Fréttablaðið - 24.04.2005, Side 24

Fréttablaðið - 24.04.2005, Side 24
4 ATVINNA Bechtel International Inc. byggir álver á Reyðarfirði á vegum Alcoa. Fjarðaál er hann- að og byggt í samstarfi við HRV sem samanstendur af nokkrum fremstu fyrirtækjum á Íslandi á sviðinu, Hönnun, Rafhönnun og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Verkstjóri Verkstjórn við alla almenna byggingavinnu, t.d steypuvinnu. Minnst fimm ára reynsla af byggingavinnu áskilin. Pólskukunnátta æskileg. Upplýsingar gefur Audrey í síma 470 7494. Öryggisráðgjafi Umsækjendur skulu hafa þekkingu á íslenskum öryggisreglum og minnst fimm ára reynslu sem öryggisráðgjafar eða öryggisstjórar í fullu starfi. Reynsla af byggingavinnu er áskilin og skírteini frá öryggis- og slysavarnanámskeiðum (svo sem skyndihjálparnámskeiðum), ásamt reynslu af þjálfun starfsmanna koma til góða. Pólskukunnátta æskileg. Upplýsingar gefur Audrey í síma 470 7494. Nýliðaþjálfari – Pólska Starfið felur í sér þjálfun og kennslu í öryggis,- samskipta- og umhverf- ismálum. Mikilvægt er að viðkomandi geti tileinknað sér nýtt efni á ofan nefndum sviðum, þýtt yfir á pólsku og komið efninu vel til skila til starfsmanna. Haldgóð menntun og starfsreynsla nauðsynleg. Upplýs- ingar veitir Ragnheiður í síma 470 7595, netfang: rkristia@bechtel.com Eftirlitsmaður uppsetningar Ber ábyrgð á eftirliti með vinnuflokkum sem ráðnir eru til uppsetningar á burðarvirkjum úr stáli og forsteyptum einingum (að 50 tonna þunga). Hefur einnig eftirlit með samsetningarsvæðum og hífingu þungra hluta, á afstillingu og herðingu bolta og á húðun þak- og veggklæðninga. Umsækjendur skulu hafa að lágmarki fimm ára starfsreynslu. Upplýsingar gefur Audrey í síma 470 7494. Birgðastjóri Ber ábyrgð á birgðastjórnaráætlun og sér um ìinnî- hluta birgðameðferðar, þ.e. skilgreiningu, ákvörðun og magnmælingu, í því skyni að gera innkaup sem hagstæðust. Stýrir framkvæmdamiðstöð birgðameðferðar fyrir verkfræðivinnu, aðfangaöflun og byggingarvinnu. Krafist er fyrri reynslu af birgðastjórn. Upplýsingar gefur Audrey í síma 470 7494. Lagermaður Birgðastýring utan framkvæmdasvæðis, þ.m.t. móttaka, geymsla og afgreiðsla á hráefnum, neysluvöru og búnaði til verkefnisins, skráning og innsláttur gagna, leiga á búnaði og aðstöðu til verkefnisins og eftirlit með vörum á lager, geymslusvæðum og vinnustöðum. Upplýsingar gefur Audrey í síma 470 7494. Innkaupastjóri/Afgreiðslustjóri Sinnir störfum er lúta að gerð og meðferð pantana. Sér um forval tilboðsgjafa, lista yfir tilboðsgjafa og greiningu tilboða, gengur frá skuldbindingum og heldur utan um pantanir. Fylgir því eftir að birgjar standi við afgreiðsluáætlanir. Starfsreynslu krafist. Upplýsingar gefur Audrey í síma 470 7494. Svæðisverkfræðingar (almennir og rafmagns-) Vinna með iðnaðarmönnum og vera þeim til halds og trausts við verkið og sjá til þess að tímaáætlun og tæknilegar og efnislegar kröfur til verksins séu uppfylltar. Það felur í sér að koma að uppsetningu verkáætlana, gera úttekt á hráefnum, sannreyna prófunarskilyrði verka, gera prófanir, halda uppi eftirliti með útliti og afstöðu með því að nota staðlaðar verklagsreglur Bechtel um breytingar og gera lokaúttekt á uppsetningum til þess að tryggja að verkið standist þær kröfur sem gerðar eru í skilgreiningu og hönnun. Leysa úr tæknilegum álitamálum á svæðinu og gæðatengdum málum sem þeim kunna að fylgja, vinna með hönnunarverkfræðingum að lausn þessara mála. Einnig að gefa vikulega skýrslu um stöðu uppsetningarverka og nota til þess sérstakan hugbúnað í eigu Bechtel. Krafist er reynslu af stórverkefnum. Upplýsingar gefur Audrey í síma 470 7494. Aðstoðareftirlitsmenn Bera ábyrgð á eftirliti með vinnuflokkum sem ráðnir eru til starfa á eftirfarandi sviðum: Rafmagnsvinna – Þekking á uppsetningu raflagna (straumrásum, köplum og rofum) nauðsynleg. Yfirsýn yfir bráðabirgðaorkukerfi, aðal- spennuvirki, há- og lágspennudreifikerfi. Eftirlit með geymslusvæðum fyrir raflagnaefni og tækjabúnað og eftirlit með flokkum sem vinna við frágang há- og lágspennulagna. Uppsetning – Reynsla af uppsetningu burðarvirkja úr stáli og stál- klæðninga nauðsynleg. Umsækjandi þarf að hafa eftirlit með flokkum sem vinna við uppsetningu á burðarvirkjum úr stáli og forsteyptum ein- ingum. Einnig með samsetningarsvæðum og hífingu þungra hluta, ásamt húðun á þak- og veggklæðningum. Almenn jarðlagnavinna Ábyrgð á frágangi jarðlagna á svæðinu (klóak, frárennsli, iðnaðarfrá- rennsli, neysluvatn, brunavarnir), þ.m.t. eftirlit með jarðvinnuflokkum sem ganga frá rörum og brunnum, greftri og ofanímokstri. Einnig eftir- lit með gæðum steypu, frágangi plast- (PVC) og stálröra og eftirlit með frágangi og tækjavinnu undirverktaka. Pólskukunnátta æskileg. Fagmenn óskast til starfa við álversbygginguna á Reyðarfirði: Ráðningarstofa Bechtel Búðareyri 25 730 Reyðarfirði Ráðningarstofa Bechtel Suðurlandsbraut 4 108 Reykjavík Upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu Bechtel, www.fjardaalproject.is Umsækjendur sem áhuga hafa og uppfylla þær kröfur sem krafist er, eru vinsamlega beðnir um að skila umsóknum á aðra hvora Ráðningarstofuna eða senda til Audrey Byrns, netfang: axbyrns@bechtel.com.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.