Fréttablaðið - 24.04.2005, Page 22
Leitað aðstoðar
Á vefsvæðum flestra stéttarfélaga eru upplýsingar sem geta nýst manni við
að leysa minni mál eða við hvern maður eigi að tala sé málið stærra.[ ]
Vantar vinnu fyrir venjulegt fólk
Iðandi mannlíf í göngugötunni. Skortur er á störfum í bænum fyrir ófaglært fólk. Myndin er úr safni.
Atvinnuástand á Akureyri gæti
verið betra. Umsóknum um
sumarstörf hefur þó fækkað.
„Það hefur verið jöfn þróun í at-
vinnumálum á Akureyri undan-
farið,“ segir Valgeir Magnússon,
ráðgjafi hjá Svæðisvinnumiðlun
Norðurlands eystra. „Það er ekki
mikil uppsveifla heldur er línan
meira flöt. Iðnaðarmenn ganga
þó ekki um atvinnulausir, þeir
sem verða útundan eru þeir sem
ekki eru sérhæfðir.“
Valgeir bendir á að iðnfyrir-
tæki hafi horfið úr bænum og
verksmiðjur verið lagðar niður.
„Það hefur ekki beint komið eitt-
hvað í staðinn,“ segir Valgeir.
„Háskólanum fylgja vissulega
mörg störf en það eru ákveðnir
hópar sem verða alveg útundan.“
Aðspurður hvort fólk leiti
fyrir sér annars staðar segir Val-
geir ófaglærða oft ragari að
fara. „Þeir sem hafa menntun
reyna frekar fyrir sér annar-
staðar, en hinir hlaupa í tíma-
bundin störf sem losna og eru at-
vinnulausir þess á milli. Það
vantar hér stóran vinnustað,
venjuleg störf fyrir venjulegt
fólk. Hér sem annars staðar
gengur atvinnulífið mikið út á
samræmingu, fyrirtæki samein-
ast og hagræða og segja upp
fólki. Það er langt í frá allt svart
en við myndum gjarnan þiggja
fjölgun starfa í bænum,“ segir
Valgeir.
Umsóknir um sumarstörf á
Akureyri eru nú 490, en búist er
við að um það bil 270-290 störf
verði í boði.
Jónína Kristín Laxdal, launa-
fulltrúi hjá Akureyrarbæ, segir
að umsóknum hafi fækkað um
20% frá því í fyrra. „Við höfum
ekki skýringar á því og vitum
ekki hvort atvinnuástand er
betra í bænum en í fyrra. Það
vekur líka athygli að umsóknir
frá körlum eru helmingi færri
en hjá konum. Meðal starfa sem
eru í boði í sumar eru stöður við
Búsetudeild, sem eru sambýlin á
Akureyri, og dvalarheimilin.“
Að venju verður unglingum
boðið upp á unglingavinnu á Ak-
ureyri, en ef margir eru atvinnu-
lausir eftir að störfum hefur ver-
ið úthlutað er sett í gang átaks-
verkefni.
„Við vitum ekki fyrr en líður á
sumarið hvort við hrindum af
stað átaksverkefni,“ segir Jónína
og tekur undir með Valgeiri að
þeir sem verst verði úti séu 17
ára unglingar, sem hafi litla sem
enga reynslu, og hinir sem ekki
hafi sérhæfingu. ■
Nemendur í Edinborg í Skotlandi sem
vinna hlutastarf með skóla fá sérstök
verkalýðskort afhent um þessar mundir
og er það hluti af tilraunaverkefni
verkalýðsfélaga og sambands nemenda
í landinu. Verkalýðskortið gerir það að
verkum að nemendur geta nýtt sér fjár-
hagslegan stuðning verkalýðsfélaga
sem og lögfræðiþjónustu og vona
verkalýðsfélögin að þetta verði til þess
að nemendurnir gangi í verkalýðsfélag
eftir útskrift.
Tilraunaverkefnið kemur í kjölfar þess
að vinnuálag nemenda er farið að
valda mönnum áhyggjum. Könnun sem
gerð var meðal 400 nemenda í febrúar
sl. leiðir í ljós að þriðjungur stúdenta í
Edinborg vinnur 20 stundir á viku eða
meira. Alls kváðust 69 prósent stúdent-
anna vera í vinnu með námi vegna fjár-
hagsörðugleika.
