Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 46
22 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR Stórhljómsveitin Velvet Revolver er væntanleg hingað til lands 7. júlí næstkomandi. Velvet Revolver er álitin ein besta tónleikasveit rokks- ins um þessar mundir og vann m.a. til Grammy-verðlauna fyrir að vera besti flytjandi harðrar rokktónlistar. Smári Jósepsson sló á þráðinn til Duffs McKagan, bassaleikara Velvet Revolver. Þ að ráku margir upp stóraugu þegar hljómsveitinVelvet Revolver varð til fyrir u.þ.b. þremur árum. Þar voru á ferðinni nokkrir heims- þekktir kappar sem höfðu getið sér gott orð með rokkrisunum Guns n’ Roses og Stone Temple Pilots og varð Velvet Revolver strax rómuð sem rokklandslið Bandaríkjamanna. Bassaleikarinn Duff McKagan, trommuleikarinn Matt Sorum að ógleymdu gítargoðinu Slash, voru allir meðlimir í Guns n’ Roses en frægðarsól þeirrar sveitar skein skært á árunum 1987-1992. Marg- ir vilja meina að Appetite For Destruction sé ein besta rokk- plata allra tíma en þar er að finna lög á borð við Sweet Child O’ Mine, Welcome to the Jungle og Paradise City sem lifa öll góðu lífi enn þann dag í dag. Guns n’ Roses er reyndar enn starfandi í dag, hvað sem það nú þýðir, en söngvarinn Axl. Rose hefur ítrekað tilkynnt að ný plata sé á leiðinni. Úr því hefur ekki orðið en Rose halar engu að síður inn bílförmum af peningum með tónleikahaldi undir formerkjum Guns n’ Roses en það hefur þótt mjög umdeilt og sérstaklega af hálfu meðlima Velvet Revolver sem þykir ekki mikið til þess koma að kappinn skuli enn notast við nafn sveitarinnar. Duff McKagan sagði hljóm- sveitina mjög spennta fyrir að spila á Íslandi. „Við erum að koma til Íslands!“ öskraði Duff í sím- ann. „Ég hef aldrei verið þar áður og það verður stórkostleg upplif- un eftir því sem ég hef heyrt.“ Nú eru meðlimir hljómsveitar- innar hoknir af reynslu í bransan- um og er Duff t.a.m. búinn að vera stanslaust í rokkinu í tvo áratugi. „Tvo áratugi? Vá, maður!“ sagði Duff og trúði vart hve langur tími væri að baki. „Ég held að fólk muni muna eftir tónleikunum okkar í mörg, mörg ár. Það hafa ekki verið neinar almennilegar rokk og ról hljómsveitir í langan tíma. Við erum þannig hljómsveit og ég held að margir af ungu krökkunum hafi aldrei upplifað neinu þessu líkt,“ sagði Duff, full- ur sjálfstrausts um að sýna ung- um sem öldnum Íslendingum hvernig alvöru rokktónleikar eiga að fara fram. Eins og fyrsta sæðisskotið Samkvæmt Duff varð fyrsta plata Velvet Revolver, Contraband, til á mjög skömmum tíma og á það stóran þátt í þeim neista sem þar skín í gegn. „Hún var samin á fjórum vikum og tekin upp á tveimur. Hún er, má segja, eins og fyrsta sæðisskotið,“ sagði Duff og skellti upp úr. Duff sagðist fagna því að spila með Slash á nýjan leik á sviði en ít- rekaði það að leiðir þeirra hefðu í raun aldrei skilið. „Við Slash höfum þekkst í 22 ár og eiginlega spilað saman allar götur síðan. Við erum bestu vinir og lesum hugsanir hvor annars tónlistarlega séð. Slash er einn af bestu gítarleikurunum í sögu rokksins og hann verður í minnum hafður sem slíkur. Ég hitti hann þegar hann var 18 ára og vorum heima hjá mömmu hans í svefnherberginu. Hann tók upp gítarinn og ég bara stóð á önd- inni. Hver er þessi strákur? Hann gat spilað á gítar, það er á hreinu.