Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 28
8 ATVINNA Daníel Freyr Atlason er 28 ára hugmyndasmiður hjá Ís- lensku auglýsingastofunni. Það liggur í hlutarins eðli að hann smíðar hugmyndir í aug- lýsingar en það getur bæði verið erfitt og gríðarlega skemmtilegt. „Hugmyndasmiður er sá sem er oftast ábyrgur fyrir hugmyndum sem verða að auglýsingum. Ég sem hugmyndasmiður þarf að kynna mér viðfangsefnið og við- skiptavininn mjög vel og koma síðan með skemmtilega hugmynd sem ég kynni viðskiptavininum. Oftast ræður viðskiptavinurinn í hvaða miðlum auglýsingin birtist en ég kynni líka fyrir honum skemmtilega miðla sem hægt er að nýta sér og sem vekja athygli almennings,“ segir Daníel. „Þegar auglýsingin er gerð byrjar ferlið á því að viðskipta- vinur talar sig saman með mark- aðsráðgjafa í sínu fyrirtæki. Markaðsráðgjafi talar síðan við „creative director“ hjá auglýs- ingastofunni sem er eins konar hönnunar- eða hugmyndastjóri. Ég sest síðan niður með hönnuði og yfirmanni mínum og við ákveðum hvaða leið sé sniðugast að fara og „brainstormum“ að- eins eins og það er kallað. Því næst kynnum við grófar hug- myndir og nokkrar leiðir fyrir viðskiptavininum og sýnum hon- um skissur að auglýsingum. Við- skiptavinurinn segir okkur síðan hvaða leið honum líkar best og þá tekur framleiðslustigið á auglýs- ingunni við,“ segir Daníel en hann lumar á ýmsum aðferðum við að fá góðar og frumlegar hug- myndir. „Þegar ég fæ verkefni þá sit ég fyrir framan tölvuna, les tímarit eða horfi út í loftið og reyni að fá sniðuga hugmynd. Ég geng líka með bók í vasanum og skrifa oft hjá mér eitthvað sem ég sé. Ég á því lager af hugmynd- um sem hægt er að tvinna saman við eitthvað annað.“ Stundum þarf Daníel aðeins að ýta við ímyndunaraflinu. „Stund- um fæ ég mér í glas og daginn eft- ir vakna ég með fulla vasa af servíettum með skissum og hug- myndum sem ég skil ekkert í,“ segir Daníel og hlær en nokkrar auglýsingar hans hafa orðið til þannig. „Mér finnst ekkert af því ef ég er alveg strand að fara á barinn eftir vinnu og fá mér einn eða tvo bjóra. Það losar um eitt- hvað og þá flæða hugmyndirnar yfir mig.“ „Stundum eru kröfur við- skiptavinarins mjög skrýtnar og það er líklegast það sem er erfið- ast við starfið. Ég er líka alltaf í vinnunni. Þegar ég leggst upp í rúm á kvöldin þá hugsa ég um ein- hverjar hugmyndir að auglýsingu eða hugsa um leiðir til að klippa auglýsingu sem ég er nýbúinn að taka,“ segir Daníel sem á hug- myndina í auglýsingum eins og 1 sími hjá OgVodafone þar sem stúlka sést ferðast með síma um fjölbýlishús og rífa símasnúruna með sér, Gulla frænka hjá Og- Vodafone og fótboltaauglýsingin fyrir Landsbankann en þess má geta að Daníel fékk þrjár tilnefn- ingar fyrir auglýsingar sínar á ÍMARK hátíðinni í ár. En hvað lærir maður eigin- lega til að verða hugmyndasmið- ur? „Ég hef eiginlega ekki hug- mynd. Ég er menntaður auglýs- ingafræðingur frá London Col- lege of Communication sem er mjög virtur skóli. Þar lærði ég hugmyndafræðina á bak við aug- lýsingagerð en ekki grafísku hliðina þar sem ég er frekar lé- legur á tölvur. Ég lærði meðal annars um kaupendahegðun, að- ferðarfræði og höfundarétt. Þar lærði ég ágætis grunn en ég held að það sé ekki hægt að læra að verða hugmyndarsmiður. Þetta snýst mikið um sjálfstraust og maður verður að þora að segja það sem manni finnst. Síðan verð ég alltaf að vera á tánum og fylgjast með nýjustu trendun- um,“ segir Daníel sem dreymir um að komast að hjá stórri aug- lýsingastofu í London, Amster- dam eða jafnvel New York á næstu árum. lilja@frettabladid.is Vaknar með fulla vasa af hugmyndum Daníel hefur náð góðum árangri í fagi sínu þrátt fyrir stuttan starfsaldur en hann hefur unnið hjá Íslensku auglýsingastofunni í rúmt ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Grunnskólakennari. Við Brúarásskóla er laus kennarastaða skólaárið 2005-2006. Brúarásskóli er samkennsluskóli fyrir nemendur í 1.-10.b., 23 km norðan við Egilsstaði. Í skólanum er vinna hafin við sérstaka stefnumótun í kennslu list- og verkgreina ásamt íþróttum og heilsurækt, sem miðar að því að auka veg þessara námsgreina til muna. Afar gott og heimilislegt andrúmsloft er ríkjandi og vinnuaðstaða er jafnframt góð. Kennslugreinar eru: Almenn kennsla á miðstigi. Tungumál og samfélagsfræði. Íþróttir. Við leitum að kraftmiklum og skapandi kennara sem hefur kjark og dug til að reyna nýja hluti. Í boði er nýtt og glæsilegt íbúðarhúsnæði á staðnum. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2005. Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Sæmundsson skólastjóri í síma 4700793/4711047 eða í netfangi magnuss@egilsstadir.is Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Leikskólar Hlíðarberg (s. 565 0556, hlidarberg@hafnarfjordur.is) Matreiðslumaður/matráður óskast til starfa nú þegar. Hlíðarberg er fjögurra deilda leikskóli með 100 börn og 30 starfsmenn. Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi stéttarfélags. Allar upplýsingar gefur Ólafía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri. Umsóknarfrestur er til 28. apríl. Málningarþjónusta Ingimundar Einarssonar ehf. Málarar Óska eftir að ráða faglærða málara til starfa á höfuðborgarsvæðinu. IE ehf er framsækið og vaxandi þjónustufyrirtæki í málara- iðn. Fyrirtækið leitast við að vera í fararbroddi með fjöl- breytta og viðtæka þjónustu, sem krefst fagmennsku. Fyrirtækið leitar að áhugasömum og traustum málurum sem vilja taka þátt í spennandi verkefnum með okkur. Fyrirtækið bíður upp á hvetjandi starfsumherfi þar sem starfsmenn eru hvattir til að taka ábyrgð og sýna frumkvæði. Áhugasamir geta skráð sig á rafrænu formi undir atvinna í boði með því að fara inn á heimasíðu fyrirtækisins www.malari.is Trésmiðir – verkamenn óskast Trésmiðum vönum uppsetningu á steypueining- um og verkamenn í ýmis verk. Staðsetning í Hafnarfirði og á Selfossi. Upplýsingar um störfin gefur Svanur í síma 893-1901. Umsóknarform á www.leigulidar.is Leiguliðar, Fossaleyni 16, 112 Rvk. Saumakona Saumakona óskast til starfa til skemmri eða lengri tíma. Þarf að vera vön fatasaum og geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 822 1778 virka daga frá 14:00 til 18:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.