Skoskir nemendur vinna of mikið
NEMENDUR FÁ ÓKEYPIS ÞJÓNUSTU VERKALÝÐSFÉLAGANNA Í SKOTLANDI TIL
AÐ BÆTA ÚR VANDANUM.
Atvinnuleysi meðal karlmanna var 3,4
prósent en 2,5 prósent hjá konum. At-
vinnuleysi var mest meðal fólks á aldr-
inum 16 til 24 ára, eða 9,3 prósent. Á
sama tíma á síðasta ári mældist at-
vinnuleysi 3,1 prósent.
Á vinnumarkaðnum voru alls 160.600
manns sem jafngildir 79,8 prósenta at-
vinnuþátttöku. Atvinnuþátttaka karla var
82,7 prósent en kvenna 77 prósent.
Meðalfjöldi vinnustunda á fyrsta árs-
fjórðungi var 40,7 klukkustundir hjá
þeim sem voru við vinnu í viðmiðunar-
vikunni, 46,6 klukkustundir hjá körlum
en 34 klukkustundir hjá konum.
Fjöldi námsmanna sextán ára og eldri
var 39.400 á fyrsta ársfjórðungi og
unnu 59,6 prósent þeirra samhliða
námi. Námsmönnum sem vinna með
námi fjölgaði um 1.200 frá fyrsta árs-
fjórðungi 2004 og var sú fjölgun ein-
ungis meðal kvenna.
Nemendur í breskum háskólum búast
margir hverjir ekki við að fá vinnu eftir
útskrift. Mynd er úr safni.
Nemendur svart-
sýnir á að fá vinnu
TVEIR ÞRIÐJU NEMENDA SEM ÚT-
SKRIFAST ÚR BRESKUM HÁSKÓLUM Í
VOR EFAST UM AÐ FRAMBOÐ VINNU
SÉ NÆGILEGT.
Þessi svartsýna skoðun bresku háskóla-
nemanna kemur fram í nýrri könnun
sem ríflega 16 þúsund stúdentar í þrjá-
tíu skólum tóku þátt í. Það var fyrirtæk-
ið High Fliers Research sem gerði
könnunina.
Í niðurstöðum kemur fram að fjöldi
nemenda sem búast við vinnu eftir út-
skrift hafi hækkað aðeins frá fyrra ári
en er samt frekar lágur. Alls kvaðst 21
prósent hópsins þess fullviss að full
vinna biði að lokinni útskrift, 15 pró-
sent bjuggust við því að hefja atvinnu-
leit að loknu námi og meira en helm-
ingur nemendanna, eða 63%, taldi víst
að ekki væri nóg af störfum fyrir alla þá
sem útskrifast í vor.
Um 20 prósent sögðu að fá störf væru
í boði en 17 prósent héldu að það væri
nóg af vinnuframboði. Enn fremur
héldu útskriftarnemarnir að þeir myndu
þéna að meðaltali 19.800 pund á ári í
fyrstu vinnunni, fjórum prósentum
meira en í könnuninni í fyrra. Höfuð-
borg Englands, London, er enn aðal-
áfangastaður þriðjungs útskriftarnema.
Rannsóknin var framkvæmd af
vefatvinnumiðluninni Retail
Choice í Bretlandi og tóku átta
hundruð verslunarstarfsmenn
þátt í henni. Næstum því allir
starfsmennirnir höfðu reglulega
lent í átökum við ókurteisa við-
skiptavini.
Tveir af hverjum þremur
starfsmönnum hafði verið blótað
eða viðskiptavinir öskrað á þá. Í
einu tilviki varð viðskiptavinur
reiður þegar hann gat ekki komist
að hillu því eldri maður hafði
hnigið niður og þurfti að lífga
hann við. Í öðru tilviki þurfti ör-
yggisvörður að fylgja starfs-
manni úr vinnunni, því reiður við-
skiptavinur beið eftir starfsmann-
inum fyrir utan verslunina. Einn
starfsmaður sagðist hafa verið
löðrungaður af konu þegar hann
rukkaði hana um þrjátíu krónum
meira en hann átti að gera.
