Fréttablaðið - 24.04.2005, Síða 51

Fréttablaðið - 24.04.2005, Síða 51
HANDBOLTI Íslandsmeistarar ÍBV í kvennahandknattleik eiga verk fyrir höndum eftir að þær töpuðu fyrstu rimmunni um bikarinn eftirsótta á Ásvöllum í gær. Þótt ÍBV hafi skorað fyrsta mark leiksins voru það Haukar sem höfðu öll völd á vellinum nánast frá fyrstu mínútu. Þær keyrðu grimmt á Eyjastúlkur og röðuðu inn mörkum úr hraðaupphlaup- um. Þær voru á góðri leið með að sökkva Eyjaliðinu þegar Alfreð Finnsson brá á það ráð að taka leikhlé eftir aðeins 12 mínútna leik en þá var staðan 6-2 fyrir Hauka. Eyjastúlkur röknuðu aðeins við sér í kjölfarið en Haukastúlkur héldu áfram að keyra hratt og náðu fimm marka forystu, 10-5, en þá kom fínn kippur hjá gestun- um og þær voru ekki fjarri heima- stúlkum í leikhléi, 12-9. Það er reyndar ótrúlegt að munurinn skuli ekki hafa verið meiri í leik- hléi því Alla Gokorian var sú eina sem lék af eðlilegri getu í fyrri hálfleik ásamt Florentinu Grecu markverði. Aðrir leikmenn voru einfaldlega í felum og ekki í nein- um takti við leikinn. Stanslaus eltingarleikur Eltingarleikurinn hélt áfram í fyrri hálfleik. Haukar héldu ÍBV í hæfilegri fjarlægð og þegar Eyja- stúlkur komust óþægilega nærri var stigið á bensínið á ný. Næst komust Eyjastúlkur að jafna í stöðunni 19-18 en lengra komust þær ekki. Haukastúlkur fögnuðu sigri sem var vart til orða tekið tilþrifa- lítill. Þær spiluðu mjög góða vörn framan af en svo fjaraði undan henni sem og sóknarleiknum sem var skynsamur framan af. Hauk- ar léku langar og skynsamar sóknir þar sem beðið var eftir góðu skotfæri en allur taktur datt úr sóknarleiknum eftir því sem leið á leikinn. Erna Þráinsdóttir lék best Hauka, nýtti skotin sín vel og skoraði góð mörk úr hraða- upphlaupum. Aðrir sóknarleik- menn Hauka léku undir getu en Ramune Pekarskyte getur þó af- sakað sig með að hafa verið tekin úr umferð nánast allan leikinn. Slök frammistaða Ef Haukastúlkur voru slakar í leiknum þá voru Eyjastúlkur skelfilegar. Grecu varði ágætlega eins og oft áður en allt of fáir leik- menn lögðu lóð sín á vogarskál- arnar úti á vellinum. Lengi vel biðu Eyjastúlkur eftir því að Alla tæki af skarið og ef hún gerði það ekki runnu sóknir liðsins út í sandinn. Patsiou hóf leikinn allt of seint og Eva Björk hefði mátt reyna mikið meira því hún skor- aði nánast í hvert skipti sem hún vildi. Bæði lið eiga mikið inni miðað við þessa viðureign og leiðin hjá þeim getur ekki legið annað en upp á við eftir þessa slöku frammistöðu. Haukastúlkum er eflaust slétt sama um hversu slak- ar þær voru því þær sigruðu og það er það eina sem skiptir máli. Vorum ekki að spila vel „Við byrjuðum ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í leik- inn en blessunarlega tókum við þetta á lokasprettinum og kláruð- um leikinn,“ sagði hornamaðurinn Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem hefur oft leikið betur en öll henn- ar mörk komu úr vítum og hraða- upphlaupum. „Við vorum ekki að spila vel í dag og því er léttir að hafa samt sigrað. Það verður fjör að fara til Eyja í næsta leik en okkur hefur ekki gengið vel þar hingað til en það er kominn tími á sigur þar og við ætlum okkur að ná sigri þar í næsta leik.