Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2005, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 24.04.2005, Qupperneq 50
26 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR MESTU KVALIR SEM ÉG HEF LIÐIÐ SUNNUDAGSVIÐTALIÐ > LOGI GUNNARSSON Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson er nú loksins búinn að ná sér eftir þrálát meiðsli í öxl og horfir hann björtum augum á framtíðina. Í samtali við Fréttablaðið fer Logi yfir síðasta eina og hálfa árið hjá sér í Þýskalandi, þar sem hann spilar með úrvalsdeildar- liðinu Giessen 46ers. „Þessi meiðsli hafa gert það að verkum að maður er farinn að meta heilsuna meira en áður. Ég hef verið heill í allan vetur og það er það sem skiptir mestu máli. En ég hef ekki fengið að spila eins mikið og ég er vanur og auðvitað er ég ekki sáttur með það. En öxl- in er í lagi og það er fyrir öllu,“ segir Logi. Það var í nóvember árið 2004 sem öxlin umrædda fór fyrst að vera til trafala. Þá lenti Logi í samstuði á æfingu og fór hann úr axlarlið. „Þeir náðu að smella hon- um í aftur fljótlega en hann fór síðan aftur skömmu síðar. Þá var alveg ljóst að eitthvað mikið var að og var mér skipað að hvíla mig í tvo mánuði,“ segir hann. Logi var á þessum tíma á sínu fyrsta ári hjá Giessen og hafði staðið sig framar vonum eftir að hafa komið til liðsins frá 1. deild- arliðinu Ulm. Fjölmiðlar töluðu um Loga sem einn besta unga leik- mann deildarinnar og því komu meiðslin á versta mögulega tíma. Öxlin vildi ekki aftur í liðinn Þegar tveggja mánaða hvíld- inni lauk kveðst Loga hafa liðið vel og átti hann ekki von á öðru en að öxlin hafði jafnað sig. Annað átti eftir að koma á daginn. „Fyrsti leikurinn eftir meiðslin var alveg rosalegur og var leik- stjórnandinn okkar meiddur. Þess vegna spilaði ég meira en ég hefði átt að gera. Ofan á það fór leikur- inn í framlengingu og ég neita því ekki að þá var ég orðinn örþreytt- ur. Og það koma að því að eitthvað gaf sig. Í blálokin hoppaði ég upp í frákast og þá small öxlin aftur úr lið,“ segir Logi. Við tóku aðrar sex vikur á hliðarlínunni. „Eftir á að hyggja hefði ég átt að fara að læknisráði og fara í að- gerð strax á þessum tímapunkti,“ segir Logi, sem þráaðist við og vildi reyna að láta öxlina gróa með hvíldinni einni saman. Í fyrstu virtist sem sú ákvörðun hefði verið rétt – Logi náði að spila nokkra leiki af fullum krafti og segist hann sjálfur hafa fundið sig afar vel. En gleðin var skammvinn. Meiðslasagan var rétt að hefjast og á æfingu daginn eftir að hafa spilað einn sinn besta leik í treyju Giessen dundi ógæfan yfir á ný – öxlin gaf sig einu sinni enn. Og í þetta skiptið fór hún algjörlega úr lið. „Liðurinn fór alveg úr og hafði það aldrei gerst áður,“ segir hann. Þegar slíkt gerist fylgir venjulega mikill sársauki og segir Logi engu logið um það. Hann lýsir næstu klukkustundum sem þeim verstu sem hann hafi nokkru sinni upp- lifað. „Öxlin vildi ekki fara aftur í liðinn. Læknarnir voru farnir að setja lappirnar undir handakrik- ann á mér til að geta náð betra taki á hendinni á mér. En það var sama hversu oft og fast þeir rykktu, ekkert gekk,“ segir Logi þegar hann rifjar upp kvalirnar. „Þetta var það versta sem ég hef nokkurn tíma lent í. Eftir klukkutíma af árangurslausum tilraunum þar sem var meðal ann- ars búið að dæla í mig morfíni og öðrum lyfjum gáfust þeir upp. Ég var fluttur á sjúkrahús þar sem ég var svæfður og þá gátu þeir lagað öxlina í friði.