Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 24.04.2005, Qupperneq 56
32 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR Heimildarmyndin fjallaðium afbakanir, rangtúlkan-ir og falsanir á verkum Nietzsches, sem gerði að verkum að auðvelt var að fella hugmynd- ir hans og skoðanir að kenning- um fasisma og nasisma, en systir hans átti talsverðan þátt í því sem þjóðernissinni, þótt hún hafi engan veginn verið ein um þær afbakanir. Þetta lá í samfélaginu frá lokum 19. aldar þegar þjóð- ernissinnar tóku Nietzsche upp á arma sína,“ segir Birgir, en leik- rit hans Dínamít fjallar um sam- band þeirra systkina, vini Nietzsches og þá makalausu af- bökun á verkum hans sem leiddi til hræðilegra hluta, enda verkið hádramatískt. „Þau systkin voru afar náin í æsku en samband þeirra brengl- aðist mikið þegar Elísabet giftist stækum gyðingahatara, sem varð Nietzsche mikið áfall. Upp frá því urðu snörp átök, en hafði líka verið áður þegar Nietzsche varð ástfanginn af Lou Salome, sem síðar varð frægur rithöfundur og einn af nánustu lærisveinum Sig- munds Freud. Lou var bæði fög- ur og stórlega vel gefinn, en Elísabet hataðist við hana því hún vildi eiga bróður sinn ein,“ segir Birgir, en seinna meir not- færði Elísabet verk bróður síns til að græða á þeim og fullnægja eigin aðdáunarþörf og þrá eftir frægð og viðurkenningu. Þjóðlegur Messías Birgir segir hugmyndir flestra um Nietzsche litaðar ætluðum tengslum hans við nasisma, en að á síðustu áratugum hafi menn uppgötvað að tengslin voru ekki fyrir hendi, heldur tilbúin meðan Nietzsche sjálfur gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér. „Neitzsche varð geðveikur 1889 og alveg út úr heiminum til dauðadags. Fyrir veikindin voru verk hans sama og ekkert þekkt og enginn vissi hver hann var, en geðveikur verður hann skyndi- lega frægur og á svo skömmum tíma að líkja má við sprengingu. Í augum þýsku þjóðarinnar varð hann þjóðlegur, mystískur Messí- as þegar Þjóðverjar hrokast upp af menningaryfirburðum sínum og germanska kynstofnsins, en hermenn fóru með bók hans Also sprach Zarathustra með sér í rassvasanum á vígvöllinn í fyrri heimstyrjöldinni,“ segir Birgir, en ævi og örlög Nietzsches var mikil harmsaga. „Sjálfur var hann stórkostlega skemmtilegur og einhver mesti lífsjátandi sem hugsast getur. Langt frá því að vera þunglama- legur hugsuður, en vildi gleði, var þrælfyndinn, háðskur og meinleg- ur. Hann var líflegasti heimspek- ingur sögunnar, maður lífs en ekki kenninga og hataði alla akademíska hugsun, en vildi að hugsun manna væri hluti af lífs- reynslu þeirra sjálfra. Menn áttu að lifa lífinu til fulls.“ Fangi í eigin fangelsi Þrátt fyrir að Nietzsche hafi ver- ið 19. aldar heimspekingur segir Birgir boðskap hans eiga fullt er- indi í nútímann. „Öll hans sýn á erindi til okkar. Nietzsche gagnrýnir samfélagið fyrir græðgi þess, efnishyggju, sjálfsánægju, andlega stöðnun og sjálfgefnar siðferðishugmyndir. Það á fyllilega við í dag, og kannski aldrei betur.“ Birgir segir skrif leikritsins hafa verið eins og hverja aðra geggjun, enda sé geggjun að vera rithöfundur. „Heimildavinnan hefur verið ofboðsleg, ég hef lesið tugi bóka og bréfasafna, en samfellt hefur vinnan tekið fimm ár og kominn tími til að stritinu ljúki. Ein af ráðgátum skáldskapar er hvernig hugmyndir koma til manns, en segja má að efni leiti á mann og láti mann ekki í friði, svo maður er knúinn áfram af tilfinninga- legri þörf sem maður verður að sinna, líkt og fangi í eigin fang- elsi. Maður kemst ekki út fyrr en búið er að afplána,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að bind- ast persónum sínum mjög tilfinn- ingalegum