“ henry@frettabladid.is 27SUNNUDAGUR 24. apríl 2005 Oddaleikur ÍBV og ÍR í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta fer fram í Vestmannaeyjum í dag: Komast Eyjamenn í lokaúrslitin í fyrsta sinn? LEIKIR GÆRDAGSINS DHL-deild kvenna í handbolta úrslitaeinvígi HAUKAR–ÍBV 22–19 (12-9) Mörk Hauka: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6/4, Erna Þráinsdóttir 4, Ramune Pekarskyte 4, Harpa Melsted 2, Martha Hermannsdóttir 2, Inga Fríða Tryggvadóttir 2 Ragnhildur Guðmundsdóttir 1, Anna Halldórsdóttir 1. Varin skot: Helga Torfadóttir 12, Kristina Matuzeviciute 3. Mörk ÍBV: Alla Gokorian 7/2, Anastasia Patsiou 5, Eva Björk Hlöðversdóttir 5, Darinka Stefanovic 1, Tatjana Zukovska 1. Varin skot: Florentina Grecu 17. Deildarbikar kvenna ÍBV–KR 2–7 Olga Færseth (21.), Hólmfríður Björk Magnúsdóttir (70.) – Hrefna Huld Jóhannesdóttir 3 (5., 34., 53.), Ásgerður Ingibergsdóttir 2 (4., 84.), Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (55.), Íris Símonardóttir (65.). STJARNAN–BREIÐABLIK 1–4 – Sandra Karlsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Edda Garðarsdóttir. Þýska úrvalsdeildin DORTMUND–KAISERSLAUTERN 4–2 Koller 2 (60., 73.), Ewerthon (12.), Kehl (29.) – Alintop (3.), Amanatidis (42.). BIELEFELD–FREIBURG 3–1 Porcello 3 (5., 55., 69.) – Cairo (15.). BAYERN MUNCHEN–BOCHUM 3–1 Pizarro (9.), Ballack (26.), Makaay (63.) – Tapalovic (51.). MAINZ–HANNOVER 2–0 Abel (22.), Gerber (78.). STUTTGART–WOLFBURG 0–0 HAMBURG–HANSA ROSTOCK 3–0 Mpenza (49.), Benjamin (61.), Takahara (64.). HERTHA–SCHALKE 4–1 Marcelinho 2 (víti 34., 58.) Basturk (5.), Rafael (50.). STAÐA EFSTU LIÐA BAYERN 30 20 5 5 58–27 65 SCHALKE 30 18 2 10 46–35 56 STUTTGART 30 16 7 7 52–33 55 HERTHA 30 14 11 5 55–28 53 W. BREMEN 29 15 5 9 58–32 50 HAMBURG 30 16 2 12 54–46 50 L’KUSEN 29 13 7 9 50–37 46 DORTM. 30 12 9 9 40–40 45 Þýski handboltinn DUSSELDORF–TUSEM ESSEN 27–25 Alexander Peterson skoraði fjögur mörk fyrir Dusseldorf og Markús Máni Michaelsson 3. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Essen. GUMMERSBACH–MAGDEBURG 27–27 Sigfús Sigurðsson skoraði 1 mark fyrir Magdeb. LEMGO–POST SCHWERIN 38–22 Logi Geirsson skoraði 7/1 mörk fyrir Lemgo. KIEL–WETZLAR 30–24 FLENSBURG–LÜBBECKE 45–30 HANDBOLTI Eyjamenn geta brotið blað í sögu karlahandboltaliðs félagsins vinni þeir oddaleikinn gegn ÍR í Eyjum í dag en með því kemst liðið í fyrsta sinn í lokaúr- slit úrslitakeppninnar. Liðin hafa unnið hvor sinn heimaleikinn, ÍBV vann fyrsta leikinn í Eyjum 30-29 og ÍR jafnaði metin með 33-29 sigri í öðrum leiknum í Austurbergi. Það hefur verið hart tekist á í báðum leikjum og dómarar hafa meðal annars rekið leikmenn lið- anna útaf í 68 mínútur í þessum tveimur leikjum. ÍR-ingar eiga hins vegar möguleika á að kom- ast í lokaúrslitin í annað skipti á þremur árum en Breiðhyltingar töpuðu einmitt í bráðabana í oddaleik undanúrslitanna í fyrra. Roland Valur Eradze fékk ekkert að spila síðustu 20 mínút- urnar í síðasta leik en náði samt verja yfir 20 bolta í leiknum og hefur því gert það í öllum fjórum leikjum úrslitakeppninnar. Rol- and hefur varið 24,5 skot að með- altali í leik og 47,8% þeirra skota sem á hann hafa komið. ÍR-ing- urinn Hannes Jón Jónsson er markahæsti leikmaður einvígis- ins til þessa auk þess að eiga ófá- ar stoðsendingarnar en Hannes hefur nýtt 15 af 21 skoti sínu í leikjunum tveimur sem gerir frábæra 71% skotnýtingu. „Áhorfendur eiga að vera kol- vitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn, það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta, búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið eftir annan leikinn. Það má búast við að Eyjamenn taki hann á orð- inu og fjölmenni í Höllina í dag en eins má búast við að harðir stuðningsmenn Breiðhyltinga láti heldur ekki sitt eftir liggja. