Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttasími: 821 7556 BJART MEÐ KÖFLUM suðvestan og vestan til, annars yfirleitt skýjað. Hætt við lítilsháttar súld með norður- og austur- ströndinni. Hiti 8-17 stig, hlýjast til landsins suðvestan til. VEÐUR 4 LAUGARDAGUR 18. júní 2005 - 163. tölublað – 5. árgangur Berum fullt traust til þjálfarans og leikmanna Jónas Kristinsson, formaður KR-Sports, segir engan taugatitring vera í Vesturbænum þrátt fyrir afleitt gengi í upphafi móts. Þjálfarinn verður ekki rekinn og stjórnin stendur heilshugar á bak við þjálfarann og leikmenn liðsins. ÍÞRÓTTIR 26 Þefaðir uppi Er hægt að lesa í persónuleika manna og starf út frá rakspíranum? Fréttablaðið fékk fjóra karl- menn úr mismunandi starfsstéttum til að segja frá uppáhaldsrakspír- anum sínum og þrjár konur til að giska á hver ætti hvaða spíra. ILMUR 22 N‡ plata á lei›inni SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR ▲ BLS. 20 TÓNLIST Heilla›ist af New York ÞÓRA INGÓLFSDÓTTIR Í MIÐJU BLAÐSINS ● ferðir ● bílar ▲ VEÐRIÐ Í DAG Hrekklaus dugnaðarforkur Halldór Ásgrímsson er góður húmoristi, ræktarsamur við fjölskyldu sína og berst ekki mikið á. Veikleiki hans er þungt skap og stundum þunglama- leg framkoma. Hall- dór er maður vik- unnar. MAÐUR VIKUNNAR 10 V I R K S A M K E P P N I af nammibarnum á laugardögum 50 % afsláttur FRÁ ÖXNADAL Tveir ungir menn dóu í um- ferðarslysi á þessum slóðum í fyrrinótt. Umferðarslys í Öxnadal: Tveir piltar bi›u bana SLYS Tveir unglingspiltar létu lífið þegar bifreið sem þeir voru í lenti utan vegar í mynni Öxnadals að- faranótt föstudags. Þegar sjúkralið kom á vettvang voru piltarnir látnir. Hinir tveir piltarnir voru fluttir slasaðir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Annar þeirra var lagður inn á slysadeild en hinn á gjörgæslu. Drengnum sem lagður var inn á slysadeild líður vel eftir atvik- um en hinn var fluttur á Landspít- alann í Reykjavík til frekari skoð- unar. Hann liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild og segja læknar enn of snemmt að segja til um batahorfur hans. Þeir sem létust í slysinu hétu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, 18 ára, til heimilis að Kirkjuvegi 18, Reykjanesbæ, og Þórarinn Samú- el Guðmundsson, 15 ára, til heim- ilis að Silfurtúni 18c, Garði. Sökum slyssins var hætt við hátíðahöld í tilefni þjóðhátíðar- innar í Garðinum. Engin vitni voru að slysinu en lögreglan á Akureyri rannsakar tildrög þess. -ifv KVENKYNS HEIÐURSVÖRÐUR Að þessu sinni stóðu eingöngu kvenlögregluþjónar heiðursvörðinn fyrir framan Alþingishúsið að morgni 17. júní. Þeim hefur eflaust verið býsna heitt í búningunum svörtu enda var þjóðhátíðardagurinn sá heitasti síðan lýðveldið var stofnað. Veðrið var aðeins síðra á norðan- og austanverðu landinu en þátttaka í hátíðarhöldum var engu að síður víðast hvar með miklum ágætum. Stoltur af fljó›inni Breytingar á stjórns‡slu landsins og auki› samstarf atvinnulífsins og hins op- inbera voru á me›al fless sem Halldór Ásgrímsson tæpti á í fljó›hátí›arræ›u sinni í gær. Forma›ur Samfylkingarinnar segir slíkar breytingar tímabærar. ÞJÓÐHÁTÍÐARRÆÐA Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra boð- aði breytingar á stjórnsýslu ríkis- ins í sinni fyrstu þjóðhátíðarræðu í blíðskaparveðri á Austurvelli í gær. Hann kallaði jafnframt eftir auknu samstarfi ríkis og atvinnu- lífs á sviði nýsköpunar. „Mennirnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir,“ voru upphafs- orð forsætisráðherra. Í ræðu sinni kvaðst Halldór binda mikl- ar vonir við störf endurskoðun- arnefndar stjórnarskrárinnar sem skipuð var í byrjun þessa árs. Þá sagði hann ekki síður nauðsynlegt að endurskoða skipulag stjórnsýslunnar. „Það þarf að gera hana markvissari og meira í takt við tímann,“ sagði forsætisráðherra en síðast fór slík skoðun á stjórnarráðinu fram árið 1969. „Ég tel mikil- vægt að hefjast handa um slíka endurskoðun nú í haust og ljúka henni á tiltölulega stuttum tíma.“ Halldór gerði að umtalsefni að ekki ætti að einblína á það sem miður færi heldur draga lærdóm af mistökunum og horfa björtum augum á framtíðina. Hann bar í framhaldi af því saman frásagnir af árinu 1955. „Sumir myndu kalla þetta rigningarsumarið mikla, aðrir myndu minnast þess sem ársins þegar Halldór Lax- ness fékk Nóbelsverðlaunin.“ Forsætisráðherrann lét þá skoðun enn fremur í ljós að stór- fyrirtæki sem skiluðu miklum arði bæru samfélagslega ábyrgð og eðlilegt væri að þau tækju þátt í mikilvægum málum á sviði nýsköpunar, menningar og vel- ferðar. „Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp.“ Halldór gat þess einnig að Íslendingar væru í fjórða sæti í heiminum yfir þær þjóðir sem sýndu hraðastar framfarir á sviði rannsókna og nýsköpunar. Mikillar bjartsýni gætti í ræðu forsætisráðherra, sem sagði að Íslendingar ættu að bera höfuðið hátt án þess að ofmetn- ast. „Ég er stoltur af íslensku þjóðinni.“ „Þetta er auðvitað orðið löngu tímabært, ríkisstjórnin hefur haft tólf ár til þessa verkefnis,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingarinnar, um hugmyndir forsætisráðherra um breytingar á stjórnsýslunni. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, telur að með til- lögum sínum sé forsætisráðherr- ann að beina sjónum almennings frá ástandinu eins og það er í dag. „Við ættum að endurskoða allt ferlið í kringum sölu á ríkis- eignum, þar hefur framganga ríkistjórnarinnar verið með ólík- indum.“ - fgg HALLDÓR ÁSGRÍMSSON „Íslendingar eiga að bera höfuðið hátt,“ sagði forsætisráð- herra í ávarpi sínu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö RÐ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.