böndum, hvort sem þær eru geðfelldar eða ógeðfelld- ar. „Annars álíta margir, og þar með ég sjálfur, að mér hafi tekist best upp í því að skapa kvenper- sónur. Ástæðan má vera sú að ég var föðurlaus og ólst upp hjá móð- ur minni sem var afar sterkur persónuleiki. Konur komu og trúðu henni fyrir vandamálum sínum en litlir pottar hafa líka eyru. Maður vakti því oft yfir trúnaðarsamtölum kvenna sem komu til hennar. Því hef ég alltaf haft meiri áhuga á konum en körl- um í skáldskap. Þær höfða meira til mín og eru tilfinningalega flóknari verur en flestir karlar. Það finnst mér óskaplega áhuga- vert, bæði sem manni og skáldi,“ segir Birgir sem ætlaði sér að verða söngvari að ævistarfi. „Ég átti í mikilli togstreitu um að verða söngvari eða rithöfundur en ég lærði klassískan söng í sex ár og fór það sjöunda til Amster- dam í framhaldsnám. Þá helltust yfir mig yrkingar og ég réð ekki neitt við neitt. Hef síðan ekkert sungið en bara skrifað, og aldrei nokkurn tímann séð eftir því.“ ■ Nietzsche var maður lífsins „Eftir tiltekið rof í lífi mínu eyddi ég sumrinu í náttfötum, hitti fáa, fór ekki framúr, las ævintýri og vinkona mín færði mér mat í rúmið og kallaði mig ljúfling. Þegar ég fór að sofa þóttist ég stundum gráta en það var leik- ur, ég hafði aldrei haft það betra og var ekki krafinn um að uppfylla skyldur nema gagnvart sjálfum mér.“ - Það er rólegt yfir mælandanum í ljóðinu Biðstofan í Útgönguleiðum, nýrri bók Steinars Braga. baekur@frettabladid.is > St ei na r B ra gi Ragnheiði Gestsdóttur voru afhent Barnabókaverðlaun menntaráðs fyrir bestu frum- sömdu barnabókina í ár á síðasta degi vetrar. Að þessu sinni hlaut hún verðlaun- in fyrir Sverðberann sem kom út hjá Eddu útgáfu í haust. Hún hefur áður hlotið þessi verðlaun en það var árið 2001 fyrir unglingasöguna 40 vikur. Það hefur verið skammt á milli gleðitíðinda hjá Ragnheiði undanfarið en í síðustu viku fékk hún Norrænu barnabókaverðlaunin 2005 fyrir höfundar- feril sinn sem rithöfundur og myndlistarmaður, með sérstakri áherslu á Sverðberann. Sverðberinn segir frá Signýju sem slasast alvarlega í bílslysi og liggur í dái á sjúkrahúsi. Önnur höfuðpersóna sögunnar er Leda, en það er einmitt nafnið sem Signý hafði valið á persónu sína í hlutverka- leik. Sagan gerist á tveimur sviðum: Á sjúkrahúsinu fylgist lesandinn með fjölskyldu og vinum Signýjar og fær innsýn í líf þeirra, en Leda þarf að særa íshjarta drottningar í ævintýraheimi til að frelsa álfaþjóð undan ánauð. Tilgangur Barnabókaverðlauna fræðsluráðs er að örva metnaðar- fullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn og að vekja athygli á því sem vel er gert á þessum mikilvæga vettvangi íslenskrar bókaútgáfu. Úthlutunar- nefndin er skipuð af fræðsluráði Reykjavíkur. Ragnheiður er fædd í Hafnarfirði 1953. Hún er kennari að mennt og stundaði einnig háskóla- nám í listasögu og bókmenntafræði. Ragnheiður er sem stendur for- maður Síung, samtaka íslenskra barna- og unglingabókahöfunda. Sverðberinn verðlaunaður > Bók vikunnar ... ENGAR OG DJÖFLAR eftir Dan Brown Hafi fólk ekki nú þegar lesið þessa þéttu spennusögu sem er for- leikurinn að hinni geysi- vinsælu Da Vinci lykillinn er nú lag en bókin hefur náð óvenju nánu sam- bandi við atburði líðandi stundar eftir að heimsbyggðin fylgdist andaktug með reykmerkjasendingum frá Páfa- garði. Englar og djöflar segir nefnilega meðal annars frá vali nýs páfa en svo óheppilega vill til að leynifélag sem hefur haft horn í síðu kaþólsku kirkj- unnar um árhundruða skeið hefur rænt kardínálunum fjórum sem eru líklegastir til að hreppa hnossið og hótar að drepa þá. Til að bæta gráu ofan á svart hyggjast