Fréttablaðið - 10.06.2005, Síða 22

Fréttablaðið - 10.06.2005, Síða 22
Sauðfé á Íslandi Gamalkunnur síldarfi›ringur SÍLDVEIÐAR Umtalsvert magn af norsk-íslenskri síld er nú skammt út af Austfjörðum. Í gær voru síld- veiðiskip í þokkalegri veiði um 35 sjómílur út af Norðfjarðarhorni. Hartnær fjórir áratugir eru liðnir síðan stofninn hvarf af Íslands- miðum og gamalkunnur síldarfiðr- ingur fer um eldri sjómenn og síldardömur en óleyst deila Norð- manna, Íslendinga og fleiri strandríkja um skiptingu veiði- heimilda setur skugga á síldar- gleðina. Á síldarárunum miklu, á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, hélt síld af norsk-íslenskum stofni til við Norður- og Austurland í sex til níu mánuði á ári. Gekk hún upp að Norðurlandi þegar vora tók en var við Austfirði á haustin og hafði vetursetu á Rauða torginu út af Austfjörðum. Norsk-íslenska síldin hvarf með haus og sporði af Íslandsmið- um árið 1967. Tvær byltinga- kenndar nýjungar í síldveiðum á sjötta áratugnum, asdik fiskleitar- tæki og kraftblökkin gerðu sjó- mönnum kleift að moka síldinni hömlulaust um borð í bátana og af- leiðingin varð ofveiði. Íslendingar, Rússar og Norðmenn veiddu of mikið af stórsíld og Norðmenn, með lítilsháttar hjálp frá Rússum, veiddu of mikið af smásíld við Norður-Noreg. Íslendingar hafa aldrei veitt meira af síld en á árunum frá 1962 til 1967 og var ársaflinn allt að 700 þúsund tonn þegar mest var; að stærstum hluta norsk-íslensk síld. Í 27 ár, frá 1967 til 1994, hélt norsk-íslenska síldin að mestu leyti til við strendur Noregs þar sem hún hafði nóg æti, enda stofn- inn í lágmarki. Árið 1994 gekk hluti stofnsins inn á alþjóðlega hafsvæðið í Sildarsmuginni og að óverulegu leyti inn í færeyska og íslenska lögsögu. Íslendingar hófu þá þegar veiðar í Sildarsmugunni samkvæmt tvíhliða samkomulagi við Færeyinga; samkomulagi sem gert var í óþökk Norðmanna. Um mánaðamót september – október í fyrra veiddist stór og góð demantssíld skammt út af Austfjörðum og var það í fyrsta sinn í 37 ár sem norsk-íslensk síld veiddist í vetursetu svo nærri strönd Íslands. Hver á síldina og hvernig á að nýta hana? Norðmenn og Íslendingar stund- uðu veiðar úr norsk-íslenska síld- arstofninum lungann úr síðustu öld. Færeyingar veiddu lítilræði á árum seinna stríðs en kraftur færðist í veiðar þeirra eftir að þeir tóku að nota kraftblökkina við veiðarnar um 1960. Rússar hófu veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum um miðja öldina. Á hápunkti íslenska síldaræv- intýrisins, árin 1965 og 1966, veiddu Íslendingar um þriðjung af þeim afla sem veiddur var úr norsk-íslenska síldarstofninum en árið eftir var hlutfallið komið nið- ur í ríflega fimmtung. Eftir hrun stofnsins 1967 og fram til 1985 veiddu engar þjóðir úr norsk-ís- lenska síldarstofninum nema Norðmenn en þá hófu Rússar veið- ar á ný samkvæmt samkomulagi við Norðmenn. Eftir að norsk- íslensk síld tók að veiðast í Síldarsmugunni var orðið aðkallandi að stýra þeim veiðum og haustið 1995 var hald- inn fundur vísindamanna frá Nor- egi, Rússlandi, Færeyjum og Ís- landi þar sem farið var yfir veiði- sögu og göngur norsk-íslensku síldarinnar á árum áður. Á grund- velli þeirra gagna, og þáverandi stærðar stofnsins, gerðu þjóðirnar samkomulag um heildarafla og skiptingu hans milli strandríkj- anna fjögurra og tók samkomulag- ið gildi 1996. Tveimur mánuðum síðar kom Evrópusambandið að því samkomulagi og var skipting- in þá þannig: Norðmenn 57 pró- sent, Íslendingar 15,54 prósent, Rússar 13,62 prósent, Evrópusam- bandið 8,38 prósent og Færeying- ar 5,46 prósent. Að kröfu Íslendinga var ákvæði í samkomulaginu um hugsanlega endurskoðun ef norsk-íslenska síldin tæki upp sitt gamla göngu- mynstur og kæmi inn í íslensku lögsöguna. Árið 2002 höfnuðu Norðmenn að endurnýja samkomulagið frá 1996 en juku þó aflahlutdeild sína ekki fyrr en í mars síðast liðnum er þeir ákváðu einhliða að auka aflahlutdeild sína í 65 prósent. Þar með var sá friður sem ríkt hafði um skiptinguna úti og enn hefur enginn samningafundur verið boð- aður. Íslendingar vilja ekki ljá máls á því að minnka hlutdeild sína í afl- anum og byggja rök sín meðal annars á að stórsíld úr stofninum hafi um áratuga skeið verið veidd af öllum þjóðunum fjórum á haf- svæði sem nú er innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Sterkustu rök Norðmanna hafa undanfarin ár verið þau að síldin hafi haldið að mestu leyti til við