Fréttablaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 26
Rólegir stjórnendur Þótt fjölmiðlar hafi sýnt síðustu viðskiptum með bréf í Íslandsbanka mikinn áhuga verður ekki annað séð en að stjórnendur bankans séu sallar- ólegir. Nokkrir þeirra hafa verið í fríi og flestir þeirra eru nú staddir í Noregi í góðu yfirlæti þar sem fram fer ráðstefna á vegum bankans um sjávarútvegsmál. Íslandsbanki hefur markað sér sterka stöðu í sjávarútvegi og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir sérþekkingu á því sviði. Á ráð- stefnu bankans í Álasundi eru ekki aðeins allir helstu ráðamenn Íslands- banka heldur flestir þeir sægreifar í Evrópu sem eitthvað eiga undir sér. Í vetur hélt Íslandsbanki sambærilega ráðstefnu á Akureyri og þótti takast einkar vel. Þá mætti meðal annars norski milljarðamæringurinn Kjell Inge Rökke á einkaþotu en hann átti ekki heimangengt í þetta skipti. Leiðist í dómsal Til stóð að Rökke mætti á ráðstefnu Ís- landsbanka en hann komst ekki, þar sem hann þurfti að sæta yfirheyrslum vegna ásakana um að hafa mútað emb- ættismanni þegar hann var tekinn skír- teinislaus á sjó. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi en Rökke sjálfur er algjörlega óhræddur við niðurstöðuna þótt hann verði hugs- anlega dæmdur til að sitja inni í sex vikur. Mest leiðist honum að þurfa að hlusta á lögfræðingana í dómsal og hefur sagt að hann kjósi frekar sex vikna fangelsisvist en að þurfa að hlusta á lögfræð- ingana í sex vikur í viðbót. Hvort þetta telst áfellisdómur yfir lög- mannsstéttinni eða meðmæli með norskum fangelsum skal þó ósagt látið. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.077* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 247 Velta: 4.077 milljónir -0,12% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Laugaból, sem seldi hlut sinn í Jarðborunum fyrr í vik- unni, keypti 2,5 milljónir hluta í Atorku í gær. Gengi Bandaríkjadals hef- ur styrkst um tíu prósent gagnvart evru það sem af er ári. Þetta kom fram í Vegvísi Landsbankans. Þó er gert ráð fyrir að þetta breytist eftir því sem líður á árið. Englandsbanki ákvað í gær að halda stýrivöxtum í Bret- landi óbreyttum. Þeir verða áfram 4,75 prósent. Hlutabréf í Japan lækkuðu í gær. Nikkei vísitalan endaði í 11.161 stigi og lækkaði um 1,07 prósent. 26 10. júní 2005 FÖSTUDAGUR Stjórnarformaður Ís- landsbanka segir núver- andi meirihluta ráða yfir bankanum. Viðskipti Burðaráss breyti engu þar um. Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, fullyrðir að ekki hafi orðið tilfærsla á völdum í bankan- um í kjölfar þess að Burðarás keypti rúmlega fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka af Steinunni Jónsdóttur, stjórnarmanni bankans. „Fljótt á litið sýnist mér að félög tengd Björgólfsfeðgum, Burðarási, Landsbankanum og Straumi ráði yfir 27 prósentum af hlutafé bank- ans. Við erum með fjörutíu prósent á bak við okkur,“ segir hann. Straumur á ekki allan hlutinn sem bankinn er skráður fyrir, sem er 21 prósent. Karl Wernersson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, á um þrjú prósent af þeim hlut í fram- virkum samningum. Samkvæmt upplýsingum af fréttavef Kauphall- arinnar á hann samtals rúm tólf prósent í bankanum. Á meðan Karl spilar með núverandi meirihluta eigenda í Íslandsbanka, eins og hann hefur gert hingað til, er ekki hægt að segja að aðilar tengdir Landsbankanum séu ráðandi í Ís- landsbanka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræður Landsbankinn ekki heldur yfir öllum sínum hlut þar sem hluti er bundinn í fram- virkum samningum. Ekki er búist við að farið verði fram á hluthafafund í Íslandsbanka í kjölfar viðskipta Burðaráss. Reiknað er með því að Steinunn Jónsdóttir segi sig úr bankaráðinu eftir söluna og mun þá varamaður taka sæti í stjórninni. Stjórnarmað- ur í Íslandsbanka sagði Lands- bankamenn líklega ekki fara