skúrkarnir jafna Vatíkanið við jörðu, gera það gjald- þrota og binda endi á alla reykjar- framleiðslu þar á bæ. Beint flug til Mexico við Karabíska hafið með Trans- Atlantic, 13 nætur og 14 dagar. Ótrúleg tilboðsverð Heillandi menning Maya indíána – pýramídar, óviðjafnanleg endalaus hvít strönd, kristaltær sjórinn, næst stærsta kóralrif heims, næturlíf, verslanir, skemmtigarðar, ævintýraferðir og þjóðgarður með fjölbreyttu dýralífi t.d.krókódílar, apar og jagúar. Verðdæmi Brottfarir: 25. maí uppselt 8. og 22. júní takmarkað sætamagn Carmen Inn 3 stjörnur 2ja manna herbergi 95.775 kr. Barn 2-11 ára 78.354 kr. Innifalið: Flug gisting, rúta til og frá flugvelli og flugvallar- skattar. Real Playa Del Carmen 4 stjörnur - Allt innifalið 2 manna herbergi 116.800 kr Barn 0-2 ára 3.957 kr. Barn 2-11 ára 85.354 kr. Innifalið: Flug, skattar, gisting, rúta til og frá flugvelli, flug- vallarskattur. Allur matur og innlendir drykkir (áfengir/óáfeng- ir). Fjölbreytt skemmtidagskrá, kvöldsýningar(show). Þá má nefna tennis, blak og siglingar. Flugsæti með sköttum 69.320 kr. Sími 588 8900 • www.transatlantic.is AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR ÞÚ ÁTT NÓG AF PENINGUM Ingólfur H. Ingólfsson VERK AÐ VINNA Geir Svansson – þýðandi ENGLAR OG DJÖFLAR (KILJA) Dan Brown BJARGVÆTTURINN Í GRASINU J.D. Salinger HUGMYNDIR SEM BREYTTU HEIMINUM Felipe Fernández-Armesto SKUGGA BALDUR (KILJA) Sjón ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir BELLADONNA SKJALIÐ (KILJA) Ian Caldwell og Dustin Thomason MEÐ KÖLDU BLÓÐI (KILJA) Ian Rankin HULDUSLÓÐ (KILJA) Liza Marklund Listinn er gerður út frá sölu dagana 13.04.05 – 19.04.05 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] LEIKSKÁLDIÐ OG RITHÖFUNDURINN BIRGIR SIGURÐSSON Ætlaði að verða söngvari að ævistarfi og hafði stundað nám í klassískum söng á sjöunda ár þegar skálda- gyðjan gerðist ágengari sönggyðjunni og sló vopnin úr höndum Birgis, sem hlýða varð yrkingum og skáldskap. „Ég er ekki maður. Ég er dínamít,“ sagði þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche og átti við sprengikraftinn sem bjó í orðum hans og hugmynd- um. Þessi sami sprengikraftur varð kveikjan að nýjasta leikriti Birgis Sigurðssonar, Dínamít, sem kviknaði í Edinborg 1992 þegar leikskáldið Birgir sá sjónvarpsþátt BBC um samband þeirra systkina Friedrichs og Elísabetar Förster-Nietzsche. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir ræddi við Birgi um Nietzsche, klassískan söng og konur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Bækurnar Herra Kjáni og Herra Djarfur eftir Roger Hargreaves eru komnar út hjá JPV – bókaútgáfunni. Bæk- urnar um Herra- mennina komu fyrst út á íslensku fyrir um aldarfjórðungi síðan og nutu gífurlegra vinsælda hjá ís- lenskum börnum. Einungis hluti bókanna kom út á sínum tíma en JPV útgáfa hefur endurútgefið þær síðustu misseri ásamt þeim bókum sem ekki hafa komið út áður á ís- lensku. JPV hefur einnig gefið út nokkrar bækur um Ungfrúrnar í sama flokki. Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út ljóðabókina Útgönguleiðir eftir Steinar Braga. Sá sem talar er mjög drukkinn og yfirgefur barinn með sköllóttum, andlitsþrútnum manni. Sama sólarhringinn er hann á kvöld- göngu meðfram sjónum og gengur fram á dauðan fugl, máv. Í millilend- ingu á flugvellinum í H*** kaupir hann sér kaffi og samloku og finnur sér sæti innan um fleira þreytulegt fólk sem angar af kæfisvefni. Steinar Bragi hefur áður sent frá sér ljóða- bækur og skáldsögur, þar á meðal Turninn, Ljúgðu, Gosi, ljúgðu, Áhyggjudúkkur og Sólskinsfólkið. ■ NÝJAR BÆKUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.