“ Til Íslands í endurhæfingu Eftir þessa óskemmtilegu líf- reynslu var ekki um annað að ræða en fara í aðgerð og kaus Logi að fara í hana á Íslandi. Að henni lokinni tók við endurhæfing sem var undir handleiðslu Bene- dikts Guðmundssonar, þjálfara Fjölnis. Benedikt hefur gert nokk- uð af því að sjá um einstaklings- þjálfun margra af bestu körfu- boltamönnum landsins, og fyrir utan Loga má nefna Jón Arnór Stefánsson. Eftir að hafa æft allt upp í þrisvar á dag á Íslandi síðasta sumar mætti Logi aftur út til Giessen í ágúst. Þá var honum gefið grænt ljós á að spila að nýju. „Ég er búinn að vera í góðum gír í vetur og er kominn í fínt form. Ég er duglegur að gera styrktaræfingar og læknar segja að öxlin eigi að halda,“ segir Logi. Eins og áður segir hefur Logi mátt þola mikla bekkjarsetu í vetur og er það nokkuð sem hann sættir sig ekki við. En þrátt fyrir að hann sé ekki inni í myndinni hjá þjálfara Giessen horfir Logi á björtu hliðarnar. Hann er á síð- asta ári samningsins við liðið og hefur hug á því að leita á önnur mið í sumar. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í því að spila svona lítið en ég er löngu búinn að ákveða að fyrst ég spila nota ég bara tímann til að fara á aukaæfingar með að- stoðarþjálfaranum og reyni að gera mig tilbúinn fyrir næsta verkefni, hvort sem það verður hér í Þýskalandi eða í einhverju öðru landi,“ segir Logi, sem er laus allra mála í júní. „Ég ætla að nota þann tíma til að bæta mig. Ég æfi daglega með mjög öflugum leikmönnum og þó ég sé ekki að spila mikið finnst mér ég hafa verið að bæta mig. Það eina sem ég get gert er að reyna að vera jákvæður og halda mínu striki. Ég er búinn að eyða allt of miklum tíma í körfubolta á ævinni til að vera eitthvað að bakka út núna,“ segir Logi og er staðráðinn í því að spila körfu- bolta erlendis eins lengi og mögu- legt er. „Ég hef stefnt að atvinnu- mennsku frá því að ég var lítill patti og ég ætla mér að vera í henni næstu árin. Hvar svo sem það verður eftir sumarið verður bara að koma í ljós. En ég er ekki á heimleið.“ vignir@frettabladid.is Það var sama hversu oft og fast þeir rykktu, ekkert gekk.“ ,, Victor vinur minn er stoltur baski og aðdáandi Athletic Bilbao. Hann verður alltaf jafn sár þegar ég spyr hann hvað sé að frétta af slátraranum frá Bilbao, Andoni Goikoetxea. Bæði finnst honum svekkjandi að harð- jaxlinn gamli sé eiginlega eini leikmaðurinn úr sögu Bilbæinga sem við útlendingarnir könnumst við og svo þekkir hann Goikoetxea persónulega og segir kappann séntilmenni sem óverðskuldað hafi fengið þetta blóð- uga viðurnefni. En Goikoetxea var óneitanlega tákn síðustu kynslóðar hinna dæmigerðu suður- evrópsku slátrara ásamt Claudio Gentile, heimsmeistara með Ítölum 1982. Reglugerðarbreytingar hafa þrengt mjög að harðjöxlum og slátrarar eru deyjandi stétt. Þó ber svo til um þessar mundir að Spánverjar hafa eignast tvo nýja harðjaxla sem vekja upp minn- ingar um gömlu slátrarana; miðvarðapar Sevilla-liðsins þá Javi Navarro og dr. Pablo Alfaro. Doktor dauði Rétt eins og Goikoetxea er dr. Pablo Alfaro mikið séntilmenni utan vallar, lærður kvensjúkdómalæknir og vinsæll fyrirlesari og viðmælandi í spjallþáttum. Á leikvelli er hann hins vegar grófasti leikmaður síðari ára og enginn núspilandi hefur