Noreg frá því að stofninn hrundi og norskir sjó- menn hafi fært þungbærar fórnir til að byggja stofninn upp að nýju. Því eigi þeir umfram aðra að njóta ávaxtanna. Benda Norðmenn með- al annars á að þeir hefðu hæglega getað haldið vexti stofnsins niðri með meiri veiði og þá hefði síldin að öllum líkindum ekki haldið frá Noregsströndum, vestur á bóginn í átt að Íslandi í leit að æti. Margt bendir til að norsk-ís- lenska síldin sé að taka upp fyrri gönguvenjur frá því fyrir hrun stofnsins og verði það raunin, styrkist samningsstaða Íslendinga til muna en miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi. Að sama skapi eykst mikilvægi þess að var- anleg sátt náist sem fyrst. Útgerð- ir þjóðanna þurfa að vita að hverju þær ganga þegar kemur að skipt- ingu veiðiheimilda og skammtíma- sjónarmið og ofveiði má ekki hindra hámarksnýtingu stofnsins til langframa. kk@frettabladid.is ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR Vonbrig›i BREYTINGAR Á NÁMSFLOKKUM REYKJAVÍKUR SPURT & SVARAÐ 22 10. júní 2005 FÖSTUDAGUR Sáttmálinn um stjórnarskrá fyrir Evrópu er opinbert heiti nýjustu uppfærslu stofnsátt- mála Evrópusambandsins, sem mjög hefur verið í fréttum að undanförnu vegna þess að kjósendur í Frakklandi og Hollandi, tveimur hinna sex stofnríkja sambandsins, höfnuðu staðfestingu hans í þjóðaratkvæðagreiðslum. En hvað stendur í þessum stjórnarskrár- sáttmála? Sáttmálinn skiptist upp í fjóra hluta. Í þeim fyrsta, sem er 114 greinar, er kveðið á um stjórnskipulag Evrópusambands- ins, það er stofnunum þess er lýst og hlut- verki þeirra. Í öðrum hluta er borgararétt- indaskrá sambandsins að finna. Í þriðja hlut- anum er að finna ákvæði um stefnumið sambandsins – þetta er umfangsmesti hlut- inn – og loks í fjórða hluta eru „almenn og lokaákvæði“. Yfirlýst markmið með gerð „stjórnarskrár- innar“ var að gera sambandið lýðræðis- legra, gegnsærra og skilvirkara. Því var öðru ferli beitt við undirbúning þessa nýja sáttmála en við fyrri uppfærslur stofnsáttmálans. Eins konar evrópskt stjórn- lagaþing var kallað saman, sem starfaði undir nafninu Ráðstefnan um framtíð Evrópu. Það kom fyrst saman vorið 2002 og skilaði af sér drögum að „sáttmála um stjórnarskrá fyrir Evrópu“ sumarið 2003. Þá tók við hefðbundin ríkjaráðstefna sem gerði fáeinar breytingar á drög- unum en samþykkti þau síðan á leiðtoga- fundi í Brussel 17. og 18. júní 2004. Þar með var þó ekki björninn unninn þar sem öll aðildarríkin 25 verða að staðfesta sáttmálann í samræmi við ákvæði stjórnarskrár í hverju landi. Þannig afgreiða sum aðildarríkin full- gildinguna með atkvæðagreiðslu á þingi, en þjóðaratkvæðagreiðsla er haldin í öðrum. Með sáttmálanum var gerð tilraun til að sameina alla fyrri sáttmála Evrópu- sambandsins í einn heildartexta. Fyrir vikið varð verkið mjög umfangsmikið og stærstur hluti þess þurr lagatexti, sem auðveldaði ekki baráttu franskra og hollenzkra stjórnvalda við að „selja“ þegnum sínum verkið. -aa Uppfærsla í fjórum hlutum FBL-GREINING: STJÓRNARSKRÁRSÁTTMÁLI EVRÓPUSAMBANDSINS fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ 465.777 463.006 458.341 1995 2002 2003 Tæplega fjögurra áratuga útlegð norsk-íslensku síldarinnar frá Íslandsströndum virðist lokið. Framundan eru flóknir og vandasamir samningar við Norðmenn og fleiri þjóðir um skiptingu veiðiheimilda. NORSK-ÍSLENSK SÍLD Á NORÐFIRÐI Matthildur Sveinsdóttir og aðrir starfsmenn í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hafa haft nóg að gera við flökun og frystingu á norsk-íslenskri síld í vikunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H V Breytingar verða á starfi Námsflokka Reykjavíkur. Þorbjörg Jónsdóttir, er starfandi forstöðumaður Námsflokk- anna, og er hún sár og reið vegna þessa. Hún hefur áhyggjur. Hvers eðlis eru breytingarnar sem verða á Námsflokkunum og af hverju stafa þær? Starfsemin verður að mestu lögð niður en þó verður sérkennsla og kennsla á grunnskóla- stigi. Það á að fækka nemendum nið- ur í um 100 hundrað á ári og mun einn fastur starfsmaður sjá um að framfylgja stefnu Reykjavíkurborgar í fullorðinsfræðslu. Búið er að segja upp öllum fastráðnum starfsmönnum og eiga þeir að hætta störfum 31. júlí. Mér er ekki ljóst hver raunveruleg ástæða skipulagsbreytinganna er. Námsflokkarnir veita þjónustu í full- orðinsfræðslu, endurmenntun og sí- menntun. Nemendur eru um 3000- 4000 á ári.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.