fram á fund á meðan þeir hefðu ekki ráð- andi stöðu í Íslandsbanka. Til þess þurfi þeir að bæta við sig tíu pró- senta hlut í viðbót, sem kosti um átján milljarða miðað við gengi síð- ustu viðskipta. Annar viðmælandi Fréttablaðsins sagði aðdraganda þessara viðskipta þó sýna hversu langt Björgólfsfeðgar væru tilbúnir að ganga til að seilast til áhrifa í Ís- landsbanka. Einar Sveinsson segir hluthafa í Íslandsbanka vita um allar stöður í bankanum og er því nokkuð rólegur yfir stöðu mála. „Hvorki viðskipta- menn né starfsmenn þurfa að hafa áhyggjur af því að það verði koll- steypa,“ segir hann og vísar til orðróms um að aðilar tengdir Landsbankanum muni taka Íslands- banka yfir. bjorgvin@frettabladid.is eggert@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,60 +0,74% ... Atorka 6,00 – ... Bakkavör 35,20 -0,56% ... Burðarás 14,75 -0,34% ... FL Group 15,00 +2,39% ... Flaga 4,90 – ... Íslandsbanki 13,65 +0,37% ... KB banki 528,00 -0,19% ... Kögun 60,20 – ... Landsbankinn 16,80 – ... Marel 56,30 – ... Og fjarskipti 3,99 – ... Samherji 12,10 – ... Straumur 12,30 -0,40% ... Össur 78,50 +0,64% * Tölur frá um kl. 15.40 í gær. Nýjustu tölur á Vísi. Segir Landsbankahóp ekki með ráðandi hlut FL Group 2,39% Actavis 0,74% Össur 0,64% Nýherji -1,60% Bakkavör -0,56% Straumur -0,40% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Bolur merktur keppninni, hjólabrúsi og aðgangur í Bláa Lónið er innifalið í skráningargjaldinu. Nánari upplýsingar á www.hfr.is. M IX A • fít • 5 0 7 2 6 Hjólað verður frá Hafnarfirði að Bláa Lóninu og hægt að velja um 60 eða 70 km leið. Lagt af stað frá íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 10.00. Skráning á vefsíðunni www.hfr.is til 10. júní – keppnisgjald 2000 kr. Afhending rásnúmera við íþróttahúsið Strandgötu milli kl. 8.00 og 9.30. Hjól verða flutt til baka án endurgjalds. Rúta til Hafnarfjarðar gegn gjaldi. Virkjum eigin orku! Hjólum í Bláa Lónið Bláalónsþrautin á fjallahjólum – sunnudaginn 12. júní Ísland á meðal skuldsett- ustu þróuðu ríkja veraldar. Erlendar skuldir Íslendinga námu tæpum tvö þúsund millj- örðum króna í lok mars og höfðu þá aukist um 166 milljarða frá áramótum. Þetta kemur fram á vef greiningardeildar Íslands- banka. Ísland er eitt af skuldsettustu þróuðu ríkjum veraldar og hefur verið í langan tíma. Erlendar skuldir hafa tvöfaldast frá því árið 2002. Greiningardeild Íslandsbanka telur aukningu erlendra skulda til marks um þær miklu fjárfest- ingar sem Íslendingar hafa ráð- ist í erlendis og hafa að miklu leyti verið fjármagnaðar með er- lendu lánsfé. Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd, sem er nettó skuldastaða þjóðarinnar, gefur hins vegar aðra mynd. Var hún neikvæð um 804 milljarða króna í lok mars og hafði þá aukist um 210 milljarða frá 2002. Hrein staða þjóðarbúsins sem hlutfall af landsframleiðslu hef- ur þó líklega batnað enda hag- kerfið vaxið mikið síðan 2002. - jsk McDonalds selur McDonalds hamborgararisinn hefur tilkynnt að sala í maí hafi aukist um tæp tvö prósent frá fyrri mánuði. Sala í Bandaríkjunum jókst um tæp fimm prósent og er það rakið til nýs mat- seðils hjá fyrirtækinu auk sveigjanlegri af- greiðslutíma en áður. Sala í Evrópu dróst hins vegar saman í maí vegna slæms ástands á mörkuðum í Bretlandi og Þýskalandi. Það sem af er árinu hefur sala McDonalds aukist um 3,7 prósent. -jsk Erlendar skuldir aukast PENINGAR Erlendar skuldir Íslendinga námu tæpum tvö þúsund milljörðum króna í lok mars. MCDONALDS BORGARI Sölutölur fyrirtækis- ins hafa stórbatnað það sem af er árinu. BANKASTJÓRAR LANDSBANKANS OG ÍSLANDSBANKA Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, hefur átt heldur rólegri daga en Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka, þar sem óróleiki hefur verið í hluthafahópnum vegna átaka um ítök í bankanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.