Fréttablaðið - 24.04.2005, Qupperneq 45
SUNNUDAGUR 24. apríl 2005 21
Ársfundur Lífeyrissjó›sins Frams‡nar ver›ur haldinn a› Grand Hótel
Reykjavík miðvikudaginn 27. apríl 2005 og hefst kl. 15.00.
Ársfundur 2005
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Samrunasamningur við Lífeyrissjóð sjómanna og tillögur til breytinga
á samþykktum sjóðsins. Meginefni tillagnanna er að sjóðirnir sameinist
frá og með 1. júní 2005 og taki frá sama tíma upp nýtt aldurstengt
réttindakerfi. Kynningargögn er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins,
www.framsyn.is, þ.m.t. samrunasamning og tillögur að nýjum samþykktum.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.
Sérstakt fulltrúaráð að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka
atvinnurekenda sem að sjóðnum standa fer með atkvæði á ársfundinum.
Að loknum ársfundinum verður haldinn stofnfundur nýja sjóðsins og hefst hann
kl. 18.00 þennan sama dag, enda hafi ársfundir beggja sjóðanna samþykkt
samrunasamninginn.
Reykjavík 15. apríl 2005
Stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
I‹
/
S
ÍA
Heimur án landamæra
Á dögunum leit bókin Tíska ald-
anna dagsins ljós. Bókin er ákaf-
lega fallega sett upp og textinn
er lipur og skemmtilegur. Bókin
er því sannkallað konfekt fyrir
sálina. Í henni er fatasagan rak-
in í máli og myndum. Inn í sög-
una fléttast byggingarlist, hús-
gagnahönnun og myndlist á
skemmtilegan máta.
Höfundur bókarinnar, Ásdís
Jóelsdóttir, hefur haft bókina
lengi í smíðum en hugmyndin að
henni kviknaði árið 1993 þegar
hún hóf kennslu við Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ. Það var þó
ekki bara af illri nauðsyn sem
hún settist við skriftir. Hún hef-
ur bæði mikinn áhuga á sögu og
svo er hún þrælgóður penni.
„Mér fannst vera þörf fyrir
svona bók, ekki bara fyrir nem-
endur í hönnunarnámi heldur
líka fyrir þá sem hafa áhuga á
sögu, tísku og öðru sem tengist
listum og langar til að fræðast
meira. Ég held ég geti fullyrt að
þetta sé í fyrsta skipti sem þess-
ir þættir eru tvinnaðir saman í
eina bók. Tíska aldanna spannar
allt tímabilið frá tímum Forn-
Egypta til nútímans. Sem les-
andi á maður að geta haft það
huggulegt yfir lestrinum og
fengið skemmtilega yfirsýn inn
í söguna,“ segir Ásdís.
Tíska aldanna er önnur bók
Ásdísar en fyrir sex árum skrif-
aði hún bókina Sniðteikningar
fyrir kvenfólk. Einnig hefur hún
búið til mikið af námsefni en
hún kennir fata-og textílgreinar
við Fjölbrautaskólann í Garða-
bæ. Um tíma var hún aðstoðar-
ritstjóri á handíðatímaritinu
Nýtt af nálinni. Hún hefur líka
gert mikið af því að hanna fatn-
að og híbýli, þótt bókaskrifin
hafi átt hug hennar allan síðustu
árin.
„Ég varð meira fræðileg eftir
að ég byrjaði að kenna,“ segir
Ásdís og hlær. Hún segir jafn-
framt að það sé mjög skapandi
að vera í kennarastarfinu og það
gefi sér heilmikið. „Það er svo
gaman að vinna með nemendum
á þessum aldri. Þau eru full af
áhuga og ég finn fyrir miklum
metnaði enda hefur nemendum
fjölgað mjög mikið.“
Aðspurð um tískuáhuga vill
hún ekki meina að hún sé nein
„tískulögga“. „Ég get bæði hælt
og krítiserað tískuna. Það skipt-
ir miklu máli að vera góðu neyt-
andi og vera meðvitaður um
hvernig tískuheimurinn virkar.
Maður má þó alls ekki láta hann
stjórna sér,“ segir Ásdís.
Í sumar ætlar hún að hefja
mastersnám í menningar- og
menntastjórnun á Bifröst og
hlakkar hún til að takast á við
það verkefni. ■
ÁSDÍS JÓELSDÓTTIR Höfundur bókar-
innar Tíska aldanna.