ræðu nýkjörins formanns SA, en að því loknu ávarpar fundinn Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra. Þá taka við um- ræður um áherslur atvinnulífsins og framtíðarsýnina undir stjórn Páls Magnússonar fréttastjóra Stöðvar 2. Umsókn Samorku um að gerast aðili að SA sem sjálfstætt aðild- arfélag hefur verið sam- þykkt, en Samorka, samtök raforku-, hita- og vatnsveitna, verður þá 8. aðildarfélag SA og öll 38 aðildarfyrirtæki Samorku verða jafnframt aðildarfyrirtæki SA. Samtök atvinnulífsins fagna þess- um nýju aðilum sem efla enn stöðu samtakanna sem heildar- samtaka íslensks atvinnulífs. Kristbjörg segir til mikilla bóta að hrossin séu mannvön þegar þau fara út. LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? Vantar störf fyrir ófaglærða BLS. 2 Minna atvinnuleysi en í fyrra BLS. 2 Svartsýnir stúdentar BLS. 2 Með fulla vasa af hugmyndum BLS. 8 SMÁAUGLÝSINGAR byrja í dag á bls. 14 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er sunnudagur 24. apríl, 114. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 5.24 13.26 21.30 AKUREYRI 4.59 13.10 21.25 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag STÖRF Í BOÐI Heilsugæslulæknir Aðstoðar rekstrarstjóri Saumakona Svæðisverkfræðingar Gagnagrunnssérfræðingur Verkamenn Vélstjóri Dagskrástjóri Öryggisráðgjafi Nýliðaþjálfari Eftirlitsmaður uppsetningar Viðskiptastjóri Söluráðgjafi Innkaupastjóri Lestunarstjóri Sumarstörf Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.