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í úrslitunum gegn meistur- um síðustu tveggja ára, Hauk- um. ooj@frettabladid.is Markvörður: Henning Fritz, Kiel: Mjög heil- steyptur markvörður sem virðist alltaf verja mikilvægustu boltana í hverjum leik. Línumaður: Gueric Kervadec, Créteil: Í mín- um huga besti varnarmaður heims. Er mikill leiðtogi og einnig góður sóknarmaður. Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson, Tusem Essen: Hann hefur leikið alveg frá- bærlega í vetur, ekki bara í sókn heldur líka í vörn. Vinstri skytta: Siarhei Rutenka, Celje Lasko: Hann hefur verið mjög sterkur síð- ustu ár og er alveg ótrúlega öflugur þrátt fyrir frekar ungan aldur. Miðjumaður: Ivano Balic, Portland San Antonio: Leikstjórnandi af bestu gerð. Tek- ur góðar ákvarðanir, leikur félagana vel uppi og getur líka spilað fína vörn. Hægri skytta: Ólafur Stefánsson, Ciu- dad Real: Óli er einn af þessum mönnum sem getur nánast allt og gerir mennina í kringum sig betri. Hann er hverju liði ómetanlegur þótt hann sé upp og niður í vörninni. Hægra horn: Mirza Dzomba, Ciudad Real: Hann er bestur í þessari stöðu eins og er. Hann nýtir færin sín ótrúlega vel og er með góð afbrigði af skotum. LIÐIÐ MITT > ALFREÐ GÍSLASON SETUR SAMAN HEIMSLIÐIÐ SITT Í HANDBOLTA Tveir Íslendingar í heimsliði Alfreðs Dzomba Fritz Guðjón Valur Kervadec Rutenka Balic Ólafur „Ég myndi vinna Meistaradeildina aftur með þetta lið í höndunum. Kannski ekki með vinstri en við færum samt alla leið.“ Tilþrifalítill sigur hjá Haukum SPENNA Í DAG Tryggvi Haraldsson skorar fyrir ÍR gegn ÍBV í öðrum leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í FÍNU FORMI Haukastúlkan Erna Þráinsdóttir var ein fárra sem komst vel frá leiknum á Ásvöllum í gær. Hún skorar hér eitt fjögurra marka sinna í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI FLEST MÖRK ÍBV Í FYRSTU TVEIMUR LEIKJUNUM: (SKOT) Samúel Ívar Árnason 14/6 (23/8) Tite Kalandaze 12 (21) Zoltan Belányi 11/3 (17/4) Sigurður Ari Stefánsson 9 (21) FLEST MÖRK ÍR Í FYRSTU TVEIMUR LEIKJUNUM: (SKOT) Hannes Jón Jónsson 15/5 (21/6) Bjarni Fritzson 10 (16) Ólafur Sigurjónsson 10/1 (18/1) Tryggvi Haraldsson 8 (16) Ingimundur Ingimundarson 8/4 (21/6) Þýski fótboltinn: Bayern að vinna titilinn FÓTBOLTI Bayern München er komið langleiðina með því að landa 19. þýska meistaratitli félagsins eftir 3–1 sigur á Bochum því auk þess töpuðu aðal- keppinautar þeirra í Schalke stigum. Bayern hefur nú níu stiga forskot á Schalke-liðið sem hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Einn sigur í viðbót ætti að gulltryggja titilinn þar sem markatala Bayern er það góð. Haukastúlkur tóku forystuna í baráttuna um Íslandsbikarinn við ÍBV í gær þegar þær sigruðu fyrsta leik lið- anna, 22-19. Bæði lið voru fjarri sínu besta og ollu vonbrigðum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.