Vefstjóri Retail Choice, John
Salt, hvetur viðskiptavini til að
íhuga hegðun sína ef þeir óska
þess að vera tekið vel. ■
Sjúkraliðar eru eftirsóttir starfskraftar
víða – ekki bara í sjúkrahúsunum held-
ur líka á öðrum stofnunum og lækna-
stofum. Starf sjúkraliðans getur verið
mjög gefandi og auk þess er oft mögu-
legt að fá hlutastarf í faginum. Íslenskir
sjúkraliðar geta unnið á Norðurlöndun-
um og þar er oft auglýst eftir fólki.
Sjúkraliðar þurfa að hafa áhuga á fólki,
hafa hlýja framkomu og kunna að sýna
umhyggju.
NÁMIÐ
Til að hefja nám á sjúkraliðabraut er
krafist grunnskólaprófs með viðunandi
árangri. Nemendur sem eiga meira nám
að baki geta fengið það metið til stytt-
ingar á náminu. Meðalnámstími á
sjúkraliðabraut er 3 ár í skóla, eða 6
annir, auk starfsþjálfunar í alls 16 vikur
– sem er launuð. Námið er 120 eining-
ar og skiptist í almennar bókgreinar,
sérgreinar, verknám og starfsþjálfun.
Námið er að hluta lánshæft hjá LÍN.
Sjúkraliðanámið er viðurkennd starfs-
menntun og hljóta nemendur löggild-
ingu að námi loknu. Hægt er að læra til
sjúkraliða í Heilbrigðisskóla Fjölbrauta-
skólans við Ármúla, Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti og víðar í fjölbrautaskólum.
HELSTU NÁMSGREINAR
Meðal almennra bóknámsgreina má
nefna íslensku, ensku og dönsku. Auk
þess eru lífsleikni, stærðfræði og íþrótt-
ir á námskránni. Sérgreinarnar eru
margar og þa má nefna félagsfræði,
heilbrigðisfræði, hjúkrunarfræði, líffæra-
og lífeðlisfræði, líkamsbeitingu, lyfja-
fræði, náttúrufræði, næringarfræði,
samskipti, sálfræði, siðfræði, skyndi-
hjálp o.fl. Námið er eins og sést afar
fjölbreytt, auk þess sem nemendur fara
í verknám á heilbrigðisstofnunum.
FRAMHALDSNÁM
Í Heilbrigðisskólanum í FÁ er hægt að
fara í tveggja anna framhaldsnám í
öldrunarhjúkrun. Inntökuskilyrði eru
sjúkraliðanám frá viðurkenndum skóla
auk fjögurra ára starfsreynslu sem
sjúkraliði.
SAGAN
Sjúkraliðanám var fyrst sett á stofn hér-
lendis árið 1965 að danskri fyrirmynd.
Námið fór fram á St. Jósefsspítalanum í
Reykjavík og á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri. Námið var í þá daga 9 mán-
uðir og skiptist í bóklegt og verklegt
nám. Sjúkraliðaskóli Íslands var stofn-
aður árið 1975 en lagður niður árið
1990 þegar námið var flutt í Heilbrigð-
isskólann við Ármúla. Eins og fyrr sagði
eru sjúkraliðabrautir starfræktar víðar í
fjölbrautaskólum.
Sjúkraliði?
Nemar á sjúkraliðabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti í verklegri þjálfun.
Hvernig verður maður
Minna atvinnuleysi en í fyrra
ATVINNULEYSI Á FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGI 2005 VAR ÞRJÚ PRÓSENT SEM ÞÝÐIR AÐ
4.800 MANNS VORU ÁN VINNU SAMKVÆMT TÖLUM HAGSTOFU ÍSLANDS.
Námsmönnum sem vinna með námi
fjölgaði á fyrsta ársfjórðungi en sú fjölgun
var einungis meðal kvenna.
Margir nemendur þurfa að vinna mikið
með skóla til að eiga fyrir salti í grautinn.
Mynd er úr safni.
Löðrungaður af viðskiptavini
Verslunarstarfsmenn eru reglulega fórnarlömb andlegra
árása frá „vondum“ viðskiptavinum samkvæmt nýrri rann-
sókn.
Viðskiptavinir í verslunum geta oft verið ansi ókurteisir. Mynd er úr safni.