“ Fór Duff í Metallica? Duff McKagan er af mörgum álitinn einhver albesti rokkbassa- leikari sem völ er á. Eftir að Jason Newsted sagði skilið við Metallica á sínum tíma var Duff orðaður sem eftirmaður hans. „Ég heyrði þann orðróm líka!“ sagði Duff hlæjandi. „Það var hringt í mig frá MTV og ég spurður: Hvernig er að vera í Metallica? Ég bara veit það ekki, svaraði ég. En frá- bær orðrómur engu að síður. Ég heyrði líka að ég hefði verið ráð- inn til The Rolling Stones. Ekki dónalegt hlutskipti það.“ Blaðamaður finnur sig knúinn til að spyrja Duff hvernig Velvet Revolver sé í samanburði við Guns n’ Roses. „Fólk verður að skilja að síðustu tónleikar Guns n’ Roses voru árið 1993, fyrir 12 árum síðan. Á þessum 12 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og við náð miklum þroska og breikkað sjóndeildar- hringinn sem tónlistarmenn. Þrír af okkur voru Guns n’ Roses en við erum með David Kuschner og Scott Weiland og því er andrúmsloftið og samvinna manna á milli allt öðru- vísi en Guns. Velvet Revolver er engu að síður með sama kraft og Guns n’ Roses, nær að fanga þessa stemningu og færa hana yfir í nú- tímann,“ sagði Duff McKagan, bassaleikari Velvet Revolver. ■ Ég var sextán ára þegar ég mætti fyrst mínum mesta áhrifavaldi, sem er Sól- ey Jóhannsdóttir danskennari. Vin- kona mín hafði skráð sig í djassdans- tíma í Dansstúdíói Sóleyjar og ég skellti mér með. Upp frá því var ekki aftur snúið. Milli okkar Sóleyjar tókust góð kynni sem uxu og döfnuðu í ein- staka vináttu sem enn blómstrar í dag. Danskennarinn Sóley sá strax í mér einhverja hæfileika og hvatti mig til dáða. Í gegnum Sóleyju kynntist ég fullt af fólki sem einnig átti eftir að verða miklir áhrifavaldar í lífi mínu, af- bragðs danskennurum sem lögðu hart að mer að fara utan í dansnám, en áður hafði ég verið í fimleikum og ætlað í veðurfræði í Háskólanum, sem var planið eftir að hafa haft yndi af veðurfræði í menntaskóla. Sóley var afar framsýn í sínu starfi og dugleg að fá gestakennara í stúdíóið, sem var mikil hvatning fyrir okkur nemendurna. Steve Fant var einn þeirra, úrvals kennari sem áður hafði kennt í þeim dansskóla sem ég síðar sótti í New York, en Steve benti mér á að stíll og tækni þess skóla hentuðu bæði líkama mínum og dansstíl. Í gegnum Sóleyju, og ótal dansupp- færslur sem ég tók þátt í á hennar vegum, kynntist ég sömuleiðis mörg- um víðfrægum danshöfundum sem ég leit mikið upp til, eins og Bob Fosse og Jerome Robbins, sem hafði þá þýðingu að opna vitund mína fyrir mismunandi dansstílum sem seinna meir varð til þess að maður prófaði allskyns hluti í dansi og danssköpun. Ég á mér alltaf draum um að við Sóley eigum eftir að gera meira saman sem tengist dansinum, en Sóley er mér alltaf hvatning og innblástur, meðal annars í eldhúsinu og matargerð. ÁHRIFAVALDUR Í LÍFI MÍNU ÁSTRÓS GUNNARSDÓTTIR DANSARI Veðurfræðin víkur fyrir djassdansi Besta tónleikasveit rokksins í dag SÓLEY JÓHANNSDÓTTIR DANS- KENNARI Hvatning Sóleyjar breytti áformum Ástrósar um að fara í veður- fræðina. ÁSTRÓS GUNNARSDÓTTIR DANSARI Fór í fyrsta djassdanstímann sextán ára göm- ul en hafði áður stundað fimleika. VELVET REVOLVER Velvet Revolver er álitin ein besta tónleikasveit rokksins um þessar mundir og vann m.a. til Grammy-verðlauna fyrir besta flytjandann í harðri rokktónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.