af jafnmörgum rauð- um spjöldum að státa. Alfaro er leikmaður sem jafnvel Madrídarjaxlinum Michel Salgado (sem af samherjan- um David Beckham er sagður harðasti maður á plánetunni) þykir ganga lengra en sæmandi er. Á síð- asta tímabili vann hann sér til frægðar að stinga fingri upp í endaþarm andstæðings sem svo skemmtilega vill til að ber nafnið Toché, en honum hefur eflaust mislíkað „tötsið“, jafnvel þótt þar færi fær læknir al- vanur slíkum skoðunum. Toché karlinn fór alveg úr sambandi við þetta en Alfaro, sem ber viðurnefnið „Dr. dauði“ komst á forsíður allra helstu blaða. Bæjarpress- an í Sevilla snerist gegn honum og hörmuðu að í stað hins fræga „rakara í Sevilla“ væri nú frægasti maður borgarinnar þessi nútíma arftaki Goikoetxea, „slátrar- inn í Sevilla“. Doktorinn lét sér fátt um finnast og not- aði tímann til að mennta lærlinginn Javi Navarro, sem á þessari leiktíð hefur farið langt fram úr lærimeistara sínum í fautaskap. Fleiri grófir Í leik gegn Real Mallorca nýverið braut Navarro svo illa á Venesúelamanninum Juan Arango að sá endaði á gjörgæsludeild í tvo sólarhringa með kjálkabrot og heilahristing og sauma þurfti 47 spor í andlit hans. Brotið var kannski ekki það grófasta sem sést hefur en Navarro fór ansi hraustlega í Arango og hefði verð- skuldað eitthvað meira en gula spjaldið sem slakur dómari leiksins veifaði. Enda fór pressan á Spáni ham- förum og endaði það með því að Navarro var dæmdur í nokkurra leikja bann. Arango hefur jafnað sig að mestu en á eftir að fara í nokkrar heimsóknir til lýta- lækna. Sevilla-menn hafa löngum gengist upp í að leika fast og þykir mörgum það miður, ekki síst í ljósi þess að liðið er léttleikandi og hefur náð stórgóðum árangri eins og sést á því að það berst nú um sæti í Meistara- deildinni. Fleiri lið eru svo sem þekkt fyrir að vera býsna föst fyrir, t.d. Valencia, en þar verður þó enginn af hinum grjóthörðu varnarmönnum sakaður um að vera grófur. Ásamt Sevilla-tvíeykinu hafa hins vegar skotið upp kollinum fleiri svartir sauðir nýverið. Pablo Garcia hjá Osasuna þykir allsvakalegur en tölfræðilega er Alberto Lopo hjá Espanyol verstur, með 17 gul spjöld og 4 rauð á síðasta tímabili, en hefur eitthvað róast þessa leiktíðina. Ný kynslóð spænskra slátrara EINAR LOGI VIGNISSON: SKRIFAR UM BOLTANN Í SUÐUR-EVRÓPU Á HVERJUM SUNNUDEGIÁsthildur Helgadóttir: Skoraði tvö góð mörk FÓTBOLTI Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir er komin á fulla ferð með félagi sínu Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni. Malmö-stúlkur léku við Mallbacken, sem Erla Steina Arnardóttir leikur með, og unnu Ásthildur og félagar auðveldan sigur, 5–0. Ásthildur var í fantaformi í leiknum og kom Malmö á bragðið með marki á 8. mínútu og rak síðasta naglann í kistu Mallbacken á 69. mínútu með sínu öðru marki. Malmö er í öðru sæti deildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki en Mallbacken er stigalaust í næstneðsta sæti sænsku úrvals- deildarinnar. ■ LOGI GUNNARSSON Býr í bænum Giessen þar sem íbúar eru um 80 þúsund manns. Um er að ræða sannkallaðan körfuboltabæ og er uppselt á alla heimaleiki liðsins. Íþróttahöll bæjarins rúmar tæplega 4000 þúsund manns. „Ég er búinn að vera í góðum gír í vetur og er kominn í fínt form. Læknar segja að öxlin eigi að halda.“ ,,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.